21.4.2012 | 14:06
Úr viðskiptablaðinu. Pólitísk kúvending.... eða þannig.
Sá þessa frábæru grein í Viðskiptablaðinu. þ.e. tilvitnun í hana á Eyjunni svo rétt sé farið með.
"Hér má finna ágætan rökstuðning í tíu liðum gegn veiðigjaldi höfundinn þekkja flestir.
Mikið er fjallað um sjávarútvegsmálin þessi dægrin enda tilefni til. Týr fylgist með öllu því sem ritað er, bæði rök með og á móti fyrirliggjandi frumvörpum Steingríms J. Sigfússonar um breytingar á veiðigjaldi og stjórn fiskveiða. Á meðal þess efnis sem Týr hefur lesið er þessi ágæti rökstuðningur í tíu liðum gegn veiðigjaldi:
***
1. Álagning veiðigjalds er einhvers konar brúttóskattur eða veltuskattur. Við höfum verið að hverfa frá því að leggja á veltuskatta.
***
2. Skatturinn er óréttlátur m.t.t. byggðanna í landinu. Þar sem útgerð vegur þungt kæmi þessi nýi skattur harkalega niður.
***
3. Í ljósi þess að fjölmargar atvinnugreinar nýta með einhverjum eða öðrum hætti sameignir þjóðarinnar, án þess að því fylgi sérstök skattlagning, er útilokað að leggja þennan skatt á sjávarútveginn eingöngu.
***
4. Margir hafa gleymt því að sjávarútvegurinn er skuldugur. Ástæðan er sú að sjávarútvegurinn hefur þurft að fjárfesta, en á því sviði var hann orðinn mjög sveltur og er nærtækast að líta á aldur flotans í því samhengi.
***
5. Sjávarútvegurinn keppir við ríkisstyrkta grein í nálægum löndum.
***
6. Sjávarútvegurinn hefur mikla þörf fyrir að geta fjárfest á komandi árum. Það þarf að endurnýja flotann sem er orðinn alltof gamall.
***
7. Öflug sjávarútvegsfyrirtæki með góða afkomu til fjárfestinga eru helsta, nánast eina, von landsbyggðarinnar. Þessi liður einn nægir mér til að vera algjörlega andvígur veiðigjaldi.
***
8. Veiðigjald myndi líklega leiða til samþjöppunar og fækkunar eininga; möguleikar smáfyrirtækja og einyrkja yrðu minni. Fjölbreytni myndi tapast.
***
9. Sjávarútvegurinn yrði síðri fjárfestingarkostur með veiðigjaldi. Það yrðu minni líkur á arði og það sem mestu máli skiptir hér eru fælingaráhrifin.
***
10. Það eru að mínu mati til margar miklu betri leiðir til þess að leysa þau vandamál sem stuðningsmenn veiðigjalds telja að eigi að leysa með veiðigjaldi. Því þá að fara út í þessi ósköp?
***
Þetta eru ágæt rök og eiga vel við í dag. Þau voru samt ekki skrifuð í dag. Þau voru sett á blað árið 1997 og birt, og höfundurinn er Steingrímur J. Sigfússon. "
Já svo mörg voru þau orð. Hverjar voru þessar aðrar lausnir sem þú varst að tala um þá Steingrímur? í spurningu númer tíu?
Ertu jafnvel til í að hlusta á aðra flokka sem eru að gera tillögur að nýrri fiskveiðistefnu eins og til dæmis Hreyfinguna?
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 2022360
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásthildur, það eiðirleggur síðuna hjá þér að vera með myndir af þessum hjúum..
Vilhjálmur Stefánsson, 21.4.2012 kl. 14:14
Hahaha til þess eru vítin að varast þau Vilhjálmur minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2012 kl. 15:15
Þau eiga HEIMSMET í vandræðagangi og vitleysu..................
Jóhann Elíasson, 21.4.2012 kl. 16:40
Fyrir bærið er nefnt vingull á Íslensku og til að átta sig á því við hvað er átt þá var nafni hans Hermannsson líka vingull því hann kunni ekki að stjórna nema með sértækum aðgerðum en hann var samt ekki óþokki eins og þessi Steingrímur sem er miklu skárri hvað það varðar. Stærstu og afdrifaríkustu afrek vingulsins siðblinda og staðreyndarvillta eru alveg framúrskarandi árangur í atkvæða þjófnaði og ósannsögli. Þessir kostir hafa honum dugað vel í samstarfi við Jóhönnu Sigurðardóttur en hún veit ekki neitt svo það skipir ekki máli eða þannig.
Hrólfur Þ Hraundal, 21.4.2012 kl. 22:18
Tek undir það með þér Jóhann, þetta er vissulega heimsmet í vandræðagangi og vitleysu.
Sammála Hrólfur Steingrímur Hermannsson var sveitamaður í sér útundir sig og snjall en ekki svona svikari eins og Steingrímur J. Hann á allann þennan skít sjálfur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2012 kl. 22:51
Já það er jafn auðvelt að vera sammála Steingrími J. og ósammála, maður pikkar bara út það sem hentar ;-)
Ég er nokkuð sammála þessari 97 útgáfu en af hverju hefur S.J. breytt sinni skoðunn,hafi hún í raun verið nokkur, við skulum kanski frekar segja sínum málflutningi?
Hugsum okkur að við værum nú komin í hið háheilaga ESB. Þá væri miklum erfiðleikum bundið að takmarka við þjóðerni hverjir veiða fiskinn við Ísland. Þýskt útgerðarfyrirtæki gæti sem best veitt hér jafnvel með aðstöðu í Þýskalandi. Hvert greiðir þetta fyrirtæki svo skatta? Jú náttúruega til Þýskalands en ekki Íslands. Arðurinn af auðlindinni væri sumsé farinn, hún töpuð okkur Íslendingum eftir alla baráttuna og alla fyrirhöfnina. Til að koma í veg fyrir þetta augljósa ginnungagap sem við dyttum ofan í sem þjóð við aðild að ESB þá þarf jú að koma á veiðigjaldi. Ekki það að trúlega er það bara enn ein (sjálfs-)blekkinging. Þegar tímar líða og farið að berja ESB enn betur saman þá yrði svona "þjóðremba" eins og veiðigjald til fárra útvalinna bönnuð. Trúlega með íslensku kratana í broddi fylkingar hverra forystumenn sæju sýnum hag betur borgið við kjötkatlana í ESB, skítt með lýðinn.
En hvar kemur hinn vinnusami flestramála ráðherra okkar inni í þetta dæmi? Vill hann fara í ESB? Vill hann veiðileyfisgjald? Það held ég að séu spurningar sem koma málinu ekki við svo skrítið sem það nú er. Hann vill og vildi VÖLD,argur og bitur eftir áralangt slítandi karp í stjórnarandstöðu, stöðugt hrópandi:"Úlfur,úlfur", þar sem enginn vildi hlusta! Svo kom úlfurinn og þá kom tækifærið, reyndar með því að svíkja sitt aðal kosningaloforð til að hin huglausa,hugmyndasnauða og ráðalausa Samfylking (sem sá ekkert nema ESB umsókn jafnvel þó þar væri allt í hershöndum) snéri sér nú ekki að einhverjum öðrum flokki. Svo þegar hann komst að, þá var nú ekki verra að tryggja að úlfurinn æti og limlesti sem flesta til að sanna hvað menn voru vitlausir að trúa honum ekki á sínum tíma. Heimilin, skuldarar, þetta lið gat nú bara sjálfu sér um kennt.
Ég er farinn að halda að þetta auðlindagjaldsvesen allt sé tómt lýðskrum og blekking. Af hverju ekki að notast við það tekjujöfnunar og tekjuöflunarkerfi sem okkar þjóð hefur nú þegar, skattinn? Ef þessari þjóð bæri nú gæfa til að hætta að hlusta á lýðskrumara og smáskamtalækna úr öllum flokkum en tæki sig saman í andlitinu og einfaldaði skattkerfið og færi að greiða sína skatta með stolti. Héldi sig utan við ESB með sínar auðlindir en hefði þess í stað heiminn undir í sínum viðskiftum, þó þannig að hún bæri virðingu fyrir öðrum þjóðum en þó helst af öllu virðingu fyrir sjálfri sér, ja þá færi þetta nú eitthvað að lagast.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 09:43
Flottur pistill hjá þér Bjarni. Já maður spyr sig hver er grunnurinn að þessari orðabreytingu eins og þú svo réttilega. Og hættan við inngöngu í þetta samand er æpandi fyrir hvern þann sem hugsar um þjóðina og landið sitt. Stundum hef ég það á tilfinningunni að þeir sem hér hæst gapa og verja ríkisstjórnina séu með einhverja allt aðra mynd í huga af föðurlandi sínu og þjóð en hennar heill og velferð. Takk fyrir þitt góða innlegg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.