Júróvisjón í öðru ljósi.

Ég var í Svíþjóð frá 1962-3 í lýðháskóla eina og það er kallað.  Þegar Júróvisjónkeppnin fór fram langaði mig mikið til að fylgjast með, og það varð úr að ég fékk að vera í heimsókn hjá Husmor yfirkennaranum mínum  í þeirri deild sem ég var.  Ég man að ég hjólaði heim til hennar um langan veg til að fá að fylgjast með. Mig minnir að það hafi verið einmitt þá sem Dansevisa hin danska vann.  Þá voru ekki margir þátttakendur.  Seinna var ég að vinna á elliheimili í Glasgow sennilega 1965, og svona með smá lempni fékk ég að fylgjast með keppninni þá inn á dagstofu ellibelgjanna, alein því allir hinir voru farnir að sofa... eða höfðu ekki áhuga.  Man ekki hvaða lag vann sennilega bretar.   En ég man í bæði þessi skipti var the sovét uninon  með og þar voru einhverjir óperusöngvarar sköllóttir og ljótir að mati unglings. 

Svo  varð breyting á þegar USSR skiptist upp og ótal smáríki urðu til, og öll austur Evrópa.  Og þegar ég horfi á keppnina í dag, þá er bara himin og haf frá þessum fyrstu bernskuárum austursins.  Og ég fullyrði að þarna hafi einmitt orðið rosalega flott breyting á. Hún hefur gerst svona lítið í einu, en svo núna eru flestir farnir að syngja á ensku, og mörg austurevrópulönd leggja fram rokkhljómsveitir og jafnvel hipphopptónlist.

Þarna hefur átt sér stað ótrúleg breyting á músiksmekk, og þar af leiðandi hefur austurEvrópa tileinkað sér vestræna músikstefnu, þannig að allt í einu eiga þau lönd aftur von um sigur sem eru ekki endilega austurevrópsk eða þannig.

AusturEvrópa hefur sem sagt samlagað sig vestur Evrópskri lagahefð.  Þetta er gott dæmi um samruna, sem er ekki þvingaður, bara spurnig um áhuga  unga fólksins okkar um samEvrópska hefð og væntingar.

ESB mætti taka þessa tækni upp  og skilja að þvinguð aðild er ekki endilega það sem er heppilegt, heldur að leyfa þjóðum að aðlaga sig að þvi sem þau vilja.  Þessi stefna Esb að þvinga þjóðir í einhvern ramma er einfaldlega röng og mun aldrei ganga upp.

Frjáls vilji er það sem mun alltaf vera affærasælast, bæði sem þjóðir og einstaklingar. 

Og á endanum munum við sem erum að reyna að hrópa okkur hás um frelsi einstaklingsins og réttlæti handa öllum- lýðræðið sigrar, því réttlætið mun alltaf sigra að lokum.

Og nú vil ég koma hér að undirskriftarlista um að frú Jóhanna fari á fund forseta og lýsi vilja til að fram fari kosningar hið allra fyrsta. http://kjosendur.is/ Hvet fólk sem vill breyta að skrifa undir. Þetta er orðið bara gott.

Svo bara góða nótt elskurnar og sofið rótt, því það er nákvæmlega það sem við þurfum, að vera í sjálfsfriði. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og svo koma svona yndælis kerlingar eins og þær rússnesku og sigra heimin sem er frábært og þá finnur maður að ekkert er nýtt undis sólinni, við kunnum ennþá að meta það frumstæða og fallega sem þjóðir heims hafa fram að færa og það er frábært.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.5.2012 kl. 21:49

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góða nótt vinkona ,það er alltaf gaman að lesa pislana þína/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 24.5.2012 kl. 23:27

3 identicon

Sammála þér að rússnesku ömmurnar lífga töluvert uppá hópinn, en mér finnst þetta allt svo keimlíkt að stundum hugsa ég, var ég ekki búin að heyra þetta áðan?

Dísa (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 12:55

4 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

"Rússnesku" ömmurnar syngja einmitt ekki á rússnesku, heldur einhverju máli í Úralfjöllum sem álíka margir tala og íslensku. Hvað er svona frjálst við aðlögun að vestrænum lífsstíl, sem gerir að allir syngja á ensku (í heimsálfu með 50+ tungumál) og velja vestrænan, helst amerískan músíkstíl? Í stað þess að vera þeir sjálfir, eru flestir þátttakendur að herma eftir einhverjum fyrirmyndum úr MTV. Hitt er svo rétt að það er mikið gleðiefni að Mið- og Austurevrópuþjóðir geti ráðið sér sjálfar.

Hvað er svo "þvinguð aðild" að ESB? Lönd sækja um aðild sem þjóðir samþykkja eða hafna í þjóðaratkvæðagreiðslum. Aðildarþjóðir kjósa þingmenn beinni kosningu á Evrópuþingið og kjörnir þjóðarleiðtogar sitja í Ráðherraráði. Aðildarlönd ráða hverja þau skipa í Framkvæmdastjórn og aðrar stofnanir sambandsins. Hver er að þvinga hvern?

Sæmundur G. Halldórsson , 25.5.2012 kl. 15:32

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var hér á fyrsta degi færslunnar,eitthvað plagar relluna ef skrifa of mikið,takk og kv.

Helga Kristjánsdóttir, 25.5.2012 kl. 23:16

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kannski er hún að lagast ég prufa aftur. Jón Steinar er með sýnishorn úr Euroviion sem spannar yfir mjög mörg ár,var að hlusta í dag. (-:

Helga Kristjánsdóttir, 25.5.2012 kl. 23:21

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Samy ég held að þú sért á villigötum þarna.  Með að Aðildarþjóðir kjósi þingmenn beinni kosningu og þar komi allir að sama borði, við höfum innan við 0.8% vægi svo það er alveg spurning hvernig við gætum ráðið þar einhverju um.  Það er líka ljóst að enginn meirihluta vilji er meðal þjóðarinnar með þetta ESB brölt, það er bara einn flokkur og nokkrir besevar frá öðrum flokkum sem vilja endilega þarna inn.  Það kemur meira að segja fram hjá ESB að það sæki enginn um aðild nema skýr meirihluti þjóðar sé fyrir inngöngu.  Eitthvað hefur það skolast til hjá Samfylkingunni. 

En ég er að komast á þá skoðun eftir að ég horfði á sænska lagið, það það mun ekki vinna í kvöld.  Þetta er afar flott lag og vel sungið, en málið er að söngkonan skilar því ekki með reisn.  Hún er öll niðurlút, það sést ekki í andlitið og öll táknin sýna að þar fer ekki sigurvegari, þið vitið þessi litlu tákn sem undirmeðvitundin skilur.  Meðan okkar kona og margir aðrir standa þarna keik og hnarreist og segja með látæði sínu hér er ég.  Ég satt að segja varð fyrir vonbrigðum með framkomu hennar, þó hún sé afar flott og falleg stelpa og dansin flottur.  Líkamstjáning held ég að skipti máli.  En auðvitað get ég haft rangt fyrir mér með það.  En eitthvað segir mér að Svíar verði fyrir vonbrigðum í kvöld.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2012 kl. 14:51

8 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Takk fyrir svarið Ásthildur. Þú getur samfagnað þínum gömlu vinum í Svíaríki, því þrátt fyrir allt vann daman. Ég tók eftir einu, sem sjálfsagt getur glatt einhverja samsæriskenninga-smiði. Svíþjóð, Noregur, Danmörk og Frakkland (ég athugaði ekki aðra) sendu unga innflytjendur ættaða frá múslímskum Asíulöndum fyrir sig í keppnina. Hæfileikafók allt saman, en öðru vísi mér áður brá.

Varðandi ESB málið þá er það fyrst að við höfum verið á kafi í þessu apparati í 17 ár án atkvæðisréttar! Það sem upp á vantar er ekki aðeins ódýrari matvæli og meiri samkeppni í verslun, lægri vextir og stöðugur gjaldmiðill. Það er helst það að geta haft áhrif á lagasetningu. Þýskaland með sínar 82 milljónir hefur nú 16,41% atkvæða í Ráðinu, þar sem við fengjum 0,8%. Á þinginu fengjum við 6 þingmenn á móti 99 þýskum. Nú geta menn reiknað, en ef Reykvíkingar eru ekki ánægðir með vægi atkvæis síns miðað við Vestfirðinga, hvað mega þá Þjóðverjar segja? Áhrif hafa menn á öllu lagaferlinu, innan allra stofnananna. Þá skiptir máli að hafa málstað að verja og góða menn. Atkvæðavægi eða höfðatala skiptir þar minna máli.

Sæmundur G. Halldórsson , 27.5.2012 kl. 01:13

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hún var vel að sigrinum komin stúlkan.  Flott á sviðinu.  Það var meira að segja sýnt framan í hana

Á Spáni og fleiri löndum hækkaði matarverð þegar þeir fóru inn í ESB.  Erlendir fjármagnseigendur keyptu upp öll þau fyrirtæki í fátækari löndunum til að græða á þeim.  Þegar höftin fóru.  Ég hef verið í Austurríki og fleiri löndum og keypt í matinn þar, það er að vísu ódýrara, en úrvalið til dæmis í kjöti er meira hér á Ísafirði en í matvöruverslunum þar.  Og eftir mánuð er maður orðin hundleiður á kjötborðinu þar úti.  Ég veit ekki hvernig Evran veltur, hún gæti allt eins horfið einn daginn miðað við ósamstöðuna og sundrunguna á Evrusvæðinu.

Þýsk vinkona mín kom hér í heimsókn í gær þau voru að koma frá Þýskalandi í gær.  Þau hafa oft sagt við mig og segja enn.  Þið íslendingar eru eina þjóðin í heiminum sem getur verið algjörlega sjálfstæð sem þjóð.  Þið hafið allt sem þið þurfið.  Enginn þjóð er svo heppinn.  Þetta ættum við að hafa í huga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2012 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband