18.6.2012 | 19:04
Atlögu ríkisstjórnarinnar að L.Í. Ú. hrundið.... ekki satt?
Það eina í þessu er að það er ánægjulegt að ríkisstjórninni skyldi ekki takast að festa þetta kerfi í 20 ár eða meira. En að Sjálfstæðisflokkurinn hafi bjargað íslendingum frá einhverju er rakið bull. Þetta er grímulaus hagsmunagæzla fyrir L.Í.Ú. og ekkert annað. Vona að fólk átti sig á því.
Nú þarf að láta til skarar skríða og byrja upp á nýtt að þróa sjávarútvegsstefnu fólksins í landinu en ekki endalausa þjónkun við þá sem telja sig eiga þjóðarauðlindina, dyggilega studdir af Sjálfstæðisflokknum. Hér þarf að hugsa algjörlega upp á nýtt. Það þarf að koma fjórflokknum frá völdum ef við ætlum að geta lifað hér sæmilega í landinu er það orðið lífsnauðsyn að koma nýjum öflum að. Og svo bara kosningar og gefið upp á nýtt. Það var nefnilega vitlaust gefið.
Bæti hér við áskorun til stjórnvalda frá Dögun.
ÁSKORUN TIL STJÓRNVALDA
Áskorun til stjórnvalda
Við undirrituð skorum á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarfyrirkomulag við stjórn fiskveiða. Verði Alþingi ekki við þessari áskorun verður hún ásamt undiskriftum okkar færð forseta Íslands sem áskorun um að synja staðfestingar nýjum lögum um stjórn fiskveiða. Áskorun þessi tekur aðeins til nýrra laga um stjórn fiskveiða en ekki til laga um auðlindagjald.
2825 hafa skrifað undir
Fyrirvari: Undirskriftalistinn verður borinn saman við þjóðskrá áður en til afhendingar kemur svo fjarlæga megi þau nöfn og kennitölur sem ekki er að finna í þjóðskrá. Ef þú vilt gá hvort nafn þitt hefur verið skráð getur þú sent ábyrgðaraðila tölvupóst.
- GREINARGERÐ -
Með nýjum lögum um stjórn fiskveiða er núverandi handhöfum aflaheimilda tryggður forgangur, sem stenst ekki jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar, til að minnsta kosti 20 ára. Auk þess stenst það engan veginn nýja stjórnarskrá sem stjórnlagaráð hefur samið. Núverandi stjórnarmeirihluti lofaði fyrir síðustu kosningar að breyta stjórnkerfi fiskveiða þannig að jafnræði yrði tryggt. Það frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gengur í þveröfuga átt (657. mál, þskj. 1052, 140. löggjafarþing) (http://www.althingi.is/altext/140/s/1052.html).
Fyrir síðustu alþingiskosningar, í apríl 2009, voru báðir ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og VG, á einu máli um að fiskveiðistjórnunarkerfið væri svo ranglátt að það yrði að leggja niður í núverandi mynd og taka upp nýtt kerfi. Lofuðu báðir flokkar að taka tillit til ályktunar mannréttindanefndar SÞ sem átaldi ójafnræði milli borgara í aðgengi að auðlindinni og að ekki gengi að úthluta henni sjálfkrafa til sömu aðila ár eftir ár. Fjölmiðlar eru hvattir til þess að ganga eftir þessum loforðum.
Báðir stjórnarflokkarnir lögðu til 20 ára aðlögunarferli fyrir núverandi kvótahafa og kvótinn, sem þannig kæmi til úthlutunar, yrði leigður á almennum uppboðsmarkaði, beint af ríkinu. Báðir stjórnarflokkarnir einsettu sér að tryggja þjóðareign fiskimiðanna, bæði í raun og að lögum. Sömuleiðis átöldu báðir flokkarnir kvótaframsalið sem leitt hefur til gífurlegrar byggðaröskunar. Við þetta má bæta að eitt af 100 daga markmiðum ríkisstjórnarinnar voru frjálsar handfæraveiðar.
Í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða nær ekkert þessara markmiða fram að ganga. Þvert á móti er núverandi kerfi fest enn frekar í sessi og jafnvel ýtt undir væntingar kvótahafa um bótarétt við breytingar síðar.
Þá vantar inn í frumvarpið að hagsmunir og samkeppnisstaða fiskvinnslu án útgerða séu tryggð til jafns við fiskvinnslu með útgerð.
Skorum við því á ríkisstjórnina að halda þá sátt sem hún gerði við þjóðina í aðdraganda þingkosninga 2009 og í stjórnarsáttmála í kjölfarið. Þjóðin mun aldrei sættast á efni fyrirliggjandi kvótafrumvarps (þskj. 1052 657. mál, 140. löggjafarþing).
Að öðrum kosti er forseti Íslands með áskorun hér að ofan hvattur til þess að synja frumvarpinu staðfestingar þannig að þjóðin skeri úr - enda á þjóðin rétt á því að útkljá þetta mál, sem deilt hefur verið um í á þriðja áratug.
Ábyrgðaraðilar:
Dögun samtök um réttlæti sanngirni og lýðræði
Samtök íslenskra fiskimanna
Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda
Yfirlýsing frá Sjálfstæðisflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta "samkomulag" hjá stjórnarandstöðunni var ekkert annað en HREIN UPPGJÖF. Þeir vildu bara komast heim að grilla. ÞAÐ VERÐUR BARA AÐ KJÓSA Í HAUST ÞAÐ VARÐAR ÞJÓÐARHAG....................
Jóhann Elíasson, 18.6.2012 kl. 20:49
Algjörlega sammála þér með það Jóhann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2012 kl. 20:50
Af hverju kallar ekki Ríkisstjórn Íslands inn allan kvóta?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.6.2012 kl. 23:04
Eg treysti núverandi forseta Íslands að taka að sér að brjóta niður alræðishugsunarhátt LÍn, sem vill allan fisk þjóðar sinnar í einokun !
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.6.2012 kl. 23:12
En ekki hvað að kjósa er núner eitt þá kemur í ljós hvað fólkið vill/KVeðja
Haraldur Haraldsson, 19.6.2012 kl. 00:20
Ásthildur, þú ert mín hetja í málefnum kvóta og fiskveiðum þjóðarinnar, enda stend ég 100% með því sem þú skrifar.
svo ég vitni í Sjálfstæðisflokkinn í þessari grein; Sjálfstæðisflokkurinn hefur í umræðu um þessi mál staðið vörð um þá sameiginlegu hagsmuni þjóðarinnar, að hér á landi séu stundaðar hagkvæmar og arðsamar veiðar með lágmarks ríkisafskiptum og sanngjarnri skattlagningu.
Þetta er það sem ÓRG hefur dásamað á erlendri grundu og það sem allir útlendingar dáðst að, en átta sig ekki á EINOKUNNINNI!
Þarf ég að útskýra meira?
Allir sjómenn og útgerðarfjölskyldur átta sig strax á samhenginu, en ef "hinn venjulegi íslendingur" fattar ekki samhengið, er menntun þjóðarinnar ábótavant. Vil nota tækifærið að níða núverandi stjórn fyrir að bregðast kjósendum, vegna þess að við krefjumst þess að allur kvóti verði afturkallaður, ekki að leggja skatt á núverandi kvótagreifa, sem festir aðeins þeirra "eignartilfinningu" gagnvart þjóðareign!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.6.2012 kl. 00:30
Það hafa margir dásamað þetta kerfi erlendis, mest hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins dásamað það. Þetta kerfi sér í lagi framsalið hefur rústað flestum strandbæjum þessa lands, og nú þegar hyllir undir að sum þeirra séu að ná vopnum sínum vegna strandveiðanna, á að reyna að klóra það til baka af stórútgerðunum. Nei hér þarf heldur betur að breyta til, fyrst og fremst að viðurkenna að fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar, og það á ENGINN einn eða 70 eignarrétt á að veiða hann umfram aðra. Þess vegna þarf að innkalla allann kvótann það má afskrifa skuldir á móti, og kauða til baka það sem sannanlega hefur verið greitt fyrir. Síðan á að úthluta eftir veiðigetu með hóflegri leigu, jafnt til allra sem vilja sækja sjó.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 12:19
Kaupa til baka átti þetta að vera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 12:20
Ásthildur, það sem ég óttast er að það búi eitthvað misjafnt að baki þegar núverandi ríkisstjórn flaggar því í tíma og ótíma að þú og ég og allir hinir "eigum" fiskinn í sjónum. Ekki var hún svona almúgasinnuð þegar hagsmunir heimilanna rákust á við fjármálaveldið.
Ríkisstjórninni virðist mikið í mun að reka fleyg á milli útgerðar og almennings.
En takist ríkisstjórninni að hrekja núverandi útvegsaðila af markaði, hvað þá? Hver á þá skip, veiðarfæri og fjármagn til þess að taka upp þráðinn? Varla sjávarplássin á landinu, er það nokkuð?
Verður þá ekki næsta skref ríkisstjórnarinnar að leigja íslenska kvótann hæstbjóðandi útgerðum ESB?
Hvað verður þá um fiskinn okkar; þinn og minn?
Kolbrún Hilmars, 19.6.2012 kl. 18:17
Kolbrún mín þessi ótti þinn er ástæðulaus. Í fyrsta lagi mun þessari ríkisstjórn ekki endast starfsævi til að breyta neinu. En svo er það að ef fagmannlega er að þessu staðið og kvótinn innkallaður, með afskriftum skulda og greiðslu fyrir þann kvóta sem sannanlega hefur verið keyptur, þá stendur útgerðin vel að vígi, sanngjarna leigu fyrir kvótann. Þar sem allir standa vel að vígi. Núverandi kvótahafar geta leigt þann kvóta sem þeir þurfa, en með minni ábyrgðir á sinni könnu, og geta því byrjað að byggja upp á nýtt skipaflotann. Þeir ættu að geta leigt kvóta næstu áratugi. Þ.e. þann kvóta sem þeir geta veitt sjálfir. Það sem þeir hafa haft undir höndum og framleigt á okurverði, og haldið minni útgerðum við dauðans dyr verður þá leigður þeim sem vilja gera út og þá á sanngjörnu verði. Þetta mun leiða til þess að strandveiðiflotinn mun ná vopnum sínum. En stórútgerðin blómstra samt sem áður. Það sem þeir missa úr sínum aski eru milljarðarnir sem þeir leigja öðrum. Það er nefnilega óréttlætið í þessu öllu að menn hafa sölsað undir sig miklu meiri kvóta en þeir geta veitt og leigja hann svo út og hafa samráð um verð. Og Hafró er ekki að mínu mati rannsóknarstofnun heldur útibú frá L.Í.Ú. og "týnir" eða "finnur" fisk eftir því sem kvótakarlarnir þurfa.
Þessu þarf einfaldlega að breyta, og ekkert í þessu frumvarpi Steingríms tók á þessu. Heldur bara einhver fáránlegur skattur sem ríkið ætlar sér að taka og hafa jafnvel af byggðum landsins til að ríkishítin geti ráðstafað að eigin vilja í einhver gæluverkefni eins og Vaðlaheiðagöng og slíkt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 19:11
Vonandi hefur þú rétt fyrir þér, Ásthildur. En ég fylltist grunsemdum um vafasaman tilgang ríkisvaldsins einmitt vegna skattlagningaráforma ríkisstjórnarinnar. Þá er viðurkennt að smærri útgerðir verða gjaldþrota - hverjir græða svo á því?
Ég gat ekki séð að landsbyggðin ætti að njóta neins góðs af þeim áformum og sæti eftir jafnrýrð eða verr sett en áður.
Þetta með gæluverkefnin er rétt hjá þér; nú afsaka menn kostnaðinn við Vaðlaheiðargöngin með því að nýi útgerðarskatturinn/auðlindagjaldið dugi akkúrat fyrir þeirri framkvæmd!
Kolbrún Hilmars, 19.6.2012 kl. 19:41
Það er búin að vera stanslaus áróður fyrir því að ef hróflað verði við þessu kerfi fari allt á hausinn. Málið er að smáútgerðir græða ekkert á þessu. Margar þeirra eiga ekki kvóta og þurfa að leigja hann dýrum dómum af stærri útgerðum, sem deila og drottna yfir þeim á ósvífnasta máta. Málið er að eina rétta er að taka kvótan eignarnámi og annað hvort afskrifa skuldir eða einfaldlega geriða þeim útgerðum sem sannanlega hafa keypt kvóta. Síðan má festa ákveðin hluta kvótans í héruðum, þar sem fiskurinn veiðist. Og byggja þar með upp þær byggðir aftur sem byggðust upp einmitt vegna nálægðar við fiskimiðin. En það er ekki verið að höggva neitt af stórútgerðunum annað en að taka af þeim kvótann og leigja hann til þeirra á sanngjörnu verði. Og þá einungis það sem þeir veiða sjálfir. Framsal bannað algjörlega, enda eiga þeir ekki kvótann heldur þjóðin. Nokkrir smærri útgerðarmenn sem hafa keypt kvóta til að eiga fisk í vinnslu eru auðvitað hræddir, en það á ekki að vera þannig. Það verður að kaupa af þeim kvótann og/eða afskrifa skuldir til að þeir geti haldið áfram. Þessi endalausi hræðsluáróður er óþolandi.
Það þarf að stoppa það af að útgerðarmenn geti flutt með allt sitt hafurtask og kvótan burt úr samfélögum sem hafa byggst upp á veiðum og vinnslu. Það er það sem gerðist hér áður, menn bara einfaldlega seldu kvótan burt úr samfélaginu og fólkið stóð eftir slippt og snautt án vinnu og húsin verðlaus. Þetta gerðist síðast á Flateyri um næstsíðustu kosningar. Útgerðarmaðurinn kallaði fólkið sitt upp á skrifstofu og tilkynnti þeim að ef þau kysu ekki rétt færi hann með allt sitt burt úr samfélaginu. Nema á meðan hann var að hræða líftóruna úr fólkinu var hann einfaldlega byrjaður að selja allt burtu, og hann vildi ekki selja litlum útgerðum í nágrenninu heldur seldi allt lengra burtu og fór svo sjálfur burt og ekki fóru þær milljónir í útgerð meir. Það er svona fjandans ómerkilegheit sem þarf að stoppa af og það ekki seinna en núna. En ég er ekki viss um að hann sé vinsælasti maðurinn í plássinu Flateyri meir. Megi hann skammast sín eins og allir hinir sem hafa gert það sama.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 20:22
Já, og svo er það hin hliðin; útgerðarmaðurinn sem fer ekki neitt og reynir að gera sitt besta fyrir sitt sveitarfélag.
Ómar Geirsson, austfirðingur, lýsir vel einum slíkum í nýlegu bloggi sínu.
Þetta er nefnilega vandamálið; það er svo misjafnt hvað kvóta"eigendur" aðhafast. Ég hafði lengi ekki fylgst vel með því hvað er að gerast í þessum fiskveiði- og kvótamálum, en hef undanfarið verið að hlera um þessi mál, bæði "prívat" og það sem birtist á bloggi og í prentmiðlum.
Að svo komnu er ég þeirrar skoðunar að á málunum séu jafnmargar hliðar og þau eru mörg og að það þurfi mjög vandaða allsherjar úttekt til þess að finna á þeim varanlega lausn.
Kolbrún Hilmars, 19.6.2012 kl. 21:20
Nákvæmlega ég þekki slíka líka. En ef þeim væri bættur skaðinn.. þ.e. greitt fyrir þann kvóta sem þeir hafa keypt, eða grynnkað skuldir á móti, gætu þeir verið jafnvel betur staddir en nú, ef þeir þurfa að leigja kvóta á okurverði af stórútgerðarmönnum. Þetta ber allt að sama brunni. Auðvitað er ekki hægt að taka kvóta bótalaust af mönnum sem hafa keypt sit inn í kerfið. Þeir verða að fá sitt hvernig sem það er gert. Það á ekki að þurfa að vera bylting, heldur aðeins breyting á eignarhaldi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 22:24
þeir ná aldrei að innheimta þetta Veiðigjald.Svo okkur er óhætt að sofa róleg.Vest væri ef maður þarf að borga skatt af Æðafuglinum sem maður étur.
Vilhjálmur Stefánsson, 19.6.2012 kl. 23:11
Mister Skattmann, Steingrímur er búin að gera Ólaf Ragnar góðan, við munum eftir ekknaskattinum fræga En sennilega finna þau skötuhjú eitthvað þarflegt að skattleggja, ef til vill hjónarúmið og orkuna sem þar býr. Hvað vitum við???
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.