Á ferð og flugi - á alla kanta.

Undanfarna daga hefur veðri verið dásamlegt hér fyrir vestan sól og blíða.  Notalegt.

IMG_2794

Þetta er reyndar Noregur.  En það var gott veður þar líka þó snjórinn væri ekki farin og ís á öllum vötnum.

IMG_2805

Þá voru þessar elskur komnar á kreik og hoppuðu og skoppuðu í trjánum.

IMG_2784

Og fólkið í blokkinni settist út með kökur og kaffi og spjölluðu um heima og geima.

IMG_2786

Og Sólveig Hulda vill endilega að afi lesi fyrir hana skemmtilega bók. Hér eru þau með Einar Áskel.

IMG_2790

Meðan húmið sígur yfir Nittedal og ljósin kvikna eitt af öðru.

IMG_2806

En heima var rok og rigning og það ekkert smá. Hér er starfsfólk Bónus í Borgarnesi að fjarlægja fánana svo þeir fjúki ekki á haf út.

IMG_2812

Það var mikið basl eins og sjá má. Ég hafði geymt bílinn minn í Keflavík hjá B&B það er svo ljómandi gott að gista þar og fá geymslu fyrir bílinn.  Svo var brunað af stað. Hitti elskulega vinkonu mína Dísu í Mjóddinni, er afar illa við að aka í Reykjavík, en komst þangað skammlaust. Fengum okkur kaffi og með því hjá bakaranum sem þar er. Svo var lagt af stað út í óveðrið. Það sló upp í 42 metra á sec á Þröskuldum og 40 m. sek á Steingrímsfjarðarheiði. Ég ríghélt í stýrið því þó bíllinn minn sé ekki stór, þá kippti vindurinn harkalega í hann alla leiðina.

IMG_2813

Það var samt falleg sjón sem blasti við á ströndunum.

IMG_2817

Hólmavíkin.

IMG_2818

En nú held ég að gömlu ísfirðingarnir mínir séu orðnir forvitnir um snjóalögin hér hjá okkur, ég ætla að birta myndir í kvöld eða á morgun af því falllega veðri sem hér er þessa dagana.

Langar samt að segja ykkur eina frábæra sögu. Vinkona mín og samstarfskona til margra ára droppaði við í gær. Ásthildur þessa mynd verður þú að sjá sagði hún brosandi.   Unnar Þór sonur hennar hafði farið upp í hlíð hér fyrir ofan með syni sínum. Þeir komu að stórum steini, og það var geinilega eins og dyr og jafnvel gluggar á steininum. Í galsa bönkuðu þeir feðgarnir á dyrnar og síðan tók pabbinn mynd á símann sinn. Þegar þeir komu heim og sýnu mömmu, hrópaði hún sjáðið dvergurinn hefur þá komið út!

Dvergur í steini 001

Hann sést greinilega á þessari mynd.

Dvergur í steini 002

Ég birti þessar myndir með leyfi Höfundarins Unnars Þórs Reynissonar.

En eigið góðan dag elskurnar. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég sé oft myndir samt ekki endilega kynjamyndir er ég horfi á landslag. Þessi hans Unnars er með kítt andlit í miðri mynd. Trúirðu því,ég átti eftir að lesa skrifin undir myndinni,þegar ég skrifaði upphafsorðin. Hugsaði ég verð að flýta mér,það er beðið eftir mér en vildi skrifa þetta núna. Síðan fékk ég þanka,kanski verður myndarinn leiður og fór að lesa,nákvæmlega það sama nema það var dvergur. Hleyp út,verður örugglega sagt varstu að atast í pólitík?? HA,ha, já.

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2012 kl. 12:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann er ansi greinilegur dvergurinn þarna  Alma segir mér líka að sonur hennar hafi ekki séð neitt svona í berginu þegar hann tók myndina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2012 kl. 12:56

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hélt fyrst að þetta væri Steingrímur sem væri nú gengin í klettana, svo sá ég að þessi var svo krúttlegur.... þá ekki hann

Sigurður Þorsteinsson, 16.4.2012 kl. 13:03

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi er nú miklu hárugri en Steingrímur og eins og þú bendir á miklu krúttlegri. Annars má leiða getum að því að Steingrímur og kó hafi gengið í björg, en það eru ESBbjörg sem hann hefur glapist á og ratar ekki út úr.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2012 kl. 17:18

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurður Þorsteinsson, 16.4.2012 kl. 19:38

6 Smámynd: Kidda

Hélt að efsta myndin væri tekin hjá þér. En það fer ekkert á milli mála að dvergur eða huldumaður er í steininum ;)

Knús í kúlu.

Kidda, 16.4.2012 kl. 20:40

7 identicon

Já, hann sést greinilega. En ekki finnst mér hann nú smáfríður. En myndin er mjög flott . Takk fyrir góð ummæli, þetta var góð stund þó ekki væri hún löng

Dísa (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 22:47

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kidda bara spurning hvað hann heitir, ég ætla að fara þarnað og skoða og vita hvort ég fær nafnið hjá honum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2012 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2021764

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband