26.4.2012 | 11:09
Skuldavandi heimila á sér margar og ljótar hliðar.
Skuldavandi heimilanna á sér margar hliðar í tíð norrænu velferðarstjórnarinnar.
Annar finnst mér þessi fyrirsögn villandi. Enginn neyðist til að láta barnið sitt hætta í skóla nema um brýna nauðung sé að ræða.
Og ég segi þetta til Hreyfingarinnar, er ekki útséð um að þessi ríkisstjórn hafi einhvern snefil af áhyggjum út af skuldavanda heimilanna. Er eftir nokkru að bíða með að lýsa yfir vantrausti á núverandi stjórnvöld?
Látin hætta í skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
og hvað er gert .... ekkert .. kanski göng í gegnum Vaðlaheiði og annað sambærilegt sem svo sannarlega liggur ekki á akkúrat í dag !
Jón Snæbjörnsson, 26.4.2012 kl. 11:44
Nákvæmlega þetta er bara sorglegt, og svo heldur þetta sama fólk áfram að reyna að telja okkur trú um að það þurfi ekki að aðstoða heimilin. Það er lögð mun meiri áhersla á að vinna okkur inn í ESB.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 13:00
Að mínu viti er þetta kornið sem "barmafyllir" mælinn. Tek heilshugar undir áskorun þína til Hreyfingarinnar.........
Jóhann Elíasson, 26.4.2012 kl. 16:36
Ásthildur, ég get alveg verið sammála þér um að það þyrfti að gera átak í skuldavanda heimilanna.
Verðtryggingin hefur leikið margan grátt í kjölfar hrunsins svo og fall krónunnar.
En þú manst örugglega eftir misgengisárunum ca. 1983-5, þegar þúsundir heimila misstu allt sitt
Þá var launavísitalan fryst en lánskjaravísitalan lék lausum hala í verðbólgu upp undir 3ja stafa tölu
Þáverandi stjórnvöld voru margsinnis vöruð við alvarlegum afleiðingum, en sú ríkisstjórn aðhafðist
nákvæmlega EKKERT
Horfði á þúsundir heimila missa allt sitt
Hvaða ríkisstjórn var þá við völd ? ? ? ? ?
Ekki Alþýðuflokkurinn, ekki Kvennalistinn, ekki Alþýðubandalagið.... enginn vinstriflokkur
nei það var Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Þeim var skítsama um almenning og heimilin
... trúir þú því virkilega að þessir kónar hafi frelsast og breyst í jólasveina fyrir heimilin?
kommon... ef það eru einhverjir sem eru tilbúnir að taka almenning í þurrt veskið, þá eru það D&B
Páll Blöndal, 26.4.2012 kl. 16:38
Svo sannarlega Jóhann er bikar þessarar aumu ríkisstjórnar barmafullur af mistökum, hringlandahætti og áhersluvitleysistangi. Nú er bara komið nóg.
Páll þess vegna vil ég alls ekki fá Framsókn og Sjálfstæðisflokk aftur við völd, svo sannarlega eru þeir ennþá meiri úlfar í sauðagæru. Og mér dettur ekki í hug eitt augnablik að þeir muni hreyfa litlafingur til bjargar bónbjargarfólki, nema að hagnast á því sjálfir.
Þess vegna finnst mér eiginlega afskaplega dapurlegt að núverandi stjórnvöld eru með sínum asnastrikum að spila völdunum upp í hendurnar á þessum flokkum. Ég ætla rétt að vona að fólk beri gæfu til að þora að styðja við eitthvað af hinum nýju framboðum, þar er um nóg að velja bæði til hægri og vinstri. Eins og ég sagði það er komið nóg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 17:10
Ég var mjög sáttur við framboð Borgarahreyfingarinnar í síðustu kosningum,
en þau ollu vonbrigðum með innanbúðaátökum sem leiddu svo til klofnings.
ekki hægt að búast við miklu þar
... er einhver von til þess að hin nýju framboð standi sig betur hvað þetta varðar?
Páll Blöndal, 26.4.2012 kl. 17:49
Páll mín skoðun er sú að við verðum að fara að treysta fólki. 'Eg er sammála þér með að það var sorglegt hvernig Borgarahreyfingin brotnaði í spað. 'Eg þekki nokkra innan þeirra sem hafa verið að vinna að því að bæta og laga sitt manufestu. Og nú hefur þeim tekist að ná sáttum Hreyfingunni og Borgarahreyfingunni, það segir bara sína sögu um að það fólk hefur þó þann þroska að geta rætt hlutina og látið málefnin ráða en ekki persónulega hagsmuni. Þess vegna lít ég svo á að það framboð sem er í grunninn Hreyfingin, Borgarahreyfingin og Frjálslyndiflokkurinn hafa sameinast um það sem sameinar þau, sýna þann þroska að geta unnið sig út úr vandanum og sameinast um það sem sameinar en ekki sundrar. Þetta framboð er því nýtt í stjórnmálum, eins og reyndar Samstaða er, svo og Hægri grænir og lýðsæðishreyfingin hans Guðbjörns Guðbjörnssonar sem er með ESB á sinni stefnuskrá. Meðan hægri grænir eru algjörlega á móti. Samstaða og Dögun eru ennþá með hlutina opna að hluta til, þó ljóst sé að margir þar innan séu algjörlega á móti ESB aðild.
Við verðum bara að fara að þora að gefa nýjum framboðum tækifæri. Þessir gömlu flokkar eru fastir í sjálfum sér og samstöðunni um að breyta engu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 18:52
Var ekki Ólafur Ragnar fjármálaráðherra þá, og Steigrímur Hermannsson forsætisráðherra þegar hann sagði þessi fleigu orð "þeir voru að plata mig" þegar launavísitalan var fryst, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra með sín húsbréfa lán sem margir þurftu að selja sín húsbréf með allt að 30% afföllum.
Hörður Einarsson, 26.4.2012 kl. 21:58
Steingrímur Hermannsson sagði einhverntíman þegar hann var forsætisráðherra og það var kreppa að menn þyrftu bara að herða sultarólina og grjónagrautur væri bæði næringarríkur og hollur, það var eflaust rétt hjá honum. En Jóhanna og Steingrímur virðast ekki einu sinni reyna að ráðleggja fólki að borða grjónus né hafragraut, þau vilja ekkert af þessu fólki vita sem á ekki salt í graut. Þessari svokölluðu Norrænu velferðarstjórn er nákvæmlega sama um það fólk sem þarf ef til vill að borða grjónagraut í hvert mál til að halda lífi, meðan þau lifa í sínu hóglífi praktuglega og segja okkur að þau vilji jafnrétti, bræðralag og velferð lítilmagnans. Þvílík öfugmæli og þvílík hræsni er vandfundinn, og ennþá er til fólk sem virkilega heldur að þetta fólk sé bjargvættir þjóðarinnar. Say no more, say no more!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 23:45
Hörður, 1983-87 var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra.
Sú ríkisstjórn tók við af ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen þann 26. maí 1983.
Þá um vorið var launavísitalan tekin úr sambandi og strax vöruðu menn við afleiðingunum en ríkisstjórnin leyfði þessu bara að gerast.
Páll Blöndal, 27.4.2012 kl. 01:39
@Páll og fleiri: Ekki hagræða söguskýringum svona ofboðslega. Segðu söguna frekar alla. Ég man þessa tíma nefnilega mjög vel. Seinni hluti ríkisstjórnartíma Gunnars Thoroddsen var skelfileg. Og hverjir voru í þeirri ríkisstjórn ?
Víxlverkun launa og verðlags hefur aldrei verið meiri en á árinu 1982 og fram á árið 1983 áður en ríkisstjórn D og F tók þó mjög svo óvinsælu ákvörðun að taka úr sambandi vísitöluhækkun launa.
En á árinu 1982 og 1983 (og reyndar að hluta til einnig 1980 og árið 1981) gekk þetta þannig að þegar kom að 3 mánaða hækkun launa þá voru gerðar æfingar með vísitöluna - niðurgreiðslur auknar - til þess að lækka hana þannig að laun hækkuðu minna, en um leið og búið var að hækka launin þá slapp verðbólgan laus og næsta 3 mánaða tímabil varð mikið verra en það næsta á undan og svona gekk þetta koll af kolli þar til verðbólgan var komin upp í 134%
Munurinn þá og nú er að mjög fáir voru komnir með 100% verðtryggingu á húsnæðislánin sín. Ekki var búið að gefa vextina frjálsa (það gerðist reyndar í byrjun árs 1985, ef ég man rétt). Algengast var að fólk væri með lán sem voru verðtryggð að 30-40% hluta. Þannig lán voru til að mynda að hluta áhvílandi frá fyrri eigendum þegar ég keypti íbúð haustið 1985.
Hefði þessi óvinsæla aðgerð vorið 1983 ekki verið tekin þá hefðum við siglt beinustu leið í sama farveg og Simbabwe og Argentína hafa m.a. lent í með mörg hundruð prósent verðbólgu. Hvert þriggja mánaða tímabil hafði fram að þessu hækkað sífellt meira og meira og launahækkanirnar voru meira en farnar þegar þær komu og náðu engan veginn að halda í við verðlagið. Verðtrygging launa er eitt mesta bölið sem yfir okkur hefur dunið.
Hins vegar var vaxtafrelsisbreyting ríkisstjórnarinnar 1983-1987 gríðarlega þungt högg fyrir alla skuldara í landinu og á nánast augabragði tvöfölduðust allir vextir. Það þótti á þeim tíma t.d. gríðarlegir okurvextir að verðtryggðir vextir færu upp í 5% á almennum neytendalánum (sem reyndar hétu ekki neytendalán þá). Við værum í dag sennilega bara nokkuð ánægð með að vera með slíka vexti á verðtryggðu láni. En frá þessum tíma hefur vaxtamunur aukist stanslaust, útvextir hækkað og innvextir lækkað.
Ég man dæmi um óverðtryggða vexti frá þessum tímum þar sem innlánsvextir voru 42% og útlánsvextir 47% - Svona hlutfall sjá menn ekki í dag að það muni ekki nema 3,5% á ávöxtun útláns eða innláns (147/142 = 3,52%).
Jón Óskarsson, 27.4.2012 kl. 08:08
Jón Óskarsson, ég man þessa tíma mjög vel þar sem ég lenti í hremmingunum sjálfur
Að taka launavísitöluna úr sambandi en EKKI lánskjaravísitöluna, kostaði gríðarlega fjármagnsflutnig frá almenningi til fjármagnseigenda.
Þetta var svívirðileg aðgerð Sjálfstæðis-og Framsóknarmanna
Páll Blöndal, 27.4.2012 kl. 18:25
Varstu betur settur 1981-1983 ? Þegar verðlagið hækkaði meira en launin ? Verðbólga snarlækkaði eftir að þessi víxlverkun var tekin úr sambandi þó ekki tækist almennilega að koma böndum á hana fyrr en í kringum þjóðarsáttarsamningana.
Fjármagnsflutningar hófust við vaxtafrelsið sem vissulega var ríkisstjórn D og F að kenna. Ekki við það að taka launavísitöluna úr sambandi.
Jón Óskarsson, 27.4.2012 kl. 19:33
ég tek undir vonbrigði með núverandi stjórn í sambandi við skuldavanda almennra heimila. Ljót var þegar SJS skrifaði undir að vogunarsjóðir skyldu rukka húsnæðisskuldir Íslendinga, eins og kom fram í skýrslunni vorið 2011. Ég var fljót að segja mig úr VG og vil alls ekki fara í xS aftur!
Núna veit ég bara hvaða flokka ég kýs ekki næst, en ekki hvaða flokk ég kýs...
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.4.2012 kl. 22:35
Jón, "Varstu betur settur 1981-1983 ? Þegar verðlagið hækkaði meira en launin ?"
Já, reyndar voru allir betir settir 81-83 þegar víxlverkunin var á fullu.
[En óstöðugleiki og annað óhagræði var til trafala. Mjög erfitt var t.d að gera plön. Allt varð bara að reddast einhvernveginn.]
Verðlagið hækkaði meira en launin þegar launavísitalan var fryst, ekki áður en hún var fryst.
Þegar launavísitalan var fryst, fraus fasteignamarkaðurinn og erfitt var að selja,
lánin ruku upp svipað og gerðist nú í hruninu.
Svo talarðu eins og þjóðarsáttarsamningarnir hafi komið strax í kjölfarið og allt hafi lagast. Nei svo gott var það ekki
Þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir í kringum 1990 og var verðbólgunni þá fyrst komið undir tveggja stafa tölu,
7 árum eftir misgengisárin
Páll Blöndal, 28.4.2012 kl. 02:20
Anna mín þú ættir að skoða þessi nýju framboð sem eru að koma fram, Samstöðu og Dögun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2012 kl. 11:18
Ásthildur, ég get ekki séð að landslagið í pólitíkinni sé eitthvað að breytast að ráði
Jafnvel þó að eitt af nýju framboðunum fengi 10-15% þá þyrfti viðkomandi framboð að
vinna með einhverjum fjórflokkanna. Nýju framboðin eru of ólík til að geta unnið saman
auk þess sem kjósendur túlka stjórnarsamninga (með tilheyrandi eftirgjöfum) sem svikin loforð.
Páll Blöndal, 28.4.2012 kl. 14:14
Það kann rétt að vera hjá þér Páll. Við getum ekki vitað um neitt fyrr en nær dregur kosningum. Oft gefa skoðanakannanir til kynna um framhald.
En til dæmis Dögun og Samstaða eru ekki langt hvor frá öðrum, og ég sá ummæli frá Lilju um að það gæti allt eins orðið um samstarf þessara framboða þegar fram liði.
Mér finnst bara að það þurfi að fá nýtt blóð í brúna, fólkið sem nú trónir í öllum fjórflokknum er gjörsamlega í eigin fílabeinsturnum, nema Sigmundur Davíð og af einhverjum ástæðum fellur hann ekki í kramið.
Framtíðin er ekki glæsileg ef ekkert breytist hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2012 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.