Jóhanna minning.

Við skruppum suður fjölskyldan til að kveðja Jóhönnu Rut.  Það var yndæl stund með fjölskyldunni og prestinum Írisi Kristjánsdóttur.  Þetta var mögnuð stund og við höfðum allann tíma í heiminum til að sitja með henni og tala saman.  Fara yfir líf og starf elsku stelpunnar okkar.  Það var gott að fá að kveðja hana, sérstaklega fyrir Úlfinn. 

JHANNA~1

ég var viðstödd fæðingu Úlfsins.   Og það var hamingjustund.

JLLI%2~1

Litla fjölskyldan meðan hamingjan blómstraði.

IMG_0458

Við fermingu Önnu Lilju. Falleg fjölskylda.

Júlli fjölskyldumynd.3

Í faðmi fjölskyldunnar.

IMG_7959

Tvö ár í röð fór Jóhanna með okkur til Fljótavíkur, en Júlli fór í hvert skipti, hann elskaði Fljótavíkina.

JLL%20~1

Úlfur skírður og afi heldur honum undir skírn.

IMG_4341

Úr yndislegri jarðarför sonar míns.Heart

3-IMG_3062

Við kveðjustundina. Þetta var ákaflega falleg stund eins og ég sagði. Og ég er svo glöð yfir að við skyldum fá tækifæri til að kveðja Jóhönnu Rut. Mér þótti alltaf vænt um hana og þekkti ef til vill betri hlið á henni en þau höfðu upplifað. Ég deildi með henni bestu árum ævi hennar eftir að hún sleit barnsskónum, þegar hún var ástfangin og móðir. Hamingjusöm og skemmtileg.

2-IMG_3066

Það var yndislegt að geta sagt fólkinu hennar frá okkar góða sambandi og hve góð manneskja hún var í raun og veru, þegar hún var hún sjálf.  Alltaf tilbúin til að hjálpa og aðstoða.  Prakkari í sér, en átti hreint hjarta sem ef til vill einhverjum þykir einkennilegt.  En það átti hún.

1-IMG_3063

Það er mikilvægt þegar sorgin ber að dyrum að fá útrás fyrir tilfinningum sínum. Ekki reyna að loka á og reyna að gleyma, heldur leyfa sér að gráta og leyfa líka öðrum að komast að manni og veita hjálp.

Við þurfum að skilja að þeim sem farin eru yfir móðuna miklu, líður ekki illa, fyrir þau er þetta oft líkn og gleði. Í raun og veru ættum við að gleðjast yfir því að ástvinir okkar eru komnir á þann stað sem þeim líður vel á, og oft er eina eftirsjáin hjá þeim að skilja eftir grátandi ástvini.

En þannig er það bara. Við syrgjum og það er ekki hægt að ætlast til annars en að þannig sé það.

Elsku Jóhanna Rut mín, ég vil þakka þér allt það góða sem við deildum saman, allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman, og allt sem við deildum meðan þú bjóst hjá mér og væntir þín, hamingjustundina þegar Úlfurinn litli fæddist hamingjuna í kring um það. Alltaf voru þið góðir vinir þú og Úlfurinn, og oft hringdi hún í þig og þið áttuð góða stund saman.

Ég er glöð yfir að við skyldum alltaf vera vinir, þrátt fyrir allt, það var sárt fyrir þig að þurfa að skilja barnið þitt eftir hjá mér. En þú sagðir það oft að þú værir glöð yfir að vita af honum hjá okkur Ella.

Sagan þín er ekki gleymd, ég hef skrifað niður sögu ykkar Júlla míns og baráttu ykkar við kerfi sem er óréttlátt og miskunnarlaust. Sú saga verður sögð og lögð fram með gögnum sem ég hef geymt. En það er ekki til haturs, heldur til að sýna fram á að svona má þetta ekki ganga lengur. Fórnarlömbin eru orðin allof mörg til að hægt sé að þegja.

Elsku Birgir og Viktoría, systur Jóhönnu og börnin öll, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur og veit og þekki þá sorg sem þið gangið í gegnum í dag.

En bæði Júlli minn og Jóhanna náðu að rétta af sinn hlut og fengu að vera hamingjusöm um tíma áður en almættið kallaði þau til sín. Það var komin tími til að þau fengju að vera frjáls og frí.

Og að lokum eitt lítið ljóð sem koma í huga minn þegar ég hugsaði um hana Jóhönnu mína.

Í baráttunni búin varst,

og brott frá okkur ferð.

Í lífið mitt þú ljúfling barst,

það ljósið þakka verð.

 

Þú barðist eins og lítið ljón

við lævíst samfélag.

Sem ekki trúa vildi tón

um tryggð við eigin hag.

 

Hjá almættinu ertu nú

þar auðna þín er vís

og enginn greining gerð er þar,

hjá Guði í Paradís.

Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Blessuð veri hennar minning. Nú er hvíldin ein sem ríkir.

Ragnheiður , 16.5.2012 kl. 22:00

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hún var friðsæl þar sem hún lá í sinni fallegu kistu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2012 kl. 22:04

3 identicon

Mikið finn ég til með þér að þurfa alltar að vera kveðja þá sem þér þykir vænt um en svona er víst lífið í hnotskurn.

Megi allar góðar vættir vera með ykkur og styðja og styrkja

Ólafía Herborg (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 22:28

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 16.5.2012 kl. 22:36

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Tja, nú féll tár...

Steingrímur Helgason, 16.5.2012 kl. 22:48

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jónína mín

Elsku Steingrímur minn takk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2012 kl. 22:54

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Samhryggist ykkur öllum elskan mín, ég þekkti þau bæði Jóhönnu og Júlla er þau bjuggu í Hlíðarvegsblokkinni þar var Dóra mín líka gæðablóð voru þau bæði og gerðu engum neitt nema gott

Blessuð sé minning hennar og Júlla einnig.

Kærleik til ykkar í Kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.5.2012 kl. 22:57

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Milla mín, já þau voru góðar manneskjur, og með gott hjarta þrátt fyrir alla erfiðleika.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2012 kl. 22:58

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurður Þorsteinsson, 16.5.2012 kl. 23:17

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigurður minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2012 kl. 23:25

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú hefur verið henni Jóhönnu þinni mikil stoð Ásthildur mín. Íris er afskaplega notalegur prestur,nú er hún á leið til Kanada,ef ég man rétt,veit það vr kveðjustund með henni í Hjallakirkju,þar er tengdadóttir mín er formaður safnaðarnefndar.

Helga Kristjánsdóttir, 16.5.2012 kl. 23:36

12 identicon

Takk fyrir þessa fallegu orð kæra Ásthildur. Þetta var virkilega falleg kveðjustund sem við áttum með elsku litlu systur minni. Við munum alltaf eiga minningarnar um Jóhönnu og Júlla og þessa erfiðu en fallegu stund í hugum okkar og hjörtum.

Bestu kveðjur til ykkar <3

Brynja

Brynja Birgidóttir (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 23:56

13 identicon

Fallegt hjá þér Ásthildur. Ég man hvað Júlli og hún voru klikkað ástfangin á sínum tíma enda bæði yndislegar manneskjur. Síðast þegar ég hitti Jóhönnu gaf hún mér eyrnalokka bara af því ég skutlaði henni heim! Hún bara varð :)

Minning þeirra lifir í hjörtum okkar.

Aurora Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 02:50

14 identicon

<3

Ingibjörg G Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 09:04

15 Smámynd: IGG

<3

IGG , 17.5.2012 kl. 09:06

16 Smámynd: Kidda

Það er svo gott að eiga góðu minningarnar sem lifa áfram en slæmu mnningarnar munu hverfa.

Knús <3

Kidda, 17.5.2012 kl. 10:40

17 identicon

 Allar góðu og fallegu minningarnar geyma sögu hennar. Knús til ykkar

Dísa (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 11:37

18 identicon

 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 16:40

19 identicon

Ég sendi ykkur öllum samúðarkveðjur, sérstaklega Úlfinum, ef það er hægt að senda faðmlag á netinu þá fær Úlfur eitt stórt frá mér, viltu skila því frá mér elsku Ásthildur mín  

Maddý (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 16:50

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það skal ég gera Maddý mín

Takk öll innilega fyrir hlýjar kveðjur og samúð.

Brynja mín það var yndisleg stund sem við áttum saman.

Auróra já þetta var henni líkt.

Já Dísa mín minningarnar ylja.

Einmitt Kidda mín.

Takk Helga mín og þið öll hin

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2012 kl. 20:56

21 Smámynd: Valdís Skúladóttir

  samúðarkveðjur.

Valdís Skúladóttir, 17.5.2012 kl. 22:43

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Valdís mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2012 kl. 00:33

23 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Innilegar samúðarkveðjur Áshildur mín. Það er greinilegt að þú ert mörgum mannúðarkostum gædd, stórbrotin persóna og hetja, með gott og skilningsríkt hjarta

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.5.2012 kl. 22:11

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þín hlýju orð Anna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.5.2012 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband