Tilgangurinn helgar meðalið....... eða þannig.

Ég hef verið að hugsa um þá gjörð Árna Þórs Sigurðssonar að nota tækifærið þegar tveir þingmenn mættu of seint í utanríkismálanefnd og hann hljóp til að fann tvo félaga sína úr Samfylkingunni til að samþykkja ipastyrkina. Samanber hér:

Fulltrúi framsóknarmanna, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, varamaður Gunnars Braga Sveinssonar í utanríkismálanefnd, lýsir atburðarásinni með svipuðum hætti í viðtali við Mbl og fordæmir vinnubrögðin: „Það voru kvaddir til tveir samfylkingarmenn úr nálægum herbergjum sem réttu upp hönd og yfirgáfu svo fundinn,“ segir Sigurgeir Sindri og á við samfylkingarmennina Lúðvík Geirsson og Róbert Marshall sem hlupu í skarðið fyrir flokksbræður sína Árna Pál Árnason og Mörð Árnason sem voru erlendis vegna starfa sinna. „Þetta eru fáránleg vinnubrögð. Brögðum var beitt til að ná mjög umdeildu máli í gegn. Það er til skammar. Þessi klækjabrögð sýna stöðu ESB-umsóknarinnar. Það er varla hægt að ræða um að það sé meirihluti í nefndinni fyrir henni.“

En svona hljómað fréttinn um þetta mál.:

Stjórnarliðið stóð frammi fyrir því að ekki var meiri hluti í utanríkismálanefnd fyrir afgreiðslu málsins, a.m.k. ekki án málefnalegrar umræðu og nánari skoðunar. Var þá gripið til þess ráðs að afgreiða málið út úr nefndinni að mörgum nefndarmönnum fjarstöddum. Hvorki Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins né Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fyrrv. þingfl.form. VG, voru komin inn á fundinn, þegar málinu var hent út úr nefndinni með hraði.

Sem sagt þá var hlaupið í næstu herbergi og smalað jáfólki til að samþykkja.  Ég kemst ekki yfir þessi vinnubrögð, sorrý, að Árni Þór skuli geta gengið um götur án hauspoka eftir svona uppákomu er mér alveg óskiljanlegt. 

Í fyrsta lagi var ekki einmitt verið að dæma fyrrverandi forsætisráðherra fyrir að kalla ekki saman fund í mikilvægum málum, í máli sem einmitt sami Árni Þór átti hlut í að koma á?.   Þó hann sé ekki forsætisráðherra, þá er hann greinilega formaður utanríkismálanefndar og ber ábyrgð sem slíkur.  Eru það vinnubrögð í anda lýðræðis að smala inn á fundinn einhverjum sem eru sammála, og flýta sér svo mikið að fólk sem mætir of seint missir af atkvæðagreiðslunni?

Nú er ég ekki að mæla með að fólk mæti of seint.  En Jésú Pétur fyrr má nú aldeilis vera lýðræðisástinn hjá viðkomandi manni er greinilega fyrir neðan frosmark.  

 

Ég hef nú verið á ýmsum fundum, og oftast er það þannig að þegar menn komast ekki á fundi, eru skipaðir varamenn. Það er bara ekki þannig að það gangi að smala jáfólki úr næstu herbergjum til að ganga til atkvæða og yfirgefa síðan fundinn.

Og svo er þetta sama fólk afar hissa á því að almenningur á Íslandi ber ekki virðingu fyrir störfum þeirra, það er einfaldlega ekki hægt miðað við svona uppákomur. En kemur ef til vill ekki á óvart í höndum fulltrúa þessarar ríkisstjórnar.  Ég á bara eitt orð yfir þessu skamm!!!

Svo vil ég þakka Agli Helgasyni fyrir að fá Rakel Sigurgeirsdóttur í Silfrið í dag. Þar talaði rödd grasrótarinnar, algjörlega frábær manneskja og með rödd almennings.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú skil ég ekki alveg hvað er að. Annað hvort mætir fólk á fundi eða kallaðir eru til varamenn. Engir aðrir hafa umboð til að samþykkja eða hafna málum nema þeir sem eru varamenn eða hvað? Voru þetta þá ekki fullgildir varamenn?

Ég hefði haldið að það væru reglur um þetta og ef þær voru brotnar þá er þessi atkvæðagreiðsla ógild. Nú ef rétt er að málum staðið er hún gild og fólk verður bara að sæta niðurstöðunni þó það sé ósammála.

Anna María Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 16:18

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú misskilur Anna María, varamennirnir voru fyri þá tvo nefndarmenn sem höfðu boðað forföll. Hinir tveir, Bjarni Ben og Guðfríður Lilja, höfðu ekki boðað forföll, heldur mættu nokrum mínútum eftir að fundur hófst. Þá var búið að afgreiða málið úr nefnd.

Þetta er brenglun á lýðræðinu. Það er ekki að sjá að þeir sem stóðu fyrir því að draga einn mann fyrir Landsdóm, hafi lært mikið af niðurstöðu dómsins!!

Gunnar Heiðarsson, 29.4.2012 kl. 16:59

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna María mín þetta er tvíbennt.  Eitt var að Árni Páll og Mörður áttu að sitja fundinn en voru erlendis, og ekki virðist hafa verið boðaðir varamenn inn.  Síðan mættu Bjarni og Guðfríður Lilja of seint á fundinn og atkvæðagreiðslan hafði farið fram þegar þau komu.  Hér var um að ræða hið akademiska korter, sem venjulega er gefinn í svona tilfellum.  Hér er ljós að formaðurinn nýtti sér þetta til að koma mjög svo umdeildu máli í gegn.  Nú þarf að skoða hvort þeir Lúðvík og Róbert voru í raun og veru varamenn.  Og þá af hverju var ekki farið í næstu herbergi og fundnir tveir varamenn fyrir Bjarna og Guðfríði Lilju?

Svona vinnubrögð eru bara ekki boðleg að mínu mati.

Og Gunnar algjörlega þetta sem er málið, menn hafa ekkert lært af þessum Landsdómi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2012 kl. 17:08

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einhversstaðar las ég að Ragnheiður Elín hefði mætt korteri of seint,ef það er rétt voru þau þrjú.Það hefur ekki þurft að ræða málin bara ,,ging gang,gúlli vúllí, kjósa. Sammála þér Ásthildur,athuga hvort þetta er löglegt,hjá þessu lögelskandi liði,sem má víst ekki vamm sitt vita.

Helga Kristjánsdóttir, 29.4.2012 kl. 21:58

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var Guðrfríður Lilja sem mætti of seint og Bjarni Ben eftir því sem mér skilst.  Já svo sannarlega á að skoða þetta tilfelli út frá lögum og reglum um svona fundi.  Ég sé fyrir mér að menn geti bara sett upp fundi þegar vitað er að fólk kemst ekki á réttum tíma, svo er bara að smala einhverju liðið úr næstu herbergjum til að samþykkja.  Ég bara á ekki orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2012 kl. 22:22

6 Smámynd: Sandy

Ég hefði haldið að í svona tilfelli þ.e.a.s. Bjarni og Guðfríður höfðu ekki boðað forföll, hefði átt að fresta atkvæðagreiðslu á fundinum sjálfum þar til þau mættu. Er ekki möguleiki fyrir Bjarna og Guðfríði að ógilda þessa atkvæðagreiðslu á forsendum þess að þau hafi ekki boðað lögleg forföll, þess vegna hafi formanni nefndarinnar mátt vera ljóst að þau mundu mæta og það séu þeirra atkvæði sem réðu en ekki einhverra annarra?

Sandy, 30.4.2012 kl. 08:11

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst að hér þurfi að grípa inn í því þetta er ekkert annað en gróf aðför að lýðræðinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2012 kl. 08:59

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Lúðvík Geirsson og Róbert Marshall eru varamenn í nefndinni, var það þá óeðlilegt að þeir væru kallaðir til fundar? Þessi Sigurgeir Sindri er líka varamaður í nefndinni, var vera hans á fundinum þá ekki líka óeðlileg, eða er það hin hliðin á peningnum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2012 kl. 09:55

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að fá það upp á borðið.  Þá er eftir að hugsa að því af hverju ekki var hægt að bíða eftir hinum tveimur sem ekki höfðu boðað forföll, en urðu of sein.  Ef varamenn höfðu ekki verið kallaðir til með Mörð og Lúðvík, þá hefði væntanlega líka átt að leita að varamönnum hinna tveggja eða hinkra hið akademiska korter. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2012 kl. 10:20

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kannski vegna þess að Lúðvík og Róbert voru varamenn þeirra sem boðað höfðu forföll, sem Bjarni og Guðfríður gerðu ekki. Líklegast færir Sigurgeir Sindri frásögn sína nokkuð í stílinn, fyrir tíðarandann og málstaðinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2012 kl. 10:41

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Getur verið.  En þá vaknar enn ein spurningin; hvað lá svona mikið á?  Elín segist hafa verið korteri of sein.  Og var enginn þarna sem vildi bíða eftir því að fundarmenn mættu?  Annars er þetta fréttaflutningur í hnotskurn þar sem öllu er snúið á versta veg í stað þess að skoða hlutina frá báðum sjónarhornum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2012 kl. 10:55

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ragnheiður Elín sagði sjálf frá því í þinginu að hún hefði mætt of seint, og einhverra hluta vegna þótti ekki þörf á að bíða með atkvæðagreiðsluna. Það er misþungt á vogarskálunum, þetta jafnréttis-stjórnarlið. Það er reyndar gömul saga, sem nýir lýðskrumarar hafa tekið að sér að viðhalda.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2012 kl. 13:14

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ragnheiður Elín, ég biðst forláts á að nota bara seinna nafnið hennar.  Enginn hefur sett jafnréttið jafna mikið niður og umrædd stjórnvöld.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2012 kl. 13:43

14 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvern andskotann er menn að gera á þingi,tómir afglapar???

Vilhjálmur Stefánsson, 30.4.2012 kl. 16:53

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir eru allavega ekki vel að sér í lýðræðisást það er nokkuð ljóst.  Þetta athæfi er svo augljóslega til að fá niðurstöðu sjálfum sér í hag og Árna til háborinnar skammar að mínu mati, hvernig sem á málið er litið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2012 kl. 17:04

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Langaði bara að segja gleðilegt sumar elsku vinkona, hef haldið mig alveg til hlés, henti þó inn einu bloggi í dag (lífsmark) allt gott af mér að frétta, bara smá aðgerð (viðgerð) og flensa en lífð er ljúft, hvað er að frétta af þér og þínum yndið mitt og kúlunnu???

Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2012 kl. 10:59

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra í þér Ásdís mín.  Ég hef það ágætt, er á kafi í að koma sumarblómunum í stand, þar er rosaleg vinna, svo ég geri ekki mikið meira á meðan.  Allt gott að frétta af mínum vona það sé sama hjá þér

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2012 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband