Viðtalið í Fréttatímanum.

Ég er afskaplega ánægð með viðtalið við Sigríði Dögg um Júlla minn og Jóhönnu í Fréttatímanum, blað sem ég hafði ekki lesið, en fékk þær upplýsingar að það kæmi á hverjum föstudagsmorgni á N1 á Ísafirði, en væri algjörlega búið um hádegið.  Ég hafði því smáfyrirvara á og bað starfsmennina að geyma eitt eintak fyrir mig, og það var nákvæmlega þannig að þegar ég kom var ekkert eintak eftir, Ó ég bað um að þið geymduð eitt eintak fyrir mig sagði ég, já sagði stúlkan í afgreiðslunni og brosti það er hér og hún rétti mér eintak.  Takk ljúfan.Heart

Ég vona bara að þetta opni einhverjar gáttir til skilnings um hvað er að gerast.

Ein vinkona Jóhönnu hringdi í mig í dag til að þakka mér fyrir greinina, og sagði mér að hún hefði reynt að styðja við bakið á henni í súru og sætu.  Og hún hafði einmitt bjargað henni kvöldið áður þegar hún missti meðvitund, var flutt á spítala og þegar vinkonan ætlaði að heimsækja hana daginn eftir, þá var hún farin út af spítalanum.  Hún varð afar undrandi og spurði: Eruð þið ekki að djóka í mér?  Vona að ég megi segja þetta umbúðarlaust.  Nei hún var farin út af spítalanum.  Og þar sem hún átti ekki í nein hús að venda, fór hún til fólks sem hún þekkti úr neyslu.  Þannig bara gerðist það hræðilega.

Ef hún hefði fengið að fara í vistun þar sem hlúð hefði verið að henni og henni hálpað, hefði hún ef til vill getað komist upp úr þessu, því hún var bæði hrein og glöð þegar hún kom frá Sólheimum.  En nei enn og aftur var henni kastað fyrir úlfana.  Segi og skrifa.  Svona getur alveg gert mann brjálaðan. Hvers á þetta blessaða fólk að gjalda að kerfið svo gjörsamlega hendir þeim beint út í dauðann. 

Af hverju er ekki einhver stofnun sem tekur við konum, rétt eins og körlum þegar þau koma úr afplánun? Af hverju eiga þær bara að fá að vera á götunni og kastað út í það líf aftur og aftur, allt rifið burt?

Bæði Jóhanna og Júlli minn vildu hætta þessu lífi, en kerfið hafnaði þeim, og drap þau, það var nefnilega ekki óvinurinn andlitslausi sem drap þau, því þau vildu komast burt, það var kerfið sem drap þau.  Fyrirlitning bókstafsins og óþolinmæði kerfisins sem á endanum drap þau, eins og svo marga aðra.  Þessu þarf að linna og það þarf að þvinga kerfið þá á ég við íslenska ráðamenn sem setja lög um fangelsismál og félagsmál, ásamt mörgu öðru, til að gjörbreyta afstöðu sinni til fíkla og hvað það snýst um. 

Ég vona að ég særi engan með þessari færslu, en stundum þarf bara að segja napran sannleikan til að fá fólk til að sjá á hversu þvílíkri rangri leið við erum.  Og þetta ætti í raun og veru að vera eitt af næstu kosningaloforðum, því slíkur er fjöldi aðstandenda sem eru í sárum vegna aðstæðna í fjölskyldum.  Það er nefnilega alrangt að þetta sé einkamál dómskerfis og félagsmála eða lögreglu, þetta er líka mál fjölskyldna og heilbrigðisstofnana og svo margra annara stofnana og einstaklinga.

Ég fæ ekki mitt fólk til baka, en svo sannarlega vil ég leggja mitt af mörkum til að aðrir foreldrar lendi ekki í því sama og við ástvinir Júlla míns og Jóhönnu, það er komið alveg nóg.

http://www.frettatiminn.is/tolublod/1_juni_2012 Hér er viðtalið.  Og ég sé að þetta blað er bara mjög gott og yfirgripsmikið. 

Svo lofaði ég einum viðskiptavini mínum að tilkynna að ég hef opnað garðplöntustöðina mína, hún verður opin sem hér segir:

Miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 14.00- til 18.00

Laugardaga og sunnudaga frá 14.00 til 16.00.

lokað á mánudögum og þriðjudögum.

Hún hafði nefnilega áhyggjur af því að fáir vissu um opnunina, og svo er um marga fleiri, þessar elskur bera minn hag fyrir brjósti. En ég verð þarna sjálf og gef líka góð ráð og svara spurningum sem upp verða bornar, og allir velkomnir.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Fátækum er hent út í dauðann- þrátt fyrir að eg veit að Geir Horde er ágætis maður- en - því þurfti hann í krabbameinsmeðferð til Amsterdam ? Þvi þurfti Ingibjörg Sólrún til útlanda vegna sinna veikinda ? Meðan fólkið okkar sem borgum þetta er  að fara á unga aldri vegna  SPARNAÐAR Í KERFINU- SEM VIÐ ERUM AÐ BORGA ???

  EG eins og þú vil svör - er þetta fólk með ser þjónustu á meðan öll þjónusta við almenning er að hruni komin og dauðsföll ungmenna fyrir trassaskap og hirðuleysis er daglegt brauð.

 kv. E. Magna

Erla Magna Alexandersdóttir, 1.6.2012 kl. 22:17

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Erla mér verður líka hugsað mikið þessa dagana til eftirlauna sem þetta lið hefur tekið sér í krafti  setu sinnar á alþingi eru engin takmörk fyrir því hve langt þetta lið getur gengið í sjálfshyglunum á kostnað okkar minnstu bræðra og systra, þetta veldur mér klígju.  Ég fyrirlít þetta fólk af öllu mínu hjarta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2012 kl. 22:27

3 identicon

Ég tek undir orð ykkar Erla Magna og Ásthildur, við borgum öll í sameiginlegan pott og úr pottinum er ekki boðin sambærileg þjónusta til þeirra sem þurfa, ég þekki það og fordæmi.  Ég þurfti að berjast í mörg ár til að fá rétta greiningu og lækningu, mér var hent fram og til baka í þessu heilbrigðiskerfi þar til ég var að dauða komin.  Svei þessu öllu saman!   Ég vil líka svör!!!!

Maddý (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 22:49

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Maddý mín svo sannarlega við viljum fá svör samkvæmt stjórnarskrá þá eigum við fullan rétt á því að fá svör algjörlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2012 kl. 23:15

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Viðtalið við þig í Fréttatímanum er frábært, vonandi hefur þessi umfjöllun áhrif á meðferðarúrræði fyrir fíkla. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.6.2012 kl. 00:58

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Les það núna,beið eftir að vera ein við lesturinn. Heimsins bestu kveðjur,mín kæra.

Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2012 kl. 01:43

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk Cesil mín fyrir þína frásögn um þessi mál, hún er þarft innlegg í þessa umræðu og það eitt veit ég að hinn mikli skortur á skilvirkni og samhæfingu til þess að taka á alvarlegum málum er varða einstaklinga sem þurfa á hjálp að halda virðist inngróinn kerfisvandi, þar sem hver bendir á annan og enginn gerir neitt fyrr en í algjört óefni er komið.

Sjálf þurfti ég á sínum tíma ég endurtek sínum tíma að sofa fyrir framan útidyrahurðina hjá mér til þess í raun að vernda þá fársjúkan einstakling sem og samfélagið en þá var þessi einstaklingur enn barn, en engar fundust úrlausnir aðrar en þær að hringja bara á lögreglu....

Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar í ýmis konar baráttu til handa þeim hinum sama einstaklingi og ég get sagt það gangi betur en það hefur kostað endalausa baráttu og orku öllum stundum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.6.2012 kl. 02:07

8 identicon

Nei  Ásthildur.

Ég held að þú særir engan með þessum skrifum. Það þarf nenfilega að tala

bara almennilega og skiljanlega íslensku þegar kemur að þessum

málum, en ekki eitthvað rósamál sem engvu skilar.

Vonadi hreyfir þetta við einhverju fólki sem hefur völd til

þess að breyta. Ekki veitir af.

M.b.kv

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 09:32

9 Smámynd: Kidda

Núna stendur víst til að loka Staðarfelli og Vík tímabundið vegna fjárskorts og er það miður. Það þarf að tala upphátt um þessi mál og stinga á þetta kýli. Það eru svo margar fjölskyldur í sárum eftir neyslu nákomins ættingja. Baráttan svo fyrir að hjálpa þeim tekur sinn toll því alls staðar rekst fólk á veggi. Fólk sem sleppur við að eiga barn eða náinn ættingja sem fer í neyslu skilur ekki hvað td foreldrar ganga í gegn um í baráttunni.

Þetta kemur ekki fyrir mín börn, þau eru á fullu í íþróttum og öðrum tómstundum og við erum menntað fólk og fjárhagslega vel stæð. Þessi hugsun er svo víða en það er ekkert foreldri öruggt um að barnið þeirra fari ekki í neyslu. Þegar krakkar alveg niður í 12 ára eru komin í neyslu þá er eitthvað að þegar meðferðarúrræðin duga ekki.

Miðað við fíklana í kring um mig þá er eins og á ákveðnum tímapunkti eru þau búin að fá nóg og vilja hætta og fara í meðferð. Þá þarf að vera hægt að koma þem í afeitrun og svo í meðferð því að á þessum tímapunkti eru þau tilbúin og ef þau fá hjálp á þeim tíma eru góðar líkur á því að meðferðin takist. Á þessum tímapunkti þarf að vera úrræði til að tryggja að þau komist inn einhvers staðar.

Sem betur fer er minn í góðum málum núna, hann er á Vogi og fer svo á Staðarfell. Hans tími var kominn, hann er tilbúinn að hætta, hann var heppinn að komast inn í meðferð á réttum tíma en það gildir ekki um alla því miður.

Er ekki bara kominn tími til líka að stofna samtök foreldra sem myndu berjast fyrir meðferðarúrræðum fyrir fíklana okkar.

Knús í kúlu

Kidda, 2.6.2012 kl. 10:56

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir mig og mitt fólk

Kidda gott að heyra með son þinn.  Og það er einmitt hárrétt það þarf að vera til staðar meðferðarúrræði um leið og manneskjan er tilbúin til að fara í slíka.  Á morgun getur það verið of seint.  Það þarf að vera til heimili sem þau fara á áður en meðferð hefst, eða einhver aðstaða sem tekur við þeim um leið og þau vilja fara og breyta sínu líferni.  Annað er hreinlega ekki ásættanlegt.  Og þetta gildir lika um það fólk sem hefur hrakist að heiman og er á götunni, þau eru líka fólk. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2012 kl. 11:42

11 identicon

Flott viðtal við þig. Gæti nú trúað að þetta hafi verið frænka þín sem lét þig fá blaðið :-)

Gréta (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 11:56

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er það? ljóshærð brosmild.  Hvernig erum við skildar Gréta mín?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2012 kl. 12:02

13 identicon

Ef þetta var eftir kl 4 var þetta dóttir mín

Gréta (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 12:55

14 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ásthildur...Takk,þetta var frábært viðtal og gefur manni sýn inn í það sem því miður menn og Konur falla fyrir...

Vilhjálmur Stefánsson, 2.6.2012 kl. 15:16

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kom fyrir tvö Gréta mín ég held líka að ég þekki ljósin þín. 

Takk Vilhjálmur, það getur enginn ímyndað sér sálarangistina á alla kanta nema sá sem lendir í þeim aðstæðum.  Þess vegna ef til vill er þetta svona mikið tabú allstaðar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2012 kl. 16:57

16 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Þú ert algjör hetja og ég óska þess að starfsfólk kerfisins lesi skrif þín og taki til sín, án þess að vera með hroka. Þau vita ekki nóg um þessi mál, því ef þau gerðu það, væru þessi mál í mun betri farvegi. Ef starfsfólk kerfisins er án hroka, þá munu þau kalla þig á sinn fund og ræða við þig um hvað þarf að gera.

Kannski væri best að hætta að tala um ,,kerfið", eins og það sé eitthvað líflaust apparat á sjálfsstýringu. Sem það er auðvitað ekki. Það er fólk sem vinnur í kerfinu og afgreiðir mál þar, það sama fólk á að hafa þetta þannig að það gagnist og það fljótt og vel. Það tekur enginn gagnrýni til sín á þann hátt, ef talað er um kerfið,  að ég held ? Smá pæling..

Það mikilvæga er að styðja við þá sem berjast fyrir réttmætum breytingum, og þegar fólk með rétta hjartalagið til þess, er að berjast. Eins og á við um þig. Því það er ekki sjálfsagt að hlutir séu í fínu lagi ef enginn berst til þess að svo megi vera. Og þá fer eins fyrir ástvinum þeirra sem þá lenda í því, eins og hjá þeim sem reyndu að vekja máls á ástandinu og hvað þarf að lagast. 

Knús á þig ljúfan

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 2.6.2012 kl. 21:40

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hjördís mín já ég vona að það verði leitað til mín og annara í sömu sporum um svör.  Reyndar er mín æðsta ósk að kallað verði til ráðstefnu um þessi mál, þar sem verða til staðar dómsmálayfirvöld, lögregla, félagsmálayfirvöld, læknar, geðlæknar, lyfjafræðingar, aðstandur fíkla og það sem kallað er afturbatapíkur.  Ráðstefna þar sem þessi mál væru rædd af þekkingu, væntingum og reynt að komast að því hvað er hægt að gera betur í kerfinu til að annast   okkar öðruvísi einstaklinga. Þetta er alveg komið nóg af mistökum á mistökum ofan til að takast á við þenan vanda. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2012 kl. 00:58

18 identicon

Ásthildur það væri sannarlega gott innlegg til málanna að þú mundir skrifa reynslusögu ykkar.Og þá hugsa eg til þess hvað það var áhrifamikið að lesa bókina Ekkert Mál sem

Njörður P Njarðvik ritaði ásamt syni sínum er var búinn að fara í gegnum neyslu mjög ungur ásamt kærustu sinni sem þá var.Það er svo undarlegt hvað heimur neyslunnar virðist vera frá allt annari plánetu hvað hugsun og gildi varðar og hvð neyslan er gríðarlega mikil þrælkun og ánauð sem enn beygja sig svo viljugir undir á meðan að það er.

Eins virðist að þau geti um stundarsakir stigið inn í okkar heim með annan fótinn og gert það þannig að allt virðist vera eðlilegt.

En eru þó jafnframt með hinn fótinn þar sem þau komu frá.Samanber frásögnina þegar þau fóru í heimboð til frændfólks úti á landi og voru þar nokkra daga án þes að nota vímuefni þó þau væru orðin mjög langt leidd í daglegri neyslu Og þegar hann lýsir því þegar þau síðan komu til baka til Kaupmannahafnar með lestinni og stigu aftur inn í þennan ósýnilega heim sem opnaðist þeim um leið og þau stigu á brautarstöðinni.Eins og hann sjálfur segir .

Heiminn sem engir aðrir sjá en þeir sem eru í neyslu.

Þar eru allt önnur kennileiti.Og mér fannst hann segja þetta í bíkstaflegri merkingu.

Það er eins og vegir neyslunnar séu svo órannsakan legir og enginn veit í reun hver bjargast og hverjir eru feigir þar

Síðan rituðu þeir feðgar aðra bók mörgum árum síðar sem heitir Eftir Mál og hana hef eg ekki enn lesið en nú hef eg ákveðið að láta loksins verða af því eftir að þú hefur vakið

þssi mál upp hér.Bækurnar eru einstakar að því leyti að frásögnin kemur þarna frá fyrstu hendi og leiðir marr til skilnings sem ekki er hæagt að fá utanfrá.

En Ásthildur mín eg verð að fá að koma hér aðeins út úr kú eins og venjulega.Þú gerðir mig nefnilega heldur betur forvitna um daginn þegar þú minntist á hann afa þinn hér á blogginu.Hefur eitthvað verið skrifað um hann?

Gaman hefði verið að sjá það ef svo væri

Sólrún (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 11:03

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ásgeir Jakobsson hálfbróðir ömmu minnar skrifaði niður sögur eftir honum af sínum upplifunum þau skrif komu í sérblaði frá mogganum á sínum tíma, einnig fékk ég upptökur gamlar af viðtölum Magnúsar frá Skjaldfönn  og ég skrifaði þær sögur beint upp af bandinu.  Þar segir hann þær sögur sem ég heyrði frá honum sem barn, hann hafði gaman af að segja mér þessar sögur þegar ég var lítil.  Hann var afar skyggn og gat fundið hluti sem voru týndir, hann sá líka atburði sem voru að gerast langt í burtu, sumt afar sorglegt eins og að sjá norskan bát farast og horfa upp á mennina reyna að bjarga sér úti á rúmsjó.  Einnig átti hann vinkonu álfkonu, þau spjölluðu mikið saman þegar hann var orðin gamall og var að hnýta tauma, þá mátti heyra hann í samræðum, heyrðum samt ekki hvað hún sagði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2012 kl. 13:17

20 identicon

Ásthildur þetta er dásmlegt fyrir þig að eiga þessar minningar í handraðanum.Eg hef þekkt fólk með svipaðar sögur að segja.Það fólk er nú komið yfir í Sumarlandið góða og efast eg ekki um að þar hefur það fengið þær góðu viðtökur sem það átti skilið.

Það er mín trú.:)

Það sem eg þekki til hefur þetta fólk allt átt það sameiginlegt að veita öllu lífi virðingu og velvild

mönnum og dýrum og þakkaði móður jörð gjafir hennar

var strangheiðarlegt og vildi hvergi vamm sitt vita

var eðlisgreint og athugult á það sem í kringum það var.

Og létt í lund og skemmtilegt.

Eilægt og hreinskilið en ekki með hroka eða yfirlæti.

Ometanlegt fyrir börn að vera með þeim.

Engum sem þekkti þetta fólk hefði dottið í hug

að rengja orð þess.

Sólrún (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 14:26

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei mikið rétt.  Málið er að þegar maður er næmur, þá er skynjunin meiri á það sem í kring um mann er, bæði það sem er hinu megin við tjaldið og svo það sem er okkar megin.  Hraði og áhyggjur í dag draga verulega úr þessum eiginleikum.  En fólk getur ræktað upp næmnina í sér með til dæmis hugleiðslu eða með því að hugsa til veranna í kring um okkur og þykja vænt um þær.  Ég hugsa að afi minn hafi haft meiri áhrif á mig en ég geri mér grein fyrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2012 kl. 16:16

22 identicon

Já næmnin á hlutina er mikils virði og hefur stundum bjargað mannslífum.Það vita sjómenn líka dettur mér í hug núna svona í tilefni dagsins.Um það eru stórmerkilegar frásagnir í Æviminningum Eiríks Kristófrssonar þess merka manns.Hann var gjarnan látinn vira ef bjarga þurfti mönnum úr sjávarháska.Eitt sinn meira að segja gegnum talstöð sem síðan kom í ljós að hafði verið slökkt á.....Það voru að sjálfsögðu vitni að þessu þarna um borð.En hann náði í það sinn.

að bjarga skipshöfn í sfar slæmu veðri

Eg er ekki í vafa um að afi þinn er oft búinn að vera stoltur af þér.Annað hvort væri nú hann sér að þú hefur margt af honum lært:)

Sólrún (IP-tala skráð) 3.6.2012 kl. 17:24

23 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Frábært viðtal þar sem fjallað er um þessi mál af hreinskilni og á mannamáli. Þetta gerir sko ekki hver sem er :)

Haraldur Rafn Ingvason, 6.6.2012 kl. 00:02

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sólrún mín ég vona það svo sannarlega.  Því það sem hann lagði inn í barnssálina mína er það sem ég er í dag.  Enda alin upp hjá afa og ömmu, reyndar í sama húsi og foreldrarnir en bara uppi á annari hæð.

Takk Haraldur, stundum þarf að segja hlutina eins og þeir eru til að fólk átti sig á því sem er að gerast. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2012 kl. 00:07

25 identicon

Sæl Ásthildur , hef aldrei þakkað þér skrifin sem ég hef lesið mér til skemmtunar og ekki síður til umhugsunar , hef lesið bloggið þitt reglulega en aldrei þakkað þér fyrir að leyfa okkur að fylgjast með .Takk enn og aftur að vekja fólk til umhugsunar um vanda þeirra sem verða eiturlyfjum að bráð. Sendi þér svo góðar kveðjur og farnist þér sem allra best.

 p.s.hefði gaman að koma í gróðarastöðina þína, en það bíður betri tíma.

Hjördís Blöndal (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 17:49

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk fyrir þetta Hjördís, gleður mig að heyra, og vertu ávalt velkomin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2012 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband