7.7.2012 | 10:16
Vangaveltur um nánustu framtíð af gefnu tilefni.
Halldór Jónsson bloggari kastar fram þeirri hrollvekjandi spurningu hvort Jóhanna og Steingrímur séu búin að tryggja inngöngu okkar í ESB, hvað sem hver segir. http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/
"Ef Jóhanna og Steingrímur(skrifa undir ESB aðild þá geta þau látið Alþingi greiða atkvæði um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Inngangan er frágengin hvernig sem atkvæði falla. Þó Ólafur Ragnar vísi lögunum til þjóðarinnar skv. 26 gr. stjórnarskrárinnar þá gildir 1.gr. laganna. "
Mér finnst þetta vera málað fulldökkum litum, en langar aðeins að segja hvernig málið snýr við mér:
Í fyrsta lagi tel ég ólíklegt að þingið samþykki inngöngu í ESB eins og málin standa í dag. ESB sinnar í Sjálfstæðisflokknum eru ekki líklegir til að samþykkja þetta með samþykktir tveggja landsfunda á bakinu um að Ísland sé betur komið án aðildar. Það eru kosningar á næsta ári og þó þeir ef til vill virði ekki grasrótina, þá munu þeir óttast skuggastjórnendur flokksins það er nokkuð ljóst.
Innan Framsóknarflokksins er sennilega bara einn þingmaður sem myndi segja já. Þrátt fyrir yfirlýstan vilja flokksins til að vera utan ESB.
Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Jón Bjarnason myndu örugglega segja nei. Hvað þau gera Ögmundur og Guðfríður Lilja er ekki á hreinu, þau virðast segja eitt og gera annað. Fylgja flokknum, eða jafnvel sitja heima eða vera "veik" til að þurfa ekki að taka afstöðu.
Þá er spurningin um Hreyfinguna. Miðað við það sem ég hef heyrt þau segja, er ekki líklegt að þau segi Já. En ef þau gera það, mun annað hvort gerast; að Dögun splittist upp í fyrri einingar, eða að Hreyfingin verði ekki með í flokknum. Þessir þrír þingmenn eru ágætis manneskjur og ég kann vel við þau öll, þau virðast vera heiðarleg, en ég skil bara ekki stundum þá afstöðu sem þau taka. Þannig að það er frekar óljóst um afstöðu þeirra í því ljósi.
En ef þetta mál fer nú samt í gegnum þingið, þá kemur til kasta forsetans. Hann hefur lýst því yfir að hann muni ef eftir því verði óskað af almenningi sjá til þess að málið fari í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með því að neita að skrifa undir. Ég er ekki í neinum vafa um að nægilegur undirskriftafjöldi tækist til að svo yrði gert.
Nú er unnið að því að ógilda forsetakosningarnar. Ekki vil ég segja beint að það sé að undirlagi þeirra sem vilja ekki að forsetinn geti stöðvað ferlið, en sá grunur læðist óneitanlega að mér. Tímasetninginn á kærunni er nákvæm, það hafa farið fram nokkuð margar kosningar undanfarið án þess að Öryrkjabandalagið hafi kært, svo hvers vegna núna?
En ef svo færi að þeim tækist það ætlunaverk að ógilda kosningarnar svo Ólafur Ragnar víki hvað gerist þá? Þá hlýtur að þurfa að kjósa upp á nýtt. Eða ætla stjórnvöld sér þá að taka við forsetaembættinu uns nýr forseti verður valinn? Er það ef til vill plottið. 'Eg þekki ekki lagareglurnar.
En það hlýtur að þurfa að kjósa upp á nýtt. Mér kæmi ekki á óvart þó Ólafur Ragnar byði sig fram aftur, sennilega líka Herdís, Andrea og Ari Trausti. Ef svo ólíklega vildi til að Ólafur tapaði þeim slag, þykir mér næsta víst að Herdís eða Andra hlytu embættið. Því það er nokkuð ljóst að miðað við þær aðstæður sem eru í landinu vildi enginn hugsandi maður fá puntudúkku og veislustjóra í embættið, eins og Ari Trausti hefur gefið sig út fyrir að vilja. Báðar þessar konur hafa sömu stefnu og Ólafur, þ.e. að beita málskotsréttinum og gefa fólkinu í landinu val um hvað það vill gera í bindandi kosningum.
Ef plottið er hins vegar að gera þetta nákvæmlega á þeim tíma þ.e. í ágúst, og ekki næst að hafa kosningarnar í tíma. Er ekkert annað fyrirliggjandi en að forsetinn leysi upp þingið og setji fram utanþingsstjórn áður en umboð hans rennur út. Það er nú þegar í gangi undirskriftasöfnun þess eðlis. Einnig hefur Jón Lárusson og lýðræðishreyfingin skorað á hann um að setja ESB málið í kosningu og Hreyfingin líka, og Dögun held að ég fari þarna með rétt mál.
Það á hreinlega ekki að vera hægt í lýðræðisþjóðfélagi að ríkisstjórn sem virðist vera með innan við 10% traust þjóðarinnar geti smyglað henni inn í erlent bandalag bakdyrameginn.
En ég er sammála Ólafi Ragnari að aldrei hafa verið meiri óvissutímar en einmitt núna og ógnin við að stjórnvöld reyni að svipta okkur frelsinu og þeim auðlindum sem við búum yfir. Aldrei hefur verið meiri þörf á festu og öryggi um að hagur þjóðarinnar sé tryggður en ekki eiginhagsmunapot örfárra manna.
Aldrei hefur verið meiri þörf á því að þjóðin standi saman um örlög sín og fái sannleikann upp á borðið. Og aldrei hefur verið ríkari þörf á því að við krefjumst þess að allt sé sett upp á borðið og engu leynt en einmitt nú. Og aldrei hefur verið meiri óvissa um örlög ESB og evrunnar en einmitt á þessari stundu.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 2022436
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein Ásthildur. Minnist þess ekki fyrr frá því að ég fór að fylgjast með þjóðmálum að maður væri beinlínis hræddur við stjórnvöld. Þó oft hafi maður verið ósáttur við gjörðir þeirra. Nú verandi ráðamenn virðast í mörgum málum ætla að gera sem mest ógagn áður en þeir láta af völdum og þá lítur maður til forsetans sem bjargvætts.
Ragnar Gunnlaugsson, 7.7.2012 kl. 10:58
EKKI vond Grein
Afsrtaða Hreyf. liggur í raun fyrir - þau höfðu það í sinni hendi að greitt yrði atkvæði um framhald esb - " viðræðnanna " samhliða stjórnlagaráðskosningunni en þau vildu það ekki.
Þau völdu í vor að halda stólnunum frekar en að hér fari fram alþingskosningar - engin eftirspurn verður eftir þeirrra kröfum á alþingi eftir næstu kosningar.
Það hefur aldrei verið í raun meirihuti hvorki á þingi né þjóð fyrir þessum " viðræðum " íslands við esb.
VG - hefur sagt NEI 2 sinnum að þjóðin fái að koma að esb - málinu og sýna skoðanakannanir að flokkurinn hefur tapað helming fylgis 12 % i dag enda flokkurinn í dag EKKERT annað en valdaflokkur.
Samfylking lofaði því fyrir síðsu alþingskosingar að þjóðin fengi að kjósa um saming - það hefur flokkurin svkið og nú er alveg ljóst að næstu kosnngar verða um framhald ESB - viðræðnanna.
BB hefur sagt að komist í í ríkisstjórn myndi hann strax vísa esb - málinu í dóm þjóðarinnar.
Afstraða Framsóknarlokksins er skýr ef þú tekur Siv út en hún verður ekki þingmaður eftir næstu kosningar þannig að hún skipir ekki máli.
Óðinn Þórisson, 7.7.2012 kl. 11:22
Ragnar já það var mitt haldreipi og nú á að reyna að svifta mann því líka. En vonandi tekst það ekki.
Ég vona að þú hafir rangt fyrir þér með Hreyfinguna Óðinn, en fari svo að þau samþykki þetta, þá er borin von að ég veiti þeim atkvæði mitt. Þannig er það bara og sárt að viðurkenna, því ég var jú ein af hvatamönnum þess að þessi samtök töluðu saman um sameiginlegt framboð. En við sjáum til.
Annars er ég hér á fæðingarstofunni, kisan mín er að eiga kettlinga, búin að eignast þrjá, og pabbinn fylgist spenntur með og þrífur bæði hana og afkvæmin. Yndislegt að fylgjast með þessu. Það eru fleiri eftir að koma, en þessir sem eru komnir eru æðislega flottir, ein eins og mamman einn eins og pabbinn og svo enn allt öðruvísi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2012 kl. 11:47
Góður pistill eins og alltaf.
Bíð spennt eftir myndum af nýju fjölskyldumeðlimunum hjá þér :)
Kidda, 7.7.2012 kl. 12:12
Áshildur. Takk fyrir þessa samantekt, sem ég er að mestu leyti sammála. Ég hef ekki neina trú á lýðræðis-virðingu Hreyfingarinnar, því sú þrenning er búin að snúa baki við almenningi, með því að stilla sér upp með þessari tortímingar-bankaræningja-ríkisstjórn. Ég vonaðist eftir einhverju jákvæðu í upphafi frá Hreyfingar-þrenningunni eins og þú, en er búin að sætta mig við að sú von er ekki lengur til staðar hjá mér. Það var erfitt að kyngja því, en ekki dugar að loka augunum fyrir staðreyndum, þótt þær séu svekkjandi.
Þá er bara Lilja Mósesdóttir eftir, til að binda vonir við, til að ná fram einhverjum breytingum í stjórnsýslunni, en til þess að hún nái einhverju í gegn, þá þurfa einhverjir fleiri en ég að hafa trú á hennar framboði.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.7.2012 kl. 12:45
Takk Kidda mín já það koma myndir af stækkun í kisufjölskyldunni í kúlunni
Takk Anna Sigríður mín. Ég hef ennþá ekki gefið þau upp á bátinn, en fylgist með hvað þau gera. Síðan er hvernig Dögun tekur á þessu. Dögun er framboð sem samanstendur af mörgum hreyfingum og Hreyfingin er bara ein þeirra. ÉG veit að innan míns flokks er fólk í meirihluta alfarið á móti inngöngu í ESB. Það er því ólíklegt að þau fari fram undir jámerki einhverra aðila. Það er nefnilega ekki sama að vilja vinna með fólki og að kinoka sér við að taka afstöðu eftir meirihlutavilja samstarfsfólks. En allavega bíð ég og sé tl.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2012 kl. 12:55
Þetta er einmitt það sem ég er skíthræddur um í sambandi við Heilaga Jóhönnu og Gunnarsstaða Móra og nú eru þau í herferð á hendur forsetanum okkar, sem þau líta á sem stærstu ógnina við áform þeirra. Þingmönnum Hreyfingarinnar treysti ég ekki fyrir horn og innan raða þeirra sem "eru í stjórnarandstöðuflokkunum" (fyrir utan Guðmund Steingrímsson, sem er í stjórnarsamstarfi hvort sem hann viðurkennir það eða ekki) er LANDRÁÐAFYLKINGARFÓLK sem ætti bara að ganga í þann flokk og hætta að leika tveim skjöldum. Þannig að meirihluti gegn ESB INNLIMUN á Alþingi, held ég, að sé ansi tæpur....
Jóhann Elíasson, 7.7.2012 kl. 15:18
Við skulum vona það besta, fer ekki ofan af þvi að þetta eru viðsjárverðir tímar og rétt að halda því til haga og baráttunni til streitu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2012 kl. 15:22
Ég tel ekki líkur á að kosningin verði dæmd ógild. Það eru fatlaðir einstaklingar, sem er ákveðið úrtak og hægt að leiðrétta það án þess að endurtaka alla kosninguna.
Dögun er merkilegur kostur sem ég hef mikið velt fyrir mér , einmitt vegna Hreyfingarfólksins. Það a að klára samninga við ESB og síðan kjósa um þá. Ég myndi helst vilja að við tækjum upp kanadadollar ásamt Grænlandi og sleppa ESB eins og staðan er í dag.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.7.2012 kl. 16:38
Já Anna mín, ég vona að þú hafir rétt fyrir þér með kosninguna. Hvað varðar gjaldmiðilinn, tel ég að við þurfum að skoða allt sem er í boði með rósemd og upplýstum umræðum, og gera það þannig að fólki finnist ekki að verið sé að pukrast og svíkjast aftan að þjóðinni. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Fólki finnst að það sé verið að svíkjast aftan að þeim með þessu endalausa pukri og undanslætti hjá ráðamönnum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2012 kl. 16:48
Ásthildur mín, frábær pistill. Þú ert ekki ein um þessar vangaveltur og grun um að þjóðin verði svikin - allt í nafni ESB málstaðarins.
Síðast þegar hagsmunaaðilar afsöluðu fullveldi þjóðarinnar tók 682 ár að endurheimta það. Nú vill ný kynslóð hagsmunaaðila endurtaka leikinn. Eftir aðeins 68 ára fullveldisreynslu - bestu árin í íslandssögunni. Þeir hafa ekkert lært af sögunni og reynslu forfeðranna.
Mótmæli almennings, allt að 70% þjóðarinnar, kosta uppnefningar og óhróður af hálfu aðildarsinna en er að öðru leyti ekki hlustað á.
Auðvitað endar þessi nauðung með ósköpum ef enginn skynsamur aðili skilur í hvað stefnir og býður fólkinu upp á atkvæðagreiðslu um þetta stærsta hagsmunamál þjóðarinnar.
Kolbrún Hilmars, 7.7.2012 kl. 17:58
Við þurfum að halda þetta út í 7-8 mánuði í viðbót Ásthildur mín en þangað til er sjálfsagt að hafa varann á sér eins og Halldór gerir. Ef það tekst að koma þessari stjórn frá í næstu kosningum þá er framtíðin nokkuð björt. Og svarið er "nei" markmiðið er ekki að koma sjöllunum að. Markmiðið er að koma fjórflokknum undir 50% fylgi.
Ég vil botnskoða hugmyndir Frosta Sigurjónssonar í sambandi við gjaldmiðilsmálin. Ég hef ekki heyrt neinn skjóta þær í kaf og held reyndar að Evrusinnar forðist að ræða þær því þær eru "óþægilega" vel rökstuddar.
a) Höldum í krónuna
b) Tökum myntsláttuvaldið af bönkunum
c) Afnemum verðtrygginguna.
d) Höldum okkur utan ESB.
Seiken (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 18:08
Áshildur mín. Það virðast því miður vera Hreyfingin og Borgarahreyfingin, sem stjórna Dögun. Það segir mér að gömlu pólitísku öflin eru drifkrafturinn í þessu svokallaða "nýja" framboði, sem kalla sig Dögun. Þá er ekkert nýtt við Dögun, heldur er það "nýja" stjórnmála-afl einungis blekkingar-framlenging á gömlu svikamyllunni.
Svo óska ég þér til hamingju með nýju kisurnar þínar
Það er dásamlegt að skoða myndirnar sem þú deilir með okkur .
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.7.2012 kl. 20:11
Ásthildur. Þú hittir marga nagla: "Fólki finnst að það sé verið að svíkjast aftan að þeim með þessu endalausa pukri og undanslætti hjá ráðamönnum."
Þetta er sú tilfinning sem svo margir, skelfilega margir, hafa af Íslandi í dag.
Og það er eiginlega okkar helzta viðfangsefni, ekki hvort þessi sé slúbbert eða hinn sé lúði.
Erum við ekki sammála um það?
Svo ætla ég annars að vita hvort þú ert með númerið hjá Seiken? Eða bara heimilisfangið?
Hann skrifaði oft á Eyjuna áður en hún fór yfir á þetta ömurlega FB-kerfi sitt og ég var oftast svo hjartanlega sammála honum. Hugsaði með mér, að ef við Seiken værum gift, þá væri það næstum eins og að horfa bara í spegil alla daga.
Sem, samkvæmt Kananum, myndi þá gera annað okkar ónauðsynlegt.
Því það gerist ekkert ef allir eru sammála alltaf. Því þá er það orðið meðvirkni dauðans.
Þórdís Bachmann, 7.7.2012 kl. 20:12
Eftir því sem ég kemst næst, er goggunarröðin í stjórnskipun landsins á þessa vegu.
Samkvæmt því ætti ekki að vera hægt að setja lög sem fara á svig við stjórnarskrána. Ef lög stangast á við stjórnarskrána gildir stjórnarskráin. Þannig sýnist mér umrædd lög vera alger hrákasmíð, eins og flest sem hefur fæðst í ranni þessarar ömurlegu ríkis(ó)stjórnar.
Theódór Norðkvist, 7.7.2012 kl. 22:55
Hættum þessu helvítis rugli, allar hugmyndir um ESB eru landráð og ekkert annað, einbeitum okkur að uppbyggingu hér innanlands, þar er af nógu að taka.
Steinþór Kristjánsson, 8.7.2012 kl. 01:49
ESB hefur stutt rammsóknir á Íslandi síðan við skrifuðum undir EES. Það hafa mörg fyrirtæki Steinþór notið góðs af því, eins og HÍ og HR og Matís og Rannis og fleiri,. Verum ekki með sleggjudóma án vittneskju? Hitt er annað mál, viljum við ekki ESB-stirky? Vill Björn bjarna ekki styrkinn sinn og viljum við ekki taka þátt í ESB-rannsóknum?
Er alveg til í að ræða það, en ekki undir umræðu Steinþórs!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.7.2012 kl. 02:52
Komið þið sæl; Ásthildur Cesil, og aðrir gestir, þínir !
Ásthildur og Anna Benkovic !
Svo vel; hygg ég ykkur hafa tekið eftir, öllu atferli íslenzka stjórnmála hyskisins, að ÖNGVU þeirra 63ja, megum við treysta, á nokkurn handa máta.
Þeim ber að refsa ÖLLUM; á grimmilegan máta, ágætu stöllur.
Athugasemd; Steinþórs Kristjánssonar (nr. 16), ber okkur að taka undir, gott fólk, alfarið.
Með beztu kveðjum; sem jafnan - úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 04:27
Takk öll fyrir innlitið. Nú er málið bara að krefjast utanþingsstjórnar, og leysa upp þessa ríkisstjórn sem hefur læðst aftan að okkur með pukri og óheilindum. http://utanthingsstjorn.is/ Þetta er málið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2012 kl. 10:34
Áshildur mín. Ég er sammála þér með utanþingsstjórn, því allir flokkar eru flæktir í ruglið og svikin, og komast hvorki áfram né geta bakkað út úr flækjum og klækjabrögðum hvítflibba-glæpamanna.
Það verða allir að þola stjórn, sem ekki er flækt í blekkingar og óheiðarleika flokksklíkunnar og dóms-svikakerfið. Pólitískir flokkar hafa ekki umboð til að ráðskast með lýðræðið á óábyrgan og glæpsamlegan hátt, eins og þeir hafa alla tíð gert.
Ég hvet fólk til að taka ábyrgð og verja lýðræðið, með því að skrifa undir áskorunina: utantingsstjorn.is.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.7.2012 kl. 12:01
Nákvæmlega Anna Sigríur mín, nákvæmlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2012 kl. 12:18
Góð grein hjá þér Ásthildur, það er ábyggilega eins gott að vera á varðbergi gagnvart ESB Trójuhestunum, Óðinn þú segir að Siv verði ekki þingmaður Framsóknarflokksins eftir næstu kosningar, hvað með ESB trójuhestana í Sjálfstæðisflokknum verða þeir hreinsaðir af framboðslistum hans?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 20:51
Greiningin er góð hjá þér. Áhyggjur af aðild Íslands að ESB eru ótímabærar. Í kosningu verður það dæmi kolfellt. Þar skiptir ekki máli þó að um ráðgefandi niðurstöðu verði að ræða. Niðurstaðan verður svo afgerandi (70 % lágmark) að málið er úr sögunni. Í bili að minnsta kosti næstu ár.
Jens Guð, 9.7.2012 kl. 00:38
Takk Kristján já eins gott að vera vel á verði.
Jens ég vona innilega að þú hafir rétt fyrir þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2012 kl. 00:58
Áshildur og Jens. Á íslensku er ekki til gild orða-samsetning sem hljómar/skrifast á þennan hátt: ráðgefandi þjóðar-atkvæðagreiðsla.
Það er einungis til ráðgefandi skoðanakönnun í íslensku tungumáli.
Þjóðaratkvæðagreiðsla er, samkvæmt orðinu og merkingu þess bindandi atkvæðagreiðsla, samkvæmt réttri Íslensku.
Ríkisstjórnin er valda og umboðslaus til að breyta tungumálinu á þennan hátt, eftir að hafa verið kosin í lýðræðislegri kosningu til að stjórna þessu ríki.
ESB-stjórnin á Íslandi er komin í ógöngur vegna vanþekkingar sinnar á tungumáli Íslands og íslensku, sem er kennd með miklum kostnaði, einkunnum, kröfum og áherslum, í grunn og framhaldsskólum á Íslandi. Nú á að kenna ESB-liðinu ó-íslenskumælandi íslensku í háskóla Íslands. Óheiðarleikinn og svikavinnubrögðin drjúpa af hverju strái þessa stofnana-samfélags. Græðgin ræður för, eins og alltaf á þessu skeri.
Það er sjúkleg meðvirkni að gefa ríkisstjórn Íslands undanþágu frá raunverulegri þekkingu, skilningi og notkun á íslensku tungumáli. Mótsagnirnar eru svo víða í samfélaginu, að ekki er hægt að halda svona stjórnsýslu áfram á þennan hátt.
Stjórnsýslukerfið skarast víða, er brenglað, stjórnlaust og hættulegt fyrir upplýst lýðræðið og velferð samfélagsins.
Þetta er ekki sér-íslenskt vandamál, heldur heimsvandamál. Það eina sem getur breytt þessu vandamáli er hugarfarsbreyting, og trú hvers og eins einstaklings á sinn eigin heiðarleika, og það góða í heiminum. Græðgi er ekki lausnin.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2012 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.