22.4.2012 | 17:19
Gamlar myndir.
Mágur minn Jón Hreinsson er mikill grúskari. Í gær þegar ég var í heimsókn hjá systur minni kom hann með afar merkilega bók inn til okkar. Þetta er bók eftir Karl Óluf Bang, dönskum dreng sem kemur til Íslands og verður stjúpsonur Sigvalda Kaldalóns.
Svo segir á baksíðu: Göfugur öldungur, hátt á níræðisaldri, párar niður endurminningar, milli þess sem hann situr af ástúð yfir veikri konu sinni. Úr penna hans rennur heillandi frásögn, víðsýn yfir heila mannsævi.
Karl Oluf Bang lýsir lífi sínu í röð smásagna og blæmynda. Vitund hans vaknaði á munaðarleysingjahæli í Danmörku. Hann var felubarn, sem móðirin varð að dylja vegna fordóma tíðarandans. Hann minnist siglingar með gufuskipi til Íslands. Ólst upp í stórbrotinni náttúru við Djúp sem stjúpsonur tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns, en viss ekki hverjir foreldrar hans voru. Ég á eftir að lesa bókina, en það sem ég ætla að setja hér inn er mynd í bókinni af hænskakofa innan við Grænagarð, og spyrja þá gömlu sem oft lesa bloggið mitt hvort þeir muni eftir þessum hænsnakofa. Það væri fróðlegt að heyra meira um lífið hér frá Grænagarði og alla leið inn að Kúabúi. Það virðist hafa veri meiri byggð en maður vissi af.
Ekkert smámyndarlegt hænskahús, og bærinn þarna til hægri, hvaða hús var það. Er það grunnurinn sem er innan við Grænagarð?
Og af því að ég er með gamlar myndir. Hann sendi mér líka myndir frá Theodor Þorsteinssyni sem setti þær inn á bloggið sitt. Hér er ein af Seljalandsveginum
Er einhver sem man hvenæar þessi lögn var sett niður. Hér má sjá hluta af Stakkanesinu húsið hans Helga brúðguma, og húsið hans Jóakims. Fyrir utan Seljalandsveg 72 og Vinaminni. Kofinn þar fyrir ofan er sennilega kofi frá Kitta Gau.
Hér er svo Jóakim og Hét hún ekki Amalía? minnir það við keyptum oft hjá þeim egg. Í þá daga keypi fólk beint af býli, mjólk hjá Arnari löggu, egg frá Amalíu, Jóhönnu í Kristjánshúsi eða Rósu hans Eiríks Guðjónssonar.
En það væri gaman að fá svör.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2022362
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að sjá bernskuslóðirnar . Hún hét Rósa Jóhannesdóttir konan hans Jóakims, ég held þú getir verið að rugla saman nafninu hennar og Emilíu konu Jóns í Strýtu. Báðar góðar konur og áttu báðar hænur .
Dísa (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 18:40
Já Auðvitað Dísa mín. Þú er svo minnug. Nei ég var eiginlega ekki að rugla, minnti að hún héti þetta, en man vel eftir Emilíu hans Jóns frá Sléttu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 18:44
Grunnurinn fyrir innan Grænagarð er væntanlega af Karlsá en þar bjuggu afi og amma þegar pabbi var að komast á unglingsárin. Njörður P Njarðvík bjó á Grænagarði og var með þeim tvíburunum inn við Seljaland að skoða afleiðingar snjóflóðs þegar þeir horfðu á snjóflóð hrífa húsið á Karlsá með sér út í fjöru. Amma lifði af.
Njörður skrifar um þetta í sögunni "Rauð nótt, hvítur dagur" í smásagnasafni sínu sem ég man því miður ekki hvað heitir.
Kveðja, Vala Dröfn Hauksdóttir (Eggertssonar)
Vala Dröfn Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 20:40
Takk fyrir þetta Vala. En ég held að Karlsá sé innar en þessi grunnur. En það getur verið að ég hafi rangt fyrir mér. Þetta hefur verið rosaleg upplifun hjá tvíburunum og Nyrði. Pétur bróðir hans hefur stundum verið í sambandi við mig, vona að hann geti gefið upplýsingar frekar um þessi mál. Innilega takk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 22:08
Sammála með glæsileika hæsnahússins ;) Ótrúlegt hvað það var oft miklu meiri metnaður í byggingum í gamla daga. Veistu ca. hvaða ár myndin er tekin ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 22.4.2012 kl. 22:49
Nei ég veit það ekki, sennilega milli 1930 og 1940. Karl setur inn hrífandi lýsingu á uppeldi hænsnaunganna. En ég á eftir að lesa bókina. Það er bara svo ótrúlegt að þarna á þessu svæði sem er snjóflóðasvæði hafi verið svona myndarlegt hænsnahús Og ég hef aldrei heyrt um þetta fyrr en nú.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 22:54
Flestir, ef ekki allir, eru sagðir bera viðurnefni fyrir vestan. Þegar ég heyri eða sé athyglisverð viðurnefni vaknar oft forvitni mín að vita tilurð þeirra. Helgi brúðgumi?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2012 kl. 08:02
Maðurinn heitir eða hét Helgi Helgason, en var aldrei kallaður annað en Helgi brúðgumi frá því ég man eftir mér. Sennilega vegna þess að hann var tvígiftur. Það þurfti ekki oft mikið til, eins og maður sem var kallaður Siggi Syri, hann barðist við norðmann held ég var hér og felldi hann, var hann þá kallaður Siggi Syrefellir, síðan datt seinni hluti orðsins út og hann fékk viðurnefnið Siggi Syre. Sjómaður nefndur Björn kom að landi einu sinni örugglega sem oftar með fullfermi, aðrir höfðu ekki veitt neitt. Hvað er að tarna sagði sá gamli beitið þið grjóti eða hvað? Hann, synir hans tveir og allir niðjar fengu svo grjótanafnið, og blokk sem þeir smíðuðu við Fjarðarstræti á Ísafirði heitir Grjótaþorp. Svona er hægt að ávinna sér nöfn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2012 kl. 11:37
Það er virkilega gaman að þessum viðurnefnum. Þetta eru heljarinnar fræði og gaman væri ef einhver, sem hefur tímann fyrir sér, tæki sig til og skrásetti ósköpin. Mér er sagt Ásthildur, að þarna fyrir vestan hafi menn lítið þurft til að vinna, að skapa sér ævilangt viðurnefni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.4.2012 kl. 12:44
Einmitt Axel eins og þessar tvær sögur segja okkur þá hefur oft þurft lítið tilefni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2012 kl. 13:45
Ásthildur þú verður að lesa bókina eftir Karl Olaf,það var ekkert sældarlíf sem hann átti hjá Sigvalda Stefánssyni Kaldalóns,þó svo að Sigvaldi og Amma mín í föðurætt væru Systkynabörn þá var þá var Sigvaldi vondur við Karl Olaf og durtur mikill og skap maður, eins var Eggert Stefánsson Óperusöngvari bróðir hans.Ætt Sigvalda og mín var alin upp í Grjótaþorpi í Reykjavík við sárustu Fátækt,en svo snobbað og skapmikið að það sá ekki nema sjálfan sig.Afkomendur Sigvalda halda að það sé fínt að kalla sig Kaldalóns að eftir nafni. o svei...
Vilhjálmur Stefánsson, 23.4.2012 kl. 15:55
Helgi brúðgumi var þrígiftur og lifði allar sínar konur, hvað skyldu margir hafa slegið honum við síðan? Það þurfti ekki alltaf mikið. Ég gat skilið með alla Guðmundana og Sigurðana sem voru aðgreindir, en oft var tilefnið lítið og jafnvel snerust sum viðurnefnin upp í andhverfu sína eins og Sigg sálarlausa sem var svo kölluð Sigga sál til styttingar. Fólk var heppið ef það var bara kennt við makann eða heimilið .
Dísa (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 15:55
Takk fyrir þetta Vilhjálmur. Já ég er ákveðin í að ráðast í lestur á þessari bók.
Dísa var karlinn þrígiftur? það vissi ég ekki. Já það þurfti oft lítið til að fá á sig viðurnefni, sum voru mönnum erfið eins og Geiri Keila þessi elska átti alltaf í erfiðleikum við að sætta sig við þetta viðurnefni. En það var vegna þess að hann mundi ekki nafnið á fiskinum þegar hann var að vinna sem unglingur í Íshúsfélaginu, kallaði hann sleipa fiskinn. Við ættum að koma saman einhverntíman í sumar þegar þú kemur vestur og skrifa niður þau viðurnefni sem við munum og þær sögur sem eru í kring um þær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2012 kl. 17:01
það bjuggu hjó niður á Norðureyri, hún var kölluð Palla ponta og maður hennar hét Helgi. Hvað var hann kallaður? Veistu um deili á þessum hjúum?það var tekinn úr mér botlanginn á Skúkrahúsi Ísafjrðar 1952 þá gekk um ganga kona kölluð Imba knús. Veistu um deili á henni??
Vilhjálmur Stefánsson, 23.4.2012 kl. 19:51
Vilhjálmur ég var inn á Stakkanesi og þekkti afar lítið til í bænum eða utan hans. En ef til vill er einhver þarna úti sem þekkir þetta fólk og getur gefið upplýsingar um það hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2012 kl. 20:11
Hva! Fósursystir mín var skotin í Jóni Sú ,viðurnefnið vegna þess að hann var frá Súgandafirði
Helga Kristjánsdóttir, 24.4.2012 kl. 03:22
Sæl Ásthildur.
Ég get sagt þér alveg nákvæmlega hvar þessir grunnar eru. innan við gömlu vegamót Skíðavegarins, Þeir eru neðan við Seljalandsveginn íbúðarhúsið (litla húsið )er nánast á háhæðinni þar sem sumarbústaður Kjartans beykis var ofan við veginn, Guðmundur Bárðarson átti hann þegar ég man eftir hænsnahússgrunnurinn er aðeins innar og sést ágætlega vor og haust áður en hann fer á kaf í gróður. Þarna er töluvert af kornblómi sem blóstrar fallega bláum blómum.
Kveðja Magni
Magni Örvar Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.