Myndir og fundarboð.

Vil samt byrja á að óska ykkur öllum ánægjulegs 1. maí.  Og ég er sammála þeim sem segja að krafan í dag eigi að vera burt með ríkisstjórnina og burt með forseta ASÍ, sem sér enga aðra lausn fyrir Ísland en að ganga í Evrópusambandið.  Og að láta þetta út úr sér daginn fyrir 1.maí varð til þess að mér svall móður og hugsaði miður fallegar hugsanir til þessa manns.   Tek hér með undir með Styrmi Gunnarssyni, það þarf að fara fram atkvæðagreiðsla um hvort það er meirihlutavilji verkalýðshreyfingarinnar að ganga í ESB, og ef svo er ekki er óþolandi að þessi maður tali um Evrópuaðild í krafti embættis síns, ef hann hefur ekki baklandið með sér. 

En enn og aftur Gleðilegan 1. maí.   

Nokkrar myndir frá Ísafirði teknar í fyrradag.  Ég var með vélina á 200 P. en þær eru samt yfirlýstar.  Ef til vill vegna birtunnar sem var.

 IMG_2939

Eins og sjá má er grasið farið að grænka hér hjá okkur.

IMG_2940

Ein flottasta plantan í garðnum mínum er Páskarósin. Hún byrjar að blómstra upp úr snjónum, og sér ekki á henni þó komi hret.

IMG_2941

Smálaukarnir mínir lífga líka upp á vorið.

IMG_2943

Syparis og thuja segja sinn græna svip svona fyrst á vorin.

IMG_2944

Og kirtilrifsið er komið langt í laufgun þar sem það kúrir sig niður að jörð og nýtur skjóls.

Annars er það að frétta að ég lét hafa mig í að vera fundarstjóri á fyrsta fundi Dögunar á Ísafirði.  Það geri ég vegna þess að ég hef trú á því ágæta framboði, sérstaklega vegna þess að þar er í forystu margt fólk sem ég þekki og veit að er heiðarlegt og gott. Eins og Guðjón Arnar, Helga Þórðar, Lýður Árnason, Sigurjón Þórðarson og margir fleiri.  Þó þau hafi ekki sagt hreint úr að þau afneiti ESB, þá veit ég að þetta fólk er flest alfarið á móti slíkri aðild, leyfi mér að segja.  Auk þess er þarna í forsvari Guðmundur Ásgeirsson sem allir vita að er á móti ESB.  En þetta er það sem kallað er lýðræði. 

Ég held satt að segja að þetta vandamál verði brátt úr sögunni og allavega fyrir næstu kosningar.  Umsóknin svokallaða, sem er ekkert annað en innlimunarviðræður eru að snúast í höndum Össurar og Jóhönnu. 

DÖGUN

- SAMTÖK UM RÉTTLÆTI, SANNGIRNI OG LÝÐRÆÐI -

Opinn fundur um sjávarútvegs- og byggðamál á Hóteli Ísafirði

2. maí, kl. 20.00

Frummælendur

Þór Saari, Guðjón Arnar Kristjánsson , Lýður Árnason og Margrét Tryggvadóttir

Pallborð auk frummælenda:
Gísli Halldór Halldórsson

Fundarstjóri
Ásthildur Cesil Þórðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segi sama. gleðilegan dag 1.maí.

Sammála kröfunum: Burt með ríkisstjórnina, forseta A.S.Í. o.m.fl.

Til hamingju með fundarstjórastarfið á morgun, gangi þér vel. Gaman væri að vera fluga á vegg og fylgjast með. Vonandi kemur fram sú spurning hvort ekki væri rétt af Dögun að flytja vantrauststillögu á alþingi á ríkisstjórnina. Kannske kemur þá fram hvort það sé rétt að Þór Saari verji stjórn Jóhönnu falli.

ef það er rétt, þá á Dögun ekki séns. Ég hef leynt og ljóst reynt að fá svar við þessu, en það er eins og þeim finnist þessi spurning ekki svara verð. Það eru fleiri en ég sem efast um heilindi í þessu máli. Ég treysti þér best í þessu Ásthildur að knýja svar fram. Kærar baráttukveðjur. Jóhanna

Jóhanna (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 15:55

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þór Saari stiður Ríkistjónina og ver hana frá falli. Hann verður að hætta að tala eitt í dag og annað á morgum.Fyrr er ekki hægt að trúa honum..

Vilhjálmur Stefánsson, 1.5.2012 kl. 17:19

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Gleðilegan 1. maí kæra Ásthildur ;)

Það er svo góður andi og gott fólk fyrir vestan og svo bjartsýnt og jákvætt að fallegu myndirnar eru yfirlýstar þessvegna ..;P

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.5.2012 kl. 17:35

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Jóhanna mín, ég get víst ekki spurt sjálf þessarar spurningar sem fundarstjóri, en ég skal reyna að koma því svo fyrir að þessari spurningu verði svarað. 

Ég mun reyna að fá svar við þí Vilhjálmur.

Takk mín kæra.  Já sennilega er það skýringin með yfirlýsinguna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2012 kl. 18:51

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já til lukku með daginn!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2012 kl. 21:02

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðs Axel minn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2012 kl. 10:14

7 Smámynd: Kidda

Nýju framboðin eru vonandi traustsins verð og þau hafa tíma til að sýna það og sanna.

Annars glöddu mig mikið garðamyndirnar þínar eins og alltaf :) Áttu mynd af hengifjólunni? Það eru einhverjar plöntur í garðinum hjá mér sem minna mig á þær en er ekki viss, vonandi er von mín rétt svo að við getum eignast hana aftur.

Knús <3

Kidda, 2.5.2012 kl. 11:43

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Tek undir með þér Ásthildur. Þó langar mig að bæta við, munið að gamla fólkið er ennþá á lífi, þó það fari lítið fyrir því flestu, vegna ýmissa krankleika og fátæktar. Mál að bætt verði úr! 

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.5.2012 kl. 19:49

9 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ásthildur, fékstu eithver svör hjá þór Saari..Á þingi í dag 2maí stiður hann Ríkistjórnina með ýmis mál...Hvers konar flokkur er þessi Dögun??Verðu þessi Flokkur með óheilinda menn eins og þór Saari innanborðs?&#39;

Vilhjálmur Stefánsson, 2.5.2012 kl. 20:50

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég svara þessu svona, þetta var frábær fundur, og ég er ennþá sannfærðari en áður um að Hreyfingin með sinni þáttöku í Dögun er gott mál.  Í hjarta sínu eru þau bæði Margrét og Þór ekki á því að fara inn í ESB.  En þessi fundur var mjög málefnalegur og þau stóðu sig öll afar vel, Margrét, Þór, Lýður og Addi.  Og þó þarna væru allra flokka fólk, þá var umræðan  á vitrænum og málefnalegum nótum.  Málið er elskuleg mín að ef þetta framboð nær "markaðs ráðandi stöðu" eins og það er kallað þá mun þetta ESBdæmi ekki ná fótfestu.   Og ég er sannfærð um að þau muni ekki styðja þessa ríkisstjórn, né verja hana falli komi til þess.

Takk Kidda mín mín er ánægjan

Bergljót mín, Dögun virðist hafa sömu stefnu og Frjálslyndi flokkurinn í því að vernda aldraða og öryrkja, þau virkilega vilja að jafnrétti, lýðræði og sanngirni séu virt í okkar samfélagi.

Vilhjálmur, við fórum eftir fundinn á öldurhús til að ræða málin, og ég get bara sagt eftir að kynnast þeim Þór Saari og Margréti þá hef ég ekki áhyggjur af stefnu Dögunar.   Ég hélt að Þór væri algjör hroka gikkur en komst að því að hann er við viðkynningur ljúflingur, og Margrét var allann tíma frábær.   Ef einhver efi var í mér um að styðjua Dögun, þá hvarf hún við þessa viðkynningu við þessi tvö.  Ég þekkti Birgittu gegnum  móður hennar Bergþóru.  En ekki þau hin, en eftir að hafa rætt málin við þau, þá er enginn efi í mínum huga að ég geri rétt í því að styðja einmitt þetta framboð.

Þetta var mjög magnaður fundur, og ég held að ég geti bara vel við unað sem fundarstjóri,  fékk reynda lof fyrir það, og gott mál, þar sem þetta var minn fyrsti fundur sem fundarstóri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2012 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband