Tai Kwon Do í Noregi.

Litli unginn minn í Nittedal Óðinn Freyr stundar Tai Kwon Do, rétt eins og Úlfurinn minn hér heima.  Mér var boðið að fara og sjá sýningu Pounce eða hvað það nú heitir. Ætla að sýna nokkrar myndir frá því.

IMG_2521

En fyrst eru myndir af stóru ferðatöskunni sem amma kom með frá Austurríki.

IMG_2523

Sólveig Hulda varð svo glöð eins og alvöru prinsessa að fá öll þessi flottu föt frá Austurríki. En þar eru þau frekar ódýr miðað við Noreg, þar sem bara einar gallabuxur kosta hvítuna úr augunum á manni.

IMG_2526

Hef grun um að mamman hafi verið spennt líka. Heart

IMG_2529

Keypti byssu handa stráknum mínum, sem svo sannarlega sló í mark, en eins og þú sagðir Olga mín, hún brotnaði í flutningnum. Það kom samt ekki að sök, því það var gert við hana á staðnum.

IMG_2531

Og hér er drengurinn kominn í gallan tilbúinn í slaginn.

IMG_2534

Það er mismunandi verð á benzíni og olíu hér í Noregi, en þetta er svona nokkurnveginn verðið. 

IMG_2537

Prinsessan mætt á svæðið kát og glöð.

IMG_2542

Óðinn að pósa.

IMG_2547

Svo þarf að skrá nemendurna.

IMG_2552

Eins og þið sjáið eru þarna allskonar belta litir, sem segir til um hve langt nemendur hafa náð. Fyrst hvíta beltið, svo gula, síðan græna, bláa og rauða, hæst er svarta beltið, en inn á milli fá nemendur randir í beltið, eina rönd svo tvær og síðan heilt belti.

IMG_2554

Allt byggist þetta upp á virðingu og tækni, hönd, fótur og hugur. Falleg hugsun og alþjóðleg. Úlfur var að æva Tai Kwon Do hér, en því miður vantar kennara, ef einhver hefur áhuga á slíku, þá endilega hafa samband og melda sig inn.

IMG_2555

Svartbeltingur fer yfir stöðuna með krökkunum.

IMG_2556

Mikill áhugi og ákefð mátti sjá hjá unga fólkinu norska.

IMG_2559

Tilhlökkun um það sem var að gerast. Rétt eins og hér heima við slíkar aðstæður.

IMG_2560

Það er afar gott fyrir unglinga að vera í einhverju svona.

IMG_2561

Ef eitthvað var óundirbúið var það dómararnir. Það tók langan tíma að koma því máli í lag.

IMG_2566

En sumir gátu ekki beðið, og vildu aktion.LoL

IMG_2567

Mamma var ekki alveg á því að unginn ætti að vera þarna...

IMG_2568

En hér eru drengirnir okka komnir í stöðu bæði Óðinn og Róbert.

IMG_2569

Þetta kallast eitthvað líkt Pounch, eða þannig.

IMG_2571

Þetta eru tilfæringar þar sem hugur, hönd og fótur skipta máli.

IMG_2576

Þetta er jákvæð ögun og þyrfti að vera miklu víðtækara. Auglýsi enn og aftur eftir einhverjum til að koma hingað og kenna okkar drengjum sem hafa æft í þrjú ár eða lengur.

IMG_2581

Í staðin fyrir venjulega leikfimi ætti í raun og veru að vera eitthvað svona í gangi. Sem virkilega agar nemendur og þjálfar þá bæði í sjálfsvörn og kurteisi.

IMG_2587

Stoltir krakkar.

IMG_2597

Hér er verið að undirbúa að brjóta spjald. Sem í sjálfu sér er ekkert afrek, en að brjóta fjögur spjöld eða meira í einni og sömu hreyfingunni og bara hitta þau öll er afrek sem virkilega krefst athygli hugans, handarinnar og fótarins. Ég ætla að setja þessar hreyfingar allar saman, ef þið renni þeim hratt niður, sjáið þið hvað þetta er í raun og veru flott. Sá svipað á Tai Kwon Do móti í Keflavík fyrir nokkrum árum.

IMG_2599

IMG_2600

IMG_2601

IMG_2602

IMG_2603

IMG_2602

IMG_2603

IMG_2604

IMG_2605

IMG_2605

IMG_2606

IMG_2607

IMG_2607

IMG_2609

IMG_2610

IMG_2611

Done.

En svona geta hlutirnir verið allstaðar þeir sömu, ef við leitum eftir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mér finnst afar gaman að sjá börn í íþróttum,eða stunda áhugamál.Þau læra líka svo margt samhliða,eins og þrautseygju og það að verða undir í einhverri glímunni og taka á því.

Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2012 kl. 00:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, þess vegna er mikilvægt að í staðinn fyrir einhverja leiðindar leikfimi myndu þau fá þjálfun í einhverju eins og judo glímu eða tai kwon do. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2012 kl. 01:02

3 identicon

Gaman að sjá einbeitinguna, sem auðvitað er verið að þjálfa og áhugann.

Dísa (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 10:20

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einbeitinginn er það sem mest er lögð áhersla á fyrir utan kurteisi og virðingu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2012 kl. 12:28

5 Smámynd: Kidda

Mikið er ég sammmála með að það þurfi td að kenna þessa íþrótt í grunnskólanum. Hún nýtist á svo margann jákvæðann hátt.

Kidda, 4.4.2012 kl. 12:33

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er algjörlega rétt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2012 kl. 12:47

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að sjá þetta... yngri sonur minn æfði og þjálfaði svo líka í mörg ár... ég ber virðingu fyrir þessari íþrótt... Þau læra svo miklu meira en bara einhver brögð... þau læra kurteisi, stundvísi og fleira og fleira...

Jónína Dúadóttir, 6.4.2012 kl. 11:13

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nákvæmlega Jónína, eitthvað sem þau bera með sér útí lifið, hvort sem þau halda áfram eða hætta, þá muna þau það sem innprentað var og er þýðingarmikið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2012 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband