Læða, kettlingar og ýmislegt fleira.

Jæja þá er það fæðingin í gær.

1-IMG_3992

En fyrst nokkrar myndir. Í dag hefur rignt hressilega og er það notalegt að vita því ekki var vanþörf á regni fyrir gróðurinn.

2-IMG_3993

Farþegaskipinn koma nær daglega, og eru sum með jafn marga farþegar og íbúar bæjarins.

3-IMG_3995

Dálítið merkilegt með þá sem koma með þessum skipum, að þau virða ekki bílaumferð. Við bílstjórarnir verðum að sæta lagi til að aka um götur bæjarins, það er rétt eins og rollum hafi verið sleppt lausum í bænum, því fólkið ætlast greinilega til þess að akandi vegfarendur séu bara til trafala.

4-IMG_3996

En mesta mannmergðin var yfirstaðin þegar ég tók þessa mynd.

5-IMG_3997

Það eru enginn smáskip sum þeirra sem hingað koma.

6-IMG_3999

Ást er að borða saman.

8-IMG_4001

Tók eftir því í gærmorgun að Lotta litla var orðin óróleg og greinilega með verki, svo ég taldi að það væri komið að fæðingunni. Blesi hefur verið góður við hana alla meðgönguna, hann hefur sleikt hana og kysst jafnvel, og verið afskaplega umhyggjusamur.

9-IMG_4002

Hér er fyrsti kettlingurinn kominn, hún varð alveg skíthrædd og stökk í burtu, ég varð sjálf að sprengja líknarbelginn og fara svo og sækja hana inn í skáp, til að sinna afkvæminu.

10-IMG_4004

Hér er sú litla læða og alveg eins og mamman.

11-IMG_4006

Já það er sleikt og sleikt.

12-IMG_4008

Næsti var högni, gulur og flottur, en greinilega stærri en læðan, svo ég varð að tosa hann út, þegar ekkert gekk.

13-IMG_4009

Og áfram héldu hríðarnar, nú var dýralæknirinn komin og við fylgdumst með. Ef það kemur einn svartur og hvítur þá er öruggt að Blesi er pabbinn ákváðum við.

14-IMG_4013

Og hér er hann kominn til að hjálpa til. Hann sleikti bæði Lottu og kettlingana af mikilli samviskusemi.

15-IMG_4014

Tekur föðurhlutverkið mjög alvarlega blessaður.

16-IMG_4019

Hér þrýfur hann þann gula.

17-IMG_4020

Og svo kom einn svartur og hvítur, svo Blesi getur ekki þrætt fyrir, enda er hann bara stoltur og glaður.

18-IMG_4024

Svona svona ég skal hjálpa þér.

19-IMG_4027

Það gengur betur þannig.

21-IMG_4029

Ég er sko hérna hjá þér dúllan mín.

22-IMG_4030

Þetta verður allt í lagi.

23-IMG_4031

Ég get alveg séð um þetta.

25-IMG_4035

Komnir allir fjórir og þá er hægt að slaka á.

26-IMG_4037

Og smáfólkið þarf að koma og skoða.

27-IMG_4045

Og ekki bara smáfólkið....

28-IMG_4046

Morrakrakkarni höfðu verið að skemmta á Markaðshátíð í Bolungarvík og komu við til að skoða litlu afkvæmin.

29-IMG_4048

Og þá er að smella myndum af þeim.

31-IMG_4052

Með flokkstjóranum sínum.

32-IMG_4057

Mamman ánægð með ungana sína.

33-IMG_4060

Og hér eru þeir allir fjórir.

35-IMG_4061

Dúllur.

34-IMG_4062

Pabbinn fylgist svo stoltur með.

Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný

Yndisleg athöfn og ég hef ekki fyrr vitað ógeldan högna sýna svona umhyggju við got. Hef þvert á móti heyrt að þeir geti átt það til að drepa kettlingana. En þau eru bara flott hjónakornin og kettlingarnir vitaskuld yndislegir ♥

Dagný, 8.7.2012 kl. 20:55

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jeremías hvað Blesi er hjálpsamur ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 8.7.2012 kl. 21:06

3 identicon

Frábærar myndir :D Hér eru tvær litlar skottur sem ætla sko að heimsækja ömmu í kúlu og kisurnar í næstu Ísó ferð!

Guðný Kristín Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 21:21

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég segi það sama og Dagný, með Högnana...............,Á elli árum er maður að vita þetta fyrst.

Helga Kristjánsdóttir, 8.7.2012 kl. 21:52

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dagný mín Blesi var geldur rétt eftir að þetta allt gerðist.  Hann náði að koma upp afkvæmum áður en bollurnar voru klipptar af

Já Hrönn hann hjálpaði svo sannarlega til sá svarti Pétur....

Já Guðný mín, þær litlu skotturnar eru sko alltaf velkomnar til ömmu í kúlu

Jamm Helga mín, hann sem sagt missti bollurnar svona alveg óvænt... eða þannig....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2012 kl. 21:56

6 Smámynd: Kidda

Yndislegir kettlingar :)

Við áttum sérstakan högna sem ól upp 2 kettlinga og kenndi þeim á lífið og reglurnar um hvað mátti og hvað ekki. Hann var ekki pabbinn þar sem hann kom á heimilið eftir að Skotta varð kettlingafull. :)

Knús í kisukúlu <3

Kidda, 9.7.2012 kl. 10:01

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir geta verið ansi móðurlegir þessar elskur Knús á móti Kidda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2012 kl. 10:32

8 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Yndislegar myndir Ásthildur,þakka þér fyrir að leyfa okkur að njóta þeirra.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 9.7.2012 kl. 11:14

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín er ánægjan Óskar minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2012 kl. 11:32

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegt að sjá og gaman hvað pabbinn tekur mikinn þátt í þessu knús á ykkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.7.2012 kl. 12:26

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur mín. Takk fyrir þessar myndir. Við vanmetum kannski of oft hæfileika dýranna til að vernda og sýna umhyggju.

Það er víst langt í að mannskepnu-stjórnvöld jarðarinnar nái sömu samstöðu og siðferðis-þroska og blessuð skynsöm og umhyggjusöm dýr jarðarinnar.

Kisunum þínum finnst þær vera tryggar hjá þér, og það segir svo mikið um hvernig sál þú ert

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2012 kl. 16:54

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Yndislegar myndir af kisunum þínum.  Svo finnst mér myndirnar af unglingunum líka yndislegar og skemmtilegar....  Það liggur við að ég betli af þér svart/hvíta kettlinginn 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.7.2012 kl. 17:43

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ásdís það var einhvernveginn svo flott að horfa á þá umhyggju sem hann sýndi vinkisu sinni og leikfélaga

Anna Sigríður já við vanmetum oft skynsemi dýranna.  Við reynum ekki að setja okkur inn í hugsanaheim þeirra og skoða merkin sem þau sýna, sem oft er merki um eftirtekt og þroska.  Takk fyrir mig

Takk Jóna Kolbrún mín, já krakkarnir eru frábær.  Þú getur örugglega fengið hann, þegar hann verður tilbúin, ég vil reyna að útvega þeim öllum gott heimili, og það átt þú. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2012 kl. 19:00

14 Smámynd: Jens Guð

  Það er alltaf góð skemmtun að skoða myndaalbúmið hjá þér.  Ævintýraleg skemmtun. 

Jens Guð, 10.7.2012 kl. 01:06

15 Smámynd: Jens Guð

  Mér varð á að skella hressilega upp úr við lestur textans:  "Og svo kom einn svartur og hvítur, svo Blesi getur ekki þrætt fyrir..."

Jens Guð, 10.7.2012 kl. 01:11

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Jens hehehe, maður veit aldrei sko!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.7.2012 kl. 10:17

17 identicon

Hæ,við sonardóttir mína erum að skoða kisurnar þínar

og allt lífið hjá þér

kveðja Erla SV.

erla (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 00:14

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndislegar þessar myndir, liggur við að maður sjái eftir að hafa ekki leift Ume að ala af sér einu sinni en þau eru bæði steingeld.
Knús í Kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.7.2012 kl. 08:46

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að heyra Erla mín, þessi stúlka sem er á myndunum er barnabarnið hennar Dísu, hún kemur oft hingað með ömmu sinni og finnst afskaplega gaman að koma í kúluna. 

Takk Milla mín, já þetta er alveg yndislegt að upplifa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2012 kl. 09:17

20 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Við mannfóklið getum auðveldlega tekið kisurnar þínar okkur til fyrirmyndar. Mikið eru þetta skemmtilegara myndir.

Verð líklega á Ísafirði fljótlega og þá væri gaman að fá að líta aðeins við og upplifa þig af holdi og blóði, en ekki bara í gegnum tölvu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.7.2012 kl. 00:43

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vertu ævinlega velkomin Bergljót mín.  Bara ekki frá 2. til 8. ágúst þá ætla ég að bregða mér af bæ.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2012 kl. 09:52

22 identicon

Alveg frábært að fá að fylgjast með fæðingunni hjá kattarparinu. Kisupabbinn svona hjálpsamur það er alveg einstakt. Þau er svo falleg bæði tvö. Bestu kveðjur vestur sem endranær, Inga

ingibjorg kr einarsdottir (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 15:56

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Inga mín, já Blesi er svo sannarlega flottur pabbi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2012 kl. 16:32

24 Smámynd: Ragnheiður

Venjulega reka læðurnar þá sem lengst burt af ótta við að þeir drepi afkvæmin. Þetta hef ég aldrei séð. Skemmtilegar myndir. Þú ættir að senda kattaatferlisfræðingi þær :)

Ragnheiður , 21.7.2012 kl. 14:37

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ef til vill ætti ég að gera það Ragnheiður mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband