Hvað ef ???

Meira um litla barnabarnið mitt og fæðingu þess. 

  

Oft er spurt hvað ef ? stundum getur það verið eitthvað sem ekki skiptir máli, en stundum er það bara dauðans alvara.

 

Ég var viðstödd fæðingu barnabarnsins míns í gær.  Barnið var fyrirburi, átti eftir mánuð af meðgöngu, en legvatnið hafði farið, svo ákveðið var eftir nokkra daga að koma móðurinni af stað eins og ég gat um hér áður. 

Allann daginn og fram yfir miðnætti var hún með miklar hríðar og kvaldist eins og við vitum sem höfum gengið í gegnum slíkt. 

Eftir miðnættið var svo ljóst að það varð að taka barnið með keisaraskurði. 

Þannig háttar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði að fæðingardeild og aðrar sjúkradeildir eru á annari hæð, en skurðstofa á jarðhæð, sjúkrabílar og slíkt hefur svo aðkomu í kjallara.

Þegar hér var komið sögu og móðirin búin að þjást í um 15 tíma, og búið var að undirbúa hana undir uppskurð með tilheyrandi slöngum allstaðar kom í ljós að lyftan í húsinu var biluð. 

Já ég segi biluð. 

Aðal samgöngutæki innanhúss á sjúkrahúsinu “lyftan” var biluð.  Móðirin þurfti því að labba niður stigana niður á fyrstu hæð með allar slöngur og tól og aðstoðarlið  í kring um sig, eftir allan þennan erfiða tíma með hríðar og tilheyrandi. 

Ekki tók svo betra við þegar uppskurði var lokið og koma þurfti henni aftur upp í sjúkrastofu og til barnsins sem hafði verið komið á vöggudeildina, því lyftan var náttúrulega ennþá biluð, og það þurfti að kalla út sjúkraflutningamenn til að bera hana upp stigana og inn í sjúkrarúmið. 

 

Segjum svo að það hefði verið ákveðið að bíða lengur og sjá til, þar sem barnið var fyrirburi og talið nauðsynlegt að það færi þess vegna hina hefðbundnu leið út í heiminn ? 

Hvað ef konan hefði ekki verið svo hörð af sér eftir allan þennan tíma að hún treysti sér til að labba sig niður á skurðstofuna ?

Hvað ef þarna hefði skapast ástand að fóstrinu hefði skyndilega verið hætt ?  Svo grípa þyrfti til bráðaaðgerða?

Eða bara segjum að einhver sjúklingur upp á deild hefði fengið hjartaslag eða eitthvað akút sem þyrfti að fara í skyndi á skurðstofuna.

Lyftan biluð ?

Mér var tjáð að það væri nú þegar búið að hanna nýja lyftu sem á að þjóna sjúkraflutningum innanhúss og öðru slíku, og meira að segja fjármagna hana, en það stendur á einhverjum fáránlegum deilum um hvort lyftan eigi að fara tvær eða þrjár hæðir.

Nú vil ég taka fram að hér á Ísafirði er frábært starfsfólk og hér var hárrétt brugðist við öllum aðstæðum af starfsfólki  og allt fór vel fram.  Allir voru einhuga um að gera sem best úr þessu öllu og allir stóðu sem einn maður. Alveg frá ömmu upp í yfirlækninn sem var þarna líka sem betur fer.

En það er bara einfaldlega ekki nóg.  Hér er á ferðinni mál sem er dauðans alvara, og hér hafa heilbrigðisiyfirvöld brugðist all svakalega.

Þið ættuð að skammast ykkar sem hafið tafið þetta brýna mál.  Og þið ættuð strax í dag að sjá til þess að nýja lyftan komi og verði sett upp án tafar. 

 

Að meira persónulegu.  Litla daman sem þarna kom í heimin er ástarbarn svo sannarlega.

Fyrir utan ást foreldra sinna, þá fæddist hún á degi Valentínusar, og ljósmóðirin heitir því fallega nafni Ásthildur, amman reyndar líka.  Hún var spræk og dugleg og lét þetta umstang ekkert á sig fá. 

Og barnabörnin mín eru að mínu mati yndislegustu börn í heimi Heart

IMG_3312

Flutningur undirbúin.

IMG_3316

IMG_3317

Þröngt er að fara. 

IMG_3327

Hamingjusöm fjölskylda. 

Því miður eru sumar myndirnar ekki góðar, því maður var orðin þreytt eftir margra tíma yfirsetu.   

En amman er bálreið út í heilbrigðisyfirvöld og segir HVAÐ EF ? Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mín kæru, já ég ætla ekki að þegja um þessi lyftumál.  Það er víst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2007 kl. 17:37

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Innilegar hamingjuóskir Cesil mín. Ég skil þig þar sem ég var sjálf viðstödd fæðingu barnabarnsins míns fyrir rúmum 5 vikum. Sem betur fer gekk allt vel fyrir sig en biluð lyfta og skurðstofan niðri og sjúklingarnir uppi er auðvitað fyrir neðan allar hellur eins og hjá ykkur. Þetta á bara ekki að líðast.

Gaman að sjá þig á nýjum vettvangi

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.2.2007 kl. 18:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir góðar óskir Katrín mín.  Já ég er alveg gáttuð á þessu.  Það virðist ekki vera mikið spáð í öryggi þeirra sem eiga að vera í skjóli yfirvalda. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2007 kl. 18:26

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki slæmt veganesti inn í lífið af fá alla þessa ást í malinn sinn.

Það var vinarlegra sjúkrahúsið sem ég fættist í þarna á túninu norðanmegin en þessi ráðstjórnarríkisarkitektúr, sem nýja sjúkrahúsið er.  Mér finnst það allmennt um opinberar nýbyggingar þarna á Ísafirði að þær sjéu klossaðar og ljótar og bænum til vansa.  Ég legg til að menn horfi til vel heppnaðra hótelbygginga við aðalstræti í Reykjavík, þegar næst verður hugað að slíku. Það má ekki drepa þennan vinalega karakter sem bærinn hefur.  Sérstaða hans felst fyrst og fremst í þessum gamla byggingastíl. Mér finnst nýja kirkjan meira að segja óttalegt monstrúm, því miður...minnir frekar á rafstöð en kirkju.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.2.2007 kl. 19:53

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm kirkjan er kapítuli út af fyrir sig.  Hennar vegna eða byggingu hennar gekk ég úr þjóðkirkjunni.  En nú stendur til að rífa öll húsin frá Hótel Ísafirði og að málarablokkinni og byggja hærra hús.  Vonandi tekst að hafa það í stíl við miðbæinn gamla. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2007 kl. 20:20

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sé mikið menningar slys í uppsiglingu. Það ætti t.d. að reisa gömlu Soffíubúð aftur til að reyna að skyggja á Hótel ísafjörð. Fell var líka glæsibygging, sem mætti vísa í.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.2.2007 kl. 20:37

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Til hamingju með ástarbarnið

"HVAÐ EF" eru orð sem ætti að þurrka út úr öllum orðabókum og hausum sem finnst!!   

SigrúnSveitó, 14.2.2007 kl. 21:51

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Arna Hildur mín og Sveitamær.  Jamm Hvað ef er til óþurftar hvar sem er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2007 kl. 23:11

9 Smámynd: Kolla

Til hamingju með barnabarnið

Ég segi bara eins gott að móðirin er sterk 

Kolla, 15.2.2007 kl. 00:09

10 identicon

Gaman  sjá þig hér á moggabloggi og hjartanlegar hamingjuóskir með litlu dúlluna,þær eru sterkar mæðgur

'Eg treysti þér til að leiða þetta mál áfram kv.Rannveig

Rannveig Höskuldsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 09:29

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir góðar óskir Kolbrún og Rannveig.  Já móðirin er hetja

Já Rannveig mín ég ætla mér að koma þessu á framfæri.  Þetta er ekki nógu gott. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2007 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022160

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband