Myndir frá Ísafirði og Kristinn H. Lyginni líkast.

Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður frá Bolungarvík skrifar oft kjarnmikla pistla á vef sinn kristinn.is

Ég hef lesið þessa pisla og ég ætla að birta einn þeirra hér, þann nýjasta.  Með góðfúslegu leyfi Kristins.

Það er lýginni líkast...

16. apríl 2012

Það er lýginni líkast, að báðir stjórnarflokkarnir sögðu fyrir kosningar að kvótakerfið væri svo ranglát að það yrði að leggja það niður og taka upp nýtt kerfi, en núna vilja þeir framlengja sama kerfi til a.m.k. næstu 20 ára.


Það er lýginni líkast, að báðir stjórnarflokkarnir sögðu fyrir kosningar að tryggja yrði jafnræði milli aðila í aðgengi að auðlindinni með nýjum almennum reglum, núna leggja þeir til að 95% kvótans fari til sömu aðila og hafa hann nú.


Það er lýginni líkast, að báðir stjórnarflokkarnir sögðu fyrir kosningar að leiga á uppboðsmarkaði yrði meginreglan við endurúthlutun kvótans til þess að ná fram jafnræði, núna leggja þeir til að einungis 3% kvótans verði leigt á kvótamarkaði.

Það er lýginni líkast ,að stjórnarflokkarnir vilja gefa kvótahöfunum almenna tryggingu með 15 ára uppsagnarákvæði , sem má þó fyrst beita eftir 5 ár, en í núverandi kerfi er hvenær sem er hægt að breyta kvótaúthlutuninni.


Það er lýginni líkast, að stjórnarflokkarnir sögðu að tryggja yrði eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni, en núna ætla þeir sér að afnema rétt Alþingis næstu 20 árin til þess að breyta kvótalögunum bótalaust.


Það er lýginni líkast, að fyrir kosningar sögðu stjórnarflokkarnir að fara yrði að áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá desember 2007 um alvarlegan skort á jafnræði aðila til veiðiheimilda, núna segja stjórnarflokkarnir að jafnræðið sé uppfyllt í sama kerfi, vegna þess að strandveiðarnar eru opnar öllum, um 1,3% heildarkvótans.


Það er lýginni líkast, að stjórnarflokkarnir sem sögðu að einn versti galli kvótakerfisins væri sá, að handhafar kvótans geti selt kvótann burt úr sjávarbyggðunum hvenær sem er og hvert sem er , vilja vilja núna að þetta verði áfram hægt.


Það er lýginni líkast, að þeir sem sáu fyrir kosningar að ólíðandi er fyrir alþýðu manna að vera háða og undirokaða fáeinum handhöfum kvótans á Íslandi um atvinnu sína og afkomu skuli í nafni jafnaðarmanna ætla sér að kalla fram að nýju 19. aldar þjóðskipulag , þeirra sem eiga og ráða og hinna sem þegja, vinna og hlýða.


Það er lýginni líkast, þegar meirihluti kjósenda leiddi deiluna um kvótakerfið til lykta í síðustu alþingiskosningum og veitti stjórnarflokkunum umboð sitt á þeim grundvelli sem þeir lögðu fram, þá ákveða flokkarnir að framfylgja í forherti mynd stefnuninni sem var hafnað.


Það er lýginni líkast stjórnarflokkarnir sem vilja að þjóðin ákveði úrslit í stórum málum með almennri þjóðaratkvæðagreiðslu ætli sér núna að sniðganga þjóðina í einu stærsta deilumáli þjóðarinnar og binda hendur hennar til næstu 20 ára.

Það er lýginni líkast, að flokkarnir bera fram skýra stefnu fyrir kosningar, en snúa henni á rönguna eftir kosningar og finnst ekki einu sinni að það þurfi gefa kjósendum sínum skýringar hvað þá að biðjast afsökunar á vanefndunum.


Já, þetta er svo sannarlega lýginni líkast, en því miður allt satt.
Góður Kristinn.
En ég ætla að birta hér nokkrar myndir síðan í fyrradag í góða veðrinu þá.
IMG_2933
Þessar er mest fyrir brottfluttu ísfirðingana sem hafa gaman af að skoða
myndirnar mínar.
IMG_2934

Snjórinn hefur farið mikið undanfarið eins og sjá má.

IMG_2935

Takið eftir lognkyrrunni á pollinum, þar sem fjöllin speglast svo fallega.

Og sem betur fer geta unglingar ennþá leyft sér að vera bara unglingar og skemmta sér í góðu veðri.  Yndæl og falleg.  Eigið góðan dag. Heart

IMG_2936


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæl vertu Ásthildur; Verð að segja að ég átti ekki von á að lesa svona eftir Kristinn H. Gunnarsson. En þetta gat hann og er það flott.

Það er gott að menn sjá hverslags svik eru framkvæmd í dag á þessu blessaða Alþingi, en seint þar sem þeir eru ekki sjálfir þar. Allavega var ég aldrei stuðningsmaður Kristins, en hann má eiga það að hann getur verið góður stundum.

Við skulum svo vona að það finnist lyf við þessum heilkennum sem virðast hrjá stuðningsmenn stjórnarflokkanna og fyrir flokksmenn líka að sjálfsögðu.

Með kveðju af suðvesturhorninu (Keflavík)

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 17.4.2012 kl. 11:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Ólafur, já við skulum vona að það finnist lyf við þessum fjanda.  Kristinn hefur beitt sér mikið fyrir breyttri stefnu í sjávarútvegi.   Þessi pistill hans er bæði góður en líka sláandi og á mannamáli.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2012 kl. 11:55

3 identicon

Rosalega flottar myndir

Dísa (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 12:54

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2012 kl. 13:04

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Fegurð' Fjallanna við Djúp svíkur engan,Æska mín var í faðmi þeirra og þakka ég Almættinu fyrir það,þakka þér fyrir fallegar myndir...

Vilhjálmur Stefánsson, 17.4.2012 kl. 23:17

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Langar að ryfja upp hvernig þetta byrjaði allt og endaði svo. Ég man þegar Guggan var stolt Vestfjarða. Nú þrýsta menn á Dýrafjarðargöng,það hlytur að vera hægt og Norðfjarðargöng einnig. Miðað við orð Steingríms,þegar deilan um Icesave-Svavars stóð sem hæst. Þá voru nægir peningar til þetta átti að vera nokkuð létt. En Hrafnseyrarvegurinn er mjög snjóþungur,eins og þetta var mikil samgöngubót á sínum tíma,ég var þar nokkur sumur í tjaldbúðum vegavinnumanna með frænku minni,því pabbi hennar var verksstjóri.Já Þau eru falleg fjöllin,hvað það hefur þurft að vinna við erfiðar aðstæður eins og t.d. að Hjöllum í (skötufirði?) þar er snarbratt,mágur minn ólst þar upp,þá var enginn sem hefti fiskveiðar,sem var mikil bubót,þeim sem komu sér upp skektu.

Helga Kristjánsdóttir, 18.4.2012 kl. 01:25

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín er ánægjan Vilhjálmur minn. 

Já víst er það svo Helga mín Guggan alltaf gul og sona.  það eru nægir peningar til fyrir sumu, ýmsum gæluverkefnum stjórnvalda eins og Vaðlaheiðargöngum, Hörpu og slíku. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2012 kl. 10:44

8 Smámynd: Kidda

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

ÞAð er margt sem er lýginni líkast, bæði það sem tilheyrir þessum sérflokki sem pólítíkusar eru í. Og svo er það fegurð fjallann og fjarðanna á vestfjörðum en það er þó sönn fegurð.

Vona að dagurinn verði fallegur hjá þér og góður. <3

Kidda, 19.4.2012 kl. 10:19

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Kidda mín.  Hann allavega lofar góðu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2012 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2021764

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband