Að ruslast í Osló.

Á skírdag skrapp ég til Keflavíkur til að sækja Ella minn.  Hann kom sem sagt óvænt heim í páskafrí, var að hugsa um að fara annað hvort til norður Noregs til Inga og Möttu eða til Austurríkis til Báru. 

En ég fór sem sagt, lagði af stað upp úr þrjú aðrararnótt fimmtudagsins, og var kominn til keflavíkur um níu leytið.  Þar sem vélin átti ekki að lenda fyrr en upp úr ellefu, brá ég mér inn á B&B til Hilmars eigandans, og fékk hjá honum kaffi og spjall.  Endaði svo á því að hann fór með mig rúntinn um Keflavík og sýndi mér margt skemmtilegt. 

Við Elli fórum svo beint heim, þegar hann var lentur og komin gegnum tollinn.  Ég fer á tæpum tangi þessa akstursleið frá Ísafirði, eða jafnvel rúmlega hálfum.  Ég er ennþá ekki búin að taka bensín á hann síðan á skírdag. 

Ég hef því lítið verið á blogginu, þar sem það er notalegt að fá karlinn heim og sona.   Ég er líka komin á kaf í að prikla og hugsa um sumarblómin svo það er af nógu að taka.

En þegar ég var í Osló, fórum við smá skemmtiferð að ruslast um Osló.

IMG_2613

Hér er reyndar ein skapmikil prinsessa, sem var ekki alveg á því að fara í pössun.

IMG_2618

Norsarar byggja hús hæst upp í hlíðar og fjöll.  Ótrúlegt og oft ekki fyrir lofthrædda að búa í slíkum.

IMG_2619

En við vorum sem sagt að ruslast í Osló. Smári Karls frændi minn og konan hans Sigga sem búa lengst upp í norður Noregi voru í heimsókn, og það var ákveðið að hitta þau í borginni.

Hér má líka sjá Elías, Skafta og Hagbarð. Og auðvitað öl hvað annað.

IMG_2623

Hér á borðinu var líka ein maríuhæna að ruslast í Osló eins og við.

IMG_2624

Sólin kom svo og hér ákváðum við að fá okkur að borða. Norðmenn hafa líka fengið þá flugu í höfuðið. Því dagurinn var fallegur og þar að auki helgi.

IMG_2628

Svo var ákveðið að rölta lengra. Þetta var svona dagur í rólegheitum að gera ... ekki neitt nema skemmta sér og njóta góða veðursins.

IMG_2630

Það er áberandi mikið af slæðufólki hér. Mikið líka af betlurum, aðallega slæðukonur og svo alkóhólistar. Svolítið um tónlistarfólk en alls ekki mikið. Það er afar áberandi bæði hér og í Austurríki hvað fólk reykir mikið. Það reykir gangandi úti á götu, við erum ekki vön þessu hér, og ég er ánægð með það.

IMG_2641

Svo var sest inn á annan bar, þar sem var hitaður upp, það var nefnilega farið aðeins að kólna, þegar sólar naut ekki lengur.

IMG_2644

Já þetta var ljómandi gaman. Verst hvað allt er dýrt hérna. En maður lætur sig nú hafa það svona einu sinni.

IMG_2646

Hingað fer helst enginn á bíl, því erfitt er að fá stæði. Fólk tekur strætó eða raflestir, samgöngur eru góðar við úthverfin. Og við Elli fáum auðvitað honorrabbat. Smile

IMG_2649

Ljómandi huggulegur staður og greinilega vel sóttur.

IMG_2650

Á leiðinni heim komum við svo við á tyrkneskum veitingastað sem er mjög vinsæll, þó hann sé ekki beint í miðborginni. Maturinn bæði ódýr og góður.

Svo var strikið tekið heim eftir ánægjulegan dag.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú bíðið þið eftir vori í brekkunni ykkar,rétt eins og við öll,bara það verði vor á Alþingi. Bestu kveðjur.

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2012 kl. 21:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt og líkaí forsetakosningum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 00:00

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gaman að þessum myndum Ásthildur mín
Knús í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2012 kl. 07:56

4 identicon

Hlaut að vera, skildi ekki hvað þú varst rosalega upptekin . skemmtilegar myndir og enn betra fyrir þig að fá Ella heim. Knús

Dísa (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 10:07

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Milla mín og Dísa.  Já ég er einhvernveginn í smáfríi núna

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 10:40

6 identicon

Alltaf gaman að skoða myndir og lesa eftir þig frænka góð afi biður að heilsa ykkur vestur hann fer alveg að koma heim ætla þá að draga hann með mér vestur til ykkur

knús í ykkar hús

kv.Þóra Stína

Þóra Stína (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 11:20

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En gaman Þóra Stína mín, það verða gleðifundir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 12:44

8 Smámynd: Kidda

Gerði ráð fyrir að þú værir á fullu að prikkla :) Það hefur verið gott að fá Ella heim í páskafrí.

Knús í kúlu <3

Kidda, 11.4.2012 kl. 14:04

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það var yndælt, en verkin verður að vinna og sáninginn bíður víst ekki  Hvernig gengur þér annars?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2021758

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband