Myndir og matur sitt á hvað.

Það er búið að vera ótrúlega gott veður hér í marga daga.  Það er reyndar sól enn í dag, en kaldur norðan vindur.  Hlýtt þó í sólinni.

Ég er búin að vera afar upptekin að vökva blómin mín svo þau ofþorni ekki, það er bara ansi mikil vinna get ég sagt ykkur.

1-IMG_3496

Ég gaf mér þó tíma þarsíðasta föstudag til að fara niður á torg með kryddplöntur og kál til að kveikja í ísfirðingum um vorið. Það var ágætt veðrið gott og þó þetta væri ekki mikið auglýst þá var það bara gaman.

2-IMG_3499

Fólk naut sín í sólinni og margir komu að heilsa upp á mig og skoða hvað væri í boði.

3-IMG_3500

Þessi unga stúlka kom frá Bolungarvík, en hún er dóttir Eddu Borg tónlistarmanns og barnabarn Óla Kitt fyrrverandi bæjarstjóra í Víkinni, hér er amma hennar með henni til stuðnings. En hún er að selja töskur saumaðar úr fánaefni, flottar töskur af mörgum gerðum. Mjög þægilegar bæði haldatöskur og axlatöskur, sumar í litlum veskjum hentugar í veskið til að fara í innkaupabúðina. Sniðug hugmynd.

4-IMG_3502

Bærinn minn að sumarlagi.

5-IMG_3503

Dóra systir mín bauð mér kvöld eitt að borða niður í Húsið sem er nýr veitingastaður, sumir sátu bara úti í góða veðrinu.

6-IMG_3504

Þetta er virkilega skemmtilegur og notalegur staður í miðjum bænum, með sína fiskisúpu sem er einstök og svo heimabakaðar kökur af bestu gerð. Maturinn smakkaðist afar vel en ég fékk mér kótilettur.

7-IMG_3505

Hér er Íja systir með myndavélina segir systir mín. hehehehe...

8-IMG_3506

Mæli alveg með Húsinu bæði til að borða og bara sitja og fá sér öllara.

9-IMG_3508

Svo öllum að óvörum (mér) droppaði vinkona mín þýsk Birgit inn úr dyrunum alveg óvænt, þau voru þá komin í sumarhúsið sitt til dvalar í nokkra daga. Og það var yndislegt að hitta þau. Heart

Þetta eru fiskarnir hans Júlla míns niður við Tjöruhúsið, en þangað buðu þau okkur í mat. Þeirra uppáhaldsstaður.

10-IMG_3510

Hér er geimveran hans, að vísu vantar á hana hálsklútinn, vonandi er hann samt einhversstaðar til ennþá.

11-IMG_3511

Það má segja að Tjöruhúsið veitingastaður sé orðin heimsþekktur, enda flykkjast útlendingar þangað til að borða splunkunýjan fisk steiktan af Magga og Rönku og þeirra fólki.

12-IMG_3515

Ein lítil hnáta og móðir hennar, en það er gallinn sem ég er að spá í. Þetta toppar allt hlýr og þægilegur galli.

O jæja ég get víst ekki sett inn fleiri myndir í bili.  Búin með kvótann sennilega, er vonandi rætist úr því, er húin að hafa samband við stjórnendur.  Svo þetta verður að duga í bili, var með flotta mynd að litlu dúllunni í sínum prjónaða galla frá hendi mömmunnar.  En meira síðar.

Eigið gott kvöld elskurnarHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábærar myndir :)

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2012 kl. 23:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hrönn mín, nú er bara að vona að ég geti sett inn restina af sögunni minni, með því að geta sett inn fleiri myndir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2012 kl. 00:01

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er moggabloggið að takmarka hjá þér myndbirtingar? Ég hélt þeir hefðu hætt við þá vitleysu.

Hrönn Sigurðardóttir, 6.6.2012 kl. 07:42

4 Smámynd: Kidda

Það er ekki nógu gott að takmarka við þig myndirnar, við lifum fyrir færslurnar þínar og myndirnar :) Það væri gaman að sjá mynd af gallanum sem stelpan er í.

Knús í kúlu

Kidda, 6.6.2012 kl. 09:14

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Skemmtilegar myndir Ásthildur mín ;)

Varðandi geimveruna...bjó Júlli hana til ? Ég á fína mynd af henni sem ég tók í fyrrasumar og þá er hún með rauðan klút um hálsinn. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.6.2012 kl. 09:24

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Allavega gengur ekkert hjá mér aðsetja inn myndir, hætti bara í miðju kafi Hrönn mín

Ég ætla að reyna betur Kidda mín, vonandi er þetta bara einhver hliðarvandræði hjá mér. 

Já Júlli minn bjó hana til, hún var skemmt í fyrra haust, og þegar hún var löguð virðist hafa gleymst að setja klútin á hana. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2012 kl. 10:21

7 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Gott að heyra að klúturinn er ekki týndur ;) Skemmtilegur skúlptur, mjög svo og það er leitt að heyra með skemmdarverkið og óskandi að hér eftir fái hún að standa í friði.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.6.2012 kl. 11:11

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk já ég vona það.  Júlli minn sá svo margt út úr grjótinu í fjörunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2012 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2023363

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband