23.6.2012 | 21:08
Vika í kosningar.
Nú er vika í forsetakosningar. Mér virðist flestir frambjóðendur taka hlutunum rólega og auðvitað vona hið besta. Einn frambjóðandi sker sig algjörlega úr það er RÚVdrottningin Þóra. Það virðist ekki þverfótað fyrir auglýsingum frá hennar stuðningsmönnum í blöðum sjónvarpi og mér skilst líka strætóbiðskýlum.
Og fólk spyr sig hvaðan koma peningarnir: http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=129485&st=50
Talsmenn hennar verja hana með kjafti og klóm, en aðallega með því að rakka niður sitjandi forseta, svo aumt sem það nú annars er.
En þessar spurningar koma ekki bara úr einni átt hér spyr líka annar aðili: http://www.timarim.is/2012/06/dyr-sidasta-vikan/
Það þarf ekki að segja mér að þau hjón standi straum af þessum kostnaði. Heldur hljóta að vera á bak við þau fjársterkir aðilar sem greiða. Þetta er orðið meira svona örvænting en heilbrigð samkeppni, sérstaklega þar sem aðrir frambjóðendur eru ekki að auglýsa sig.
Einhver sagði að Ólafur og Dorrit færu um landið og töluðu við fólk, en Þóra og félagar settu upp Þórudag til að tala um Þóru.
Nú vil ég segja að Þóra Arnórsdóttir er örugglega hin mætasta kona, ég þekki marga af hennar ættfólki, sumir afar góðir vinir mínir og vandaðasta fólk eins og hún er örugglega líka. Af hverju þarf þá þessa rosalegu kynningu, og ekki bara kynningu heldur kynda stuðningsmenn hennar undir allskonar illu umtali um sitjandi forseta. Við vitum alveg að hann er refur og hefur sína galla. En hann hefur þrátt fyrir allt sýnt að hann stendur með þjóðinni í raun fyrstur forseta. Fyrir það á hann skilið stuðning frá þeim sem vilja frjálst Ísland. Enda er hann sá eini sem hefur beðist afsökunar á dekri sínu við útrásarliðið, það hentar bara ekki stuðningsmönnum Þóru, og þeir endalaust klifa á því að hann hafi nú gert þetta og hitt, sagt þetta og hitt. Og nú síðast sagnfræðingur sem vill telja okkur trú um að Ólafur hafi ekki bjargað Iceave, heldur hafi bretar og hollendingar skorið hann niður úr snörunni.
Hvernig þá? jú með því að vilja ekki Icesave eitt, en var það ekki einmitt vegna fyrirvara sem forsetinn setti inn í undirskrift sína? Hversu lágt ætla fræðimenn að lúta við að selja sálu sína til þjónkunar við málstaðinn? Enda ekki tilviljun að traust almennings á stjórnvöldum er komin niður undir frostmark.
En skoðum aðeins dæmið um hina saklausu hugprúðu Þóru; Kastljósþáttur sem sýnir hver hugur hennar er gagnvart almenningi í landinu: http://www.dv.is/blogg/iris-erlingsdottir/2012/6/23/thora-vs-andrea-bankarnir-vs-heimilin/
Og hér sama mál. http://www.timarim.is/merking/andrea-j-olafsdottir/ En það má auðvitað ekki ræða þetta, hvað þá ofbeldishneigð makans. Þar sem hann er sakaður um að hafa barið ömmu fyrrverandi eiginkonu sinnar, auk annara ofbeldisverka. Það er slúður og gróusögur þó eiginkonan fyrrverandi hafi undir höndum áverkavottorð. Og annað skráð í bækur. Þetta er jú ef allt fer sem þau óska stuðningsmenn Þóru verðandi maki á Bessastöðum.
Heiftúðin og andstyggileg skrif um sitjandi forseta eru til skammar, og af því að ég hef viljað tala máli hans þá fæ ég á mig allskonar spurningar og kröfur. Einhvernveginn er fólki ekki sjálfrátt. Um leið og kemur að einhverju sem ekki fellur í kram Samfylkingarinnar og annara stuðningamanna þá eru allir sem mótmæla vont fólk illa haldið af hatri og illvilja.
Ólafur er enginn engill svo langt í frá. Hann er örugglega sjálfhverfur og finnur til sín. En hann er samt sem áður glæsilegur fulltrúi Íslands, það hefur hann sýnt með viðtölum erlendis sem hérlendis, úti er hann vel kynntur og þekkir marga sem geta orðið okkur til góðs. Enginn er gallalaus. En meðan það nýtist okkur vel, þá er mér bara fjandan sama. Mér er sama hvaðan gott kemur.
Hann er ekki ómerkilegri, lygnari eða svikulli en þau stjórnvöld sem við sitjum uppi með. Ef eitthvað þá í miklu minna mæli.
Fólk talar um að þessi kosningabarátta sé algjör skítadreyfari og þannig vilja margir meina að það sé úr ranni Ólafs, ég hef ekki orðið vör við þá skítalykt, miklu fremur hefur hann talað um glæsilega framtíð ungs fólks og eytt miklum tíma í að telja upp allt það jákvæða og góða sem býðst ungu fólki á alþjóðavísu í dag. Ekki hef ég heldur orðið vör við skítadreyfingu frá öðrum frambjóðendum, nema að Ari Trausti og Hannes urðu sér til skammar þegar þeir eyddu mestum tíma í sínum viðtölum í sjónvarpsþætti til að tala illa um sitjandi forseta.
Nú verð ég örugglega skotin í spað fyrir kjaftháttinn, en þannig er það bara, þetta er það sem er að berjast um í kollinum á mér og gott að koma því frá.
Það sem skiptir máli er að hafa forseta sem hefur sýnt að hann þorir að taka óvinsælar ákvarðanir, þó það þýði að svokallaðir vinir bregðist ókvæða við og setji einhvern til höfuðs honum sem þeir telja að geti velt honum úr sessi. Það er mitt ískalda mat.
Já og rakst svo á þetta á DV þar sem Ástþór "hjólar í Þóru" spyrji nú hver fyrir sig. http://www.dv.is/frettir/2012/6/23/astthor-hjolar-i-thoru/
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022152
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
OG hvað Kýs Frúin???????
Kveðja HSH
Högni Snær Hauksson, 23.6.2012 kl. 21:27
Auglýsingaherferð Þóru er sterk, mjög sterk enda eru komnir styrkir uppá miljarða til landsins frá manni í Brussel, ég held hann heiti Össur og þykist vera íslenskur samningamaður eða sendiherra, en er ekki. Hinir halda bara áfram sinni venjulegu baráttu í landinu með íslenskum peningum,pulsum og kúaskít ef því er að dreifa.
Eyjólfur Jónsson, 23.6.2012 kl. 21:52
Ég er nú svo gamaldagt að ég ætla að veita Ólafi Ragnari mitt atkvæði Högni minn.
Já Eyjólfur það er alveg víst að þetta framboð er ekki bara Þóra og Svavar. Þau þurfa að gera grein fyrir öllu þessu FYRIR KOSNINGAR:
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2012 kl. 21:54
Ekki nenni ég að agnúast mikið útí Ólaf Ragnar Grímsson það er nóg að vitna í Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem hann fær sinn réttláta dóm.
Skil hinsvegar ekki heift þína Ásthildur út í Þóru Arnórsdóttur.
Ég veit ekki betur enn Þóra sé hin ágætasta manneskja og gott að fá hana og hennar fjölskyldu á Bessastaði. Mér finnst það sem Þóra hefur sagt í kosningabaráttunni bera vott um yfirvegaða og góða manneskju sem vill þjóð sinni hið allra besta.
Að fá hana sem forseta myndi færa okkur Íslendinga andlega fram á við og fá okkur til að gleyma hinum spillta tíma sem leiddi til hrunsins. Við þurfum á því að halda Íslendingar að þeir sem á einhvern hátt tóku þátt í eða studdu það fólk og eru aðalábyrgðaraðilar hrunsins heyri fortíðinni til. Að við hættum að sjá það fólk daglega í fréttum.
Stuðningsmenn ÓRG hafa fallið í þá gildru að reyna að sverta Þóru og hennar fjölskyldu eins og þeir mest mega.
Þú spyrð m.a. Ásthildur, hvaðan koma peningarnir til stuðnings framboðs Þóru. Svarið er; frá stuðningsmönnum hennar. Ég og konan mín greiddum t.d. 3.000.- kr. til að styrkja framboðið og EKKI erum við Samfylkingarfólk. Þóra á marga stuðningsmenn og ef að allir greiða svipaða upphæð þá er fljótt að safnast í dágóða upphæð.
Þóra hefur aldrei sagt styggðaryrði um sitjandi forseta. Hún er ekki sammála hvert hann er að fara með forsetaembættið og hefur haldið því á lofti. Ólafur Ragnar hefur hinsvegar ráðist á hana og eiginmann hennar af mikilli ósvífni sem er honum ekki til framdráttar.
Að lokum; Dorrit er fædd með silfurskeið í munni og mun aldrei skilja okkur Íslendinga. Hún er skartgripasali og ábyggilega góð á því sviði.
Láki (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 23:07
Auðvita kjósum við Ólaf Ragnar..
Vilhjálmur Stefánsson, 24.6.2012 kl. 00:11
Hvaða heift ertu að tala um Láki? Ég get ekki sagt að ég sé með neina heift út í Þóru. Ég er bara að benda á hluti sem stinga mig í augun. Þetta kallast málfrelsi. Gott hjá þér að greiða í sjóð henni til handa, það er hið besta mál. En þessi kosningabarátta hleypur á tugum milljóna Láki. Og það er enginn frambjóðandi að auglýsa sig annar. Þetta stingur í augu fleirri en mín. Ég segi það hér fyrir ofan að ég er viss um að Þóra er hin ágætasta kona. Ég þekki margt af hennar fólki og sumir þeirra góðir vinir mínir. Gott og grandvart fólk. Og hún stóð sig vissulega afar vel í sjónvarpinu. Það er svo skrýtið að ef maður leyfir sér að koma með spurningar eða segja sína meiningu á þessu framboði, þá rís upp margradda kór sem æpir um hatur og illgirni í garð Þóru. Má ekki ræða hennar framboð og vitna í aðra? Ég segi nú bara ekkert annað en það. Ykkur stuðningsmönnum hennar finnst sjálfsagt að hnýta í Ólaf Ragnar og jafnvel Dorrit, en það má ekki anda á Þóru? Það er aflaust rétt hjá þér að Þóra hefur aldrei sagt styggðaryrði um Ólaf Ragnar. En stuðningsmenn hennar hafa svo sannarlega gert það og kallað hann öllum illum nöfnum, Óli Grís er hátíð miðað við annað sem haft er eftir fólki.
Vona svo að þú njótir Þórudagsins, borðið Þórukökur og drekkir Þórudjús í anda framboðsins.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 00:16
Já Vilhjálmur það gerum við auðvitað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 00:18
http://thoraarnors.is/framlog/
Þetta er löngu komið á netið :
Heildarupphæð: 10.880.737 kr.
Fjöldi styrkja: 558
Skipting: 94% einstaklingar og 6% rekstraraðilar.
Harpa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 00:46
Ég er sammála þér með Ólaf R. svona mikið til, ætla sjálfur að kjósa karlinn með kostum hans og smá göllum. Mér fanst Páll Vilhjálmsson komast vel að orði með að Ólafur hefði staðist prófið en hinir frambjóðendurnir væru próflausir. Aftur á móti finnst mér víða orðið stormasamt í vatnsglösunum varðandi hina frambjóðendurna. Þetta með meint ummæli Herdísar sem voru svo líklega bara skáldskapur baðamanns, nú eða "ofbeldishneigð" Svavars Halldórssonar, einhvernvegin virðist heldur veikur fótur fyrir þeim ásökunum. En maður vei jú aldrei, af hverju skoðaði Þóra myndina "so I maried an axemurderer 25 sinnum, má ekki kreista eitthvað hneykslanlegt út úr því, eitthver "Freudian slipp" http://mbl.is/smartland/stars/2012/06/12/horfdi_25_sinnum_a_so_i_married_an_axemurderer/
Nei þetta er efalaust allt hið ágætasta fólk, en ég er sammála að nokkur Samfylkingarkeimur er af framboði Þóru, en nú kýs bara hver það sem hann telur best og lætur sér vonandi duga að lofa einn án þess að lasta annan!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 00:58
Sæl Cesil.
Sá maður sem hefur þróað embætti forseta í átt til framtíðar heitir Ólafur Ragnar Grímsson, með því að auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku um eigin mál, þar verður ekki aftur snúið og þeir sem vilja þar stappa fæti eins og Þóra og að mig minnir Ari Trausti og Hannes, teljast frambjóðendur sem ekki fylgja þróun þeirri sem átt hefur sér stað, þannig kemur það mér fyrir sjónir.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.6.2012 kl. 01:03
Ég get ekki annað en verið ykkur sammála, sem tala um orðbragðið í stuðningsmönnum Þóru. Ef Þóru væri alvara með t.d. það að setja siðareglur um forsetaembættið væri hún búin að stöðva þá ókurteysi og skítkast sem kemur frá hennar stuðningsmönnum, þeir eru þó að tala henni til stuðnings.
Framtíð forsetaembættisins er í húfi, og þá ekki síður frelsi fólksins í landinu til að hafa áhrif á gang mála í mörgum stórum málum, málum sem hafa afgerandi áhrif á framtíð og sjálfstæði þjóðarinnar. Þóra hefur í sínu framboði verið að tala um að forsetinn eigi að vera meira sameiningartákn þ.e. að vera ekki að vasast í pólitík, hvað þýðir það á íslensku? Í mínum huga þýðir það að hún hefur ekki hugsað sér að beita málskotsréttinum,sama þótt hún fengi undirskriftarlista frá stórum hluta kosningarbærra manna. Ég hef þá tilfinningu að stór hluti þjóðarinnar vilji t.d. ekki ganga inn í ESB,eftir því að dæma sem kemur fram hjá Þóru þá mundi hún ekki senda það mál í þjóðaratkvæð,jafnvel þótt þessi ríkisstjórn mundi svíkjast aftan að þjóðinni með það mál, sem reyndar allt bendir til að eigi að gera, og þá er gott fyrir þá á þingi að hafa forseta sem kærir sig kollóttan, sem lítur svo á að þjóðin hafi kosið sér þing sem eigi að taka ákvörðun um þetta mál. Ég skil ekki hvers vegna það fólk sem vill frekar konu á Bessastaði kjósi þá ekki Herdísi, hún virðist vel gera sér grein fyrir nauðsyn þess að forsetinn,sama hver hann er, verði að grípa inn í lagasetningar Alþingis brjóti þær í bága við vilja þjóðarinnar eða séu að öðru leyti arfavitlausar.
Sandy, 24.6.2012 kl. 07:41
Sæll Bjarni og takk fyrir innlitið. J'a ég held að þetta sé rétt hjá Páli með prófleysi hinna frambjóðendanna. Og þetta er fyndið með Axarmorðingjan. En þetta er sennilega mynd frá upphafi kosningabaráttunnar, því í dag sést bara Þóra ein á myndum. Ég er líka sammála þér að nú er mál að linni og bíða hverju fram vindur.
Guðrún María mín sammála þér. Hann hefur virkjað málskotsréttinn, en hann hefur gert það varlega og ekki beitt honum nema eftir ákalli frá þjóðinni.
Sandý orðbragð stuðningsmanna Þóru er það ljótasta í þessari kosningabaráttu. Enginn hinna hefur talað svona og reyndar ber lítið á þeirra stuðningsfólki. Sammála þér með ESB og að við þurfum að hafa manneskju á Bessastöðum sem ber sömu áhyggjur í brjósti. Líka sammála þér Herdísi, þar fer skelegg kona, Andrea er líka góður kostur. En ég hef valið að fylgja Ólafi þennan spotta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 08:55
Sandy, þú ferð með rangt mál þegar þú segir að Þóra muni EKKI senda ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þóra hefur í mörgum viðtölum tekið það mál sem dæmi um það hvernig hún myndi nota málskotsréttinn. Hún hefur beinlínis margoft sagt að ef svo færi að ríkisstjórnin myndi ekki ætla að láta þjóðina greiða atkvæði um þann samning, myndi hún (Þóra) grípa inn í og vísa málinu til þjóðarinnar. Það er alveg á hreinu hjá henni.
Það er algjör lágmarks krafa í umræðunni að fara með rétt mál.
Af hverju ertu að bera svona lygi á borð ?
Láki (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 10:29
Það kemur greinilega fram í þessum skoðanakönnunum að það eru helst gamlir sauðþráir framsóknarmenn úr Framsóknar og Sjálfstæðisflokknum sem vilja að Ólafur sitji áfram. Þeir frjóvguðu útrásina og hrunið og hafa aldrei viðurkennt sinn þátt í því. Ólafur var klappsýra þeirra og þess vegna er eðlilegt að þeir vilji hann áfram á Bessastöðum. Dálítið aulalegt líka þegar stuðningsmenn Ólafs eru sífellt að velta sér upp úr pólitískri fortíð Þóru. Sú fortíð bliknar gersamlega í samanburði við sögu Ólafs sem flakkaði á milli flokka og gerði þar yfirleitt allt vitlaust. En þjóðin fær auðvitað það sem hún á skilið í kosningum. Þannig virkar lýðræðið.
Þórir Kjartansson, 24.6.2012 kl. 10:29
Þetta er ekki spurning við kjósum að sjálfsögðu ÓRG enn alls ekki SAMSPILLINGAR konuna hún var ágæt í því sem hún varog henni hefði verið nær að vera þar áfram.
Stefán Sigurður Stefánsson (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 10:55
Sem betur fer eru bara fáir dagar til kosninga.
Sennilega hefur enginn í bloggheimum skrifað eins mörg blogg og komment og Ásthildur um þessar kosningar. Ætli kommentin séu ekki hátt á annað hundrað.
Sumir taka þessar kosningar meira inn á sig en aðrir. En þá verður fólk að gæta að blóðþrýstingnum!!
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 11:13
Sammála þér Ásthildur í öllu. Samt furða ég mig á vanþakklæti þeirra sem eru að rægja forstann okkar eftir allt sem hann hefur gert fyrir þjóðina. Enginn forseti hefur sameinað þjóðina eins og hann gerði, og sannaðist það best varðandi Icesave og það í tvígang. Þá heitir það hjá þeim sem eru á móti honum, sundrung og leiðindi. Ég vil ekki sjá forseta sem ekki hefur það bein í nefinu að standa upp gegn stjórnvöldum þegar þær aðstæður skapast og þjóðarvilji sé látinn ráða. Þóra hefur sagt það að hún muni fylgja utanríkisstefnu stjórnar hverju sinni, sem þýðir á mannamáli, að hún myndi ALDREI hlusta á almenning og hunsa allar áskoranir og undirskriftirbeiðnir og skrifa undir allt sem á borð fyrir hana væri lagt. Gleymum því ekki, að það þarf stundum að launa greiðann sem fyrir mann er gerður til að komast í embætti. Þannig er nú pólitíkin stundum á Íslandi. Loksins er forseti á Bessastöðum sem í fyrsta skipti þorir að nota málsskotsréttinn og vegna þess hefur hann aukið lýðræðið til muna. Þess vegna verður Ólafur áfram minn forsetin.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 11:35
Harpa ég held að þetta standist enga skoðun miðað við auglýsingaherferðina hjá þessum ágæta frambjóðenda. En gott ef satt er ekki veitir þeim af aurunum sínum með öll þessi börn á framfæri.
Þórir hvar nákvæmlega kemur það fram með sauðþráa sjálfstæðis og framsóknarmenn? Þar sem ég hef lesið er líka ungt fólk í meirihluta sem styðja Ólaf.
Ég hef ekki verið að velta mér upp úr Pólitískri fortíð Þóru. Ég hef bara bent á að mér virðist allt benda til þess að hún geti ekki hafa náð þessu starti ef hún hefði ekki haft kosningamaskínu á bak við sig. Og þar sem vitað er að byrjunin kviknaði á facebókarsíðu samfylkingarmanna, og alla þá sögu. Liggur beinast við að rekja söguna þangað.
Ég hef líka sagt að Ólafur er að mörgu leyti gallagripur, og saga hans ekkert til að hrósa sér af. En hann sýndi það sem hann gerði. Hann stóð fastur fyrir í Icesavemálinu. Þið komist nefnilega ekki fram hjá því, sér í lagi ekki með aulalegar sagnfræðiúttektir um að bretar og hollendingar hafi skorið hann niður úr snörunni. Talandi um aulagang.
Svavar gott að einhver er að telja innleggin mín. Og hafðu ekki áhyggjur af mér góði minn ég ER á blóðþrýstingslyfjum, en það er meira vegna margháttaðra sorga og rauna sem ég hef lent í. Þetta er bara barnaleikur miðað við það skal ég segja þér.
Ég bara sé að hér er eitthvað að gerast sem er ekki hreint og saklaust eins og fólk virðist halda. Það þarf enginn að segja mér að uppgjörið hennar Þóru sé einungis rúmar 10 millj. Ef við berum þetta saman við kosningabaráttu Ólafs á sínum tíma. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/513420/
Annars óska ég bara öllum frambjóðendunum alls góðs. Vika í kosningar og nú er bara að sjá hver sest á Bessastaði. Það er ekkert annað í stöðunni en að sætta sig við niðurstöður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 11:40
Einmitt Sigurður, ég skil eiginlega ekki þessa heift, nema þegar haft er í huga að þeir sem fylgja ríkisstjórninni að málum sjá einhverja hættu í því að Ólafur sitji áfram. Þá geta þau ekki hagað sér eins og þau vilja, vitandi um stoppitakkann á Bessastöðum. Öryggisventilinn. Auk þess er það afar ótrúlegt að Þóra hafi ekki eytt meira en tæpum 11. milljónum í þessa baráttu þegar litið er til þess að kosningabarátta Ólafs Ragnars kostaði rúmar 42 millj. Og þó var það lægra en sumra annara, því hann auglýsti ekki á stoppistöðum eða flenniskiltum. Það stenst því enga skoðum þetta með ll. millurnar, hver greiðir þá mismuninn?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 11:51
Samkvæmt þessu var framboð Ólafs Ragnars dýrasta framboðið í kosningabaráttunni í forsetakosningunum árið 1996. Fram hefur komið í fjölmiðlum að heildarkostnaður við framboð Ástþórs Magnússonar og átaksins Virkjum Bessastaði hafi numið rétt rúmum fjörutíu milljónum króna. Kostnaður við framboð Péturs Kr. Hafstein hafi numið rúmum 35 milljónum króna og kostnaður við framboð Guðrúnar Agnarsdóttur hafi numið rúmum 17 milljónum króna. "Miðað við það sem allir hinir hafa sagt er framboð Ólafs Ragnars dýrasta framboðið," segir Sigurður aðspurður um þetta en hann bætir því við að hann hafi efasemdir um að kostnaðartölur hinna frambjóðendanna séu réttar vegna þess að þeir hafi auglýst meira en Ólafur Ragnar.
"Ég hef efasemdir um tölur hinna frambjóðendanna vegna þess að framboð Ólafs Ragnars var ekki með auglýsingar á strætisvögnum, ekki með auglýsingar á skiltum hingað og þangað um bæinn og það var auk þess síðasta framboðið til þess að auglýsa í sjónvarpi," segir Sigurður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 11:54
Hvernig nennir fólk öllum þessum skrifum þegar sumarið er komið og veðrið svo gott? Ég er búinn að kjósa utankjörstaða og er því kominn í kosningariflidisfrí.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 13:24
Ég var harður stuðningsmaður Ólafs, en er það ekki lengur. Hann er einn af þeim mönnum sem gengur sífellt á lagið í sínu egói og nú er timi til kominn að hann hætti.
Í upphafi kosningabaráttunnar átti ég mér þrjá mögulega frambjóðendur: Herdísi, Þóru og Ara Trausta,
Ég tel að öll hefðu þau sómað sér vel á Bessastöðum.
Nú er ljóst að aðeins Þóra hefur möguleika gegn Ólafi.
Ég hef því ákveðið að styðja hana, enda hugljúf og frambærileg, en jafnframt ákveðin og sjálfstæð.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 13:28
Gott hjá þér H.T. Bjarnason. Jamm þú segir nokkuð. Ég er að þessu brölti af því mér finnst það skipta máli. En nú er ég búin að segja það sem ég ætla mér að segja um þessi mál hér. Búin að koma því á framfæri sem lá á mér. Nú er bara að sjá hvað gerist. Ég er allavega að fara út í moldina og plönturnar mínar þar er best að una sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 13:31
Það verður auðvelt að sættast á Ólaf sem áframhaldandi forseta, eins og stefnir í Ásthildur mín. Þá er ég sérstaklega með frú hans í huga, sem er gullkorn
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.6.2012 kl. 15:11
Ásthildur - takk fyrir mjög góða grein. Forseti vor - Herra Ólafur Ragnar Grímsson - verður í mínu boði á Bessastöðum næsta kjörtímabil - Ég er búin að kjósa hann.
Benedikta E, 24.6.2012 kl. 15:50
Sammála þér Anna mín Dorrit er algjör gullmoli.
Takk fyrir innlitið Benedikta mín. Já hann mun líka sitja í mínu umboði næstu fjögur árin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 16:19
Orð dagsins ,,þjóðin varð sjúk á hans vakt''.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 24.6.2012 kl. 20:48
Sem þýðir??? Þórdís Bára mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 20:53
Amma vinar míns varð veik 2008 og dó. Ólafur Ragnar hafði ekkert með það að gera, kom þar hvergi nærri. Velti fyrir mér hvort Þórdís Bára hafi nokkuð að þvælast í kringum þá gömlu.
Sigurður Þorsteinsson, 24.6.2012 kl. 21:02
Horfði á frambjóðendurna á Stöð 2 í kvöld, fannst Þóra virka taugaveikluð og miðað við frammistöðu hennar í kvöld, held ég að hún eigi eftir að tapa enn meiru fylgi en orðið er................
Jóhann Elíasson, 24.6.2012 kl. 22:28
Sigurður verð að hlægja smá Sorrý miðað við aðstæður.
Hún er reyndar búin að vera eftir yfirlýsingu frá stuðningsmönnum Ara Trausta http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/06/24/studningsmenn-thoru-sagdir-hvetja-ara-trausta-til-ad-haetta-vid-frambod/
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 22:32
Hún getur bara gleymt þessu eftir þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 22:32
Horfði á þáttinn með frambjóðendum í kvöld.
Það var víst allt annar þáttur en Jóhann horfði á , en Þóra stóð sig alveg glimrandi í þeim þætti sem ég sá!!
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 23:01
Svavar, "Hverjum þykir sinn fugl fagur þótt hann sé bæði lúsugur og magur".
Jóhann Elíasson, 24.6.2012 kl. 23:09
Mér fannst hún bara ekkert hafa að segja miðað við hina frambjóðendurna. Almennt orðalag og hik. Þannig er það bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 23:15
Kæru andstæðingar Samfylkingar
Við erum öll nokkuð viss um að Samfylkingin verður EKKI í næstu ríkisstjórn.
Ef ég vildi fá forseta Íslands í lið með mér í stjórnarandstöðu næstu ríkisstjórnar, þá er ÓRG málið.
Þannig að sjálfstæðismenn munu örugglega verða fyrir miklum vonbrigðum
Páll Blöndal, 25.6.2012 kl. 21:49
´´Heiftúðin og andstyggileg skrif um sitjandi forseta eru til skammar, og af því að ég hef viljað tala máli hans þá fæ ég á mig allskonar spurningar og kröfur. Einhvernveginn er fólki ekki sjálfrátt. Um leið og kemur að einhverju sem ekki fellur í kram Samfylkingarinnar og annara stuðningamanna þá eru allir sem mótmæla vont fólk illa haldið af hatri og illvilja´´ .
Núverandi forseti er sá sem byrjaði þegar hann sagði að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur. Síðan fékk hann ´vini´sína til að leggja af stað með undirskriftarlista þar sem sumir herjuðu á gamalt fólk um að skrifa fyrir það á listann. Síðan kemur forsetinn í frægt drottiningarviðtal hjá þekktum talsmanni LÍÚ og byrjar á því að hrauna yfir sambýlismann eins frambjóðandands vegna ´´fréttar´´sem hann á að hafa diktað upp.
Ef einhver hefur verið með hroka og dónaskap þá er það núverandi valdhafi á Bessastöðum. Og talandi um illvilja og hatur, margir af svokölluðum stuðningsmönnum núverandi valdhafa á Bessastöðum hafi gefið sjálfum sér skotleyfi á mótframbjóðendur hans.
Ebbi (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 22:48
Ebbi hvaðan hefurðu þennan vísdóm? Í fyrsta lagi sagðist hann aldrei ætla að sitja bara tvö ár, það hefur verið mistúlkað á allan hátt. Hann sagði að menn yrðu að virða það ef svo skipaðist að hann sæti ekki út allt kjörtímabilið. Og hefur útskýrt það síðar með því að hann vildi ekki þvælast fyrir ef ný stjórnarskrá yrði samþykkt, þá væri rétt að nýr forseti tæki við. Líka ætlaði hann sér ekki að fara fram aftur. Það var vegna tugþúsunda undirskrifta sem hann skipti um skoðun. Og þú vilt ef til vill meina að þær séu allar falsaðar eða fengnar með svikum og undan hans ranni?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 09:18
Þetta síðasta er ekki svaravert, hann hefur einmitt verið bljúgur og talað vel um embættið og öfugt við suma, reynt að útskýra hvað honum finnst felast í þessu embætti. Það er ótrúlegt hvernig þið spinnið lygar endalaust um manninn og reynið að troða því ofan í kok á fólki. Sannleikurinn er ekki ykkar sterka hlið sem aðyllst Þóru framboðið, verð nú að segja það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 09:19
Einmitt Páll, loksins sammála.
Og ef þeir verða við völd þá vona ég svo sannarlega að þeir verði fyrir vonbrigðum. Þar á ég til dæmis við sjávarútvegsmálin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 09:21
Hverjir eru þessir ''þið'' Ásthildur?? Ég er hér sem einn maður, ekki sem einhver þið þó svo að þú (og væntanlega þínir) getið ekki annað en séð ykkur líka í hverju horni. Að spinna lygar endalaust er eitthvað sem kemur frá ranni forsetans núverandi bendi þér á viðkomandi klippu og gerðu sjálfri þinni þann greiða að horfa til enda http://www.youtube.com/watch?v=C1he4lbcfmE .
Talandi síðan um að ´´þið´´séuð að ´´spinna lygar endalaust´´er hollt að sjá hvað sumir kjánar úr fylgisliði forsetans setja á netið http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1246911 . Viðkomandi maður er væntanlega búin að gleyma hver sat með útrásarvíkingunum í einkaþotunum út um trissur.
Vonandi að þú hafir notið kvöldsins með forseta þínum fyrir vestan í kvöld, og já þú vilt væntanlega að fenginni reynslu fá Kristján Þór Júlíusson sem næsta sjávarútvegsráðherra
Ebbi (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 22:20
Skal horfa á þetta myndband á morgun Ebbi. En Guð hjálpi mér og okkur öllum með að fá yfir okkur Kristján Þór Júlíusson sem næsta sjávarútvegsráðherra, frændi og besti vinur Samherjabræðra. Þá getum við alveg gleymt sjávarútveginum. Já ég naut vel kvöldsins með Ólafi og Dorrit og fullu húsi af fólki, forsetinn var skemmtilegur og átti salinn. Svona þér að segja er þetta orðið dálítið þreytt með útrásarvíkingana og Ólaf Ragnar. Karlinn er búin að biðjast afsökunar á því, meira en aðrir hafa gert. Og hefur vitkast hvað það varðar, rétt eins og margir aðrir. Þegar ég segi "við" á ég við það fólk sem ég hitti daglega og ræði við og erum mér sammála. Þannig er það bara við samsömum okkur því fólki sem er okkur sammála. Það hefur ekkert með gáfur að gera eða kjánalæti ekki einu sinni blæti. Heldur ískalt mat eins og einn vafningur orðaði það svo snyrtilega hér um árið. Ég treysti Ólafi Ragnari best til að leiða okkur áfram á komandi tímum, vegna reynslu hans og þess sem hann hefur sýnt að hann þorir að standa á móti með þjóðinni. Ég hef aldrei sagt að Ólafur væri ekki refur eða kynni ýmislegt fyrir sér. En það eru ef til vill einmitt þeir eiginleikar sem munu koma okkur vel í komandi tímum, hann hefur lært sína lexíu og þar við stendur. Halelúja og Amen eftir efninu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2012 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.