Að taka ósigri er sigur í sjálfu sér.

Já er ekki mál að linni.  Ég er alveg búin að fá upp í kok af gífuryrðum og væli þeirra sem ekki kusu Ólaf Ragnar.  Getum við ekki bara tekið  úrslitunum eins og fólk og sætt okkur við niðurstöður kosninga.  Þetta er orðið svo barnalegur sandkassaleikur hjá töpurum að það hálfa væri nóg.  Gerir fólk sér ekki grein fyrir því að þegar úrslit eru ráðin, þá þarf bara að sætta sig við lýðræðislega niðurstöður.  Við getum ekki alltaf fengið allt sem við viljum, og þegar meirihlutinn hefur sagt sína meiningu þá ber okkur bara að sætta okkur við lýðræðið.  Það er svolítið ýkt að einmitt  fólkið sem reynir að kenna sig mest við lýðræði eins og tildæmis Þórhildur Þorleifs, reynir að ýja að því að hér hafi eitthvað brugðist þegar úrslitin eru henni ekki að skapi. Sýnir bara að allt þetta blaður um lýðræði og jafnrétti nær ekki lengra en það að jafnréttið og lýðræðið er eingöngu virkt ef það er þeim í hag. Þvílík ömurlegheit, segi nú ekki meira. Sorrý Þórhildur mín, en svona blasir þetta við mér.

Ég bendi á að Þóra sem keppti við Ólaf um Bessastaði hefur lýst því yfir að hún muni aldrei taka aftur þátt í svona kosningaslag. Fyrir mér segir það bara eitt. Þóra er flott kona og heilbrigður einstaklingur, þessi kosningabarátta fór úr böndunum og var ekki í hennar anda.  Hún er nógu mikil manneskja til að taka þessu með reisn og framkoma hennar eftir þetta segir meira en þúsund orð um hvað var í gangi.  Hún getur því gengið stolt frá þessu og er meiri manneskja fyrir vikið. Enda á hún kyn til þess.

Staðreyndin er að Ólafur Ragnar vann þessa baráttu, og því verður ekki breytt.  Þeir sem finna þessu atriði allt til foráttu er vissulega vorkunn, en um leið segir meira um þann karakter sem þeir hafa, en um Ólaf eða hans stuðningsmenn.

Ég verð að viðurkenna að mér verður smá bumbult yfir því sem fólk lætur frá sér fara um úrslitin.  Þar sem allt það versta í fari fólks kemur fram.   Það færi betur á því að menn reyndu að tjá sig ekki meðan þeim er svo heitt í hamsi, því það gerir ekkert annað en að sýna þá sömu í vondu ljósi. 

Staðreyndin er bara sú að við höfum kosið okkur forseta til næstu fjögurra ára, og höfum valið Ólaf Ragnar til að gegna því embætti.  Ég er á því að Ólafur eigi eftir að standa sig með sóma, og eins og hann hefur sagt sjálfur, hann hefur engu að tapa að standa með þjóðinni, því þetta er hans síðasta kjörtímabil og þar með ekkert sem hindrar hann í að standa með þjóðinni á örlaga tímum. 

Þegar innan við 10% landsmanna treystir ríkisstjórninni þá eru vissulega óvissutímar, og þá er gott að vita að á Bessastöðum er maður sem getur alltaf sent ákvarðanir til þjóðarinna.  Því það er ekki eins og hann hafi einhver völd fyrir utan að vísa málum til þjóðarinnar. 

Þess vegna er ég miklu bjartsýnni á málefni þjóðarinnar en í langan tíma, því ég geri mér ljóst að endastoppistöðin er á Bessastöðum.  Og þar situr maður sem virkilega vill standa með þjóðinni, gegn óvinsælustu ríkisstjórn í langan tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Svo sannarlega sammála þér hér Ásthildur. Þakka þér fyrir þennan bloggpistil.

Guðni Karl Harðarson, 2.7.2012 kl. 23:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Guðni minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2012 kl. 23:56

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Góður pistill, Ásthildur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.7.2012 kl. 23:56

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Sigurður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 00:07

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kæra vinkona, ég kaus Þóru og er stolt yfir því. Eins og þú ert stolt yfir þínu kjöri. Við getum og verðum öll að sameinast yfir lyðræðislega kjörnum forsetja vornum! Það er kjarni lyðveldisins okkar.

Ég tek undir orð þín og segi eins og við séum ein manneskja, "sameinumst alltaf Íslendingar yfir forseta vorum...alltaf!

kær kv

Anna

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.7.2012 kl. 04:09

6 identicon

Sammála Ásthildur.

Það er einmitt eins og að þetta fólk geri ráð fyrir því að ósigur Þóru (eða sigur ÓRG) sé byggður á einhverjum misskilningi. Og það er hálf pínlegt að upplifa þokkalega vel gefnar manneskjur eins og Þórhildi Þorleifss reyna að "leiðrétta þennan misskilning" löngu eftir að úrslit kosninganna liggja fyrir.

Ef að fram heldur sem horfir þá býð ég ekki í tilvistarkreppu vinstrimann eftir næstu alþingiskosningar. Það stefnir í mikinn "misskilning" í þeim kosningum. 

Seiken (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 09:08

7 identicon

altaf god Ásthildur

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 09:48

8 identicon

Ef við gefum okkur það að meirihluti kjósenda Þóru séu ESB sinnar þarf þetta ekki að koma á óvart. Það er jú þekkt innan ESB að ef úrslit kosninga er þeim ekki að skapi vilja þeir kjósa aftur og aftur og aftur þar til úrslitin eru þeim í hag.

Þórarinn Friðriksson (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 09:55

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.

Það er alveg rétt hjá þér Anna mín, við þurfum að sætta okkur við það sem er, en ekki ærast yfir því sem ekki var.

Sheiken sammála, það verður eitthvað skrýtið og umhugsunarvert hvernig það fólk mun tækla sín mál þegar líður að kosningum.  Eitt er að vera við völd, annað að ætla sér að fara í kosningar með öll sín kosningaloforð þverbrotinn.

Takk Helgi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 10:08

10 identicon

Alveg hjartanlega sammála þér Ásthildur! Ég kaus Þóru og held að hún hefði orðið frábær forseti - en ég þakka bara Guði fyrir lýðræðið sem við höfum hér og að sjálfsögðu uni ég úrslitunum og óska Ólafi til hamingju með sigurinn!Ótrúlegt hvað fólk veltir sér upp úr þessu fram og tilbaka... Hafðu það sem allra best og takk fyrir bloggið þitt ávallt!!

María Úlfarsd. (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 10:29

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk María mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 10:41

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er sammála þér,og er mjög ánægð með úrslitin. Það er rétt sem Ólafur segir lítillátur og skynsamur,,fólk kaus lýðræðið,,. Margir bera sig illa,eins og þú nefnir, ótrúlega gróflega og fá hópa á móti sér,ég kemst við. Góður pistill.

Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2012 kl. 11:31

13 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þakka góðan pistil. Fyrst þegar ég fór að lesa pistla sem þú skrifaðir, þá hélt ég að við gætum nú ekki orðið sammála um margt,en nú sækist ég eftir að lesa það sem þú hefur til málanna að leggja og nokkuð oft er ég þér hjartanlega sammála,ofanritað er eitt af því.  Mér ofbíður málflutningur margra bæði á fésbók og bloggi þar sem fólk er kallað öllum ill um nöfnum og notuð er lygi og hálflygi,bara fyrir að fólk er ekki sömu skoðunnar og það sjálft. Þetta er ekki uppbyggileg umræða og engum til framdráttar, Mjög sáttur við úrslit kosninganna,kaus reyndar ekki þann sem náði kjöri frekar en vanalega.

Ragnar Gunnlaugsson, 3.7.2012 kl. 11:35

14 Smámynd: Kidda

Góður pistill

Kidda, 3.7.2012 kl. 12:34

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Helga mín fólki gengur illa að skilja að sigurinn var fólksins en ekki Ólafs Ragnars beint.

Þakka þér þessi hlýju orð Ragnar og fyrir innlitið.  Það er ekki hægt annað en að ofbjóða þessi endalausi málflutningur og endalaust mönnum gert upp skoðanir og ætlanir.  Orðið dálítið þreytandi.

Takk Kidda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 12:52

16 identicon

Eg veutti því sérstaka athygli að Herdís Þorgeirsdóttir var ekkert að reyna að breiða yfir vgonbrigði sín heldu kom hreint til dyranna .Þessu ætla eg að muna eftir næst þegar forseti verður kosinn :)

Mér finnst þetta vera traustvekjandi framkima og sýna heiðarleika hennar.

Það stóð ekki á því að Ólafur sýndi okkur það stax eftir kosninguna að hann ætlar ekki að bregðast kjósendum sínum í því að standa vörð um lýðræðið.

Yfirlýsing hans um það að EKKI KÆMI TIL GREINA að ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla yrði látin gilda í ESB málinu sýnir það ótvírætt.

Eg er eiginlega alveg undrandi hvað fólk virðist gefa þessu svikabragði ríkisstjórnarinnar og Alþingis lítinn gaum og sýna því nánast algert áhugaleysi.

Sú lagasetning sem Jóhanna og & co með aðstoð Alþingis prjónuðu í hjásetunni í skugga kvótamálsins sem var leikritið á stóra sviðinu var ekkert annað en bein aðför að lýðræðinu

Lög stt fram Á MÓTI 26.grein stjórnarskrárinnar.

Til að ónýta þjóðaratkvæðagreiðslu möguleikann.

Í rauninni miklu stærra mál en kvótamálið.

Eg heyrði fyrst um þessa lagasetningu þegar Guðni Ágústsson nefndi hana á kosningavökunni.

Engar frettir um það í RÍKISfjölmiðlinum

Það yrði sorglegt ef einhver mundi mæta á kjörstað í þannig atkvæðagreiðslu. Og samþykkja með því aðferðafræðina.

Sólrún (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 14:23

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir það með þér að Herdís hefur vaxið í þessari kosningabaráttu, vona að hún fari fram aftur 2016.  Svo sannarlega verðugur fulltrúi okkar.  Steingrímur og Jóhanna reyna öll meðul til að koma þessari þjóð inn í ESB og svíkja vilja hennar, þau eru hættulegar manneskjur að mínu mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 14:29

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er svolítið merkilegt að sjá hverjir það eru sem syrgja úrslitin mest - svona með tilliti til þess að ríkisstjórn og aðstandendur hennar hafi verið kosningunum alls óviðkomandi.

Sjálf kaus ég Ólaf í anda Jaroslav Haseks sem sagði "Umbrotatímar krefjast mikilhæfra manna".

Sammála ykkur með Herdísi. Hana hefði ég kosið nú ef Ólafur hefði ekki gefið kost á sér. Vonandi gefst mér það tækifæri árið 1916. :)

Kolbrún Hilmars, 3.7.2012 kl. 15:10

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Kolbrún þau neita allavega að hafa verið eitthvað viðkomandi kosningunum, en málið er að þetta var að mínu mati þrautskipulagt frá A til Ö aðgerð til að koma Ólafi Ragnari frá.  Þóra blessunin var þarna leiksoppur og viðbrögð hennar sýna að hún er búin að sjá í gegn um þetta.  Enda virðist hún vönduð og góð manneskja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 15:20

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála.

 Ég leyfði mér reyndar að brosa yfir æsingnum í Þórhildi Þorleifsdóttur út í ómenntaða og illa launaða karla, sem hún taldi meðal annars bera ábyrgð á niðurstöðunni sem henni var ekki að skapi.

Sigurður Þórðarson, 3.7.2012 kl. 16:18

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha já hún missti sig algjörlega blessuð konan.  Er menntun eitthvað ofan á brauð?  Er hægt að dæma fólk eftir því hve langa skólagöngu það hefur gegnt?  Mér finnst til dæmis þjóðfélagið hafa batnað með betri menntun.  Ef litið er til til dæmis lögfræðinga og hagfræðinga þá virðist þjóðfélagið heldur hafa færst aftar á merina með meiri menntun.  Ætli málið sé ekki bara brjóstvitið eftir allt saman.  Þó menntun sé af hinu góða oftast nær.  En menntun er ekki allt. Það hefur maður séð á langri ævi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 16:22

22 identicon

Athugasemd Þórhildar um karlana er lýsandi á afskaplega margan hátt fyrir elítur og þá sérstaklega þær sem lifa visntra megin við miðju. Ef ÓRG hefði kennt illa menntuðum og ófrískum konum um eitthvað sem miður fór, hefði heyrst hljóð úr horni? Elítunni finnst ekkert vera en þegar illa gefið fólk (sem við erum flest að þeirra mati) fær að atast í hlutum sem það hefur ekkert vit á og ætti að láta elítunni eftir. Við pöpullinn ættum einfaldlega að vera þakklát fyrir að elítan nenni yfirleitt að hafa umsjón með okkur.

Menntun er ágæt sem slík og ég á eitthvað af háskólanámi að baki en sú menntun er lítilvæg í samanburði við áratuga starfsreynslu, sem í mörgum tilfellum getur verið óháð því hvort fólk hafi einhvers konar gráður ofan ískúffu einhvers staðar.

Erlendur (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 16:43

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta innlegg Erlendur.  Já lífið er alltaf besti kennarinn, en það má reyndar ekki tala um það.  Ég hef séð dæminn á báða bóga.  Algjörlega "ómenntað" fólk sem getur gert ótrúlegustu hluti, og svo menntað fólk sem hefur ekkert fram að færa því það getur ekki miðlað þekkingunni.  Þetta eru auðvitað bara dæmi, en menntun er ekkert garantí fyrir því að manneskja geti gefið af sér.  Þar kemur fyrst og fremst til kasta því sem viðkomandi hefur inn í sér.  Tilfinningagreindin er sennilega sú besta.  Það held ég allavega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 17:06

24 Smámynd: Óðinn Þórisson

Stuðningsfólk Ríkisstjórnarinnar tóku þessari niðurstöðu vægt til orða tekið illa.

Ólína taldi að hann hefði fengið Gula Spjaldið - að fá 53 % greiddra atkvæðra meðan ríkisstjórnin sem hún styður nær varla 30 %

Eftir Sprengisandsviðaltið við ÓLR átti ÞA í raun aldrei möguleika.

Óðinn Þórisson, 3.7.2012 kl. 17:30

25 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Menntun er góð ef reynsla er að baki,menntun ein og sér gera engin kraftaverk. Ég held það  að læra af eigin mistökum og annarra sé mikilvægt og geta viðurkent að hafa haft rangt fyrir sér.

Ragnar Gunnlaugsson, 3.7.2012 kl. 17:35

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Óðinn, þetta er raunar gengið út í algjörar öfgar.  Í raun og veru mun þetta fólk eiga dálítið bágt hér eftir, þegar fólk sýnir að menn fylkjá sér um Ólaf Ragnar og finna þar traustið sem alþingi hefur rúið okkur.  Auðvitað er karlinn refur, við vitum það.  Það er ÞRÁTT FYRIR REFINN SEM VIÐ VEITUM HONUM ATKVÆÐIN OKKAR.  Þar liggur styrkur hans og hann veit það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 17:35

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því Ragnar algjörlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 17:47

28 identicon

Þau eru nú farin að nálgast 30 árin síðan ég bjó síðast á Íslandi og þá var ÓRG alþýðubandalagsmaður og því full ástæða til að hafa góðar gætur á honum :)

Hann má eiga það að hann hefur hins vegar staðið vörð um fullveldi landsins á síðustu árum þótt að í gamla daga hafi hann sennilega frekar verið á þeim buxunum að koma okkur í Varsjárbandalagið.

Erlendur (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 18:22

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Erlendur það er nú málið.  Maðurinn hefur þroskast og sér nú betur yfir það sem skiptir máli.   Það er allavega mín skoðun, ef svo kemur annað í ljós mun ég auðvitað skipta um skoðun, en hingað til hefur hann verið trúverðugur í sínum málflutningi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 18:52

30 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

knokk,knokk, heyrði ,,menntaða,, menn tala um það á einhverri útvarpstöð að ÓRG.hefði í raun aldrei verið svokallaður kommi. Menn breytast og þroskast þrátt fyrir stjórnmálastörf.

Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2012 kl. 22:30

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega getur fólk breyst, og að halda sífellt á lofti einhverju sem fólk hefur gert í árdaga er einfaldlega kjánaskapur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 22:34

32 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gott veður hérna hjá þér Ásthildur, til hamingju.   Við fengum ríkisstjórn sem gerði það að sínu helsta afreki að gera okkur Íslendingum það lífsnauðin að hafa mann á forseta stóli sem við gætum treyst til varnar sjálfstæði okkar.

Það er afrek ríkisstjórnarinnar, eða sök, að Ólafur hefur nú sitt fimmta kjörtímabil.   Það er því merki um bilun eða jafnvel verra, að kenna Ólafi eða kjósendum hans um þessa sorg ríkisstjórnarinnar.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.7.2012 kl. 23:28

33 identicon

Já, vel gert hjá Þóru að segja það skýrt út að hún muni ekki fara í framboð af neinu tagi aftur.  Hún er mjög flott og gáfuð kona en framboð hennar var að mínu mati frekar þunnt og að miklu leyti blásið út af hennar stuðningsmönnum, henni eflaust til mikils ama. Þetta dró fylgi hennar niður, auk Samfylkingarstimpilsins.  En gangi henni sem allra best í starfi og einkalífi.  Það er auðvitað heilmikill sigur í sjálfu sér að ná þriðjungi atkvæða gegn sitjandi forseta.  Gamli refurinn ÓRG var einfaldlega sá sterkasti í þetta sinn, hvort sem fólk er ánægt eða ekki:)

Skúli (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 00:32

34 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Hrólfur, það er nú kjarni þessa máls, ef allt hefði verið í lagi á stjórnarheimilinu og allir meira og minna sáttir, þá hefði forsetinn aldrei farið fram.  Þetta eiga þeir óánægðu afar erfitt með að skilja.  Sökudólgarnir sitja nefnilega sem fastast í ráðherrastólunum og fara hvergi fyrr en þeir verða bornir út.

Skúli já ég tek undir það Þóra er flott kona og glæsileg.  Vonandi gengur henni vel í sínu lífi með sín litlu börn og hvað sem hugur hennar stendur til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2012 kl. 11:22

35 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Big like og nu er búið að kæra eins og ég átti von á

Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2012 kl. 14:06

36 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ja hérna hér, það var beinlínis hvatt til þess í ríkissútvarpinu ekki bara einu sinni heldur mörgum sinnum.  Mikið er þetta ömurlegt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2012 kl. 15:03

37 Smámynd: Jens Guð

  Ég kvitta undir hvert orð í þessum góða pistli.

Jens Guð, 4.7.2012 kl. 23:59

38 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Jens minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2012 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022875

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband