3.5.2012 | 10:27
Blessuð sé minnin þín.
Nú í nótt var hringt í mig og mér tilkynnt að Jóhanna Rut fyrrverandi tengdadóttir mín og móðir Úlfs míns væri látin. Jóhanna Rut er enn eitt fórnalamb fíknar en líka kerfisins. Hversu mörg líf þarf að missa til að ráðamenn átti sig á því að hér þarf að grípa inn í og fara að líta á óhreinu börnin hennar Evu sem fórnalömb en ekki glæpamenn?
Það þarf að fara að huga að því hvernig er hægt að hjálpa þessum einstaklingum og viðurkenna að þau eru fórnalömb en ekki glæpamenn. Oftast er þetta viðkvæmar sálir sem hafa lent utan vegar og rata ekki heim. Þau hafa svo lent í klóm undirheimanna, ekki bara vegna þess að kerfið hefur dæmt þau til útlegðar, heldur líka vegna þess að "kerfið" hefur dæmt þau úr mannlegu samfélagi í stað þess að viðurkenna að þau hafa ánetjast illum siðum og eru í raun og veru fórnarlömb hafa þau verið gerð útlæg.
Ég er reið og sorgmædd. Ekki bara vegna þessa fólks sem hefur farið vegna þess að þau hafa verið dæmd af samfélaginu, heldur líka vegna barnanna sem eiga um sárt að binda yfir að missa foreldrana sína. Því hvernig sem allt veltur þá eru pabbi og mamma það dýrmæta sem börnin eiga. Og í raun og veru eiga þau rétt á því að kerfið horfi lengra en bara á fíkn slíks einstaqklings, heldur geri sér grein fyrir að fíklar eru ekki bara undirmálsfólk, heldur synir, dætur, pabbar og mömmur, hluti af samfélaginu og með því að dæma þau úr leik er verið að dæma ættingjana til ákveðinnar eyðimerkurgöngu.
Ég þekki þennan feril alltof vel. Og allt það fólk sem heldur sig yfir það hafið að hafa áhyggjur af þeim sem hafa farið út af sporinu og þykjast þess megnugir að dæma og halda sig miklu betri manneskjur, mega hugsa sinn gang.
Það er einfaldlega rangt. Við erum nefnilega öll á sama bátnum, og höfum okkar djöful að draga hvert og eitt. Og með því að leggja einn hóp í einelti erum við að stíga dans við djöfulinn.
Jóhanna Rut reyndi það sem hún gat til að koma sér upp úr þessum vesaldómi. En hún eins og flestir í þessu ásigkomulagi kom allstaðar að lokuðum dyrum.
Kerfið og manneskjurnar sem töldu sig betri og í stöðu til að dæma voru einfaldlega of sterkar í samfélaginu.
Slíkt brýtur niður hvaða einstakling sem er, og að lokum gefast þeir hreinlega upp og láta sig fljóta með straumnum, því þeir eru hvort sem er útskúfaðir.
Nú ætla ég að óska þeim sem áttu þátt í slíku hér í bæ að skoða sinn hug og endurskoða sjálfið sitt, vegna þess að svona hugsunarháttur drepur, svo sannarlega ekki með skoti í hnakkann, ekki með því að hengja eða skera á háls, heldur með því að niðurlægja og drepa niður sjálfsbjargarviðleitnina, vonina um að geta verið í mannlegu samfélagi. Þrýst einstaklingnum niður í það neðanjarðarkerfi sem er og mun alltaf vera þarna til staðar. Soran sem þar þrýfst og brýtur niður alla mannlega reisn.
Já ég er reið, vegna þess að þetta þurfti ekki að fara svona hvorki með son minn eða fyrrverandi tengdadóttur, ef þau hefðu fengið viðurkenningu á því sem manneskjur að fá að lifa með reisn, þá hefði þeim ef til vill tekist að komast upp úr vítahringnum. Meðan fólk er ákveðið í að dæma ákveðna einstaklinga sem glæpamenn vegna þess að þau ráða ekki við ákveðin vandamál þá verður þetta svona. Ef það væri saknæmt að reykja sigarettur og fólk sem slíkt gerði væru umsvifalaust gert að glæpalýð, þá væru margir í erfiðum málum. Ef það að drekka vín væri saknæmt þá væru margir í afar erfiðum málum.
Nú vil ég að fólk hugsi sinn gang það er hingað og ekki lengra. Í stað þess að fordæma þarf að hafa kærleika og skilning til að horfa á einstaklinginn og það fólk sem í kring um hann eru.
Þetta einfaldlega gengur ekki lengur, það þarf að verða hugarfarsbreyting hjá stjórnvöldum. Ef hlustað hefði verið á mig fyrir 20 árum eða fyrr og hér hefði verið sett á fót lokuð meðferðarstofnun, hefðu ekki svona margt ungt fólk dáið það er mín vissa og trú. Við einfaldlega höfum ekki efni á að missa allt þetta fólk, en þetta verður ekki fyrsta og ekki síðasta fórnarlambið ef ekkert verður gert í að stoppa þennan fjanda.
Á góðu dögunum í faðmi fjölskyldunnar.
Nú ertu farin til Guðs Jóhanna mín, þar er ekki gerður neinn greinarmunur á aðstöðu fólks, þar gildir góða sálin og hjartahlýjan, af henni áttir þú nóg, og alltaf tilbúin að vera til staðar af þínum veika mætti. Takk fyrir allt, og mest takk fyrir Úlfinn sem þið skilduð eftir hjá mér. Gullmolann okkar allra.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022371
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Ásthildur, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Svo er ég auðvitað svo hjartanlega sammála öllu sem kemur fram í þessum pistli.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2012 kl. 11:00
Takk elsku Jenný mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2012 kl. 11:04
Ég samhryggist þér... og fjölskyldunni allri... svo innilega, elsku Ásthildur mín...
Jónína Dúadóttir, 3.5.2012 kl. 11:22
Elsku Cesil mín. Mínar dýpstu samúðarkveðjur til þín. Já, það vantar allan skilning og kærleika. Hvenær ætla menn að læra að skilja en ekki dæma? Það er víst töluvert langt í land með það. Elsku vina, kærleikskveðjur til þín vestur og til ykkar allra.
Sigurlaug B. Gröndal, 3.5.2012 kl. 11:23
Elsku Cesil, samhryggist vegna hennar. Finn svo til með Úlfi, búinn að missa báða foreldrana sína. Guð gefi honum og ykkur styrk á þessum erfiða tíma.
Já ef það hefði verið til lokuð meðferðarstofnun þá hefðu margir verið á lífi í dag.
Knús til ykkar allra og sérstaklega handa Úlfi <3
Kidda, 3.5.2012 kl. 11:24
Ég er gjörsamlega miður mín að heyra þessar fréttir. Fíknin er dauðans alvara..
Jóhanna var góð vinkona mín og áttum við margar góðar stundir. Jóhanna var góð stelpa, en fíkillinn var ekki sú Jóhanna sem ég þekkti og minnist. Blessuð sé minning hennar.
Sunneva (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 11:32
Takk öll, ég er hálf innantóm. Mér þótti alltaf vænt um hana gegnum allt, bæði þykkt og þunnt, nú er gott að hafa það í minningunni að hafa alla tíð staðið með henni og sýnt henni hlýju og skilning. Það er eitthvað sem við getum aldrei bætt upp eftir á.
Einmitt Sunna mín Jóhanna Rut var góð stelpa, fíkillinn var eitthvað allt annað.
Takk Kidda mín skila kveðjunni.
Takk Sigurlaug mín. Já ég ætla að gera mitt til að létta honum þetta áfall.
Takk Jónína mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2012 kl. 11:44
Innilegar samúðarkveðjur. Þakka þér fyrir fallegan pistil, vonandi nær hann eyrum sem flestra.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.5.2012 kl. 12:35
Samúðarkveðjur frá Tálknafirði.
Níels A. Ársælsson., 3.5.2012 kl. 12:58
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra elsku Ásthildur. Mikið finn ég til með Úlfi að vera búinn að missa þau bæði.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.5.2012 kl. 13:07
Frábær pistill og mjög þörf áminning til fólks, það eiga einmitt allir einn svona aðila í fjölskyldunni, og þetta eru jú börnin okkar.
Guðlaug Björk Baldursdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 13:10
Kæra Ásthildur og fjölskylda ég votta ykkur samúð mína og bið um að kærleikur og ljós megi gefa ykkur öllum styrk í sorg ykkar
Hafdís í Danmörku (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 13:58
Ásthildur, Mín dýpsta samúð, megi guð blessa þig og Fjölskyldu þína.
Vilhjálmur Stefánsson, 3.5.2012 kl. 14:13
Þakka ykkur innilega fyrir kveðjurnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2012 kl. 15:15
Ásthildur, ég samhryggist ykkur öllu. Er svo sammála færslu þinni, skammsýnin er yfirgengileg. Ef börnin okkar væru peningar væri hlustað á okkur,
þvílíkt verðmætamat!
Gunnar Skúli Ármannsson, 3.5.2012 kl. 15:40
Ég samhryggist innilega.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.5.2012 kl. 15:45
Og ég verð að bæta við kæra Ásthildur. Ef ég gæti tekið kerfið og hrist það rækilega, afmáð það gamla og byggt upp nýtt - þá mundi ég gera það. Það virðist vera svo að allir sem eru að reyna að berjast fyrir hagsmunum barna sinna, sama á hvaða stað það er í kerfinu - kemur að læstum dyrum. Þetta er ólíðandi. Því börnin okkar eru okkur allt. En það sem er líka. Hvert mannsbarn á sinn rétt. Kerfi sem ekki fylgir eftir rétti einstaklinga er slæmt kerfi.
Vona svo innilega að breyting verði á í framtíðinni. Mun ekki láta mitt eftir liggja.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.5.2012 kl. 15:53
Sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur. Það getur enginn ímyndað sér svartnættið sem umlykur aðstandendur fíkla, aðrir en þeir sem reynt hafa.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2012 kl. 16:32
Innilegar samúðarkveðjur elsku Ía mín og Úlfur.
Laufey B Waage, 3.5.2012 kl. 18:21
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar Ásthildur.
Berglind Þráinsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 19:46
Votta þér & þínum samúð mína sem og samsinni við pistlinum.
Steingrímur Helgason, 3.5.2012 kl. 20:13
Knús
Dísa (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 20:20
Takk öll innilega fyrir að hugsa til okkar Úlfs og hugsa með hlýhug til Jóhönnu, því hún er farin inn í ljós og kærleika sem svo mjög skorti oft á í hennar jarðlífi því miður. Lísa Björk mín við þurfum að hrista þetta kerfi upp svo sannarlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2012 kl. 20:36
Mínar innilegustu samúðarkveðjur; til ykkar allra, Ásthildur mín.
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 20:39
Mínar dýpstu samúðarkveðjur til þín elsku Ásthildur og fjölskyldu þinnar
Ragna Birgisdóttir, 3.5.2012 kl. 20:52
Kæra Ásthildur.
Takk fyrir sönn orð og góðar kveðjur nú eru Júlli og Jóhanna í hlýjum faðmi guðs og laus við allt ranglæti og sársauka.
Kveðja Brynja Birgisdóttir
Brynja Birgidóttir (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 20:56
Innilegar samuúðarkveðjur til ykkar allra og ekki síst til drengsins. kær kveðja, Guðrún
Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 21:02
Takk Óskar minn.
Elsku Ragna mín takk fyrir okkur.
Brynja mín mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra, já svo sannarlega eru þau nú saman þar sem ekkert getur sært þau eða grandað meir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2012 kl. 21:05
Innilegustu samúðarkveðjur Ásthildur. Sem betur fer er skilningur að aukast en betur má ef duga skal. Eitt af því sem við getum gert er að rækta kærleikann gagnvart þeim sem fara, og jafnframt fyrir þá sem eftir eru. Við getum verið eitt samfélag.
Sigurður Þorsteinsson, 3.5.2012 kl. 21:13
Innilegar samúðarkveðjur til þín Ásthildur, þetta er þyngra en tárum taki. Sendi þér fullt af ljósi og kærleik
Guðrún Jóhannesdóttir, 3.5.2012 kl. 21:14
Elsku Ásthildur mín. Sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til þín og fjölskyldunnar og ekki síst hans Úlfs sem hefur á sinni stuttu ævi mátt þola meira en margur sem eldri er. Bið allar góðar vættir að vaka yfir ykkur.
Dagný, 3.5.2012 kl. 21:15
Takk Sigurður minn já við ættum að geta verið eitt samfélag og taka á málunum saman.
Takk mín elskulega Guðrún.
Takk Dagný mín, ég mun sýna drengnum mínum þessar kveðjur þegar hann er tilbúin til að takast á við sársaukann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2012 kl. 21:18
Innilegar samúðarkveðjur Ásthildur, þú sýnir styrk í sorginni, með því að benda okkur og öðrum á hvernig málum er háttað.
Með kveðju frá Noregi
Kristján
Kristján Hilmarsson, 3.5.2012 kl. 21:18
Ég votta þér alla samúð mína kæra Ásthldur.
Takk fyrir að deila þessu með öllum sem vilja og þetta er svo rétt sem þú segir og þú segir þetta svo nærgætið , einlægt og fallega.
Kerfið virðist ekki vilja skilja að það á að snúast um að hjálpa fólki sem þarf þess og það þarf að mæta því þar sem það er statt. Ég hef fylgst með þessum málum lengi og er jafn reið og þú yfir áhugaleysi og grimmd kerfisins, eða réttar sagt þeirra sem það smíða og í því starfa. Það hefur ekki það hjartalag sem þarf. Það virðist augljóst, amk ekki nogu margir. Þeir sem hafa það er oft bannað að sinna þessum málum vegna menntasnobbs og hroka að mínu mati. Áhugi og rétt hjartalag á að hjálpa, fæst ekki með háskólagráðum þó 5 væru. Það er meðfætt.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 3.5.2012 kl. 21:22
Hugheil samúðarkveðja til þín Ásthildur og fjölskyldu þinnar.Þegar sorgin sverfur að eru orð svo vanmáttug.Algóði himneski faðir verndi ykkur og blessi allar stundir.
Benedikta E, 3.5.2012 kl. 21:37
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar ♥
Hrönn Sigurðardóttir, 3.5.2012 kl. 21:57
Sein á ferð með innilegar samúðarkveðjur til þín og ykkar allra. Það er líkt þér að hafa alltaf staðið með henni tengdadóttur þinni,það munu Úlfur og öll börnin meta mikils.
Helga Kristjánsdóttir, 3.5.2012 kl. 21:58
Innilegar samúðarkveðjur.
hilmar jónsson, 3.5.2012 kl. 22:53
Kristján takk það er minn virðingarvottur við fyrrverandi tengdadóttur mína að reyna að vinna að því að vekja athylgi á hvernig er búið að þessu blessaða fólki og hvernig það er brotið niður. Ég hef reynt að hrópa í eyðimörkinni núna í þrjátiu ár um aðgerðir til að stoppa þetta. En stend í sömu sporum í dag og var þá, sorglegt en satt.
Takk Hjördís mín, málið er að það fólk sem á að hjálpa þessum einstaklingum skilur ekki um hvað málið snýst, það er verið að huga að einum einstaklingi af því að foreldrið er að fara fram á það, en lítur ekki á heildarmyndina og skoðar hvað þarf virkilega að gera til að það skili árangri.
Takk Benedikta mín.
Takk Hrönn mín.
Takk Helga mín.
Takk Hilmar minn.
Ég er ykkur öllum innilega þakklát fyrir þessar góðu hjartahlýju kveðjur og tek þeim eins og uppreistu fyrir Jóhönnu mína og ekki síður drenginn okkar Úlf, sem nú á í sálarkrýsu vegna móðurmissis, loksins komin yfir mestu sorgina yfir föðurmissinum. Þetta á ekki að leggja á ungling sem er 13 - 15 ára, svo sannarlega ekki. En um leið er ég þakklát fyrir að fá að hafa hann hjá mér og hlú að honum sem barninu mínu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2012 kl. 23:06
Ég er innantóm og leið. Er að fara að halla mér innilega takk fyrir okkur Úlfinn minn. Það er svo skrýtið hvernig andlegt sjokk getur hreinlega tekið úr manni allan vind og gert það að verkum að maður festir ekki hönd á neinu. Þá er bara eins gott að leggja sig og vona að morgundagurinn verði bjartur og fagur. En Elsku Jóhanna verður í mínum huga í kvöld og ég ætla að biðja fyrir henni. Trúlaus manneskjan. Ég mun biðja allar góðar vættir að vernda hana og hjálpa upp í ljós og kærleika og ég er viss um að sonur minn Júlli hefur verið þarna hjá henni og tekið á móti henni þegar hún yfirgaf okkar jarðvist. Góða nótt og innilega takk fyrir okkur Úlf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2012 kl. 23:16
Samhryggist þér og fjölskyldunni allri innilega.
Kolbrún Baldursdóttir, 3.5.2012 kl. 23:27
Ég sýni þér alla mína samúð - og dáist að styrk þínum. Hver einasta manneskja er mikils virði, og það er skylda þjóðfélagsins að sjá til þess, að hún finni það.
Guðrún Ægisdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 23:28
Takk Kolbrún mín.
Já það er rétt hjá þér Guðrún mín og takk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2012 kl. 23:33
Sæl Ásthildur og takk fyrir þörf og góð orð.
Ég sendi þér og fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég þekki þetta of vel sjálf þar sem ég átti elskulegan bróður sem þurfti að eiga við þennan heim.
Ég tek undir orð Mumma (kenndur við Götusmiðjuna) þegar hann segir að getuleysi íslenska "kerfisins" er algjört! Um leið og einhver passar ekki inn í ramma samfélagsins, hvort sem það er barn, unglingur eða fullorðin manneskja, verður sá hinn sami útskúfaður og lendir stanslaust á veggjum. Úrræðin eru engin! Ekki fyrr en viðkomandi er orðinn afbrotamaður, þá er hægt að setja hann í fangelsi. Svo byggjum við bara fleiri fangelsi....
Ása Berglind Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 00:02
Ég votta þér og fjölskyldu þinni alla mína samúð.
Gudbjartur Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 00:06
Ég votta þér og aðstandendum mína fyllstu samúð yfir fráfalli Jóhönnu.
Ég hugsa til símtals sem ég fékk frá besta vini mínum þegar Sissa eða Sigrún Mjöll féll frá og var það símtal nokkuð erfitt.
Það er rétt að kerfið þarf að passa betur uppá börnin sín.
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 4.5.2012 kl. 00:27
Elsku vina mín Júlli og Jóhanna voru æðislegar manneskjur þau voru vinir mínir alla tíð hins vegar þegar árinn liðu þá varð bil á milli okkar ég flutti út á land til að hefja nýtt líf enn elsku vina ég mun minnast þeirra all tíð.
Kveðja Róbert Guðmundsson
Róbert Guðmundsson, 4.5.2012 kl. 00:27
Ég votta samúð. Þetta er sorg út í eitt. Ég hef áður nefnt hér að ég er að kljást við stórt vandamál með einn son minn af svona tagi.
Jens Guð, 4.5.2012 kl. 00:32
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar
Katrín Ósk Adamsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 00:51
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra Ásthildur Cesil.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.5.2012 kl. 01:04
Samúðarkveðjur til þín og fjölskyldunnar þinnar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2012 kl. 02:39
Elsku Ásthildur mín. Ég á varla orð til að segja þér hvað ég finn til með ykkur, og hversu mjög öll mín samúð er með ykkur.
Ég hef reynslu af svona dauðsfalli, en þar átti fyrrverandi tengdasonur og faðir þriggja barnabarnanna minna í hlut. Bráðvelgefinn og góður drengur, en fíknin sigraði.
Ég er svo hjartanlega sammála þér um að viðhorf samfélagsins og að smá vilji yfirvalda til að hlusta á og gagnast þessu fólki er svo til enginn og þess vegna fer oft sem fer.
Þessir krakkar eru flest engir aumingjar, en þau hafa lent í þessu hryllilega ferli og við vitum vel hversu langt fíknin getur leitt þau, hversu bjargarlaus þau verða, og þegar fyrirlitning þeirra sem ættu að vera fremstir í flokki til hjálpar, þó ekki sé nema samkvæmt starfsheitum, bætist við er staðan nánast vonlaus.
Þetta verður bara að breytast, skilningur á þessum sjúkdómi, sem er landlægur og dregur fólk í blóma lífsins til dauða aftur og aftur, verður að vera til staðar. Allir eru rosalega sorry en þar við er látið sitja. Að mínu mati þyrftu félagsmálayfirvöld og starfsmenn í þessum geira að fá námskeið til að læra að skilja að þetta fólk er ekki neitt skítapakk, heldur sjúklingar sem þurfa svo skelfilega á aðstoð að halda og einhverjum sem skilur angist þeirra, og hefur jafnframt vald til að hjálpa.
Ásthildur mín, ég endurtek samúðarkveðju mína, guð blessi ykkur.
Bergljót Gunnarsdóttir, 4.5.2012 kl. 03:41
Elsku Ásthildur, - ég votta ykkur samúð mína. Veröldin er skökk, á því er enginn vafi. Það er ekki nóg að fólk sé tilbúið að breyta og bæta, þegar það mætir köldu kerfi eða lokuðum dyrum. Við höfum siglt allt of lengi sem harður heimur, sem drepur af sér börnin sín, - og þess vegna er svo mikilvægt að fara í hina áttina, - þ.e.a.s. að vera mjúkur heimur með faðm sem huggar. Það er aðeins hægt með meiri kærleika, meiri skilning og umburðalyndi, einmitt gagnvart þeim sem hafa lent utan vega, eins og vegna fíknar. Því fíkn er auðvitað bara leið til að þola sársauka, oft yfirþyrmandi sársauka. -
Þetta snertir við mér, og okkur öllum sem lesa, og það eru því miður allt of margir í vanlíðan og fórnarkostnaðurinn er alltof stór.
Knús á þig og þína
Jóhanna Magnúsdóttir, 4.5.2012 kl. 03:51
Innilegar samudarkvedjur til tin Ásthildur eg bara vona ad einn godan vedurdag sjai folk samhengid legji saman 2 og 2 og atti sig a kvada djoflar eru a bak vid tetta alt saman eg held ad bara tad mindi vera nog til ad ekert okkar snerti vimugjafa og eg er lika ad tala um tessa loglegu , tad er af svo miklu ad taka ad eg veit ekki kvar a ad birja folk verdur bara leita ad sanleikanum sjalft , eg set her 2 linka sem aetu ad vekja kvern sem er til umhugsunar .godur pistil hja ter Asthildur
http://www.maxkeiseronfacebook.com/cia-coke-connection.html
http://www.youtube.com/watch?v=d0PkVTYKNos
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 04:03
Elsku Ásthildur mín, hvert orð er satt. Í sinni sáru vesöld átti hún þó alltaf vin í þér, eftir því sem aðstæðurnar leyfðu. Mikið eru falleg orð vinanna þinna hérna, þau snerta mann djúpt. Vesalings elsku Úlfur, það vill honum til að hann hefur sterkt bakland.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra og allra þeirra sem að henni stóðu í þöglum vanmætti og sorg allan tímann sem þessi heljarorusta stóð.
Í góðærinu voru þau ósýnileg, þau eru enn ógreinilegri stjórnvöldum í kreppunni. Þeir fáu sem reyna að koma illa stöddum fíklum til hjálpar ganga í sífellu á veggi. Það þreytir besta fólk.
Ragnheiður , 4.5.2012 kl. 04:30
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar og sérstaklega til Úlfs.
Harpa Halldorsdottir (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 06:38
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra elsku Ásthildur mín
Huld S. Ringsted, 4.5.2012 kl. 09:11
Innilegar samúðarkvjöður til ykkar allra Ásthildur
Óðinn Þórisson, 4.5.2012 kl. 10:40
Kæra Ásthildur
Þaað henig þú hefur reyns tengdadóttur þinni sem besta mópir gegnum erfiðleika og veikindi er vissulega dýrmætt.
Megum við öll bera gæfu til að koma fram hvert við annað eins og við séum að hittast í síðasta sinn.
Þá væri veröldin alltönnur
Innilegar samúðarkveðjur
Sólrún (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 12:16
Ég stundum er á ferð um dimma dali,
og dags og nætur veit ég ekki skil.
Mig dreymir þá um allt sem auðgar lífið,
og óska þess að bráðum rofi til.
Þú styrkir mig,
ég stend á hæstu tindum.
.. mig í gegn um hverja þraut.
Þú gefur þyrstum veig af lífsins lindum
þú leiðir mig á gæfu minnar braut.
♥♥
Votta þér samúð mína elsku Ásthildur.
Adda Laufey , 4.5.2012 kl. 12:41
Ég veit nú ekki mikið um þetta en Ibogain virðist hafa undraverð áhrif á fíkn.
http://www.nyhetsspeilet.no/2012/05/ibogain-guds-medisin-mot-avhengighet/
Helgi (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 13:24
Innilegar þakkir til ykkar allra, hlýju orðin, ráðleggingarnar linkarnir og reynslu ég er svo þakklát og hrærð yfir hvað þið eruð öll yndæl og góð við okkur Úlf 'Eg er búin að marglesa þetta allt yfir og það er gott fyrir sálina, ég er ennþá dálítið tóm inn í mér og á erfitt með að einbeita mér. það fer því best á því að skottast upp í gróðrarstöð og dunda mér við blómin í góða veðrinu. Innilega hjartans þakkir vinir mínir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2012 kl. 13:56
Þó ég þekki ekki til persónulega, snart greinin þín við mér eins og ábyggilega afar mörgum öðrum... Votta þér og fjölskyldu þinni samúð vegna fráfalls Jóhönnu Rutar.
Kristín Hávarðsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 14:14
Takk Kristín mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2012 kl. 14:19
Innilegar samúðarkveðjur <3
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.5.2012 kl. 16:29
Votta þér, foreldrum og börnum Jóhönnu Rutar innilegar samúðarkveðjur ......
Sigríður Ísaksdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 20:36
Takk Anna mínn.
Takk Sigríður skila því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2012 kl. 20:43
Ég votta þér mína dýpstu samúð kæra Ásthildur og þakka þér fyrir þessi fallegu skrif og það að deila þeim með öðrum
Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.5.2012 kl. 22:35
Ég sendi þér og þínu fólki samúðarkveðjur.
Guð veri með ykkur. Erla Svanb.
Erla (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 00:13
Takk Rakel mín
Takk Erla mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2012 kl. 10:39
Áshildur mín. Innilegar samúðarkveðjur frá mér til þín og þinna.
Það má ekki fara svona illa með fólk, eins og samfélags-kerfið leyfir sér að gera með sjúka og minnimáttar.
Ég hef ekki sagt mitt síðasta orð um svikin í kerfinu.
Ég er eins og illgresi í augum stofnanakerfisins, þegar það reynir að verjast staðreyndunum.
Gallinn við mig er sá, að ég hætti ekki fyrr en staðreyndirnar verða opinberlaglega viðurkenndar, um hvernig farið hefur verið með fórnarlömb lyfjamafíu heimsins.
Ég bið almættið algóða að gefa ykkur þann styrk og blessun sem þið þurfið á að halda núna
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2012 kl. 00:12
Takk Anna Sigríður mín, og ég er sammála, ég ætla ekki að gefast upp, þetta kerfi skal fá að éta ofan í sig allt það illa sem það hefur gert börnunum mínum þessum tveimur, en það er bara vegna þess að það verður að stoppa þetta með einhverjum ráðum. Ég held að ég geti lagt mitt á vogarskálina til að svo megi verða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2012 kl. 01:21
Samúðarkveðjur til þín og þinna Ásthildur mín, mikið er hann Úlfur heppinn að eiga ykkur og þið heppin að eiga hann.
Blessi ykkur ljúfust mín
sendi ykkur ljós yfir kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2012 kl. 20:16
Samúðarkveðja til ykkar allra. Ég kynntist henni lítillega þegar ég heimsótti dóttir mína í Kvennafangelsið í fyrra en þær voru saman þar. Dóttir mín er þar aftur og fékk þessar fréttir og var sorgmædd og finnst lífið óréttalátt. Kerfið er því miður ekki að vinna með "þessu" fólki. Sendi ykkur kærleiksljós.
Sirrý (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 12:26
Takk Milla mín.
Sirrý það er málið, þau sem voru henni náinn eru auðvitað sorgmædd, þau eru eins og fjölskylda saman í liði. Og þau hafa þurft að horfa upp á marga af sínum vinum falla í valinn. Þess vegna lét ég verða mitt fyrsta verk að biðja einn vin okkar um að hafa samband við þá vini sem hún átti ennþá hér. Til að þeir vissu að þeir eru líka fólk með tilfinningar eins og aðrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2012 kl. 12:38
Innilegar samúðarkveðjur, til ættingja og vina.
Ragnheiður Rögnvaldsd. (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 15:03
Mínar innilegustu samúðarkveðjur til þín og þinna. Sem betur fer þá var ég svo heppin að ná að snúa við blaðinu á sínum tíma með hjálp fjölskyldunnar og auðvitað með mínum vilja líka. Hefði ekki boðið í að þurfa að reyna að berjast við þetta fja....kerfi okkar. Og í dag þegar ég rita þetta á ég akkúrat 3ja ára og 3ja mánaða edrúafmæli. En því miður þá eru ekki allir eins heppnir og ég. Það er gott að vita til þess að það er til fólk eins og þú sem vilt berjast fyrir okkur "ræflana". Kærleikskveðja, Oddný.
Oddný Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 15:54
Takk fyrir þetta Oddný mín. Í mínum huga er fólk sem lendir út af veginum ekki ræflar, heldur oftar en ekki yndislegt fólk sem hefur lent í því að verða þessum óskapnaði að bráð, með skipulögðu samsæri fólks sem hefur ákveðið að græða á vandræðum þeirra sem ánetjast. Þetta er gert vísvitandi og örugglega búið að spá vel í hverjir eru viðkvæmastir fyrir. Hv ar er helst von um "árangur"
Innilega til hamingju með árin þrjú og mánuðina þrjá. Sumir ná sér á strik sem betur fer. Aðrir sogast niður í vonleysi og eymd. En þeir eru enn sem komið er miklu fleiri vegna þess að þeir fá ekki þá aðhlynningu sem þarf til að komast upp á yfirborðið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2012 kl. 20:06
Eitt af mínum "öðruvísi börnum" hitti ég í dag, og hún tjáði mér að hún væri loksins búin að fá vinnu. Ásthildur ég er svo glöð og það er svo mikill léttir, og gott fyrir sjálfsálitið að vera loksins komin með vinnu sagði hún. Og þannig er það bara, stundum þarf svo lítið til að vekja sálir til endurlífs.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2012 kl. 20:07
Ásthildur mín!
Þú ert svo mikil baráttukona, að ég er viss um að að þér tekst að breyta einhverju í þessum málum. Heldurðu að þú treystir þér í framboð til að geta sinnt þessum málum á rétturm stöðum?
Ég hef óbilandi trú á þér, svona málefnalegri og gáfaðri konu til starfans, en það sem þú hefur umfram flesta þingmenn er þessi bjargfasta trú á manneskjuna, sem á aldrei að gefast upp, með hjálp góðra manna, þó svo að allir vindar blási á móti.
Bergljót Gunnarsdóttir, 10.5.2012 kl. 19:13
Elskuleg mín, ég hefði gjarnan vilja fara á þing og vinna að þessu máli meðan ég hafði orku og dug. Núna er ég orðin of gömul, gelti sem að vísu skilar sér og ég er ekki búin að bíta úr nálinni með það. En vil virkja yngra fólk og hvetja það til dáða. Þar mun ég standa bak við og styðja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2012 kl. 20:52
Elsku hjartans kæra fjölskylda og vinir. - Sorgin er sár, söknuðurinn líka en það sem er allra sárast er skilningsleysið, rangsleitnin og ranglætið. Vanvirðingin við hið veika og smáa. Hortugheit hins háa og hin opinbera andspyrna við að breyta kerfinu hinum veiku í vil. Ást og umönnun er það sem við eigum að byggja samfélag okkar á. Ræktum, sinnum og sameinumst í að stuðla að betri heimi þar sem allir njóta sín og enginn verður halloka og ber skarðan hlut frá borði. Umvefðu allt þitt fólk í þinn stóra og hlýja faðm huggarans og ræktandans. Sólin lýsi ykkur! ...
Hafsteinn Hafliðason (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 23:06
Hjartans þökk minn elskulegi vinur Hafsteinn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2012 kl. 23:49
Oddný, ræflar nei - þið eruð börnin okkar. Það er sárt að sjá allt bregðast og alla hjálp fjara út. Kannski má segja að sonurinn minn látni sé laus úr viðjum fíknar en hver hugsar um fjölskylduna hans ? Alla tætta og niðurbrotna - við erum alveg starfhæf en við erum mörkuð reynslunni að vera aðstandendur fíkils og brotamanns.
Það eina sem hjálp er í er ástin sem við höfðum á honum, hún er sem líknandi plástur á svöðusárið.
Knús á línuna hér og sérlega á þig Ásthildur mín
Ragnheiður , 11.5.2012 kl. 13:41
Takk Ragnheiður mín. Já ástin á afkvæmum okkar er líknandi plástur á svöðusár. Og þessi börn okkar eru ekki ræflar heldur yndislegt fólk sem hefur lent út af sporinu og með þann hugsunarhátt sem viðgengst er erfitt að snúa hlutunum við.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2012 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.