Hugleiðing og matur.

Minn elskulegi eiginmaður kom heim frá Noregi til að votta fyrrverandi tengdadóttur okkar hinstu virðingu.  Í gær bauð hann okkur Úlfi út að borða.  Það var smá umræður um hvert ætti að fara, því hér er sko nóg um góða matsölustaði.  En við ákváðum á endanum að fara í Edinborg, þar hafa nýtekið við vertar sem reyndar eru með Núp í Dýrafirði á sinni könnu.  Ég hef haft það fyrir sið að panta mér ekki nautasteik á íslenskum matsölustöðum, því ég hef fengið allskonar tyggjó og leiðindi þar, nema á Heresford við Laugaveginn.  En í gær ákvað ég að breyta út af línunni og pantaði mér nautasteik með frönskum og kryddsmjöri.  Satt best að segja þá var þessi réttu mér til mikillar ánægju bæði mjúkur og bragðgóður.  Og ég á örugglega eftir að fá mér hann aftur þarna.

3-IMG_3002

Að bíða eftir matnum.

4-IMG_3004

Hér eru vertarnir flottir.  Mæli með þessum stað til að borða, þjónustan er einkar lipur og ljúf og maturinn góður.

Í sumar verða svo kærleiksdagar að Núpi sem ég mæli eindregið með að fólk mæti á friðar og kyrrðarstund ásamt allskonar sálarbætandi starfssemi.

2-IMG_3006

Svona er veðrið í dag, en rokið lét á sér standa, vona að þetta lagist í nótt.

1-IMG_3005

Já ekki beint sumarlegt, en alveg þolanlegt, því snjórinn verndar plönturnar fyrir kali.

5-IMG_2996

En inn í garðskálanum er sumar, og algjör paradís fyrir litla snáða.

6-IMG_2997

Þar er skipum hleypt af stokkunum, í þessu tilfelli skipi sem pabbi bjó til fyrir stubbinn sinn.

8-IMG_2999

Og skólafélagarnir halda áfram að koma í heimsókn, bestu vinir þannig er það bara.

9-IMG_3000

Já yndislegir unglingar segi og skrifa.

En næsta þriðjudag förum við og kveðjum stelpuna okkar og Úlfurinn mömmu sína. Það verður erfið stund fyrir hann og reyndar okkur líka. Málið er að þegar maður kynnist fólki náið, þá sér maður og lærir hvaða mann þau hafa að geyma og Jóhanna Rut var manneskja sem hvatti mann til umhugsunar um hvað lífið snýst um. Hún og Júlli minn voru þessar hvunndagshetjur sem maður gleymir ekki, en hugsar til þegar kreppir að og fær mann til að hugsa um; að það er í raun og veru allt hægt, bara ef við einsetjum okkur það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

einmitt,hjá þeim eru góðar minningar.

Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2012 kl. 01:18

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já góðar minningar gefa manni mikið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2012 kl. 08:55

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Virkilega gaman að heyra að Elli skyldi skjótast heim - þótt tilefnið hafi síður en svo verið ánægjulegt.  Ég vil votta Úlfi, öllum ættingjum, vinum og venslamönnum Jóhönnu mína dýpstu samúð og megi almættið vaka yfir þeim á þessum erfiðu tímum...

Það er mikil kúnst að meðhöndla og elda nautakjöt og bara flest allt kjöt svo vel sé.  Ég bý svo vel að sonur minn, sem býr hjá mér, vann í nokkur ár í kjötvinnslu og í kjötborði vissrar verslunar.  Þar lærði hann að meðhöndla kjöt og matreiða á sem bestan máta og eftir veru hans þar á ég við þann vanda að stríða að sparifötin eiga það til að "hlaupa" á herðatrjánum (ég er helst á því að ég þurfi að skipta um þvottaefni ).  Mér skilst að eigandi Hereford Steikhúss sé Súgfirðingurinn Bragi Ólafsson og þekki ég hann Braga rétt þá er metnaður hans það mikill að það fer ENGINN viðskiptavinu óánægður út.

Bestu kveðjur í "kúlu".....................

Jóhann Elíasson, 14.5.2012 kl. 09:03

4 identicon

Kæra Àsthildur og àstvinir Jòhønnu Rutar ,mìnar innilegustu samùdarkvedjur  Einmitt hvunndagshetjur er voru tessar elskur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 09:24

5 identicon

Gott að Elli komst heim. Ég votta ykkur öllum samúð og eitt er ég viss um, að þú heldur lifandi öllum góðu minningunum hans Úlfs og segir honum frá öllu því góða. Knús í Kúlu

Dísa (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 10:22

6 Smámynd: Kidda

Verð með ykkur í huganum á morgunn og sérstaklega Úlfi, sammála Dísu um vissuna um að þú haldir lifandi öllum góðu minningunum hans Úlfs.

Knús í kúlu <3

Kidda, 14.5.2012 kl. 10:43

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk innilega öll.  Já ég mun hjálpa honum með allar góðu minningarnar bæði mömmu og pabba

Jóhann gaman að heyra að eigandi Heredford sé Súgfirðingur ekki verra að vita það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2012 kl. 11:17

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Stundum finnst manni að góðar minningar séu allt sem maður á hjartanskveðja er á smá yfirferð.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2012 kl. 16:52

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Allt sem maður les eftir þig snertir mann,þú ert svo ótrúlega opin og góð manneskja/samúarkveðjur!!!

Haraldur Haraldsson, 14.5.2012 kl. 17:12

10 Smámynd: Dagný

Gott að Elli gat skotist heim - nauðsynleg fyrir ykkur að geta verið saman á erfiðum stundum. Samúðarkveðjur.

Dagný, 14.5.2012 kl. 19:27

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín.

Haraldur takk fyrir þetta fallega innlegg.

Já það er gott að hafa hann hjá okkur þessa daga Dagný mín,

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2012 kl. 20:37

12 Smámynd: Ragnheiður

Æj elskuleg mín, Jóhönnu bið ég blessunar á nýjum brautum. Samúðarkveðjur til ykkar allra og allra þeirra sem þekktu hina sönnu Jóhönnu, þá sem hvarf smátt og smátt í hyldýpið mikla.

Þau leiðast nú um og horfa á Úlf sinn og sjá að hann er í góðum höndum.

Kærleiksknús, þau voru sannarlega hetjur hversdagsins

Ragnheiður , 14.5.2012 kl. 23:45

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ragnheiður mín, já þau leiðast saman og varða veginn fyrir soninn til hamingjunnar Nú geta þau loksins verið honum sú aðstoð sem þau vildu alltaf vera. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2012 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022162

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband