10.5.2012 | 13:08
Gleðigjafinn.
Af og til berst inn um bréfalúguna hjá mér skemmtirit sem ég held mikið upp á. Ég fagna þessu riti, því það er fullt af hlátri og skemmtilegheitum. Þetta skemmtilega rit heitir Belís Heilsuvörur í dag, en hét áður Svenson minnir mig. Yndislegt alveg. Ég mæli með því að fólk lesi ritið þegar það kemur inn um lúguna. Því eins og allir vita þá lengir hláturinn lífið.
Þarna er allt eitthvað svo auðvelt og enginn vandamál. Hér er til dæmis fitusuga. Já ekki sem sogar fitu úr manneskjunni sjálfri heldur sogar fitu úr matnum. Meira að segja kínverskum mat, eftir því sem þarna segir. Örugglega ómissandi á hvert heimili.
Og hvað höfum við hér?? Jú ekkert minna en lítinn en sterkan og áhrifaríkan Japana.
Það er mikið af gullmolum í þessu gleðiblaði. Það sakar ekki að vera með góðum vini og fá sér smábjór með lestrinum. Því þarna er fullt af góðum ráðum við að viðhalda bæði grönnum líkama og unglegri húð.
Þetta er auðvitað allt spurning um hvernig maður lítur á málin. En ég vil eiginlega þakka þeim sem gefa þetta út fyrir margar skemmtilegar minningar gegnum árin.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022969
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er mjög skemmtilegt blað ;o)
Dagný, 10.5.2012 kl. 13:39
Ég bíð og vona,að þetta komi líka hingað til brottfluttra Vestfirðinga (-:
Helga Kristjánsdóttir, 10.5.2012 kl. 14:33
Ja hvert í hoppandi,Ef maður drekkur þetta Japnska gutl þá getur maður hætt að éta Selspik,Æðarkollu,Lýsi og Hákarl.þessari blessaðri fæðu sem hefur haldið manni frá kvefi og flensu í 70 ár..það stittist í að maður fær Kofu úr Vigur sem er ofurfæða og þegar haustar er tilvalið að fá sér nokkurar vel feitar Lóur hún er kjarngóð til átu fyrir Veturinn og færir manni gott mótstöðuafl í Kroppinn..
Vilhjálmur Stefánsson, 10.5.2012 kl. 15:20
Jamm þið getið bara gleymt öllu svona kjaftæði um lýsi selspik og hákarl, litli japaninn er ITsko
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2012 kl. 20:42
Yndislegt.
Laufey B Waage, 10.5.2012 kl. 22:45
Já Laufey mín þetta er bara gleðibanki frá a til ö.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2012 kl. 23:50
Ég hef ekki fengið svona bækling inn um mína lúgu í mörg ár.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.5.2012 kl. 00:53
Ég hef ekki séð þennan merka bækling. Hins vegar rifjast upp fyrir mér er einn trúgjarn vinnufélagi minn í álverinu í Straumsvík tók góðan snúning á allskonar fyrirbærum sem áttu að draga úr bensíneyðslu. Þetta var fyrir næstum fjórum áratugum. Kappinn var nýlega kominn með bílpróf og keypti sér fólksbíl. Síðan hófust kaup á, ja, sennilega 5 eða 6 fyrirbærum sem áttu að minnka bensíneyðslu hvert um sig um þetta og þetta mörg prósent. Einhverjir búnaðir kostuðu heimsókn á verkstæði til að koma þeim fyrir. Annað var eitthvað sull sem helt var ofan í vélina, eða blandað í bensínið. Allt kostaði þetta heilmikinn pening. Gagnrýnir vinnufélagar sem höfðu vit á málum spurði í gríni hvort samanlagður sparnaður væri ekki farinn að skila því að bíllinn væri farinn að framleiða bensín. Niðurstaðan varð sú að allt heila klabbið reyndist íþyngja bílnum þegar upp var staðið. Hann eyddi meira bensíni en áður en sparnaðarátakið gekk í garð!
Jens Guð, 11.5.2012 kl. 01:20
Það sem Jens lýsir hér minnir óneitanlega á sparnaðarráðstafanir ríkisstjórnar
Jóhönnu Sigurðardóttur
Sólrún (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 08:22
flott blad =)
Adda Laufey , 11.5.2012 kl. 08:38
Synd Jóna Kolbrún mín, þetta er ágætis skemmtun
Hehehe Jens, tek undir með Sólrúnu dæmigerðar ráðstafanir núverandi ríkisstjórnar
Já Adda mín, þetta hefur oft glatt mig sérstaklega ýmsar fullyrðingar um algjör töfraúrræði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2012 kl. 09:11
Ásthildur þú ert snillingur í að finna
alltaf upp á einhverju skemmtilegu :)
Sólrún (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 10:25
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2012 kl. 10:26
Hahaha ég man eftir þessu, þetta hefur oft komið hingað á meðan það hét Svenson haha - takk fyrir að koma brosi á mig
Ragnheiður , 11.5.2012 kl. 13:36
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2012 kl. 16:12
LOL LOL, ég þarf að verða mér úti um svona fitusugu, verst að hún virkar ekki á kroppinn á manni og japani á flösku :)
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 12.5.2012 kl. 11:45
Já hahahahaha....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2012 kl. 12:06
ÞAr sem auglýsingapésar fara ólesnir í Sorpu þá hef ég alveg misst af þessum, það er að segja ef þessi bæklingur hefur komið. Kannski ég fari að skoða og reyni að finna þennan galdrabækling.
Kidda, 12.5.2012 kl. 12:21
Já Kidda mín, það er hægt að hafa mikið gaman af honum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2012 kl. 17:07
Kíkti aðeins inn núna og mér sýnist þú vera eini bloggvinur minn sem er enn að blogga hehehe :) dugleg ertu Ásthildur :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 12.5.2012 kl. 23:27
Takk flottust mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2012 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.