26.5.2012 | 14:41
Skriftir.
Jamm, stundum líður mér þannig að ég þarf að koma ýmsu frá mér sem ég er að burðast með. Sumt af því er ef til vill særandi fyrir einhverja, af því að ég geri mér grein fyrir því, líður mér illa.
Ég er í meyjarmerkinu sem er afar erfitt merki hvað tilfinningar varðar, meyjan er afskaplega raunsæ en tilfinninganæm og stutt í sjálfsásakanir. Þannig er ég. Ég er líka að spá í hvort ég sé ekki líka ADHD og með einhverfueinkenni, ég er ekki að grínast.
Það sem hefur bjargað mér gegnum tíðina eftir að ég fullorðnaðist er sennilega að kynnast Litla Leikklúbbnum og fara á fjölmörg leiklistarnámskeið bæði hér heima og á norðurlöndunum. Einnig að starfa með sálarrannsóknarfélaginu sem ég stofnaði reyndar sjálf með Völu Báru frænku minni sem nú er látinn, og allskonar andlegur stuðningur svo sem bænastundir með góðu fólki og kærleiksræktandi fólki.
Það hefur opnað mér sýn inn í annan og verðugri heim. En ekki síst að fá að alast upp með afa mínum sem var einn skyggnasti maður hér á landi, og fá sögurnar hans beint í æð, þegar við vorum tvö heima og amma á fundum, hann sagði mér allar sínar fallegu sögur um annan heim og hvernig hann fékk andlega leiðsögn alla sína tíð.
En nóg um það, þetta á jú að vera skriftir mínar.
Það sem mér þykir óskaplega vænt um er hvað fólk er yfirleitt gott við mig, hlýleg orð, faðmlög og hamhyggð allstaðar. Ég hugsa að ég hljóti að hafa fæðst undir heillastjörnu að fá allt þetta yndislega fólk til að vera mér svona gott.
Stundum langar mig reyndar til að öskra, þegar ég hugsa um það sem er að gerast hjá mér, húsið mitt og öll uppbygging og vinna í hættu vegna þess að eitthvað fólk úr Reykjavík ákvað að hér ætti að styrkja byggðina og það yrði gert með því að byggja risasnjó-skriðu- og aurskriðu varnargarð fyrir ofan mig, þó að aldrei hafi hér fallið slík flóð í mannaminnum.
Nýjasta nýtt í þessu er að það var ákveðið að byggja hér öldrunarheimili, sem er hið besta mál, nema að sú bygging þarf endilega að verða reist á gróðurreit sem ég er búin að vera að planta í síðastliðinn 30 ár eða svo. Þó sléttlendi og gras sé allstaðar í kring, þá þarf þessi bygging endilega að vera einmitt þarna.
Og ég nenni ekki að berjast í slíku lengur. Ég fékk því framgengt á sínum tíma að göngustíður sem var lagður fyrir neðan Sætúnið tæki á sig smá boga til að bjarga trjágerði sem ég og íbúar hverfisins höfðum gróðursett fyrir mörgum árum síðan og eru orðin stór og falleg tré. Það átti auðvitað að leggja hann beina línu og trén voru fyrir. En ég mun berjast til síðasta blóðdropa fyrir að halda húsinu mínu og lóðinni í kring og gróðursetningu okkar Ella í yfir 30 ár þar fyrir ofan.
Ég hef unnið hörðum höndum upp í garðplöntusölunni til að hafa allt klárt fyrir sölu, ég ætla að reyna að opna söluna næsta laugardag, ég verð víst ekki tilbúin fyrr. Því það hefur ýmislegt komið upp á. En ég hef engar áhyggjur af því svo sem.
Nema að ég hef lofað aðilum plöntum og sumt af því klikkaði í spírun, og mér er illa við að svíkja það sem ég hef lofað. Ég ákvað því að sækja þær plöntur sem við vantaði upp á suður. Hringdi í Garðheima, og Ellert blessaður bendi mér á að það væri miklu betra að sækja þær bara beint til Ingibjargar og Hilmars í Hveragerði.
Það var auðvitað þjóðráð. Ég ákvað þá að fara smá rúnt og sækja plönturnar. En málið er það að ég á allavega tvær yndislegar fjölskyldur að vinum þarna. Og ég hafði áhyggjur af því að fara þangað án þess að láta vita af mér. Önnur fjölskyldan er sem sagt skólasystir mín úr garðyrkjuskólanum og hennar fjölskylda líka með gróðrarstöð, hin er líka með garðyrkjustöð, og ég hef í mínum aumingjaskap misst af þeim. Yndælis fólk.
En sem sagt þar sem ég var svo hryllilega tímabundinn ákvað ég að fara um morguninn beint til Hveragerðis taka plönturnar og fara beint heim aftur. Ég lagði af stað í gær morgun kl. sex, var komin í Hveragerði um hálftólf, vegirnir eru orðnir svo góðir í dag, að þetta er ekki erfitt, en einnig er það svo að ekki þarf að fara inn í Reykjavík til að komast austur. Þegar búið var að hlaða bílinn minn, var svo lagt af stað aftur, og komin heim kl. hálf níu í gærkveldi. Nú kvelst ég af samviskubiti yfir að hafa ekki heilsað upp á þessa vini mína. En Ingibjörg er auðvitað yndæl, mamma hennar og mamma mín voru skólasystur og vinkonur.
Í fyrradag kom Úlfurinn minn inn til mín og sagði mér að allir ofnar í húsinu væru orðnir kaldir. Og svo fór heitavatnið líka. Það var orðið kalt í húsin í morgun. Og mér er illt í hnénu og ekki gerði kuldinn það betra
Ég hugsaði með mér að svona gæti þetta ekki gengið. Svo ég hringdi í Rolando minn og hann kom eins og skot, reddaði rafvirkja til að koma hita á húsið, en þá kom í ljós að kjallarinn var umflotinn vatni sem ég hafði ekki tekið eftir. Það þurfti því að losa stíflu sem hann gerði þessi elska. Mitt í þessu öllu kom svo þýsk vinkona mín inn úr dyrunum, var að koma í sumarhúsið sitt og ákvað að koma mér á óvart sem hún og gerði þessi elska.
Hún krafðist svo að hjálpa mér að losa bílinn sem var hlaðin plöntum. Stíflan er farin og bara eftir að þrífa kjallarann. Hitinn komin á.
Hjá mér er búin að vera músagangur, hún poppaði upp úr skúffum þegar ég opna óvænt, en loksins náðu kisurnar greyinu og tóku af henni hausinn. Svo nú er það vandamál úr sögunni.
Svona fyrir utan sorgina, reiðina yfir því sem er að gerast kring um mig hjá bænum, samviskubitið yfir að heilsa ekki upp á mína elskulegu vini í Hveragerði, þá hef ég það bara þokkalegt.
En það er líka gott að koma þessu bara frá sér. Það þarf enginn að lesa þetta, það er bara sett hér inn til að losa um stífluna sem er inn í mér. Svona eins og þegar maður stendur upp á hól og öskrar af öllum lífs og sálarkröftum, til að koma lagi á systemið.
En ef til vill á ég ekki skilið mína góðu vini og allt þetta góða fólk í kring um mig. En ég er samt alveg innilega þakklát fyrir ykkur öll
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásthildur mín, þar sem ég er rísandi meyja á stjörnumerkjaskalanum þá skil ég þig mæta vel. Meyjarþátturinn krefst nákvæmni og allar áætlanir eiga að ganga upp. Önnur afbrigði eru óvelkomin
Þar sem það sem bjargar mér er hrútsmerkið mitt - bjartsýnin hefur alltaf yfirhöndina þótt allt gangi á afturfótunum. Ég giska því á að þú hafir eitt eða tvö eldmerki í mikilvægum stöðum, annað hvort í tungli eða rísandi merki, sem styðja við meyjarmerkið þitt. Sem þýðir á mannamáli að þú kemur alltaf standandi niður hvað sem á gengur; þrautseigja.
En vissulega getur verið erfitt að ráða við utanaðkomandi yfirgang. Vona innilega að allt þetta brambolt endi þér í hag.
Kolbrún Hilmars, 26.5.2012 kl. 15:28
Takk Kolbrún mín Já sennilega kem ég standandi niður, vegna þess hvernig ég er
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2012 kl. 15:31
Ég kalla þig góða að skreppa bara til Hveragerðis að ná í plöntur :)Þér verður örugglega fyrirgefið að hafa ekki komið við hjá vinum þínum, það er soldið mikið að keyra fram og til baka frá Ísafirði til Hveragerðis á einum degi.
Það er mikið búið að ganga á hjá þér heyri ég, einhver hefði nú lagst í rúmið með sængina yfir hausinn en ekki þú.
Er búið að ákveða að reisa öldrunarheimili á þessum ,,hættulega stað,, í staðinn fyrir þennan fáranlega vegg eða á að gera bæði. Þú lætur bara vita þegar á að byrja og við komum og leggjumst fyrir gröfurnar en ég vil trúa því og treysta að svona misráðnar hugmyndir nái ekki að verða að veruleika. Hefði haldið að það væri nægilega mikið af ónýttu landa þarna hjá þér þó að það þurfi ekki að ráðast á skógrækt sem sýnir að það er vel hægt að rækta skóga á vestfjörðum.
Risaknús til þín kæra vinkona <3
Kidda, 26.5.2012 kl. 19:35
það hefur aldrei neitt gáfulegt komuið frá Spekingum úr Reykjavík og verra er ef þeir eru aldir upp þar..þú færð að vera í friði með Kúluhúsið þitt. þetta er eins og út í Bolungavík bygðu Snjóvarnagarða þar sem aldrei hefur runnið Snjór niður. Hví byggja þeir ekki Öldrunarheimili út í Eyrarhlíð,þá hverfur það fyrr ef þeir eru að sækjast eftit hættulegum Byggingastað.Gísli heitin Kropp sagði oft,það eru hættulegir menn þarna fyrir sunnan.það er satt svaraði Hala Bjössi og Mæja Sama...
Vilhjálmur Stefánsson, 26.5.2012 kl. 20:17
Þú ert yndisleg Ásthildur mín og átt allt gott skilið. Dugnaður þetta að sækja plöntur í Hveragerði og aftur vestur á sama degi - geri aðrir betur. Sendi þér knús í kúluna og vona að sumarið færi ykkur fegurð og frið.
Dagný, 26.5.2012 kl. 22:34
Takk elskurnar.
Kidda mín, ég verð að viðurkenna að það var dálítið af mér dregið í gærkveldi þegar ég álpaðist inn úr dyrunum, en mér leið allavega betur
Já undirbúningurinn er greinilega hafin. Ég ætla mér að horfa í aðrar áttir meðan þetta eyðileggingarstarf fer fram, og skipti mér ekki af þessu. En þegar þeir ætla að taka húsið mitt, þá leita ég til ykkar mér til aðstoðar.
Vilhjálmur þetta Eyrarhlíðarblaður um hættuástand mun verða tætt niður í ekki neitt, þar stangast allt á ef svo má segja. Og menn munu komast að því fullreyndu að ræna mig aleigunni og öllu mínu lífsstarfi.
Takk Dagný mín. Knúsið meðtekið og annað sent þér til baka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2012 kl. 22:54
Ásthildur mín þú ættir ekki að þurfa að standa ein í þessu finnst mér.Eru allir sofandi þarna í þessu bæjarfélagi?
Ætla menn bara sitja og horfa án þess að segja nokkurt einasta orð og láta rífa upp gróðurreitinn eins og ekkert komi þeim við.
Eg fer að halda að vestfirðingar séu ekki að standa undir nafni núna...
Sólrún (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 23:22
Sendi þér faðmlag með orðum Cesil mín, lífið er endalaust verkefni og stundum finnst manni það skrítið hvernig allt kemur yfir á einni stundu, en síðar sér maður það að það hélt manni gangandi. Knús.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.5.2012 kl. 00:40
Það er svo merkilegt Sólrún að ræktaðir lundir draga athyglina að, og þess vegna þarf endilega að troða byggingum niður einmitt þar sem slíkt er fyrir hendi. Það sýnist mér allavega.
Takk GMaría mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2012 kl. 09:56
Elsku Íja mín, ekki vera að burðast með samviskubit, vinkonur þínar í Hveragerði hefðu eflaust glaðst mjög ef þú hefðir haft tíma til að hitta þær, en skilja örugglega samt að blessaður tíminn er takmarkaður. Það fer bara illa með sálartetrið að berja á sjálfum sér og segja ég hefði átt. Ég vil að minnsta kosti segja sem þín elsta vinkona að eina sem gæti fengið mig til að fyrtast af þú hittir mig ekki þegar þú ert á ferð, er að frétta að þú hefðir að finna þér eitthvað til að drepa tímann. Vinir eru vinir endalaust og skilja aðstæður . Hugsaðu vel um þig fyrir mig .
Dísa (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 10:39
Elsku Dísa mín takk fyrir þessi orð. Já ég ætla að hætta þessum barlómi og koma mér út í sólina og blómin
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2012 kl. 10:42
Eg skil þig Ásthildur
Þú skalt vera stolt af lundinum þínum engu að síður og mundu að hann verður alltaf verk þinna handa hvð sem um hann verður.
Sólrún (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 11:56
Takk fyrit þetta innlegg Sólrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2012 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.