Fleiri myndir veitingar og gestir.

Jæja þá er taka tvö, þurfti að kaupa meira pláss, ákvað loks að lesa mér til hehehe...

13-IMG_3517

Hér er gallinn, bráðsniðugt fyrir handhagar ömmur og mömmur, og örugglega afar hlýr.

14-IMG_3519

En hér erum við niður í Tjöruhúsi, þjóðverjarnir vinir mínir komnir og þá er bara að bregða sér inn og smakka fiskinn góða hans Magga Hauks.

15-IMG_3522

Birgit, Stefan, Britt dóttir þeirra móðir og faðir Stefans.  Þau voru svo sannarlega heppin með veður.

16-IMG_3523

Skál vinir Wizard

17-IMG_3526

Og maturinn olli ekki vonbrigðum, enda átti ég ekki von á því.

18-IMG_3532

En svo kom dálítið skemmtilegt upp á. Þarna kom hljómlistarfólk og gerði sig klár til að spila músik.

Svona ábót á góðan mat.

19-IMG_3533

Þetta var algjörlega óvænt. Þau voru á leið til Hólmavíkur að spila, þegar bíllinn bilaði og þau urðu "stökk" á Ísafirði, þeim datt þá það þjóðráð í hug að fá að spila fyrir mat.  Og auðvitað voru Maggi og Ranka til í það, enda flippuð eins og fleiri.

20-IMG_3536

Og sannarlega nutum við tónlistarinnar, allt efni frumsamið og flott. Það kom í ljós að þau eru þjóðverjar.

21-IMG_3537

En það átti eftir að koma ennþá meira skemmtilegt í ljós.

22-IMG_3541

Á næsta borði voru ítalskir ferðamenn, ljósmyndarar með meiru.

23-IMG_3542

Þeir höfðu líka áhuga á tónlistinni eins og við.

24-IMG_3543

Þar sem ég hafði ætlað að bjóða þjóðverjunum mínum upp á te í kúlu, ákvað ég að bjóða þessum þjóðverjum líka.

25-IMG_3544

Af rælni bauð ég ítölunum líka, en ekki frökkum sem sátu við næsta borð. Smile

26-IMG_3546

Þetta er Birgit með dóttur sinni Britt.

27-IMG_3548

En áfram með söguna, haldið ekki að listamennirnir búi bara rétt hjá fólkinu mínu í Dietlingen. Þannig að þar myndaðist strax kontakt.

28-IMG_3549

En ekki bara það heldur kom í ljós að einn af tónlistarmönnunum er líka ítali svo þar urðu líka góðir fundir. Þau voru líka í vandræðum með hvar þau ættu að tjalda, svo ég sagði að það væri lítið mál að tjalda upp á lóðinni hjá mér, sem þau þáðu með þökkum.

29-IMG_3550

Þetta var ósköp notalegt kvöld í góðum félagsskap.

31-IMG_3552

Daginn eftir bauð ég svo vinum mínum í mat, sunnudagslæri, sem þau elska þ.e. fjölskyldan vinir mínir, mamman vildi ekki smakka lambakjötið var viss um að það væri ullarbragðslæriLoL Svo hún fékk svín og var ánægð með það.

32-IMG_3554

Og Britt er búin að semja lag, hún er að vinna að því og var m.a. að taka myndir fyrir myndband til dæmis í Skálavík og Bolungarvík. Hún er afar dugleg stúlka og hæfileikarík. Hún leikur á öll hljóðfæri og syngur sjálf. Hún söng lagið sitt fyrir mig og það var virkilega flott.

30-IMG_3551

En ég fékk líka pakka niður í Tjöruhúsi, það var búið að segja mér af pakkanum en ekki hver sendi mér hann. Það kom mér því verulega þægilega á óvart að fá þennan pakka frá elsku Eirný minni, sem var heimagangur hjá mér þegar hún og bára voru stelpur. Vænt þótti mér þó um undirskriftina, til Íju aka mömmu. Heart

Takk elsku Eirný mín.  Hún er búin að búa í mörg ár úti í Edinborg og hefur rekið þar veisluþjónustu, nú er hún komin heim og komin með þetta fína fyrir tæki  Búrið, nú á ég eftir að skoða þetta allt saman og smakka.

Elsku Eirný mín innilega takk fyrir mig. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Það má segja að heimurinn sé lítill hjá íslendingum, þjóðverjum og ítölum og kannski er kúlan bara nafli alheimsins :)

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 6.6.2012 kl. 17:01

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ætli það ekki bara Sigrún mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2012 kl. 18:09

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Já svona er heimurinn lítill....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.6.2012 kl. 02:05

4 Smámynd: Kidda

Gallinn sem stelpan er í er flottur.

Frábært fyrir ferðamennina að fá að koma til þín í kúlu og fá svo að tjalda hjá þér. Það er alltaf nóg af skemmtilegum atburðum í kring um þig mín kæra.

Knús í kúlu

Kidda, 7.6.2012 kl. 09:28

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sannarlega er heimurinn lítill Jóna mín.

Já finnst þér ekki Kidda mín, ágæt hugmyndi fyrir þig með þau  minnstu fyrir næstu jól.  Jamm það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í kring um mig, ef ég bara hefði betri tíma til að njóta þess. Knús

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 09:34

6 identicon

Ásthildur myndirnar þínar eru frábærlega lifandi og skemmtilegar.Svona myndir eru fjársjóður sem ávaxtar sig vel.

Mér datt í hug þátturinn um Bæring Cecilsson sem sýndur var í sjónvarpinu í vor.Þvílíkt ómetalegt og stórkostlegt safn.

Þekkirðu eitthvað til hans.Mér datt það svona í hug af því þið eigið bæði Cecil nafnið og myndatökurnar sameiginlegar :)

http://www.rokkland.ruv.is/sarpurinn/landinn/08042012/baering-cecilsson

Sólrún (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 11:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sólrún mín.  Nei ég þekki ekki til Bærings, og mitt nafn hef ég fengið frá afa mínum, Ásthildarnafnið frá ömmu minni og svo hét afi minn Hjalti Cesilius Jónsson.  Það tók mig langan tíma að fá nafnið skrifað rétt, en hér var það lengi skrifað Secil svo fáránlegt sem það nú var.  Að lokum tókst mér að fá það ritað rétt.  Mér sýnist þessi maður vera frábær.  Takk fyrir að benda á hann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 12:53

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skemmtileg upplifun hjá þér, það er eitthvað við það að sitja til borðs í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað, tala ekki um þegar svona ævintýri gerast. Ánægjulegt að erlendir ferðamenn sæki í vestfirsku fjallafegurðina, hún er einstök í heiminum.

Theódór Norðkvist, 7.6.2012 kl. 14:23

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Teddi minn, já við vitum það þessir ísfirðingar ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 18:19

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

vildi vera með

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.6.2012 kl. 20:04

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ ljúfan mín þú hefðir sómt þér vel í þessum félagsskap

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 21:28

12 Smámynd: Jens Guð

  Skemmtilegar myndir og klárlega hafa allir skemmt sér frábærlega vel,  þarna fyrir vestan.

Jens Guð, 7.6.2012 kl. 22:26

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Jens við skemmtum okkur alltaf vel hér fyrir vestan

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband