16.6.2012 | 20:15
Frú forsætisráðherra.
Ég heyrði af tilviljun - eða kom inn í viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur, veit ekki um hvað var rætt sennilega ESB, en þessi setning hennar glymur enn í huga mínum: Eða hún var eitthvað á þá leið: "ESB sinnar munu halda ótrauðir áfram ferlinu og taka upp Evru."
Nú vill svo til Jóhanna Sigurðardóttir að þú ert ráðin forsætisráðherra allrar þjóðarinnar ekki bara klíkubræðra og systra. Ríkisstjórn þín nýtur um það bil 10% fylgis landsmanna sennilega einkum og sér í lagi vegna ESB ferlisins. Það sýnir ótvírætt stuðningur landsmanna við Ólaf Ragnar í komandi forsetakosningum.
Þú hafðir sögulegt tækifæri til að fylkja þjóðinni saman í upphafi þegar þið tókuð við. En þú kaust að fara aðra leið, sem sagt þá að skipa þjóðinni í tvær andstæðar og hatrammar fylkingar með því að þvinga Vinstri græna með þér í að sækja um aðild að ESB. Þetta voru mistök sem munu lengi fylgja þér og flokknum þínum og hefur nú þegar rústað samstarfsflokknum.
Og þessi ummæli þín sem ég heyrði er finn svo hvergi og ekki eru tiltæk neinsstaðar og hef ekki séð neinn leggja út af erum mér virkilegt umhugsunarefni, ESB sinnar munu halda ótrauðir áfram ferlinu og taka upp evru, hvernig sem þetta annars var orðað man ekki nákvæmlega en einhvernveginn svona heyrði ég þetta, hafa valdið mér þvílíku hugarangri. Því þarna opinberaðist fyrir mér hvernig núverandi forsætisráðherra hugsar. Hún er ekki að taka tillit til þjóðarvilja eða skynsemi, heldur gengur henni það eitt til að troða okkur inn í ESB hvað sem tautar og raular.
Ef þú hefur ekki náð því frú forsætisráðherra þá er um það bil 10% stuðningur við þessa ríkisstjórn, Samfylking og Vg í frjálsu falli og yfir 70% landamanna á móti inngöngu í ESB. Þó er stofnun á ykkar vegum svokölluð Evrópurstofa farandi um landið maður á mann að reyna að tæla fólk til fylgilags við Evrópursambandið, sem er í raun og veru ólöglegt en ekkert gert við af einhverjum ótrúlegum ástæðum.
Með öðrum orðum þá segi ég bara veistu hvað lýðræði snýst um? Hvort heldur þú að þú búir í lýðræðissamfélagi eða einræðisríki? Það væri gott að fá svar við þeirri spurningu.
Og ef þú telur þig vilja búa í lýðræði, hvar er þá lýðræðishyggja þín? Eða ertu algjörlega heillum horfinn í forræðishyggjunni?
Og ofan á allt þetta er Evrópusambandið í dag ein rjúkandi rúst, og þó þú haldir í barnaskap að þetta vandamál vari stutt, þá deila önnur ríki í Evrópu ekki því trausti með þér, enda eru þau flest að undirbúa hrun, m.a. með því að sanka að sér gjaldmiðli sem er hlálega evran, því ef þetta allt fer á hausinn þá hrynur hún líka eins og spilaborg. Örvænting er greinilega í fjölmiðlum erlendum um þessi mál, en þar sem sagt er, að þú skiljir ekki erlend tungumál og sennilega lest ekki fjölmiðla þá fer þetta greinilega fram hjá þér og þínum ráðgjöfum.
Það sem ég held að hafi gerst er þetta; Ég er viss um að í upphafi hefur þú viljað vel og unnið að því að leiðrétta aðstöðu alþýðunnar, viljað koma á jafnræði, en einhversstaðar á leiðinni gleymdir þú þessu. Það sýnir glataða skjaldborgin, glataða hugsunin um fólkið í landinu, þar sem einungis hefur verið unnið að aðstoð við banka og fjármagnsöfl og annað því tengt.
Síðan með slímsetu á alþingi í um það bil 30 ár hefur þú farið svo langt frá almenningi í landinu að þú getur engan veginn samsamað þig þeim, það er vont og sorglegt. Því ég hugsaði einmitt þegar þú og Steingrímur komust til valda að þó ég hefði ekki veitt ykkur mitt atkvæði, þá væruð þið þrátt fyrir allt besti kosturinn. En Guð minn góður hvað það var langt í frá.
Þið hafið fallið í hverja gryfjuna af annari. Allt sem þið hafið lagt upp með hefur misheppnast, vegna slugsháttar og vanþekkingar. Meira að segja er framboð Þóru Arnórsdóttur að springa í andlitið á ykkur. Vorkenni dálitið Þóru sem fór út í þetta af ykkar hvötum, góð stúlka og taldi að hér væri sigurinn vís með Samfylkinguna á bak við sig.
Mistök á mistök ofan hafa gjörsamlega fyrrt ykkur allri virðingu almennings, það er einungis fámenn klíka í kring um ykkur sem ennþá trúir á málstaðinn og að þið virkilega séuð að vinna að málum alþýðunnar, þegar flestir eru búnir að sjá í gegnum þetta allt.
Það sorglega er að þið eruð að spila þessu öllu upp í fangið á Framsókn og Sjálfstæðisflokknum, sem flestir óttast að verði sigurverar í næstu kosningum, sem er í raun og veru synd, því hér þarf virkilega að stokka upp og endurraða. Koma ykkur slímsetunum burtu frá alþingi, ykkur í Samfylkingunni, VG, Framsókn og Sjálfstæðisflokki, og þá er ég ekki að tala um flokkana beint heldur þeim sem tróna þar á toppnum og eru löngu búnir að koma sér upp kerfi til að halda völdum og með sínar gömlu kreddur, sínar gömlu klíkur og allt sem því fylgir.
Almenningur er löngu búin að fá upp í kok af ykkur, en er hræddur um að ef einn klíkuflokkurinn fer komi bara sá næsti inn.
Þetta er sorglegt, á sama tíma og aðrir nýjir flokkar hafa myndað framboð til að takast á við einmitt þetta. Ég nefni Hægri Græna, Dögun, Samstöðu og það eru fleiri þarna úti sem munu koma fram.
Þess vegna skora ég á íslenskan almenning að gefa ykkur frí og þora að veita þessum nýju framboðum brautargengi. Þora að kjósa eitthvað annað en þennan fjórflokk sem telur sig eiga svæðið og gerir allt sem hann getur til að drepa niður önnur framboð.
Ég vil líka biðja þig um að gera okkur þann greiða að fara til Ólafs Ragnars Grímssonar núverandi og vonandi áframhaldandi forseta og biðjast lausnar fyrir þig og þitt ráðuneyti svo við getum kosið um þau ágreiningsmál sem þú og þitt fólk hefur sett á oddinn og eru svo sannarlega ekki þjóðarvilji. Og í Guðs bænum ekki hreykja þér af því að þú og þínir klíkuvinir geti farið ótrauðir áfram í aðlögunarviðræðum við Evrópusambandi með jafnmikinn minnihluta og í óþökk þjóðarinnar og raun ber vitni. Sýndu okkur smá virðingu og réttsýni PLEASE.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásthildur...Datt þér virkilega í hug að Jóhanna Sigurðard færi að lesa Blogg??Hún les ekki Stjórnarskránna eða Dagblöð,hún les ekkert Fræðandi og uppbyggilegt enda er útkoman á hennar tali eftir því.Ég verð að vera svo ljótur í orðum að segja að þetta er ómerkileg Herfa sem á egnvan sinn líka.
Vilhjálmur Stefánsson, 16.6.2012 kl. 20:36
Ásthildur!! það er komið að því að gleyma þessu liði alveg frá húsvörðum uppí forsætisráðherra. Þessi liði verður hent út með handafli og almenningur stofnar sjálfur sína stjórn, sína dómstóla,sína lögreglu, sína skóla og heilbreigðisþjónust. Landinu verður skipt upp í sjálfstjórnarsvæði ( fólk veit best hvernig á að reka þjónustu á sínu heimasvæði). Þingmenn verða 4-5 ef nokkrir fyrstu árin og má mynna á að við erum ágætlega tölvuvætt og getum haldið uppi ágætis umræðum á Skype eða öðru líku. Þetta fer að verða seint, en ekki of seint að fræða fólkið um þennan einfalda, en besta mátan að rífa upp landið aftur. Þetta er ekki uppreisn eða bylting heldur skiptir fólk um störf og munið að þetta er okkar land og okkar lög og okkar stjórnarskrá og ekki síst, okkar Forseti svo passið puttana þið sem eruð að káfa á sjálfstæði okkar, það hefur hvergi lukkast vel.
50 cal.
Eyjólfur Jónsson, 16.6.2012 kl. 20:47
Nei Vilhjálmur minn ég veit að hún les þetta ekki, því miður. En ég bara varð að koma þessum hugsunum frá mér. Ég er alveg komin með upp í kok af bæði Jóhönnu og Steingrími, treysti þeim enganveginn og líður bara illa með að vita af þeim þarna ráðandi því sem þau vilja og sjónarhóll þeirra er bara sá að halda völdum nó matter what:
Vona að þú hafir rétt fyrir þér Eyjólfur því svo sannarlega er komin tími til að skafa skítinn út og hreinsa alveg til.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2012 kl. 21:04
Ég geri ráð fyrir að Jóhanna telji sig ekki eiga marga aðra kosti í stöðunni úr því sem komið er en að trúa því bara og vona að ESB og Evra lifi af hremmingarnar og geta staðið keik eftir einhver ár og bent á alla hina og sagt: "I told you so - drífum okkur inn".
Vandamálið við þetta plan er hins vegar að þetta er "all in" á pókermáli. Ef þetta gengur upp þá lifir flokkurinn þetta af (en reyndar með sundraða þjóð fyrir framan sig) en ef að t.d. Evrusamstarfið liðast í sundur þá stendur flokkurinn eftir algerlega berstrípaður og mögulega án áhrifa í áratug. Í því tilviki þá hefur hann nefninlega verið staðinn að því að fljóta sofandi að feigðarósi í hrunstjórninni og að hafa lagt í aðra eins misheppnaða helför inn í ESB. Fólk mun ekki sækjast eftir leiðsögn frá slíkum fararstjórum í fyrirsjáanlegri framtíð.
Gæfusamari leiðtogi hefði unnið úr hrunmálunum fyrst, barist til þrautar í Icesave, skuldahreinsað landið, skilið sjallana eftir með skömmina áður farið hefði verið í þennan ESB leiðangur. En staðreyndin er bara sú að Jóhanna er ekki gæfusamur stjórnmálamaður. Hana virðist vanta yfirsýn sem hún reynir að ná með ráðgjöfum en virðist vera óttalegur ræflasegull sem raðar fyrst og fremst í kringum sig ógæfufólki.
Seiken (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 21:19
Sæl Ásthildur og takk fyrir ágæta grein, þó litlar líkur séu á að Jóhanna lesi hana.
Ég man þessi orð Jóhönnu, þegar hún sagði að "við ESB sinnar höldum ótrauð áfram og tökum upp evru". Hún lét þessi orð falla á flokkstjórnarfundi, snemma í vetur.
Hugsanlega er hægt að finna frétt um þetta í einhverjum fjölmiðlinum, a.m.k. ætti að vera til upptaka sem sýnd var í fréttatíma RUV og þessi orð komu fram.
Þessi orð hennar og ýmis fleiri, lýsa vel hug hennar til lýðræðisins. Lýðræði er einungis orð, að hennar mati, til brúkunar í ræður við hátíðleg tækifæri!!
Gunnar Heiðarsson, 16.6.2012 kl. 21:31
Já það er nú málið. Þau verða að vona að ESB nái sér upp úr kreppunni því eins og þau hafa spilað málunum, þá er Samfylkingin algjörlega háð því að ESB nái sér. Þau eru ekki fyrir íslendinga heldur einhversstaðar í lausu lofti og án annarar stefnu. Alveg sammála þér með gæfusamari leiðtoga, þá hefðu þau staðið með pálmann í höndunum og horft fram á góða tíma fyrir sinn stjórnmálaflokk. En nei þessu var öllu saman sturtað niður í klósettið og sagan mun dæma forystu S afar hart. Og ennþá harðari verður dómurinn yfir forystu VG sem hefur svikið allt sem þau lofuðu fyrir kosningar, sá flokkur mun ekki geta boðið kjósendum neitt í komandi kosningum ekkert frekar en Samfylkingin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2012 kl. 21:31
Já Gunnar ég heyrði þetta bara fyrir nokkrum dögum, en ég finn þetta bara alls ekki, og hef ekki séð nein viðbrögð við þessu, sem eru undarlegt. Því það er alveg ljóst að ef forsætisráðherra annars ríkis hefði látið þetta út úr sér miðan við það sem er hér á landi hefði það verið fyrsta frétt og allskonar spekingar fjallað um það. Þetta sýnir nefnilega svo mikla einræðistaktík að það er hrollvekjandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2012 kl. 21:34
Já Áshildur mín. Nú er mælirinn fullur.
Sorglegast af öllu er að sjá suma þingmenn styðja bæði núverandi spillingu, og nýtt framboð, sem Dögun á víst að vera.
Það væri réttast að senda varðskipið Þór með ESB-stjórnina til Brussel, og meina þeim aðgang að illa stöddum og sviknum almenningi á Íslandi í framtíðinni.
Við þurfum ekki varðskip til að verja okkur fyrir útlendingum, heldur þurfum við umfram allt öflugt varðskip, og helst fleiri en eitt, til að verja okkur fyrir spilltum stjórnmála og embættismönnum á Íslandi. Sú staðreynd er orðið sumarsólstöðu-deginum ljósara.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.6.2012 kl. 21:36
Ásthildur, ég er farin að halda að það væri bara ágætt að fá einhverja erlenda mannvini sem taka okkar stjórnkerfi í gegn. leita eftir lögum sem stangast á eða brjóta stjórnarskránna.
Gefa þeim x sinnum daga til að vinna verkið og leyfa svo kosningar með færri þingmönnum og ráðherrum sem ekki fá að sitja á þingi með atkvæðisrétt. Bara takmarkaðan tíma til að flytja tillögur, sem svo yrði kosið um hvort fengju einhverja umfjöllum.
Æ, auðvitað er þetta bull í mér. En samt ekki verra en bullið sem manni er boðið uppá í Leikhúsi Fáránleikans við Austurvöllinn
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 21:43
Flott grein Ásthildur. Já það er verulega hrollvekjandi hvernig þessi stjórn ( lesist: Jóhanna ) hagar sér. Hún er klárlega "bully". Hennar skilningur á orðinu "samráð " er að allir geri eins og hún vilji.
Þetta er ekki það sem var kosið í kosningum 2009 (sem var við mjög óvenjulegar aðstæður í þjóðlífinu vægast sagt.)
Jón Á Grétarsson, 16.6.2012 kl. 22:40
Hehe Kerlingin,,það verður að fara að þagga niður í henni. Svo er Jóhanna búinn að taka að sér þrjú Tökubörn úr Hryfingunni sem hafa lofað að vera góð ef hún gefur þeim mjólk af brjósti sér,og þau haldi launum í eitt Ár enn....
Vilhjálmur Stefánsson, 16.6.2012 kl. 23:41
Sæl kæra! Var að koma úr skemmtilegri fjölskildugolfferð,varð auðvitað að kíkja og sjá hvað bloggvinum liggur á hjarta. Ég heyrði Jóhönnu segja þetta nýlega,held því fram að ekki séu nema 1.og 1/2 vika síðan. þau ummæli fóru fyrir brjóstið á mér,ergelsið magnast í ath.semdum. Þakka þér svo kærlega fyrir þessa grein,sem svo mörgum finnst eins og töluð frá sínu hjarta,Mb. kv....
Helga Kristjánsdóttir, 17.6.2012 kl. 02:07
Ennþá, lángbezti bloggarinn...
& mér verðmæt vena.
Steingrímur Helgason, 17.6.2012 kl. 02:32
Takk fyrir góðan pistill og vekja athygli á nýlegu ummælum Jóh.Sig um ESB og upptöku evrunar sem er hennar markmið. Eitt í ummælum þinum er afar athyglisvert langar mig til að skoða betur, það er að þú gefur þér eðlilega sem forsendu eftirfarandi varaðandi Jóhönnu:
"Ég er viss um að í upphafi hefur þú viljað vel og unnið að því að leiðrétta aðstöðu alþýðunnar, viljað koma á jafnræði, en einhversstaðar á leiðinni gleymdir þú þessu. Það sýnir glataða skjaldborgin, glataða hugsunin um fólkið í landinu,"
Mín kenning er að ofangreind hugsjón hafi aldrei fyrifundist hjá Jóhönnu en visulega hefur hún talað þannig en öll hennar vinnubrögð eru vitni um gagnstætt, hun hefur alltaf notað hótanir og ofbeldi. Hún getur ekki og vill ekki vinna með neinum er sjálfselsk, ósannsögull og margföld í roðinu, gersneydd heiðarleika og hlustar ekki á fólk. Til að tryggja eign upphefð, vald og þægindi varð að finna vetfang til að ná þessu. Hver man ekki eftir húsbréfunum þvílíkt rugl allt sem hún hefur komið nálægt er rugl. Vek athygli á þessari manngerð sem er sú sama og Steingrímur J og nokkri fleiri þingmenn. Nýlega komin fram á sjónarsvið stjórnmála er Birgitta og ætla mætti að þar sé á ferð sönn hugsjónakona - en skoðið hana betur. Flest hennar baráttumál eru fjarska fjarlæg og langt í burtu en gefa mikla fjölmiðlaathygli, hljómar fjarska vel en á heimavelli sést að hún er sjálfhyggjan uppmáluð.
Mikilvægt er að stjórnmálamenn komi með tillögur sem þeir rökstyðja og eru svo skoðaðar og ræddar óhindrað, í framhaldi er reynt að beturbæta það sem þarf til að lausnartillagan nái tilgangi sínum sem er að leiða til umbóta og framfara en sé ekki egótripp einstaklinga sem tala út og suður í klisjum og hótunum.. Einkenni ríkistjórnarinnar er að engin þeirra málefni þola greiningu eða nánari skoðun. Í aðdraganda næstu kosninga verða stjórnmálamenn að sýna fram á að þeir hafi ekki bara hugsjónir heldur geti greint vandamál og komið með lausnir.
Sjálf ætla að halda upp á þjóðhátíðardaginn með því að tileinka og heiðra alla þá sem standa vörð um stjálfstæði Íslands- ykkur bloggurum, stjórnmálamönnum og forsetanum. Sigur heilinda og sannrar velferðar allra er í sjónmáli - vegna þess að það er til fólk sem hefur seiglu og gefst aldrei upp. Gleðilega þjóðhátið kæru vinir.
Sólbjörg, 17.6.2012 kl. 09:08
Takk fyrir innlitið öll.
Anna Sigríður mín já mælirinn er fullur. Og við þurfum að gæta okkar vel á því hvaða fólki við gefum sóknarfæri. Ég er ekki svo viss með Hreyfingarfólkið að þau séu á bandi ríkisstjórnarinnar, þau eru einfaldlega með aðra sýn á málin. Ég hef verið á fundi með þeim nýlega, og sá ekki betur enþau væru einlæg í afstöðu sinni til að vernda fólkið í landinu. En þetta verður að koma í ljós.
Sigrún mín erlendir eru svo sem ekkert betri en innlendir, við eigum gott fólk hér á landi sem vill og getur lyft grettistaki spurningin er að virkja þetta fólk, til dæmis Gunnar Tómasson og Jóhannes Björn. Þessi menn hafa báðir starfað erlendis við alþjóðastofnanir og þekkja vel til í heiminum. Þeir vita það sem þarf að vita og hafa barist ótrauðir fyrir sannleikanum, þeir njóta bara ekki athygli vegna þess að stjórnvöld vilja ekki sannleikan upp á borðið.
Jón Á. það er einmitt rétta orðið yfir Jóhönnu Bully, það er það sem hún er. Hún hlustar ekki á neinn nema sjálfa sig og sauðtryggan aðstoðarmann og stundum á Steingrím enda er hann heillum horfinn.
Eins og ég hef sagt Vilhjálmur minn þá held ég að Hreyfingin sé ekki á mála hjá Jóhönnu, en það verður að koma í ljós.
Takk Helga mín.
Takk fyrir þetta elsku Steingrímur.
Veistu að þetta getur alveg verið rétt hjá þér Sólbjörg mín. Það er hægt að tala fagurlega, tala hátt en hugsa flátt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2012 kl. 09:20
Gleðilegan þjóðhátíðardag.
Flott grein hjá þér Ásthildur, því miður held ég að Jóhanna lesi ekki bloggin ef hún les eitthvað yfirleitt, kannski er þetta málleysi hennar á erlend tungumál vegna þess að hún er yfirhöfuð ólæs.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 12:36
Sennilega telur hún sig almáttuga og þarf ekki að fá hugmyndir eða aðhald annarsstaðar frá. Hún er gjörsamlega eins og postulínsdúkka hvað tilfinningar gagnvart þjóðinni varðar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2012 kl. 13:09
Jóhanna ætlar sér að komast í mark hvað sem það kostar. Auðvitað ekki ESB, því þangað förum við alrei. Nei að hanga út kjörtímabilið, hvað sem það kostar þjóðina. Svo fáið þið Ólínu heim aftur, vonandi er hægt að nota hana fyrir Vestan í hundaræktun.
Sigurður Þorsteinsson, 17.6.2012 kl. 13:54
Já já Ólína er áætis manneskja þó hún sé í villu og svíma á alþingi. En vonandi tekst henni ekki að sitja út þetta kjörtímabil, þetta er komið alveg nóg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2012 kl. 14:25
Gleðilega Þjóðhátíð Ásthildur. Jóhanna veit hvar hún stendur, hefur góðan meirihluta á Alþingi með stuðningi hækjuflokka. Auk þess að flokkur hennar og stefna ræður ríkjum í stærstu bæjarfélögum. Eins og þú nefnir réttilega er ljós í myrkrinu. Hægri Grænir eru nýtt þjóðmálaafl sem menn ættu að kynna sér. Sannir íslendingar verða að sameinast og standa saman um Lýðveldið Island.
Björn Emilsson, 17.6.2012 kl. 17:08
Til hamingju með daginn þið öll, bæði síðu hafi og gestir.
Jóhönnu vitlausu verður mynnst sem afkáralegasta stjórnmálamanns Íslandsögunnar og þar verða líka tilnefndir að lokum nokkrir sérfræðingar í kjánaskap og óheillindum.
Hrólfur Þ Hraundal, 17.6.2012 kl. 17:56
Björn sömuleiðis. Vona að þú hafir átt góðan dag. Ég held einmitt að Jóhanna hafi ekki góðan meirihluta á þingi, þess vegna er þessi vandræðagangur sem frekjan í henni kemst ekkert áleiðis með. Málið er að til dæmis Jón Bjarnason er á móti þessu frumvarpi, Hreyfingin er með sitt eigið frumvarp sem er alveg skínandi gott og vilja láta kjósa um það.
Já Hægri grænir eiga sennilega eftir að gera það nokkuð gott í kosningum, því hvert eiga þeir að fara sem treystu VG fyrir fjöregginu?
Sömuleiðis Hrólfur minn. jamm hætt er við því að sérfræðingarnir hennar verði gerðir kjánalegir og það hafa þeir unnið fyrir mér koma ýmsir í hug nú þegar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2012 kl. 19:39
Mig langaði í einhverjum fíflaskap að skrifa nokkur falleg orð um núverandi stjórnvöld, en ... ég bara get það ekki og er ég nú samt búin að ætla mér í margar vikur að spyrða saman nokkur spéyrði um ríkisstjórnina. Ég hef bara ekki enn fundið nokkuð sem er þeim til sóma.
Jóhannes (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 21:51
Mér heyrist að hér vilji fólk helst Geir og Davíð aftur ásamt Hannesi Hólmsteini og toppa það með áframhaldandi setu Ólafs Ragnars?
Ég mun, ásamt Þorsteini Pálssyni og Siv Friðleifs og jóhönnu og fl., berjast fyrir því að ÞJÓÐIN FÁI SAMNING OG KJÓSI UM HANN SJÁLF!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.6.2012 kl. 02:10
Mig hryllir jafnmikið við Jóhönnu og Steingrími eins og Bjarna og Sigmundi Davíð.....
Hvað gerir maður þá?
Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2012 kl. 02:15
Kæra Ásthildur. Eg held ekki að Hægri Grænir sæki ylgi til Vinstri Grænna. Það stemmir ekki. Eg hef búið lengur utan landsteina en innan, þam 18 ár í þjónustu Danadrottningar á Grænlandi. Þó að hluta í þjónustu Heimastjórnarinnar. Eg man vel stemninguna og gleðina þegar Grænlendingar sögðu sig úr ESB. Sumir héldu að nú væri öllu lokið fyrir þeim. En það reyndist eitthvað annað. Þeir byrjuðu innkaup frá Ameríku, bæði frá Canada og USA. Vöruverð snarlækkaði. Allt í einu hafði meður efni á ekta ameriskri steik, tala nú ekki um grænmetið og fleira gott. Eg er stoltur af grænlendingum. Eg vann við loftskeyti og flugumferðarstjórn á Grænlandi í 18 ár. Byrjaði 1972 á Prins Christian Sund Radio. Þá var grælendingum ekki heimill aðgangur að loftskeytstöðvum eða flugvöllum landsins. Því næst vann ég á Narsarsuq flugvelli. Í byrjun við mjög frumstæðar aðstæður, hvað flugumferðarstjórn varðar. En það stóð til bóta. Hafin var bygging á nýrri flugstöð sem uppfyllti kröfur um alþjóðaflugvelli. Byggingin reis. En við úrsögn Grænlands úr ESB, stöðvuðust allar framkvæmdir. Þetta var þá. Í dag annast grænlendingar sjálfir flugið. Meir að segja áhöfn Danmerkur þotunnar þeirra er stundum öll kvenkyns!!! Það er hægt að tala mikið um þessi mál. En eitt er víst, sjálfstæði þjóðar er það sem gildir hvort sem talað er um Bandaríkin eða Grænland. Sama gildir um Island, þjóð sem stendur fremst allra þjóða.
Björn Emilsson, 18.6.2012 kl. 02:37
Björn gott að heyra. Já ég tek alveg undir það að Grænlendingar og Færeyingar ásamt okkur ættu að vera í bandalagi norðuratlandahafsþjóða eins og Noregs og Canada. Ekki rígbundinn inn í steingelt apparat sem vill ráða yfir öllu sem okkur tilheyrir. Hvað varðar stuðning VGliða við Hægri Græna, þá reikna ég dæmið þannig að þeir sem fylgja sannfæringu sinni og vilja ekki inn í ESB hljóta að verða að kjósa einhverja sem alls ekki vilja þar inn. Þó bæði Dögun og Samstaða vilji að meiri hluta ekki þangað inn og ég veit að það er hægt að treysta því, en þeir sem ekki þekkja til, hljóta að taka afstöðu eftir einarðri afstöðu eins og Hægri Græn taka. Ég hugsa að ég muni taka mína afstöðu með Dögun. Hef verið að vinna með þeim málefnavinnu og þar eru flestir mínir samstarfsmenn úr Frjálslyndaflokknum gott fólk sem hefur að aðalmarkmiði að vinna fyrir fólkið í landinu.
Hrönn ég segi sama. En ef fólk hugsaði nú eins og við og myndi virkilega vilja breyta þá er um að gera að kynna sér nýju framboðin, Dögun, Samstöðu og Hægri græn. Þessir hópar hafa unnið mikið í sínum málum og hafa innanborðs menn með þekkingu og reynslu. Við erums svo föst í hjólförum fjórflokksins, að það er búið að heilaþvo okkur á því að enginn geti stjórnað landinu nema þessir fjórir flokkar sem eru í raun og veru ein klíka til að halda sínu.
Þú hefur fullt leyfi til að hafa þína skoðun á þessu Anna mín. Í mínum huga er þetta annað hvort eða ekki til staðar nema í höfðinu á fólki. Það er búið að stimpla þetta svo rækilega inn að ekkert annað kemst að.
Jóhannes ég reyni ekki einu sinni að finna eitthvað hvorki sniðugt eða gott um þessar manneskjur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2012 kl. 10:34
Ég hef líka verið að kynna mér Dögun, og þar er von. Hef ekki gert upp hug minn, en auðvitað á maður að kynna sér nýju framboðin. Það tek ég heilshugar undir.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.6.2012 kl. 11:52
Einmitt og á þessum tímum er það bráðnauðsynlegt að hyggja að einhverju öðru en gamla fjórflokknum með alla sína samtryggingu og klíkuskap. Þegar hreinsa þarf út verður að fá nýja vendi til að sópa með. Það er alveg á hreinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2012 kl. 11:56
Ásthildur ert þú í samvinnu með Hreyfingunni í Dögun? - ESB málin eru svo sannarlega á dagskrá Dögunar þegar sagt er í stefnuskrá þeirra að við megum taka þátt í skoðannakönnun þegar allt er um garð gengið. Samt orðað aðeins öðruvísi.
Sólbjörg, 18.6.2012 kl. 14:39
Ég er í Frjálslyndaflokknum sem er í samstarfi við Dögun ásamt fleiri samtökum og flokkum. Ég ákvað að vinna með til að gera mitt til að þetta opna ESB dæmi yrði ekki til lengur. Allflestir af okkar F fólki er ákveðið í afstöðu sinni um Nei við ESB, svo er líka um þau í Hreyfingunni. ÉG veit satt að segja ekki af hverju þessu er haldið svona opnu, sennilega vegna einhverra sem vilja sjá niðurstöðu, sem aldrei verður.
Það er ekki alveg rétt að það sé þannig að það sé á hreinu að haldið verði áfram viðræðum uns niðurstaða liggur fyrir. Heldur er þessu haldið opnu af einhverjum póltískum ástæðum, sem ég ætla mér að breyta ef ég get. If you can´t beat them join them Og þau vita það ég hef ekkert farið leynt með mínar skoðanir á þessum málum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2012 kl. 14:55
Ásthildur, hver er þá stefna Dögunar varðandi umsóknar- og aðlögunarferlið sem er í fullum gangi núna? Vill Dögun halda áfram með aðlögunarferlið - umsóknina? Ef það er ekki þannig hvernig er það þá orðað í stefnuskrá flokksins?
Takk hef þú nennir að svara þessu Ásthildur, ætlast ekki til neinna ýtarlegra svara, bara einfalt og stutt.
Sólbjörg, 18.6.2012 kl. 18:34
http://www.xdogun.is/kjarnastefnur/ Hér er kjarnastefna Dögunar Sólbjörg mín. Ég treysti því fólki sem er þarna innanbúðar. Og tel að ESB ógnin muni ekki ná fram að ganga með það fólk innanborð. M.a. er þar Guðmundur Ásgeirsson er mikill andstæðingur ESB ásamt flestum í Frjálslyndaflokknum. Og mörgum fleiri. Í kjarnastefnunni er þetta með ESB síðast.
Það er nefnilega miklu fleira fólk þarna en Hreyfingin. En ég verð að segja að mér finnst þau yfirleitt hafa staðið upp úr í dægurþrasi þingsins. Og þegar ég hef rætt við þau persónulega þá finn ég að þau eru á sama róli og ég skoðanalega séð.
Við verðum að leggja traust okkar á einhverja aðra en fjórflokkinn, hvern þeirra sem við veljum. Mér lýst best á Dögun, en það eru aðrir þarna úti sem eru vel þess virði að kynna sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2012 kl. 18:55
Mér finnst þetta alveg frábært Ásthildur og tek undir. Þjóðin á að vita hvað hún gerir og við höfum verið að þvarga um ESB í 25 ár. Tími til kominn að vita hvað við erum að rífast um, á pappír. Ég treysti ekki leiðtogum og stjórnendum lengur til að "mata" mig á upplýsingum. Vil sjálf lesa og það er alveg skýrt að ég hef svo sannarlega í hyggju að segja "nei" við ESB-samningi ef ég fæ að sjá hann!!! SJÁ SAMNINGINN SJÁLF!
Hvernig getur það verið "betra" að sjá hann ekki sjálf/ur?
" Evrópusambandið
Við leggjum áherslu á opið og lýðræðislegt ferli, óháða upplýsingagjöf og fræðslu og treystum þjóðinni til að ráða niðurstöðunni. Ef aðildarviðræðum verður ekki lokið fyrir samþykkt nýrrar stjórnarskrár og þjóðin ákveður að hætta aðildarviðræðum í samræmi við 66. grein frumvarps Stjórnlagaráðs, munum við styðja þá niðurstöðu. Að öðrum kosti verði aðildarviðræður við Evrópusambandið kláraðar og niðurstaðan borin undir þjóðaratkvæði.
Ég gæti lifað við þetta, enda orðin miðaldra sjálf, en samningaviðræður við ESB verða kláraðar þegar ný kynslóð tekur við.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.6.2012 kl. 19:41
Málið er að það treystir enginn núverandi stjórnvöldum til að vera heiðarleg og með allt upp á borðum. Hingað til hafa þau haft allt undir borðinu og undir gólfteppinu í felum. Það er ekki hægt að treysta svoleiðis fólki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2012 kl. 20:05
...segjum tvær!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.6.2012 kl. 20:09
Hafðu samt bak við eyrað Ásthildur að Hreyfingin er "Mini-me" af ríkistjórninni hvað varðar að tala fagurlega en framkvæma í mótsögn við eigin orð, enda fer vel á með þeim og þessu fólki í engu treystandi.
Þú veis sjálf að þetta eru ekki ESB viðræður heldur aðlögunarferli - því er tómt mál að tala um þjóðaratkvæði. ESB breytti reglum eftir tvöfalt afhroð í kosningum í Noregi þar sem aðild var í tví gang hafnað. Nú er slíkt ekki gerlegt, þess vegna eru þeir svo órólegir yfir því að íslenska umsóknar aðildar aðlögunin nýtur ekki stuðnings þjóðarinnar.
Sólbjörg, 18.6.2012 kl. 22:32
Sólbjörg, þetta er svo ósanngjarnt komment í garð Birgittu, Þórs, og Margrétar. Þau hafa unnið afar MÁLEFNALEGA, og gegn pólitík Davíðs Oddssonar, sem gekk og gengur út á að vera ósammála ÖLLU SEM EKKI KEMUR FRÁ ÞEIM SJÁLFUM! (=börnehave paa dansk)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.6.2012 kl. 23:07
Anna, Davíð Oddson er ekki í ríkisstjórn og hefur ekki verið til margara ára- undarlega röksemd hjá þér og óraunverulegatengd. Hreyfingin er svo sannarlega í framkvæmd sammála flestöllu sem kemur frá ríkistjórninni enda styðja þau og verja ríkistjórnina falli. Að sama skapi eins og ríkistjórnin þykjast þau vinna fyrir kjósendur og setja ríkistjórninni afarkosti en halda samt lífi í þessari óstjórn. Líkt og VG þykjast þau líka vera á móti ESB. Málefnaleg? Nei það eru þau ekki, þvert á móti.
Sólbjörg, 19.6.2012 kl. 02:40
hvað meinar þú Sólborg að "Davið Oddson sé ekki í ríkisstjórn og hefur ekki verið til margra ára"? Hef alls ekki tengt það við það sem ég skrifaði um , nema að pólitíkin að "vera alltaf á móti öllu " er enn við lýði hjá xD?
Hanna Birna væri algerlega sammála mér, en hún var (sem betur fer, enda ekta leiðtogi) ekki kosin formaður xD. Núverandi "formaður" er DO, vegna þess að Bjarni Ben, er skíthræddur við Davíð Oddson. (og flestir sem nokkru sinni hafa merkt x við D).
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.6.2012 kl. 03:44
sorgleg staðreynd að losa sig ekki við DO og Hannes Hólmstein og fleiri x D manneskjur! ....vegna þess að ég er í grunnin sjálfstæðismanneskja og tek undir forsendur stefnunnar um að bjarga sér sjálf/ur! ...ólíkt kommunismanum, sem segir að allir fæðist "eins" en ekki "jafnir"! Hræðileg villa!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.6.2012 kl. 03:47
Já Sólbjörg ég veit alveg stöðuna og ég er öll á verði. Það sem mér finnst mest hrollvekjandi við Jóhönnu stjórnina er að hún er alveg staðföst í því og reyndar það eina sem hún er staðföst í er að troða okkur inn í ESB án meirihlutavilja þjóðarinnar. Þetta finnst mér svo varhugavert og óþolandi að þetta fólk verður að hrekja frá völdum hið fyrsta.
Ég held að það sé rétt hjá þér annað að Davíð Oddsson og hirðin sem hann hafði í kring um sig breytti sjálfstæðisflokknum. Þetta er ekki sami flokkur og var meðan til dæmis Matthías Bjarnason var ráðherra. Þá var þetta stétt með stétt. Nú er það ekki lengur því miður. Og þetta síðast er grímulaust alveg, að hreykja sér af því að hafa staðið vörð um þjóðina, þegar þau voru eingöngu að vinna að hag stórútgerðarinnar. Að vísu á móti arfavitlausri tillögu um sjávarútvegsmál. Sem hefði fest þessi ósköp í sessi næstu 20 árin. Vonandi verður það aldrei. Hins vegar verður slagurinn aftur tekinn upp, þó gert verði annað og betra frumvarp um þessi mál af fólki sem þekkir til og vill jafnrétti í greininni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 10:03
Anna átti þetta að vera, en ekki annað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.