Árinni kennir illur ræðari.

Ég hlustaði á þessi hnútuköst þeirra í morgun.  Það sem sló mig mest var hvernig forsætisráðherrann talaði, vildi kenna sínum undirmanni um sleifarlag og léleg vinnubrögð.  Nú hef ég lengi verið með fólk undir minni stjórn og ég veit að sá sem á að stjórna hlýtur að sjá til þess að undirmennirnir standi sína plikt.  Jóhanna kennir sífellt öllum öðrum um en henni sjálfri.  Það sem hún ekki skilur er að þar sem hún er verkstjórinn, þá er það hennar að sjá til þess að verkin séu unninn.  Árinni kennir illur ræðari.  Jóhanna hefur sýnt sem forsvarsmaður þessarar ríkisstjórnar, að hún er enginn verkstjóri.  Allt sem miður fer er einhverjum öðrum um að kenna. Hún hefur ekki skilið það ennþá að hlutverk hennar er fyrst og fremst að sjá til þess að hennar undirmenn skili sínu verki tímanlega og vel.

En vonandi verður þetta frumvarp fellt í ríkisstjórninni, það er ömurlegt að vita til þess að verið sé að festa óréttlætið í sessi um ókomin ár, og binda hendur þeirra sem taka við og vonandi öfl sem vilja virkilega byggja upp samfélagið okkar.  Þetta gamla lið sem nú situr er gjörsamlega "úti á túni" eins og Jón Bjarnason orðað það svo réttilega.  Þau sjá ekki spillinguna og viðbjóðin sem þau eru að bjóða íslenskum almenningi.  Þau eru nefnilega bara úti á túni í sandkassaleik meðan allt brennur og þeir sem eiga að bjarga eru ekki til staðar, því þeir eru að hugsa um hvernig þeir eigi að ná sem mestu út úr íslenskum almenningi til að afhenda á silfurfati útlenskum og íslenskum stóreignamönnum.

Og ég er orðin hundþreytt á því að vera sífellt með hnút í maganum yfir að þessi auma ríkisstjórn sé að svíkja okkur inn í bandalag sem við viljum ekki vera í, meirihlutinn.  Íslenskur almenningur er nefnilega sem betur fer vel upplýstur og sér alveg hvað er í gangi.  Því meiri sem lygin verður, og því meira sem þau reyna að troða okkur þarna inn, því þverskallast þjóðarsálin við.  Það er bara í okkar eðli sem betur fer.

Þetta fer að verða bara gott. 


mbl.is „Sjaldan heyrt aumari málflutning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott hjá þér mín kæra. Vona að stjórnarandstaðan á þingi haldi áfram að vinna í að stoppa þau. Ég er grútfúl út í Hreyfinguna. Það væri gott ef við fengjum kosningu núna.

Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2012 kl. 01:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef grun um að Hreyfingin muni ekki halda hlífiskildi yfir þessari ríkisstjórn, allavega ekki í fiskveiðistjórnunarfrumvarpinu.   En þá eru þau líka búin að vera fyrir mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2012 kl. 02:12

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður Ásthildur, get ég ekki betur séð, en að verstu svikin séu Hreyfingarinnar og allt fyrir örlítið lengri setu á Alþingi.  Stólarnir eru svo asskoti þægilegir.  VAR EINHVER AÐ TALA UM LÝÐSKRUM????

Jóhann Elíasson, 30.3.2012 kl. 07:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki ætla ég að réttlæta þau.  En ég fylgist með hvað þau gera í þessu fiskveiðistjórnarfrumvarpi.  Ef þau styðja það, þá eru þau ekki á vetur setjandi.  Það er bara þannig.  Þarna er allt of mikið í húfi, og ekki í anda Frjálslyndaflokksins, svo mikið er víst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2012 kl. 10:53

5 identicon

Íhaldið hér á skerinu  líkist meir og meir öfgafullum ultra-konservativum repúblíkönum vestan hafs. Vonlaus klíka ófyrirleitna og ómenntaðra heimalninga.   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 11:45

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég ætla að leifa mér að vera sórorður og spir..Hvar er þessi Andskotans auma stjórnarandstaða??Mikið af þessu liði sem er á þingi í dag er ekki Vetur ásetjandi..Ekki neinn einasta kvikindi sem situr á þingi í dag vill vinna fyrir hinn vinandi mann sem kusu þá á þing.þeir eru þarna aðeins fyrir sjálfansig.Við þurfum nýja kynslóð inn á þing sem þikir ant um þjóðarhag..

Vilhjálmur Stefánsson, 30.3.2012 kl. 15:06

7 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Kannski láta þau illa af stjórn ? Of margir Smákóngar og smádrottningar þar og víðar í samfélaginu. Varla hefur hún talað um Villiketti af tilefnislausu. Skil stundum ekki að hún skuli nenna að standa í þessu, án gríns. Sama á við um marga aðra sem hafa verið þarna lengi. Þras, þras, þras, og aftur þras og svik og hefndir í bland. Úfff..!

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.3.2012 kl. 15:21

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Haukur, ég verð að segja að eftir að upplifa Jóhönnustjórnina er ég farin að sjá sjálfstæðisflokkinn í öðru ljósi.  Ég mun aldrei veita honum mitt brautargengi, en þessi ráðstjórn sem nú situr er einhver sú versta sem ég hef nokkru sinni upplifað.  Og þau hafa að miklu leiti innleitt þessa fjandsamlegu pólitík sem nú tröllríður alþingi.

Vilhjálmur já stjórnarandstaðan er algjörlega úti á túni eins og Jón Bjarnason orðaði það svo vel um Jóhönnu.  Það er eins og þau viti ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga, og svo bara klúðrast allt.

Sammála því Hjördís, hér er alltof mikið af smákóngum og drottningum, og skyldmennum, klíkuskap og slíku sem erfitt er við að eiga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2012 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband