Viljum við láta setja okkur niður á hnén?

ESB vill íslendinga niður á hnén segir Ögmundur, held að hann hafi rétt fyrir sér. En Ögmundur þegar maður segir A, þarf B að fylgja ef málflutningurinn á að vera trúverðugur. 

Jafnvel í háalvarlegum málum eins og þessu getur þessi ríkisstjórn ekki talað einum rómi. 

 

Utanríkisráðherra vill bara halda þessu til streitu. 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/04/12/ekki_rett_ad_haetta_vidraedum/

Eða samflokksmaður Ögmundar, Árni Þór

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/04/12/ekkert_sem_kemur_okkur_a_ovart/

Hefur einhver séð orð frá Landbúnaðar, sjávar og viðskiptaráðherra? þið vitið þessi sem hleypur á fjöll þegar þarf að kjósa um mikilsverð mál, eða fer í reisur til útlanda til að flekka ekki sitt góða orðspor af einhverju óvinsælu? Þetta mál er sennilega bara ekki á hans könnu.....

En svona þegar maður les fréttina um þessa ósk ESB og viðbrögðin við henni þá tel ég að nú sé fokið í flest skjól fyrir þessa ríkisstjórn.

Ef ég þekki þjóðina mína rétt þá sýnir hún ekki tennurnar nema þegar hún er komin út í horn, og þegar á að valta yfir hana með skítugum skónum. En þá bregst hún við. Og það er að gerast núna, aðeins hörðustu stuðningsmenn ESB reyna að láta sem ekkert sé, eða jafnvel að ESB ætli með þessu að bjarga þjóðinni, hvaðan sem það kemur nú.  Hef ekki orðið vör við að þeir hafi neinn áhuga á þjóðinni sem þjóð heldur aðallega auðlindunum sem hér eru of miklar fyrir örfáar hræður tekniklý spíking.

Sumir spyrja sig hvað ESB kommisararnir eru að hugsa. Sumir telja að þeir séu að reyna að slíta viðræðunum, sem eru orðnar pínlegar og erfitt að vinda ofan af með litla tungulipra rakka snuðrandi og sleikjandi skóna þeirra.  Aðrir telja eins og Ögmundur hér að verið sé að þvinga okkur niður til að minnka mótspyrnu og nauðga okkur inn. 

Það verður auðvitað hver að draga sína ályktun af þessu máli.  En í mínum huga er það bara svo að sambandið hefur sýnt mikil klókindi og þrautseygju við að koma landinu inn.  Það er nefnilega ákveðin mótsögn í því að þeir vilji enda þetta framsalsmál, því af hverju ættu þeir þá að koma hingað með heljarbákn sem kallast Evrópustofa og nota gífurlegt fjármagn í áróður fyrir aðild?

Þeir hafa líka dregið lappirnar í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum, því þeim er alveg ljóst að þar steytir verulega á. Þess vegna má ekki ræða þau mál meðan íslendingar hafa ekki bitið á agnið, þetta er eins og laxveiðar tel ég, þó ég hafi aldrei veitt lax. Þreyta fórnarlambið þangað til að er endanlega fast á önglinum og þarf að samþykkja hvað sem er. 

Reyndar verð ég að viðurkenna að óskin um þetta fjármagn kom frá Jóhönnu og Össuri í upphafi, það kom fram í pistli Björns Bjarnasonar, þegar hann fór til Brussel og Berlínar að kynna sér þessi mál.  Þá var komið til tals að setja þetta fjármagn í að kynna esb á Íslandi, hann spurði hvort þetta stangaðist ekki á við íslensk lög.  Og svarið sem hann fékk var eitthvað á þá lund; Íslensk stjórnvöld báðu um þetta, og ef þau þekkja ekki íslensk lög þá er það ekki okkar mál.

Þetta sýnir enn og einu sinni sleikjuhátt og undirlægju við erlend stjórnvöld og samtök.  Heimóttarskapurinn og skortur á stolti fær mann til að skammast sín niður í tær yfir þessum stjónrvöldum.

Ekki skorti nú kjaftinn og klærnar þegar fólkið var í stjórnarandstöðu, ekki skorti yfirlýsingar núverandi landsjávarog viðskiptaráðherra um hans álit á AGS, ESB og útrásarvíkingum, og ráðaleysi fyrrverandi ríkisstjórnar, eða þegar hinn flokkurinn talar eins og hann hafi hvergi nærri komið ríkisstjórn fyrr en þeir byrjuðu með VG. 

Það er líka merkilegt að þeim hefur tekist að klína mest öllu á VG sem aflaga fer, hrekja það fólk frá sem hefur eitthvað bein í nefinu, en þykjast hvergi nærri hafa komið.

En þögn Steingríms J. er æpandi í öllum þessum darraðadans sem nú stendur yfir.

Sýnir svo ekki verður um villst að gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.

En nú þurfa menn að skoða sín mál vel og ákveða hvort við viljum láta þvinga okkur niður á hnén, og láta Golíat sigra, eða stappa niður fótum standa keik og teinrétt og ef út í það fer sem ég vona ekki að falla með sæmd. 

Eigið góðan dag.


mbl.is Segir ESB vilja Íslendinga niður á hnén
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr,heyr, Ásthildur!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 12:22

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gott mál hjá þér Ásthildur.  Sniðugt með Vinstri Græna að það er alveg sama hvað þeir gaspra að þegar þeim er skipað þá hlíða þeir og það gerir Ögmundur.

  

Hrólfur Þ Hraundal, 12.4.2012 kl. 12:30

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér finnst það liggja í augum uppi að "órólega" deildin í VG (WC) er að róast og Gunnarsstaða Móri og hlaupatíkur hans láta fara lítið fyrir sér í þeirri von að hinn almenni kjósandi  átti sig ekki á því að "andstaðan" við INNLIMUN Í ESB var bara kosningabragð. Nú eru villikettirnir farnir að mala í fanginu á Heilagri Jóhönnu.........

Jóhann Elíasson, 12.4.2012 kl. 12:32

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið drengir, já hve langt er hægt að lúta til að þjóna eigin öryggi og græðgi?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 13:05

5 identicon

Heil og sæl Ásthildur Cesil; líka sem og, aðrir góðir gestir, þínir !

Um leið; og ég þakka þér - sem þeir hinir, óbilandi varðstöðu þína, Ásthildur Cesil, vil ég minna þig á, að SPARKA hressilega, í Dögunar- og Samstöðu liðin - hvorugt þeirra hafa gefið út eindregna andstöðu, við ESB svikavef Össurrar, og hans hyskis, fornvinkona góð.

Með Byltingarkveðjum góðum; öngvu að síður, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 13:33

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Algjörlega sammála þér, Ásthildur. Það virðist alveg sama hvað ESB sparkar í málstað ESB sinnana; þeir láta sig hafa marblettina og brosa bara breitt. Biðja jafnvel um meira...

Fyrir mitt leyti kýs ég þó frekar fruntaskap ESB en fleðulæti. Svona með samanburði við annars konar tilhugalíf, þá þætti mörgum eflaust betra að fá höggin fyrir en eftir samþykkið fyrir altarinu.

Kolbrún Hilmars, 12.4.2012 kl. 14:08

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Óskar, ég hef verið að hugsa um einmitt að spyrjast fyrir hvað dvelji orminn langa.  Ætla mér svo sannarlega að ýta við þeim.

Nákvæmlega Kolbrún ég vil frekar dónaskap en fleðulæti, maður veit hvað maður hefur þann sem verður reiður og öskrar, en ekki hvar maður hefur þann sem bara brosir framan í þig og snýr sér svo við og gerir eitthvað allt annað.

Þessi fleðulæti Össurar og kó eru gjörsamlega óþolandi fyrir stolta þjóð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 16:04

8 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvernig er hægt afmá hevítis falsglottið á Össuri ræflinum og svikara? Nú þíðir engin vetlingatök á þetta hiski sem situr við Stjórvöld..Ég get ekki séð neinn á þingi sem getur stuggað við þessum óþokkum.Við þurfum kosningar strags.En þá kemur spurning..Er nokkur í augsýn með viti sem er hægt gefa atkvæðið sitt??

Vilhjálmur Stefánsson, 12.4.2012 kl. 16:35

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Framsókn hefur verið að standa sig nokkuð vel.

Ef flokknum tekst að sannfæra kjósendur um að gömlu eiginhagsmunaseggirnir hafi þar ENGIN áhrif lengur, yrði Framsókn vænlegur kostur í næstu kosningum.

Kolbrún Hilmars, 12.4.2012 kl. 17:11

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott Ásthildur! Ég hef haft mig í frammi á faecinu núna,nýti allt sem Loftur Altice úr litla mótmælaflokknum okkar ,,Þjóðarheiður,, sýnir. Hann kann góð skil á lögum og reglum ESB. Þarna er einnig grein úr Pressunni sem heitir "Blessuð sé minning hennar" þar á höf. við aðildarumsóknina. Sammála þér Kolbrún, Framsókn hefur ekki gefið tommu eftir,ætti því að verðskulda fyrir einurðina. Ef þú þekkir þjóð þína rétt Ásthildur, þá! Ég er farin að urra allavega.Kveðja til allra hér.

Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2012 kl. 18:35

11 Smámynd: Sólbjörg

Rétt Ásthildur góður pistill og hví þessi þögn Steingríms. Hann er eins og hræddur héri því það er að fjara undan stjórninni,meira að segja Össur er skjálfmæltur og skelkaður í fréttatíma kvöldsins. Það er ekki mögulegt að reysta í neinu á ríkistjórn sem er eins og fjármála dópfíkill sem selur sig fyrir erlent auðmagn.

Hvað þarf þjóðin að gera til að boðað verði til þingkosninga?

Undirskriftir? Kröfufundi? Kæru á ráðherranna fyrir aðgerðaleysi við að gæta hagsmuna okkar? Ef ekkert er aðhafst en bara talað og skrifað er öll þjóðin með "Ögmundarheilkenni".

Sólbjörg, 13.4.2012 kl. 00:04

12 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Góður pistill Ásthildur !

Og "greining" þín á VG athyglisverð og ekki minnst trúverðug, en svo ert bæði þú og aðrir nokkuð ráðviillt varðandi Samfylkinguna, og ég lái ykkur það ekki, eitt er að við sem erum eldri en "tvævetur" vitum nokkurnveginn hvernig pólítíkusar hugsa, tala og haga sér, ekki alltaf eins og maður gjarnan óskar, en svo lengi sem þeir vinna fyrir sína umbjóðendur og komast að samkomulagi um hlutina eftir styrk og stærð þess umboðs sem þeim er gefið af þjóðinni, erum við venjulega nokkuð sátt við þá, hitt er svo annað þegar ómögulegt er að henda reiður á hvað og hversvegna þau gera og haga sér eins Samfylkingin gerir núna, hrinda frá sér öllum bæði samstarfsfólki á þingi og þjóðinni annars, en inn á milli beðið um samstöðu, samstöðu um að taka upp aðra mynt en krónuna (Jóhanna um daginn) samstöðu um að æða áfram í aðildarferlinu þrátt fyrir aðför ESB í bæði makríldeilunni og nú Icesave réttarhöldunum Mörður í bloggi sínu á eyjunni í gær, þá verðum við bara að geta okkur til um hvatirnar að baki.

Svona í nafni "alhæfingar", er mín skilgreining á reyndum pólítíkusi svona:

Pólitíkus er persóna, valin af ákveðnum hluta kjósenda til að framkvæma og framfylgja þeim málum sem hann lofaði sínum umbjóðendum, allavega gera eins vel og kostur er að ná samkomulagi um þau mál og berjast fyrir því að hag þjóðarinnar (sinnar þjóðar) sé gætt í hvívetna, þegar pólítíkusi mistekst þetta, kemur hann/hún næstum aldrei fram og biðst afsökunar á því að þetta ekki tókst, heldur "reykleggur" allt saman og kennir einhverjum öðrum um, þegar vel tekst gerði hann/hún þetta allt saman á eiginn spítur.

Og svona er þetta bara við verðum líklega að lifa við það, en auðvitað er þetta "gen" missterkt í hinum ýmsu kjörnu fulltrúum, en svo aftur MJÖG áberandi í öðrum, hversvegna þeir sem eru  mest áberandi í þessu veljast gjarnan í krataflokkana, veit ég ekki, en sé bara svo er, og ekki bara á Íslandi.

Það hefur í raun aldrei verið auðveldara að vera í stjórnarandstöðu á Íslandi en núna, svo leikurinn ætti að vera auðveldur fyrir bæði Íhald, Framsókn og hin nýrri framboð, Hreyfinguna og Samstöðu, en stað þess að nýta sér það til fullnustu, þá eru þessir líka með í leiknum, að "reykleggja" karpa um allt og ekkert, sem litlu máli skiftir, og etja fólki saman í skotgrafarstríð, í stað þess að sameina alla góða krafta, þá á ég ekki við bara á þingi heldur í landinu, sameinast um að koma landinu af "hnjánum" efnahagslega, því þó að íslendingar fari seint á hnén stoltlega séð, þá verðum við að viðurkenna að eftir að hafa legið kylliflöt efnahagslega haustið 2008, er þjóðin ekki búin að reisa sig hærra en upp en hnén, á þeim rúmum 3 árum sem liðin eru.

Ætti ekki Ögmundur heldur að spyrja bæði sig og aðra hvort ekki séu frekar sterk "öfl" á Íslandi sem vilja halda landi og þjóð á "efnahagshnjánum" heldur en að velta fyrir sér hvort ESB sé að "reyna" knésetja íslendinga.

Eitt lítið "sitat" frá bloggi Marðar: "Viðbrögð sem stungið er upp á núna – að hætta viðræðunum við Evrópusambandið eða fresta þeim af þessu tilefni – bíðum við: Voru það ekki einmitt okkar forystumenn, úr öllum flokkum, sem lýstu því yfir að Icesave-málið og aðildarumsóknin væru óskyld mál? Ætlum við núna að tengja þau saman? Kannski makrílinn líka til að allt fari í hnút alstaðar og endurreisnin stöðvist örugglega fyrir kosningar?"

"fyrir kosningar" ?? maður bara veltir fyrir sér enn og aftur, hverjum sundrungin og meðfylgjandi seinagangur í endurreisninni, gagnast best og hver tilgangurinn eiginlega er.

Að mæta til samninga,á hnjánum(efnahagslega) með tvö mikilvæg óafgreidd málaferli við samningsaðilann í farteskinu, hefur aldrei verið talin góð "taktík" ekki heldur núna.

MBKV og verið nú góð við hvert annað

KH

Kristján Hilmarsson, 13.4.2012 kl. 08:13

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Ef íslendingar vilja bara vera á hnjánum, þá er ekki við ESB né aðra að sakast, heldur okkar eigin aumingjaskap.

Það er komið nóg af sjálfsvorkunn, og kenna svo öðrum um okkar eigin aumingjaskap og hnéskelja-göngu. Það er tímabært að standa í lappirnar, svo aðrir neyðist ekki til að hirða upp þessa krjúpandi og viljalausu þjóð.

Hvers vegna ætti nokkurt ríki að bera virðingu fyrir þjóð, sem ekki hefur snefil af sjálfsvirðingu og sjálfsbjargarviðleitni, og skríður á hnjánum eftir erlendum "ókeypis" fjárframlögum og lýðræðis-afsali?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 09:17

14 identicon

Skömm ríkisstjórnarflokkanna er algjör...

Hrekja Jón Bjarnason úr ráðherra embætti vegna andstöðu hans við ESB.bandalaginu, segir allt sem segja þarf um þessa ríkisstjórn.

Hversu margar milljónir evra hefur Samfylking og VG. fengið frá ESB. til að halda viðræðum ESB. til streitu?

Einhver gulrót er það sem heldur ösnunum gangandi.

Eru það einhver embætti í Brussell? Kannske eru þau í svipuðum launaflokki og Íngibjörg Sólrún hefur í Afganistan?

Lágkúrufólk í þessari ríkisstjórn.

Þökk fyrir pistilinn Ásthildur Cesil. Þú pressar liðið. Það er þörf á því dag út og dag inn. kveðja

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 10:16

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið. 

Kristján þetta kvóte í Mörð er dæmigert, búið að snúa öllu á hvolf. Það var naumur meirihluti sem vildi KÍKJA Í PAKKA ekki sækja um aðlögun.  Staðan er núna sú að fleiri vilja leggja umsóknina til hliðar.  Það er geyst áfram á frekjunni.

Tók líka eftir því að Jóhanna einu sinni enn vissi ekki neitt.  Forsætisráðherra landsins segir blákalt að hún hafi fyrst heyrt þetta í fjölmiðlum að ESB ætlaði að krefjast þess að fá að vera með í Icesave kröfunni.  Er þetta eðlilegt.  Árni Þór vissi af þessu.  Hvaðan heyrði hann það?  Er forsætisráðherra haldið utan við svona mikilsverð mál, og vissi Steingrímur J, ekkert heldur.  Allavega hef ég ekki heyrt stakt orð frá honum um þetta mál, eða er ekki einu sinni hægt að nota þessar tvær tungur sem hann hefur til að finna skynsamlegt svar? Spyr sú sem ekki veit.

Þú hefur rétt fyrir þér Anna Sigíður að við látum bjóða okkur þetta. Hvar eru mótmælin og andstaðan, og fyrst og fremst hvar er stjórnarandstaðan?

Sólbjörg já ég held reyndar að þögn hins reynslumikla og gráðuga Steingríms byggist á því að hann sér að spilið er búið.

Helga mín, þjóðarheiður hefur staðið sig með sóma.

Kolbrún ég er hrædd um að Framsókn sé enn og aftur úlfur í sauðagæru. Ég ætla allavega að skoða nýrri framboðin sérstaklega Dögun vel fyrir næstu kosningar.  Og það er undrunarvert hve lítillát þessi ríkisstjórn er gagnvart þeim samtökum og þjóðum sem níða okkur sem mest niður.

Sammála Vilhjálmur vantraust á þessa ríkisstjórn og síðan kosningar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 10:21

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Eg skil ekki af hverju það komi einhverjum á óvart að Icesave sé í málaferli. Bind bara vonir við að ríkið verði sýknað af fjárkröfum vegna einkabanka, Það hefur hinsvegar aldrei legið fyrir, heldur hitt að evrópusambandið vill ekki fordæmi um að engin beri ábyrgð!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.4.2012 kl. 13:40

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Anna, það kemur engum á óvart að Icesave hafi farið í málaferli. En hugmyndin um hlutlausan dóm er nú fyrir bí.

Kolbrún Hilmars, 13.4.2012 kl. 14:36

18 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Ef Dögun tekur ekki afstöðu núna, um að ekki verði farið í ESB, eða í það minnsta krafist  þjóðaratkvæðagreiðslu strax um hvort alþýða Íslands vilji halda þessu bulli áfram, þá þarf að hreinsa til í Dögun.

Það er margt frábært réttsýnt dugnaðarfólk í Dögun, en það eru gallharðir blindaðir ESB-sinnar innanum, sem eru við sama heygarðshornið og Jóhanna og Össur!!!

Ef stjórnarandstaðan leggur ekki fram vantrauststillögu núna, þá eru formenn hennar sömu svikararnir og sitjandi ríkisstjórn.

Þetta er alveg skýr og óhrekjanleg staðreynd um stöðu mála, að mínu mati. En þeir sem sjá þetta frá öðru sjónarhorni en ég, verða að rökstyðja og réttlæta sitt sjónarmið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 14:57

19 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er okkar krafa í dag að þessi Ríkistjórn segi tafarlaust af sér strags..Ef ekki verður Össur svikahrappur Skarphéðinsson að koma sér í aðra vinnu,hann er sannkallaður Föðulandsvikari..

Vilhjálmur Stefánsson, 13.4.2012 kl. 15:34

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna mín eins og Kolbrún segir þá er það ekki málaferlin sem slík sem er undrunarefni, heldur að Brusselveldið skuli ætla sér að gína yfir málinu, og það án afskipta ríkisvaldsins, og auk þess var þessu haldið leyndu bæði fyrir utanríkismálanefnd og forsætisráðherra.

Já ég er eiginlega sammála þér Anna, ég vil sjá eitthvað fara að gerast.  Þessi ríkisstjórn er að spila öllu upp í hendurnar á Sjálfstæðisflokknum með þessu áframhaldi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 15:59

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vilhjálmur að mínu mati er hann nú þegar landráðamaður.  Fólk sem hagar sér eins og hann hefur komið fram er ekkert annað en að gera atlögu að þjóð sinni og föðurlandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 16:00

22 identicon

Ef "Össur skarpi" er eini pappírinn sem við höfum að setja fram við samninga við ESB. þá getum við gleymt stöðunni. þá verðum við verr sett en Grikkland. Aldrei aftur KRATA í opinber embætti. Þetta fólk eru landráðamenn. (Quislingar)

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 17:08

23 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Undirförulir svikarar í nýju framboðunum geta ekki beitt þrýstingi og kúgunum,  eins og sitjandi stjórnvöld gera, og hafa alla tíð gert.

Það þaggar engin niður í mér, þegar mér finnst réttlætinu gróflega misboðið. Það kemst engin áfram í nýju framboðunum, með gömlu kúgunaraðferðunum. ESB-sinnar geta bara haldið sig við Samfylkinguna áfram, í staðinn fyrir að eitra nýju framboðin, með ESB-þrýsting sem vopn.

Það eru allir mannlegir og gera mörg mistök, en það er ólíðandi að ennþá finnist fólk sem notar þrýsting og kúganir til að þagga niður réttlæti og lýðræði. Nú er að duga eða drepast, og ekki láta kaupa sig til að svíkja réttlæti, mannréttindi og alþýðu þessa lands og annarra.

Ég hef einu sinni flúið óréttlætið, og ómenntaðra þrælakjörin á Íslandi, með óbætanlegum afleiðingum, en nú mun ég ekki flýja. Fer kannski eftir stríðið, frá þessu skeri.

Ég mun nota restina af kröftunum til að mótmæla óréttlætinu, og segja frá hvernig verið er að svíkja stritandi alþýðuna, bæði hér á landi og annarsstaðar innan EES-ESB.

Ég mun ekki lifa jarðneska lífið af hvort sem er, og eins gott fyrir alla, að ég noti restina til gagn-rýni. Það eru ekki margir í aðstöðu til þess að gagnrýna, en ég er það, og ætla að nota mér þá sérstöðu. Ég hef nefnilega engu að tapa, öfugt við svo marga aðra, og það gerir mig sterkari i baráttunni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 17:16

24 identicon

Anna Sigríður no:23

Ég er sammála þér í einu og öllu sem þú segir.

Viðurkenni að ég hopaði af hólminum 1990

Síðan hef ég ekki verið á Íslandi.

En mínir afkomendur búa á Íslandi, og ég vorkenni þeim mikið.

Frá því árið

1944 hefur landinu verið stjórnað af "eiginhagsmunapoturum."

Skilur fólk á Íslandi hvað það þýðir?

Nei, ég held ekki. Hvort það heita forseta-alþingiskosningar þá kjósa íslendingar þá sem hafa fjölmiðlana í hendinni.

Glymur hæst í tómum tunnum.

Bankamenn þegar berja þær utan.

Eigi skal súta þótt einn maður hrapi,

og milljónagróði verði að tapi.

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 20:07

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna Sigríður og Jóhanna ég tek undir með ykkur að klíkuskapur og þöggun einkennir stjórnvöld langt aftur í tíðinni, því miður.  Ég er samt á því að við verðum að reyna að koma nýju fólki að og treysta því að þau séu með fleiri valkosti og nýrri hugmyndir.  Nýjir vendir sópa best.  Og eins og er eru þau laus við klíkuskapinn hvað sem svo verður.  Þakka ykkur báðum innlitið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2012 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 2021759

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband