Má bjóða ykkur á rúntinn?

Má bjóða ykkur á rúntinn til Reykjavíkur og til baka.

1-1-IMG_3007

Alltaf jafn tignarlegur þessi klettur. En veðrið var frekar þungbúið þegar við fórum suður.

2-2-IMG_3008

Litli bær.

3-3-IMG_3009

Steingerðið, það er víst óljóst hvaða tilgangi þessi steinaborg hafi þjónað, en sennilega er þetta kvíar.

4-4-IMG_3015

Listaverk náttúrunnar, ég elska svona fegurð.

5-5-IMG_3019

Flott ekki satt?

6-6-IMG_3022

Smile Tók allar myndirnar út um bílgluggann á fleygiferð.

7-7-IMG_3024

Það er nú eiginlega vel af sér vikið hahaha...

8-8-IMG_3029

Og þarna sé ég andlit.

9-9-IMG_3030

Þessi er spes fyrir Dísu mína, þetta er Svansvík.

10-10-IMG_3039

Dálítið hrikalegt. þessi foss er á Lágheiðinni.

11-11-IMG_3044

Farið niður af Steingrímsfjarðarheiðinni niður í Staðardalinn.

12-12-IMG_3047

Komin yfir Gilsfjarðarbrú.

13-13-IMG_3049

Svínadalurinn.

14-14-IMG_3051

Hér er léttara yfir.

15-15-IMG_3052

Himnagalleríið opið eins og sjá má.

16-16-IMG_3055

Borgarfjörðurinn með sinn fallega mosa.

17-17-IMG_3056

Hér hefur verið plantað mikið af grein inn í náttúrlegan birkiskóg. Synd, og vonandi eru menn hættir slíku.

18-18-IMG_3058

Já skýin eru ekki bara grá, bara grá.

19-19-IMG_3067

Við erum sem sagt búin að vera í borginni og erum á heimleið aftur. Og nú er veðrið miklu fallegra.

20-20-IMG_3069

Glæsilegur Snæfellsjökullinn í baksýn við gamla býlið.

21-21-IMG_3073

Það eru fáir staðir sem skarta slíku útsýni og hér á okkar litla landi. Og ekki er mistrinu fyrir að fara.

23-24-IMG_3079

Baula gamla reynir að fela sig bak við fjöll, en stendur alltaf upp úr.

24-25-IMG_3082

Og svo kemur svona fyrirbrigði það bókstaflega snjóar á smábletti, við vorum að spá í hvað þetta væri, og ókum svo inn í snjódrýfu en bara smástund.

25-26-IMG_3085

Og við eigum nóg af hólum, hæðum og fjöllum.

26-27-IMG_3087

Mjúkar línur, skarparlínur og allt þar á milli.

27-28-IMG_3089

Og fallegir fossar sem skottast niður brattar hlíðar.

28-29-IMG_3104

Vegirnir hafa verið stórbættir undanfarin ár. Enda sagði vinur minn Hjörleifur Valsson, sem nú býr í Noregi, þegar þú kemur heim viltu faðma og kyssa fyrsta vegagerðarmanninn sem þú hittir, þeir eru snillingar.  LoL Hann var að lýsa ástandinu í vegagerð í Noregi.

30-31-IMG_3108

Hér sameinast himin og landslag í eina heildarmynd.

29-30-IMG_3107

Veðurbarinn gangnakofinn á Steingrímsfjarðarheiðinni, hann stendur þarna eins og landmerki í landslaginu.

31-32-IMG_3109

Þessi er sérstök.

32-33-IMG_3112

Í Djúpinu.

34-35-IMG_3119

Fjöllinn kring um mig. 

35-36-IMG_3120

Hér sést Súðavíkin.

36-37-IMG_3124

Hesturinn brosir við manni.

37-38-IMG_3126

Sjötúnahlíðin, hér er kleppur að mæta endalausum röðum af flutningabílum.

38-39-IMG_3127

Snæfjallaströndin blasir við handan við Djúpið.

39-40-IMG_3129

Kuppinn og flygildið að fara aftur suður.

40-41-IMG_3130

Komin heim aftur. Vona að þið hafið notið ferðarinnar með mér elskurnar Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir Svansvíkurmyndina, hún er mjög falleg og nær eiginlega öllu . Svona vetrarlandslag er alltaf svo fallegt og fjölbreytilegt. Gaman að ferðast svona með ykkur, það er svo sjaldan sem ég hef tækifæri til að horfa í kringum mig, verð að passa að tolla á veginum. Fór þó tvisvar í fyrra vestur með öðrum og naut að skoða.

Dísa (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 10:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín er ánægjan Dísa mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2012 kl. 10:47

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Altaf finst mérsérstaklega fallegt í Svansvík,og Móðir mín var fædd við rætur Hestfjallsins sem sé í Folfæti..Fallegar myndir takk..

Vilhjálmur Stefánsson, 18.5.2012 kl. 15:06

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta var gaman,eldri borgarar í Kópavogi eru að fara vestur,held að ég nenni ekki. Alltaf þegar ég sé fjallið Hest,reyni ég að muna hvort bær við fjallið heitir Hestur. Ég átti skólasystkyn á Núpi frá Hesti. Það var fossbúinn,sem sást í klakabundnum fossinum fallega eða ?

Helga Kristjánsdóttir, 18.5.2012 kl. 15:11

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að heyra það Vilhjálmur. 

Helga mín Það er örugglega til bæjarnafnið Hestur, en það er allavega til Folafótur, hann er hinu meginn við Hestinn.  Þetta hefur örugglega verið fossbúinn sem kveður, kætir og gleður frjálst er í fjallasal.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2012 kl. 16:18

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk kærlega þessu hafði ég gaman af :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2012 kl. 16:58

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Við rætur Hests var Folafótur og utar var Hvítanes.

Vilhjálmur Stefánsson, 18.5.2012 kl. 17:22

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að heyra Ásdís mín.

Takk fyrir þetta Vilhjálmur.  Hvitanes er þarna ennþá með Kristján og frú beljur hesta og kindur.  En veistu af hverju þetta er kallað Hvítanes, við vorum að spá í það hjónin, mér datt helst í hug að það væri frekar ljóst á að líta þ.e. klettarnir með allar sínar ljósu skófir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2012 kl. 18:07

9 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þetta ku vera rétt hjá ykkur hjónum,það er vegna hinu Hvítu skófa sem eru á klettonum.Frá Hvínesi og inn með Hestfjallinu er eithvað það besta berjaland sem til er við Djúp og upp af Floafæti.það var farið til berja á hverju Hausti af Fótungum þangað og ég fór með þeim fyrst 1952 þá ellefu ára.Og ekki má gleima Gjörfidal líka sem berjaland....Djúpið er það fegusta og þrú ber í kílói af Aðalbláberjum...

Vilhjálmur Stefánsson, 18.5.2012 kl. 20:31

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nú eitt Vilhjálmur, ég er svo pirruð yfir að vegagerðin kallar ána Gervidalsá.  Alla mína barnæsku og átti afa og ömmu úr djúpinu var talað um Gjörvidal, en ekki Gervidal.  Mér finnst það algjört ónefni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2012 kl. 21:55

11 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Áin heitir Gjörvidalsá því verður ekki breitt þó Vegagerðin segi annað og fyrir neðan vegin rétt fyrir neðan Sumarbústaðin sem þar stendur er heitur pottur frá nátturanar hendi.þau sem eiga Bæjarlandið þar Sumarbústaðurinn stendur heita Guðrún Manúsdóttir og Jens Kristleifsson,Síðasti ábúandin í Gjöfudal var afi þessara Gurðrúnar sem ég nefndi hér að framan. Annars veit Fólkið í Múla nákvælega hvervegna Vegargerðin er að breita nöfnum á ýmsum stöðum vestur í Djúpi..

Vilhjálmur Stefánsson, 18.5.2012 kl. 23:22

12 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Glæsilegar myndir Ásthildur ! þú (eða hver það nú var sem tók myndirnar) hefur næmt auga fyrir fegurð landsins, þó svo kalt og hrjóstrugt sé sumstaðar.

Hafði gaman af textanum um vegamálin í Noregi samanborið við Ísland, þó svo slíkar samlíkingar geti aldrei verið alveg marktækar í tveim svo ólíkum löndum, ólíkum landfræðilega, íbúfjölda og mörgum öðrum þáttum, þá er einn reginmunur og hann er einmitt sá sem gerir það að verkum að Noregur er dæmdur í 84. sæti varðandi ástand vegamála, af 120 löndum, af World Economic Forum, þessi munur er einmitt grunnhugsunin um hvað samgöngur eru mikilvægar fyrir velgengni, framtíð og hagvöxt lands og þjóðar, þetta hafa íslendingar alltaf skilið og breytt eftir því, (allavega hingað til, teikn eru því miður á lofti um annað) meðan áratuga afturhaldssemi, fordómar og kolvitlaus forgangsröðun er búin að koma Noregi svona aftarlega á merina í þessum málum, sem raun ber vitni, svíar hafa hugsað á sama hátt og íslendingar, land án góðra, tryggra og hagkvæmna samgangna er ekki samkeppnishæft.

Takk enn og aftur fyrir að hafa boðið okkur "á rúntinn" Glæsilegt !!

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 19.5.2012 kl. 00:15

13 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Flott ferðalag og myndir vinkona ,frábær myndasmiður þu ert bara/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 19.5.2012 kl. 00:50

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtileg ferðasaga

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.5.2012 kl. 01:48

15 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mig hlakkar meira til að fara vestur en suður. Nú eruð þið jú komin með svo góðar samgöngur á milli staða fyrir vestan. Fundur ríkisstjórnarinnar skilaði ykkur nýjum göngum yfir til suðurfjarðanna.

Sigurður Þorsteinsson, 19.5.2012 kl. 09:55

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég þekki Ástþór Vilhjálmur.  Takk fyrir Kristján, já ég tók þessar myndir á hraðferð úr um bílrúðuna.  Vegir í Noregi eru bæði mjóir og krókóttir, þó þeir bori og brúi, þá eru það einu kaflarnir sem eru nokkurnveginn beinir.  Vegagerð er nefnilega afar dýr í Noregi, þeir þurfa að sprengja allt vegastæðið, og mega ekki fara gegnum ræktuð svæði, því það er erfitt að rækta upp landa á þeirri grjóthrúgu, eða klettabelti.   Til að komast frá Osló til Ásasunds þarf að fara í a.m.k. þrjár ferjur.  Við gleymum stundum að það getur verið betra ástand hér en annarsstaðar, þegar við erum að einblína á útlönd.

Takk  Haraldur minn.

Takk Jóna mín.

Já þú segir það Sigurður, eitt af þessum innantómu loforðum forsætisráðherra, ég segi bara ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2012 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband