Elsku Júlíus minn.

http://www.youtube.com/watch?v=5kQqED7bq7E&feature=share

Elsku sonurinn minn góði, í dag hefðir þú orðið 43 ára ef þú hefðir lifað.  Ég sakna þín ennþá sárt.  Þeir segja að tíminn lækni öll sár, það er ekki rétt, maður lærir að lifa með sorginni.

Til hamingju með daginn vinurinn minn hvar sem þú ert ég veit að þú ert hamingjusamur og umvafinn ást og umhyggju allra sem í kring um þig eru.  Heart

Sorgin er sár

svíður hjarta.

Tómleiki og tár

tilfinning svarta.

Samt lifir sú von

að góð sé þín köllun

minn elskaði son

á Ódáinsvöllum. 

Ljúflingur og ljósið mitt

leggðu á veginn bjarta.

Löngunin og lífshlaup þitt

liggur mér á hjarta.

Í dýpstu sorg um dáinsgrund

döprum hug mig teymdir.

en fórnfýsi og fagra lund

í fylgsnum hugans geymdir.

Ekki barst þú mikið á.

Elsku sonur mildi.

Varst samt alltaf þar og þá.

Þegar mamma vildi.

Í mér sorgin situr nú

sárt er upp að vakna.

Hér ég vildi að værir þú

vinur þín ég sakna.

Englarnir nú eiga þig.

engan frið það lætur.

Við það sætta má ég mig

móðirin sem grætur.

Elsku Júlli ástin mín.

yfir þér nú vaka.

Allir vættir. Ævin þín

er óvænt stefnutaka.

Ég veit að elsku mamma mín

miðlar með þér gæsku.

Hún var æðsta ástin þín.

öll þín árin æsku .

Nú gráta blessuð börnin þín.

bestur alltaf varstu.

alltaf setja upp í grín.

alla tilurð gastu.

Sendi ég þér sátt og frið.

með söknuði í hjarta.

held þú eigir handan við,

hamingjuna bjarta.

P.S. þið sem ætluðuð að heiðra Júlla með nærveru ykkar upp í Bárulundi núna kl. fjögur, þá höfum við flutt fagnaðinn niður í kúlu vegna rigningarinnar. Allir vinir og vandamenn Júlla eru velkomnir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna. Ég er eiginlega orðlaus en þakka þér samt fyrir að deila þessu með okkur Ásthildur.

Ég dáist að því að þú skulir þrátt fyrir þessi stóru áföll í þínu lífi samt sem áður hafa þann styrk til að bera, að geta barist á hverjum degi fyrir betra samfélagi fyrir okkur hin, í gegnum skrif þín á netinu. Fyrir það get ég svo bara fært þér mínar innilegustu þakkir.

Seiken (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 14:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessi hlýju orð Seiken.  Það er einmitt svona viðbrögð sem leiða mig áfram og gefa mér orku, bæði á netinu og svo í samskiptum daglega.  Það eru einhvernveginn allir svo góðir við mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2012 kl. 14:39

3 identicon

Mikið rosalega eru þetta fallega kveðið. Þekki það af eigin raun með söknuðinn, maður lærir að lifa með því. Sorginn hverfur aldrei. Áttu góðan dag.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 14:58

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigurður minn.  Já sorgin er sár.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2012 kl. 15:25

5 identicon

 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 20:51

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur mín. Þú er svo sannarlega talskona kærleikans og réttlætisins.

Vonandi get ég einhvertíma lagt þessum mikilvæga málstað gagnlegt lið, sem þú og svo margir eru að berjast fyrir á hverjum degi.

Ég stend með öllum sem hafa verið sviknir að kerfinu, og hef ekki leyfi til að þegja yfir því sem ég veit og skil. Ég geri mitt besta, og ber mig eftir hjálp góðs fólks í þeirri baráttu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2012 kl. 17:03

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Falleg minning

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.7.2012 kl. 00:20

8 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Júlli...ógleymanlegur alveg . Knús á þig

Ragnheiður , 21.7.2012 kl. 14:38

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar mínar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband