Vínarferð og fjölskyldan í Austurríki.

Jæja þá er ég komin heim í heiðardalinn.  Flaug heim frá Osló og vélin tafðist á flugi um ca 20 mín. vegna mótvinds.  Á flugvellinum beið mín starfsmaður B&B þar sem ég gisti gjarnan og svo geyma þeir bílinn fyrir mig.  Ég ætlaði að aka heim samdægurs.  Fyllti tankinn og hélt af stað. Reykjanesbrautin var einn allsherjar hliðarvindur alla leið.  Þurfti að útrétta í Reykjavík og hitti svo Dísu vinkonu mína á kaffihúsi.  Svo var lagt af stað heim.  Ég get svo svarið það að það var ekki bara rok heldur ofsarok alla leiðina.  Á Þröskuldum mátti sjá á upplýsingaspjaldi að vindinn sló upp í 32 metra á Sek.  Sem betur fer var þó vegurinn hálkulaus, enda hlýtt í veðri.   Á Steingrímsfjarðarheiði var samt krap og ísing, svo að það var eins og að aka í sjóbrimi, rúðan bílstjórameginn varð eitt klakabúnt svo ekki sá út.  Það mátti sjá á upplýsingum þar að þar fór vindurinn upp í 24 metra á sek.  Og svo gekk alla leið heim.  Verst var að mæta fjórum vöruflutningabílum þar sem vegurinn er hæstur og mjóstur í Skötufirðinum, en alls mætti ég tíu slíkum frá Staðardal og heim.  OJ hvað það er ógeðslegt að mæta þessum trukkum á mjóum vegum, þar sem þeir frussa framan í mann slabbinu, svo ekki sést út úr glugga næstu sekúndur.  Crying

Ég var samt nokkuð fljót miðað við aðstæður, því ég fór upp úr þrjú frá Reykjavík, og var komin heim milli hálf átta og átta.  Ég bjóst við að verða með harðsperrur í handleggjunum, því ég þurfti að halda fast um stýrið þegar hryjurnar skullu á bílnum, því það var eins og vindurinn vildi taka af mér völdin.

En ég ætlaði reyndar ekki að tala um þetta heldur halda áfram umfjölluninni um Austurríki og bjóða ykkur í Vínarferð.

IMG_2345

Pabbinn stoltur með ungann sinn, hann er að vinna afar mikið og er mikið í burtu, svo það er notalegt þegar honum gefst tími til að sinna pæjunum sínum og litla manninum.

IMG_2350

Ég var afar heppin með veðrið í Austurríki og reyndar Noregi líka, en það var hitabylgja helgina sem ég var í Austurríki það voru 24°c yfir helgina. Stelpurnar alsælar að leika sér í góða veðrinu.

IMG_2352

Ýmislegt gert sér til dundurs.  Og svo voru túlípanarnir sem við stelpurnar settum niður í haust farnir að stinga upp kollinum.

IMG_2355

Naggrísirnir voru settir út í garð og Trölli var afskaplega forvitinn, hann gætir þeirra svo vel.

IMG_2360

Og hér er svo ykkar einlæg í kjól af dóttur minni, því ég hafði ekki reiknað með svona hita.

IMG_2362

Vissuð þið að það eru prinsessur í Austurríki?Heart

IMG_2366

Og það þarf að hafa öll dýrin sín með.

IMG_2370

Fallega fallega prinsessan mín Heart

IMG_2371

Svo er það Lady Hanna Sól HeartSenjorita.

IMG_2374

Gamla brýnið. Vitið þið að það er hægt að fá eðalrauðvín frá Feneyjum Dante minnir mig að það heiti á eina evru níutíu og níu.  Svo er auðvitað Burgenland vínin sem eru afskaplega góð hér. Og svo blönduð vín frá Burgenland og Ítalíu sem eru líka rosalega góð á svona þrjár evrur.

IMG_2376

Stærsta prinsessan auparin Olga frá Reykhólum, frábær stelpa, sem var einmitt að skjótast til Barcelona þegar við Elli fórum til Noregs.

IMG_2383

Ég og ástin mín út á svölum með Fortchensteinkastalann draugakastalann í baksýn.

IMG_2397

Hér eru þau öll þessar elskur svo flott og falleg og yndæl.Heart

IMG_2402

 Hvað er saklausara en ungdómurinn okkar, full af eftirvæntingum um lífið. Og það hefur enginn rétt á að svipta þau framtíðinni.

IMG_2411

Litli unginn minn Jón Elli, kallaður Nelli. Frábær karakter, svo gaman að sjá hvað þau verða fljótt sjálfstæðar verur sem eru bara þau sjálf og enginn annar.

IMG_2417

Hér er Lille Fee, bróðir hennar Carlos hefur týnst þessi elska. 

IMG_2433

En hér erum við komin til Vínar, á sunnudeginum var ákveðið að við tengdasonurinn og stelpurnar færum til Vínar.  Hér erum við fyrir utan Gasometer, þar sem við skildum bílinn eftir, því héðan er hægt að taka neðanjarðarlestina hvert sem er í Vín, og planið var að fara fyrst niður á Stefans platz og síðan niður að ánni Dóná.

IMG_2434

Við höfðum tvö hlaupahjól með fyrir stelpurnar.

IMG_2439

Hér bíðum við á lestarstöðinni Simmering til Ottankring.

Og nú er kettlingurinn minn að veiða mús í skápnum hjá mérCrying Með mínu leyfi reyndar.

IMG_2441

Þetta var svona önnur helginn hér sem var svona gott veður, svo það var mikið af fólki, hér er breakdansflokkur frá Ungverjalandi sennilega að sýna listir sínar.  Það er mikið gert af því hér að sýna allskonar listir, hér er mikið um túrista, Vínarbúar halda sig annarsstaðar á aðalverslunargötunni.  Hér er meira um sögulega staði, eins og Dómkirkjuna og katakomburnar undir henni sem fróðlegt er að heimsækja og svo frábæran arkitektur.

IMG_2445

Þessir krakkar voru algjörlega frábær.

IMG_2453

Ég get svarið það að ég hélt að þetta væri stytta sá enga hreyfingu á manninum, en voila hann var lifandi, það sá ég svo seinna.

IMG_2454

Hann minnir mig á hvað heitir hann nú aftur sá frægi í veðurmanninnum. (frú Robinson)Man það núna Justin Hofman.

Og kettirnir eru að skanna skápana í eldhúsinu mínu. Ég get svo svarið það að þeir finna lykt af bráð. ég ákvað að opna skápana sem ég hef séð ummerki um mýs og þeir eru að vinna heimavinnuna sína þessar elskur, en ég vorkenni samt músunum. Blush

IMG_2455

Það sem mér finnst frábærast við Vín er arkitektúrinn, þar ægir öllu saman gömlu og nýju, þeir eru óhræddir við að fara ótroðnar slóðir blanda saman gömlu og nýju en gera það svo smekklega að unun er að.

IMG_2456

Og svo er þetta ein algengasta sjónin þar, hesta og vagnar.

IMG_2458

Hér erum við svo að borða ís.

IMG_2461

Trúið þið eigin augum?

IMG_2462

Komið aðeins nær.  Er þetta hægt Matthías?  Segi og skrifa. Svo gaf hann mér þetta vinarmerki meðan ég myndaði hann hehehe.

IMG_2464

Það sem ég var að segja um arkitektúrinn, hér er sennilega og er það frægasta í Vín, hvernig þeir blönduðu saman gamla og nýja tímanum í arkitektúr, gamla dómkirkjan og svo nýmóðins bygging, sem fellur svo vel inn í allt hérna þó ótrúlegt sé. Eins og ég segi þeir eru algjörlega einstakir í því að teikna byggingar svo fagrar og svo fallandi vel inn í umhverfið að það er unun að skoða.

IMG_2467

En við vorum á leiðinni niður að Dóná, hér er svona svæði sem fólk safnast saman á góðum dögum, hér var margt um manninn þennan sunnudag, því veðrið var svo yndælt, og loksins vorið komið eftir sérlega harðan vetur, þar sem frostið fór upp í 20° sem ekki hefur gerst í 40 ár hér á þessu svæðí.

IMG_2470

Og hér var slakað á.  Í ánni er fljótandi trampolín, þar sem ungdómurinn getur unað sér við að hoppa og skoppa, og þar var endalaus ásókn, en við gátum setið á bekkjum þar við og slakað á.

IMG_2472

Svo þegar maður kemur heim og sér alla kassana í húsagerð, þá getur maður ekki annað en dáðst að austurríkirmönnum með sínar mjúku línur og falleg hús.

IMG_2473

Eigum við ekki að segja að þetta sé dæmigert gjaldþrot grikkja?

IMG_2479

Þarna sést trampolínið, og fólkið foreldrarnir sem sitja og horfa á börnin sín skemmta sér rosalega vel.

IMG_2480

Það var hoppað og hoppað og svo hoppað aftur.

IMG_2484

Hér eru strákarnir allir eins, sagði Olga og hló, í þröngum buxum með sömu klippinguna, og hér er svo vínarstællinn á dömunum líka.

IMG_2488

Á heimleiðinni fórum við aðeins inn í Gasometer, en það eru gamlir gastankar sem voru gerðir upp sem íbúðir, moll hljómleikasalir og margt fleira, Bára mín bjó í einum tankum í nokkur ár og eitt sinn þegar ég heimsótti hana var Oasis með hljómleika.  Þá var nú aldeilis mikið um að vera, fleiri sjónvarpsbílar rútur og græjubílar. En svo eru gerð svona "PLAKÖT" í gólfið á tanki númer eitt. þar sem hljómsveitirnar setja fingur og tær og jafnvel undirskriftir greiptar í gólfið. Þarna má sjá ótal frægar stjörnur. 

IMG_2489

Hér er plakat um þessa fjóra tanka og það sem þar er.

En ég vona að þið hafið notið ferðalagsins. Því það sem gerist næst er að við förum til Osló og dveljum þar nokkra daga í Nittedal, hittum þá bræður Hjörleif og Hagbarð Valssyni, Smára Karls og Siggu, og fullt af öðru fólki.

En ég segi bara góða nótt elskurnar mínar og takk fyrir samfylgdina.  Heart

Vona að kettirnir annað hvort veið mýsnar eða fæli þær í burtu, þar sem mér finnst ekki skemmtilegt að haf þær í skápunum mínum, þó ég virði þeirra tilkall til lífsins, þá vil ég helst hafa þær utan dyra. Cool 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þau hafa aldeilis stækkað krakkarnir í Austurríki... 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2012 kl. 01:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já heldur betur Jóna mín.  Börn stækka svo ótrúlega fljótt og eru allt í einu orðin svo fullorðin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2012 kl. 01:53

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ja ,sælar velkomin heim. Í gær frá Oslo,ég tók á móti barnabarni frá Bergen,en hann komst ekki fljúgandi til Egilsstaða,fyrir roki,ekkert skemmtilegt ferðaveður í bíl,en kemst þó. Fallegar myndir,en styttan sem líkist Dustin Hoffman,meinturðiu ekki sem lék í "Rainmen" Áður en maður veit af eru telpur orðnar stúlkur,því tíminn flýgur. Kv...

Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2012 kl. 04:11

4 Smámynd: Kidda

Velkomin heim mín kæra, alltaf jafngaman að ferðast með þér. Börnin í Vín eru svo mikil krútt og alltaf gaman að fylgjast með þeim.

Leitt að þú sért komin með auka íbúa í kúluna en kettirnir hafa vonandi sýnt hver ræður.

Það er með ólíkindum að þessir stóru flutningabílar skuli aldrei geta hægt á ferðinni þegar þeir mæta bílum, alveg sama hvernig veðrið er.

Knús i kúlu <3

Kidda, 28.3.2012 kl. 10:19

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helga mín rainmen heitir myndin.

Já Kidda þessir flutningabílar eru algjör plága, svo virðast þeir allir leggja af stað á sama tíma, þannig að það er endalaus röð, í þetta sinn hafa þeir sennilega gert það af ásettur ráði til að njóta stuðnings hvor af öðrum. 

Börnin mín stækka svo sannarlega allof hratt fyrir mitt smekk  En það er yndislegt að fá tækifæri til að fylgjast með þeim stækka og þroskast. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2012 kl. 10:41

6 identicon

Frábært . Nei, þetta er ekki hægt Matthías, ekki hægt að sitja í lausu lofti . Já, með börnin, við viljum hafa þau lítil og saklaus lengi, en líka sjá þau þroskast og verða sjálfbjarga, það er jafnerfitt og að geyma kökuna þegar maður er búinn að borða hana .

Dísa (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 11:37

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta var ótrúleg sjón að sjá manninn sitja/standa svona.  Og já við viljum bæði eiga tertuna og borða hana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2012 kl. 16:00

8 Smámynd: Páll Blöndal

Er stóllinn  ekki inni í buxunum og fóturinn í vinstri skálminni. Og þar við er fest plata sem er undir rýjamottunni til að halda jafnvægi ???
 

Páll Blöndal, 28.3.2012 kl. 16:14

9 Smámynd: Laufey B Waage

Þið hafið aldeilis verið heppin með veður.

Velkomin heim í íslenska páskaveðrið.

Laufey B Waage, 28.3.2012 kl. 16:20

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta var gaman

Jónína Dúadóttir, 28.3.2012 kl. 16:37

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Páll jú ég held að það hljóti að vera.  Svona þegar maður fer að pæla í þessu.

Já við vorum heppinn með veður Laufey mín, svo sannarlega.

Mín er ánægjan Jónína mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2012 kl. 16:54

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábærar myndir af þeim elskunum
takk fyrir að leifa okkur að vera með
Knús í Kúlu

Ps. Myslurnar fara bráðum út í móa að búa sér bú, þær eru svo sætar en óhafandi innanhús, þær naga svo mikið

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2012 kl. 17:19

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Satt segir þú Milla mín um mýsnar.  Og mín er ánægjan að hafa ykkur með í för í heimsókn til fjölskyldunnar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2012 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2021757

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband