21.6.2012 | 10:47
Sól, sumar, gestir, kónguló og fleira.
Hef haft mikið að gera í allt vor en vonandi fer önnum að ljúka, svo ég geti aðeins slakað á.
Í fyrradag tók ég mig til og sló lóðina mína, það þarf að gera með sláttuorfi, sem reyndar var tveim númerum og stórt fyrir mig En samt ég lauk við sláttinn. En ég sá eftir á að ég hafði ekki valið alveg réttan tíma, því í sundunum var stærsta skemmtiferðaskip sumarsins Costa Pacifica systurskip Costa Concordia sem strandaði við Giglioeyju á Ítalíu.
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=175470
Myndina tók Halldór Sveinbjarnarson á BB.
Þetta skip ber yfir 3000 farþegar. Og þegar Reykvíkingar voru að bísnast yfir 10.000 farþegum á einum degi og hvað það væri mikið mál, hvað er þá 3000 manns fyrir bæ sem telur svipað? En aldrei kvartað. Bara tekið á móti með bros á vör.
En hvað með það ég var sem sagt að slá, og fólkið spókaði sig í góða veðrinu, og það sem alltaf gerist er að fólk rambar hingað og langar svo að skoða og taka myndir. Þannig að ég var endalaust að stoppa og tala við fólkið og bjóða þeim að gjöra svo vel og skoða og taka myndir.
Síðan í gær komu hingað um 20 manna hópur frá Háskólasetri, þau höfðu fyrir löngu síðan meldað komu sína. Þetta voru bandarískir stúdentar og ekki fyrsti hópurinn sem hingað kemur að skoða frá þeim.
Þau voru líka ánægð í góða veðrinu, hér skoða þau álfakortið okkar Erlu.
Sum höfðu það bara gott í sólinni.
Einn var áhugasamur um að plokka gras upp úr hellulögninni Örugglega einn af þeim sem aldrei fellur verk úr hendi.
Þau nutu sín allavega vel.
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=175470
Glaðvær og skemmtilegur hópur. Gaman að fá skemmtilegt fólk að kíkja við.
Stubburinn minn hann Sigurjón Dagur lítur oft við með vinum sínum. Það er yndælt líka.
Svo er nóg að gera í sölunni upp í Garðplöntustöðinni, það er líka afskaplega notalegt að hitta alla gömlu kúnnana sína svona ár eftir ár, selja þeim plöntur og spjalla. Gefa ráð ég nýt þess alveg í botn.
Himnagalleríið var opið í gærmorun en svo hurfu öll ský frá og sólin skein skært.
Okkur fer að vanta rigningu svo úthaginn grænki.
Þessi elska var dálítð bjartsýn og óf sinn vef á einum stólnum í garðskálanum. Veit ekki hvernig henni reiðir af í því máli. En það má allaf prófa og þá er bara að finna annann betri stað. Annars finnst mér vera meira um kóngulær í sumar en oft áður. Ég fagna þeim, því þær halda lús og öðrum illværum í lágmarki.
Það er eitt sem ég er að spá í. Ég sá myndband í gær eftir Eirík nokkurn Jónsson, þar sem hann var með fyrrverandi eiginkonu Svafars Þórumanns í viðtali. Hún átti að spá um úrslitinn í forsetakosningunum. Þetta er með ósmekklegri þáttum sem ég hef séð. Illa unnið og afskaplega lágkúrulegt af hendi þessa manns.
Nema hvað hún byrjaði að spá, Ari Trausti og Hannes komust ekki á blað. Þá er komið að Þóru sagði Eiríkur já ég sé hana ekki fyrir mér á Bessastöðum segir konan, en sagði síðan, það er út af því hve Svavar er ofbeldisfullur. Hann barði þennan mann og hann barði ömmu mína. SHIT, þetta var fyrir neðan beltisstað. Svo var skautað fram hjá Ólafi af hendi Eiríks og þá var komið að Herdísi, já hún vinnur á sagði blessuð konan, eftir þetta hafði Eiríkur engan áhuga á að hlusta á hvar Andrea lenti.
Nú er ég alveg viss um að þetta var plott hjá Eiríki að láta þetta koma fram með Svavar til að hanka Þóru. Vonandi að Herdís myndi græða á því. Sem ég held að hún geri ekki.
En svo fór ég að hugsa fyrst þetta er komið í loftið, og ég las svörin við þessu myndbandi þar sem konan var hökkuð í spað fyrir þessa uppákomu. Hún svaraði því reyndar og sagðist vera með alla pappíra um þetta mál og áverkavottorð ömmu sinnar. Að þetta mál þarf að koma fram. Ekki viljum við ofbeldisfullan eiginmann á Bessastöðum eða hvað.
Hverstu ósmekklegur þessi þáttur var, þá þarf að koma þessu máli á hreint. Ef þetta er ekki rétt með farið, þá þarf Svavar að fá tækifæri til að hreinsa sig af þessum hryllilega áburði að hafa ráðist á níræða konu. Þarna þarf að skilja hismið frá kjarnanum.
Það má ekki flokka þetta mál sem hreina öfund konu sem átti í erfiðu hjónabandi. Sannleikann upp á þetta borð takk fyrir. Heiðarleiki, traust og allt það Þóra mín. Nú ríður á að gera hreint fyrir sínum dyrum og maka þíns.
Eigið annars góðan dag öll sömul.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf jafn skemmtilegar myndirnar hjá þér :)
...en þú þarft að taka nærmynd af krúttinu fyrir mig. Það er orðið allt of langt síðan ég hef séð hann ♥
Hrönn Sigurðardóttir, 21.6.2012 kl. 11:03
Lofa að gera það Hrönn mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.6.2012 kl. 11:12
Mikið er ég sammála þér með kóngulærnar, mér finnst aldrei nógu mikið af þeim. Hér sem ég bý núna í Grindavík eru kóngulær mun sjaldséðari en niðri í gamla bænum þar sem ég var áður. Þar voru krosskóngulær á nánast hverjum glugga, enda var undantekning að fluga sæist inni í húsinu þó allir gluggar væru opnir. Ef þessar elskur villtust inn hjálpaði ég þeim bara út svo þær gætu haldið áfram að vinna mér gagn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.6.2012 kl. 13:55
Það er óvenjulítið um köngulær hjá mér, kannski eins gott þar sem ein vinkona mín sem kemur oft við er með ægilega fóbíu gagnvart þeim. Þær sem eru hérna eru bara litlar og gera varla mikið gagn. Einu sinni gerði ég allt sem ég gat til að losna við þær, þar til minn maður sagði að þær veiddu önnur kvikindi sem ég vildi kannski síður fá. En það var hvimleitt samt að þurfa í hvert sinn þegar maður fór inn að þurfa að banda frá sér vef.
Skil það vel að margir vilji koma við hjá þér og skoða :)
Knús í blómakúlu.
Kidda, 21.6.2012 kl. 14:41
Já Axel það geri ég líka að hjálpa þeim út aftur.
Kidda já þetta venst eins og annað með kóngulóarvefina
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.6.2012 kl. 15:46
Vinur minn Jón hafnsögumaður er sennilega löngu farinn. Hann hefði haft gaman af stórskipinu.
Björn Emilsson, 21.6.2012 kl. 17:00
Jón? Man bara eftir Kristjáni Lóðs. Hverra manna var Jón Björn minn?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.6.2012 kl. 20:15
Já það er rétt, Kristján var það. Hann heimsótti okkur i Stokkanesi, betur þekkt sem Narsarsuaq flugvöllur, ásamt konu sinni og fleira góðu fólki fra Isafirði. Eg man að konan hans var að furða sig hvar eskimóarnir væru og snjóhúsin þeirra. Þetta hefur sennilega verið árið 1974 eða 5. Isfirðingarnir voru á leið á vinabæjarmót í Nanortalik. Flugfélagið Ernir flaug þeim, auðvitað. Kannastu nokkkuð við þetta? Eg kynntist Kristjáni fyrst er ég var loftskeytamaður á M/s Goðafossi.
Björn Emilsson, 21.6.2012 kl. 20:38
Já svo vill til að barnabarn Kristjáns Ásta Egilsdóttir var að mestu alin upp hjá þeim hjónum og er góð vinkona mín og var nágrannakona til margra ára. Kristján flaggaði alltaf á hátíðisdögum og einnig á sorgardögum. Eitt sinn hafði karl flaggað í hálfa stönd, þetta var föstudagur og presturinn okkar séra Sigurður, faðir Agnesar biskups átti þarna leið um. Hann sá flaggað í hálfa og spurði Kristján; hver er dáin í dag Kristján minn?
Sá gamli svaraði af bragði, hann er nú löngu dáinn sá Sigurður minn. En þetta var á föstudaginn langa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.6.2012 kl. 20:52
Frábærar myndirnar þínar eins og alltaf
Dísa (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 21:54
Takk Dísa mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.6.2012 kl. 22:19
Mikið er þetta land okkar stórt og stórbrotið,allstaðar feðamenn við þurfum ekki að skammast okkar fyrir aðstöðuna út um allt. Var skyndilega hrifinn af stað til Grindavíkur til skólasystur okkar 9 stallna.Þar er ein flottasta aðstaða fyrir ferðamenn á landinu, Meira að segja eldunaraðstaða. þessari atvinnugrein hefur fleygt áfram,enda orðin stærst í gjaldeyrisöflun talið,ef marka má fréttir RUV. þar um. Ég vissi ekki að þar hafa menn byggt brú yfir flekaskilin,milli álfanna Evrópu og Ameriku,á Reykjanesi,þau trekkja að m.ö. Svo þessi hrjóstugi landshluti á sinn sjarma. Gaman að sjá myndirnar frá þér,það lygnir alltaf á kvöldin ef ég man rétt,það er ekki gára á haffletinum inn í fjörðunum,sem fjöll umlykja. Ísland skartar fjölbreytilegu landslagi,þau okkar sem vilja verja það gegn útlendu forræði, vegni sem allra best. Leyfi mér að hnýta því hér i lokin,Ásthildur mín M.b.kv.
Helga Kristjánsdóttir, 21.6.2012 kl. 23:49
Könguló.
GB (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 06:04
Takk fyrir það Helga mín.
GB takk heitir hún könguló? Ég breyti því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2012 kl. 09:20
Reyndar virðist þessi ritháttur beggja blands: veit ekki hvað er rétt:
Fundu stærstu kónguló sem lifað hefur á jörðinniVísindamenn hafa lýst steingerði kónguló sem nýlega fannst í Kína sem stærstu kónguló sem nokkurn tíma lifði á jörðunni. Kóngulóin, sem var kvennkyns, lifði fyrir 165 milljónum ára síðan. Hún tilheyrir þekktri fjölskyldu kóngulóa sem kallast gullvefarar sökum þess að sterkbyggður vefur þeirra er gullinn á litinn. Jafnframt vefa þær einhverja stærstu kóngulóarvefi sem þekkjast en þeir geta orðið hálfur annar metri í þvermál.
Steingerða eintakið sem fannst í Mongólíu sýnir að fætur þessarar kóngulóar voru 15 sentimetra langir. Í umfjöllun um málið á BBC segir að kónguló þessi sé svo vel varðveitt að hægt er að greina hárin á fótum hennar.
Áður en þessi kónugló fannst voru elstu steingerðu leyfar kóngulóa í heiminum 35 milljón ára gamlar.
Nútímaafkomendur þessarar kóngulóar bera vísindaheitið Nephila og er að finna víða í hitabeltislöndum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2012 kl. 09:22
Orðabók menningarsjóðs gerir báðum ritháttum; kónguló og köngulló, jafnhátt undir höfði. En noti menn síðara orðið þá vill orðabókin hafa í því tvö "l".
Svo einfaldast er að kalla bara kvikindið kónguló... :)
Kolbrún Hilmars, 22.6.2012 kl. 14:20
Takk fyrir þetta Kolbrún mín. Þá nota ég bara áfram Kónguló.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2012 kl. 16:24
Skemmtilegar myndir, að vanda. Alltaf fjör fyrir vestan.
Jens Guð, 22.6.2012 kl. 20:14
Takk Jens minn. Já það er óhætt að segja það að hér er alltaf nóg um að vera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2012 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.