Ég ætla að hafa lokaorðin - nei þessu er lokið.

Jamm þetta var eins og fyrir mér jafnspennandi og Júróvisjón.  Búin að hlakka til í allann dag að setjast niður og hlusta.

Vil reyndar taka undir orð Herdísar um að raunar átti Rúv ekki að fjalla um forsetakosningarnar þá meina ég á rás2 í undanfari þessarar sjónvarpsumræðu, sem var raunar ágæt.

Það kom í ljós eftir að síðasti frambjóðandinn hafði tjáð sig á rás2, þar var raunar marg tekið fram af gefnu tilefni að það hefði verið varpað hlutkesti ... eða þannig um röð frambjóðenda.

Þegar kom að síðasta ræðumanni þá gjörsamlega misstu sérfræðingarnir sig í lofi sínu um Þóru.  Og þau vörðu mestum tíma sínum í að koma höggi á Ólaf Ragnar, það var sum sé meira rætt um hann í þættinum um Þóru en hana sjálfa og hennar frammistöðu.

Já hún er svo fersk með svo nýjar hugmyndir og svo jákvæð bla bla bla.  Manneskja sem lýsti því sjálf yfir að hún væri sennilega formfastasti og afturhaldssamasti forsetaframbjóðandinn.  Já einmitt.  Þvílíkt og annað eins.

En í kvöld fylgdist ég svo með af áhuga. 

Herdís kom vel út, hún er flott kona og falleg.  Heillandi bros og greinilega kona reynslu og ákveðni. 

Þóra virkaði á mig eins og svona smáleikrit.  Já segja sumir ekki nema von komandi frá þér.  En mér er ekki illa við Þóru hún er vissulega flott kona og falleg.  En það er einhvernveginn eins og allt í kring um hana sé svona gerfi.  Ég get ekki að því gert.

Hannes var ótrúlega óbilgjarn í garð forsetans og notað mikið af sínum tíma til að hnjóða í hann.  Og vitnaði mikið í Þóru, hann er búið spil eftir kvöldið í kvöld. Þú getur aldrei unnið með því að upphefja sjálfan þig á kostnað annara.

Andra var flott, hún kom svo sannarlega vel út úr þessu viðtali.  Skelegg og ákveðin, eins og ég hef sagt þá er það mitt álit að baráttan standi milli hennar og Ólafs Ragnars.

Ólafur Ragnar varð fyrir ótrúlegri árás ekki bara frá ýmsum mótframbjóðendum heldur líka stjórnendum, sér í lagi Margrétar, sem notaði öll tækifæri til að reyna að koma honum illa.   Hvað varð um hlutleysi stjórnanda?

Hann komst samt vel frá sínu og stóð upp úr að mínu mati hvað málefni varðaði.

Ari Trausti rétt eins og Hannes notaði öll sín spjót til að vega að Ólafi, það var honum til hnjóðs, og mark my words hans 9% munu ekki hækka eins og hann hélt fram heldur rýrna talsvert.  Íslendingar vilja ekki svona málflutning.  Að reyna að upphefja sjálfan sig á því að reyna að niðurlægja aðra. 

Það fyndna var að allt sem meðframbjóðendur Ólafs sögðu var til þess fallið að sýna fram á að hann hefur svo virkilega gert rétt undir það síðasta.

Þegar fólk segir að ég sé hans málpípa númer eitt.  Það er það svolítið fyndið, því enginn var brjálaðri en ég þegar hann var kosin fyrst.  'Eg var stödd hjá Bárði Gríms vini okkar hjóna og hann getur alveg vitnað um að ég var brjáluð.  Ég hafði nákvæmlega sömu skoðanir á honum og svo margir sem ég hef lesið eftir.

En málið er líka að ég vil meta fólk eftir því sem það gerir en ekki eftir því sem það segir.  Og núna á þessum viðkvæmu tímum ekki síst með ríkisstjórn sem er yfirfull af hroka og illdeilum og við vitum aldrei hvað muni gera, þá þarf einhvern þarna sem setur þeim skorður.  Það getur forsetinn gert með því að vísa málum til þjóðarinnar. Hann er sá öryggisventill sem við þurfum nákvæmlega núna.

Sem sagt eftir þessar umræður tel ég að Ólafur hafi tryggt sér sigur, næst á eftir honum komi svo Andra og þvínæst Herdís. En þetta er bara mitt álit. 

Reyndar held ég að Þóra hafi klúðrað bigtime með því að ætla að eiga síðasta orðið eftir að umræðum var lokið og reyndar gott hjá Margréti að gefa það ekki eftir.  Enda gat hún ekki annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammála fyrir utan Ólaf,voru stelpurnar hreint ágætar,en ég held að Þóra væri miklu "skarpari",ef hún hefði ekki Samfó ,sem meintan útgerðaraðila. Ég mundi strika Hannes og Ara út,væru þeir á kjörskrá til Alþingis.

Helga Kristjánsdóttir, 7.6.2012 kl. 22:40

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta á víst að vera hjá mér í kjöri, Hannes og Ari. KV. vestur.(-:

Helga Kristjánsdóttir, 7.6.2012 kl. 22:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þeir tveir stóðu sig áberandi illa með sínar ádeilur á sitjandi forsetan í stað þess að ítreka sín stefnumál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 22:55

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég steinsofnaði á sófanum yfir þættinum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.6.2012 kl. 23:13

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha Jóna mín..... þú hefur greinilega verið orðin þreytt og lúin ljúfan mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 23:23

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það fer best að hafa Ólaf Ragnar,hann er ómengaður Vestfirðingur...

Vilhjálmur Stefánsson, 7.6.2012 kl. 23:41

7 Smámynd: Kidda

Ég hafði ekki fyrir því að hlusta, veit hvern ég ætla að kjósa og því fær ekkert breytt.

Kidda, 7.6.2012 kl. 23:42

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Vilhjálmur en hann er meira en það, hann hefur ákveðið að standa með þjóðinni og ekki ber að lítilsvirða það.

Gott mál Kidda mín, við verðum bara að taka ákvörðun eftir okkar sannfæringu til að líða vel með okkur sjálf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 23:59

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flott grein hjá þér. Mér fannst Ari og Hannes duglegir að hnýta í forsetann. Ef þeir hefðu verið í þessu embætti á þessum erfiða tíma hefði ég ekki boðið í það.

Herdís og Andrea voru duglegar og eiga eftir að taka fullt af atkvæðum sem Þóra hefði annars fengið. Þjóðin hefur lítið fengið að kynnast þeim fyrr en nú en Þóra er þekkt og frábær í sínu starfi, vel menntuð og flott kona. Ég viðurkenni að hér var hlátur þegar Þóra sagði ákveðin að hún ætlaði að eiga lokaorðið og hún fékk engu við ráðið. Núna var hún allt í einu hinu megin við borðið og varð að hlýða stjórendum. En það væri nú gaman að vita um þessi lokaorð hvort þau hafi átt að vera eitthvað væmið mjálm til að vinna atkvæði?

Mér fannst Margrét hvöss við forseta vorn en hann er einn þarna sem á fortíð sem forseti. Hefðu hin staðið sig betur? Það efast ég um og nú þurfum við að líta til framtíðar og berjast gegn kommúnisku ógnarstjórninni sem ætlar að troða okkur inní brennandi ESB heimilið í Brussel.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.6.2012 kl. 00:50

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hvernig er hægt að meta hina 5 forsetaframbjóðendur eftir "verkum"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2012 kl. 01:22

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

+Olafur hefur verið forseti "vorn" (ojjj) i 16 ár og við erum mörg sem höfum beðið og bíðum enn eftir öðrum forseta, eða bara Margréti Þórhildi ....whatever....

Getum við ekki sameinast um Ara eða Andreu eða eitthvað annað...? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2012 kl. 01:24

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

"ómengaður Vestfirðingur"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.6.2012 kl. 01:28

14 identicon

Hver er "Anna Benkovic Mikaelsdóttir" og af hverju líður henni svona illa?

Annars er sjálfsagt rétt að óska Ólafi Ragnari til hamingju með endurkjörið, því það þarf eitthvað svakalegt að gerast til að hann tapi fyrir Þóru, sem stóð sig ekki vel. Og þessir innihaldslausu frasar hjá henni og Ara Trausta sýna vel hve framboð þeirra eru innantóm og eingöngu byggð á glansandi yfirborðsmennsku: þau töngluðust á því að forsetinn ætti að "sætta" og "miðla málum" og "breiða út frið" ... en engum datt í hug að spyrja þau *hvernig* ætti að fara að þessu! Það er nefninlega ósköp einfalt að slá í kringum sig með fallegum frösum, en auðvitað á að láta fólkið útskýra hvað betur hvernig þau ætla að fara að þessu.

En þau geta það að sjáfsögðu ekki, sem er svosem í lagi því til er fullt af einföldu fólki sem fellur fyrir svona hjómi og merkingarlausu hjali, sem er sjálfsagt ástæðan fyrir því af hverju hinir mjög svo hlutdrægu þáttastjórnendur gengu mjög harkalega að Ólafi á meðan aðrir frambjóðendur fengu að þvaðra óáreittir.

En Ólafur átti skýr svör við öllu, og Herdís og Andrea stóðu sig vel. Ég vona að þær dragi sig ekki í hlé frá þjóðmálaumræðunni þótt þær tapi þessum kosningum; við þurfum á öllu góðu fólki að halda.

Birgir (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 09:41

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.  Já Birgir ég vona svo sannarlega að Herdís og Andrea séu komnar til að vera í áhrifastöðum.  Við þurfum svo sannarlega á skeleggu, ábyrgðarfullu og réttlátu fólki að halda sem þorir að segja hlutina beint út.

Anna mín nei ég vil ekki sameinast um neitt annað.  Ég vil endilega hafa Ólaf áfram meðan þessi óvissa ríkir í öllum geirum stjórnmálanna í dag, meðan ferkjuyfirvöld valta yfir landslýð með fádæma dónaskap og einræðistilburðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 09:50

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rósa mín ég sé að þú hefur horft á sama þátt og ég svona virkaði þetta á mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 10:02

17 identicon

Nú eftir síðustu skoðanakönnun vitum við

AÐ ÞAÐ ERU UNDIRMÁLSHÓPARNIR KONUR OG ELDRA FÓLK

sem kjósa Ólaf Ragnar.Og svo landsbyggðartúttur..

En Vinstri Grænum bent á Ara Trausta

sem er með ESB stimpilinn á enninu aðeins daufari en Þóra

þó hann sjáist vel.

Eg hef alltaf haft trú á Ara Trausta

þangað til í þessum þætti.

Þá fór hann alveg niður í kjallara.

http://www.youtube.com/watch?v=oIqECtFXbx0&feature=g-hist

Sólrún (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 12:38

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þjóðin er greinilega að vanmeta Herdísi algerlega. Hún ber höfuð og herðar yfir Þóru, sem virðist njóta miklu meira fylgis samkvæmt skoðanakönnunum. Enn einu sinni ætlar fólk að láta leikstjóra Sylvíu Nætur spila með sig með sínum nýjasta leikþætti. Fyrst Sylvía, svo Jón Gnarr og nú forsetaembættið.

Axel Jóhann Axelsson, 8.6.2012 kl. 14:06

19 identicon

Þetta á allt eftir að koma í ljós þegar nær dregur kosningum.Herdí er sú manneskja sem eg mundi gefa mitt atkvæði ef að þaðværi ekki frátekið.Þó Andrea sé mjög málefnaleg og skýr í hugsun.Mér finnst að forseti veri að hafa númer eitt ríka rettlætis og siðferðiskennd og bera virðingu fyrir þjóðinni og í öðru lagi að hafa mjög góða þekkingu á lögum srjórnskipun og stjórnarskrá.það kom fram í gær sem eg vissi ekki áður að Herdís er löglærð og yrði glæsilegur fulltrúi okkar þjóðar bæði hér heima og erlendis.

Eftir að hafa hlustað á hádegisfrettirnar í dag finnst mér að þessi fyrirtæki sem hafa viljað sýnast trúverðug með skoðanakannanir séu að selja sinn heiður og orðspor frekar ódýrt.

Sólrún (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 16:30

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er svo skrýtið að ég skynja allstaðar fólk sem ætlar að kjósa Ólaf, aðrir Andreu eða Herdísi en engan hef ég hitt sem ætlar að kjósa Þóru Ara Trausta eða Hannes. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 17:03

21 identicon

Takk Ásthildur fyri góðan pistil.

Ég tek undir með þér í öllu sem þú segir. En ég þekki engan sem ætlar ekki  kjósa Ólaf.  Hann hefur sýnt það og sannað að hann er tilbúin að standa með sinni þjóð.

Loksins, þegar stigur fram forseti, sem nb. er kosinn af þjóðinni, og er tilbúin að leyfa þjóðinni að hafa eitthvað um veigamikil mál að segja, þá hleypur upp til handa fólk, sem ekki virðist skilja þessa gríðarlegu breytingu sem hann er að sýna okkur með forsetaembættið, þ.e.a.s. að leyfa okkur almúganum að hafa eitthvað um mál að segja.

Aldrei hefur nokkur forseti þorað að standa gegn þingheim eins og hann gerði. Hann bauð þeim birgin og til þrautar að reyna á þessa stjórnarskrá sem hefur verið túlkuð hingað og þangað af stjórnvöldum til þægðar hverju sinni.

Alt var reynt  af stjórnarliðum til að láta líta út fyrir það, að hefðir í embætti væru slíkar að ekki mætti útaf breyta. 

En hann gerði það sem engin bjóst við, hann stóð með lýðræðinu. Hann lét völdin í hendur fólksins, þegar skoðana ágreingur þjóðar og þings var slíkur, að meirihluti þjóðar treysti ekki þinginu.

Og hver var útkoman.?? Þjóðin fékk að segja sitt og fyrir það er hún þakklát. Samt er hér á bloggheimum fullt af fólki sem telur að hann ekki sameiningartákn..!!

Ef einhvern tíman hafi verið forseti sem fékk sína þjóð til að sameinast, þá var það hann. Ekki bara einu sinni. Heldur tvisvar.

Mín börn þurfa, vegna hans, ekki að taka á sig skuldir vegna fjárglæframanna og ótrúlegt að þessi bloggari Anna Bencovic skuli vera því óþakklát, en  vegna gjörða hans þurfa hennar börn þurfi ekki að bera þær byrðar.

Kannski er þrælsóttinn slíkur að betur sé að beygja sig en að standa keykur fyrir því sem rétt er.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 17:50

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Sigurður og víst er það alveg rétt að með neitun sinni á að undirrita Icesave tvisvar sameinaði hann þjóðina allt að 90% meira er nú ekki hægt að biðja um.  Þá hefði ríkisstjórnin átt að segja af sér, en né hún skal sitja hvað sem tautar og raular þó komin sé næstum niður í eins stafa tölu í fylgi. 

Slímseta ríkisstjórnarinnar í óþökk mikils meirihluta landsmanna er að verða pínleg svo ekki sé meira sagt.  Og ekki eru þau að reyna að sættast við þjóðina, hvert málið rekur annað þar sem þau standa upp í hárinu á almenningi, fyrst og fremst sérstaklega í ESBmálinu.  Og svo má lengi telja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 19:01

23 identicon

Væri nú gott að Herdís væri spurð um námsferilin og hvers vegna hún hefur ekki getað unnið með nokkuri manneskju

Þorsteinn sigfússon (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 19:51

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já er það Þorsteinn, nú þekki ég ekki til, en þetta er áhugaverð ábending.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 20:03

25 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Þorsteinn kannski frændi minn kemur með athyglisverðan punkt. Vinkona mín sagði að eiginkona barnabarns hennar hafi verið nemandi hjá Herdísi og Herdís hafi að hennar mati verið hrokafull, Herdís vissi allt best og var mest og best. Fyrrverandi nemandi hennar s.s. ætlar ekki að kjósa Herdísi.  Af hverju er Herdís ekki spurð um afstöðu hennar til ESB. Hún tengist þessu liði í starfi sínu en hún þarf samt ekki að vera menguð af ESB.

Ég varð fyrir vonbrigðum með Ara Trausta og eins Hannes en ég ætlaði ekkert að kjósa þá hvort sem er svo það skiptir engu. Mér finnst nauðsynlegt að vita hvað frambjóðendur vilja í sambandi við ESB. Ef Ari Trausti er Evrópudindill þá finnst mér þjóðin þurfi að vita af því. Herdís og Andrea stóðu sig vel en það er kannski ekki nóg. Þóra frænka mín er nýbúin að eignast barn og þetta hlýtur að vera miklu erfiðara fyrir hana en hún hafði búist við.

Hef frétt að stuðningsmenn hennar noti óspart nafnið Óli Grís á facebook síðunni hennar. Aldrei hef ég kunnað við þetta viðurnefni. Var kölluð Svínka þegar ég var unglingur og ég tók það mjög nærri mér að mér var líkt við svín.

Gangi þér vel Ásthildur mín. Gott að það eru ekki allir latir við þessa iðju eins og ég :-)

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.6.2012 kl. 20:53

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er athyglivert þetta með Herdísi og ESB, einn bloggvinur minn fullyrti hér einhversstaðar að hún væri ESB sinni og færi leynt með það.  Það kann ekki góðri lukku að stýra.  Eins gott að það komi þá hreint upp á yfirborðið.  Eins með Ara Trausta.  Fólk þarf að koma hreint fram.  Takk Rósa mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 20:58

27 identicon

Sæl og blessuð!

Takk fyrir þessa góðu grein. Ég kaus ekki Ólaf Ragnar þegar hann bauð sig fram til forseta í fyrsta sinn en finnst hann hafa staðið sig vel og sérstaklega síðasta kjördæmabil. Það var ágætt í þættinum sem var í gærkvöldi að aðgangsharka Margrétar var til þess að hann gat útskýrt það sem fólk hefur haft á móti honum þ.e. að hafa ekki sniðgengið útrásarvíkinga.

Það gleymist nú í umræðunni að Þóra var í fjölmiðlaliðinu sem gjörsamlega brást í aðdraganda hrunsins. Bæði Herdís og Andrea stóðu sig vel í gærkvöldi og ég gef ekki mikið fyrir það sem kom fram áðan um Herdísi og meintan hroka. Það eru ekki falleg lýsingarorð eða fá sem hafa verið skrifuð um Ólaf Ragnar. Það hefur verið líkast trúarofstæki sértrúarsöfnuðs. Bestu kveðjur, Lilja

Lilja Guðrún Steinsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 23:49

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Lilja mín og ég skil þína afstöðu, henni svipar mjög til minnar upplifunar af ástandinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2012 kl. 00:09

29 identicon

Ætti að hlíðka Herdísi vel yfir lögfræðinámið hennar higg að það hafi verið annsi skrautlegt. Bara svona að því að það er nú altaf verið að spyrja þetta fólk sporunum úr.

Annars er sá frambjóðandi sem hefur komið mér mest á óvart er Andrea alla vega 3 fetum á undan Þóru sem hefur valdið mér miklum vonbrigðum.

Þorsteinn sigfússon (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 08:20

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég benti á þetta fljótlega eftir að kosningabaráttan byrjaði.   Ég held að Andra eigi eftir að rísa ofar en Þóra dala, einnig sýnist mér Ari Trausti hafi misst traustið í sjónvarpinu um daginn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2012 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband