Smá músasaga.

Skemmtileg músasaga.  Það hefur verið sagt að mýs séu skynsömustu dýrin, ekki veit ég það, en það eru samt margar skemmtilega sögur til um þessar elskur.

Í hænsnakofanum mínum eru tvær mýs, þær búa inn í veggnum, og skjótast alltaf þangað inn þegar mig ber að dyrum.  Eru örugglega feimnar.

Eitt sinn er ég kom inn hafði ein hænan náð í aðra músina og var að goggast í hana, músin lá eins og dauð á bakinu með allar lappir upp í loftið.  Svona hreyfingarlaus missti hænan strax áhugann á henni.  Ég var að hugsa hvort það gæti verið að......  Það sást nefnilega ekkert á henni. 

Hugsaði með mér að láta hana eiga sig.

Þegar ég kom í kofan daginn eftir var enginn mús dauð á gólfinu.  Þá vissi ég hvað hafði gerst.  Hún hafði nefnilega þóst vera dauð til að bjarga sér.

Enda eru þær báðar ennþá þarna að skjótast.  Þetta var snilldar bragð hjá mýslu. Segið svo að dýrin hugsi ekki?

HAGAMS~1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Skemmtileg saga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.5.2012 kl. 16:06

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Axel minn og alveg dagsönn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2012 kl. 17:06

3 Smámynd: Jens Guð

  Þær eru klárar,  kunna að bjarga sér. 

Jens Guð, 27.5.2012 kl. 19:36

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sannarlega Jens minn, þetta var snjallt bragð hjá þeirri stuttu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2012 kl. 20:31

5 identicon

það lítur helst út fyrir að Mýsla hafi lesið sér til í austurlenskun bardagafræðum sem byggja á Yn og Yang kenningunni.

Yang er karlorkan hrði og harka Yn kvenorkan er mýkt og kyrrstaða Ef sá aem er MIKIÐ Yang ræðst á þann sem er MIKIÐ Yn þá getur Yang ekki gert Yn neitt mein.

Sagan sýnir að sama lögmál virðist vera hjá dýrunum :)

Sólrún (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 21:21

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta var mjög skemmtilegt að upplifa. Ég hafði heyrt sem unglingur að ef bjarndýr réðist á mann, ætti maður að leggjast niður og þykjast vera dauður, ég notaði þetta einu sinni á leið heim úr gaggó, þegar stór argur hundur elti mig, mundi eftir þessari sögu og lagðist niður.  Hann hnusaði eitthvað að mér og fór svo  Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá músina liggja svona útglennta.  Með allar lappir út í loftið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2012 kl. 21:29

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er bara ánægð með að vita að hún bjargaði sér þessi elska með elsta trykkinu í heiminum og í hænsnakofanum mega þær alveg vera eins lengi og þær vilja sé ekki eftir matnum ofan í þær. En ef þetta eru hann og hún má búast við ehe.... dálítið meira en bara tveimur. Ætti ég ef til vill að fá dýralækninn tengdadóttur mína til að gera á þeim ófrjósemisaðgerð til að forða því Bið hana að taka þær um leið og kettlingana. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2012 kl. 23:16

8 identicon

Ásthildur mín þú ert heppin að vera með dýralækni í fjölskyldunni það veitir ekki af með allan þennan búskap :)

Sólrún (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 11:22

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, ég er líka með fiska bæði gullfiska og koja, fyrir utan hunangsflugurnar sem ég bjarga reglulega upp úr tjörninni hehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2012 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband