14.2.2012 | 15:15
Til hamingju með afmælið elsku Evíta Cesil.
bb.is | 21.02.2007 | 08:19Kona þurfti að ganga milli hæða til að komast í keisaraskurð
Aðeins ein lyfta er á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði og bilaði hún í síðustu viku, einmitt þegar að kona þurfti að komast í keisaraskurð, eftir fimmtán klukkustunda hríðir. Matthildur Valdimarsdóttir, konan sem um er rætt, og segir hún afar óheppilegt að lyftan skyldi hafa bilað einmitt þegar hún þurfti að komast niður á skurðdeild. Hún gat þó með herkjum gengið á milli hæða og komst niður á næstu hæð þar sem aðgerðin var framkvæmd. Þegar keisaraskurðinum var lokið og móðirin þurfti að komast upp til nýfæddrar dóttur sinnar sem þar beið, þá var lyftan enn biluð. Kalla þurfti út sjúkraflutningamenn til að bera hina nýbökuðu móður á milli hæða. Matthildur segir mildi að ástand hennar hafi ekki verið alvarlegra. Hún þakkar starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins þeirra viðbrögð og segir þau hafa gert allt til að létta henni lífið undir þeim kringumstæðum sem sköpuðust.
Í fréttum svæðisútvarpsins á Ísafirði í síðustu viku kom fram að ný lyfta sem tengja á skurðdeild við legudeild Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði, hafi verið á hafnarbakkanum á Ísafirði í um átta mánuði. Leifur Benediktsson deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu sagði í samtali við svæðisútvarpið, að til stæði að setja hana upp í sumar. Eftir á að byggja utan um lyftuna. Leifur segir hönnun langt komna en kostnað ekki liggja fyrir.
Þröstur Óskarsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar segir ekkert nýtt í kortunum síðan í síðustu viku, segir hann Leif Benediktsson væntanlegan til Ísafjarðar innan tíðar og þá ættu málin að skýrast. Þröstur segir það miður að einungis sé ein lyfta í húsinu.
annska@bb.is
Já svona var það þann 14 febrúar árið 2007. Matthildur tengdadóttir mín var komin niður á spítala kvöldið áður og ég sem mátti vera viðstödd ásamt syni mínum Inga Þór. Eftir 15 klst. hríðir sem okkur fannst óendalega lengi að líka, ákvað læknirinn að gera á henni keisaraskurð. Það voru tendar í hana allar leiðslur og gert klárt til að fara með hana eina hæð niður á skurðsstofuna. En svo kom í ljós að lyftan var biluð, og þessi elska þurfti að labba sig niður stigan, með sínar leiðslur og hríðarverki.
Litla stúlkan mín kom svo í heiminn morguninn þann 14. febrúar á Valentínusardaginn. Ljósmóðirn heitir Ásthildur og amman heitir líka Ásthildur, pabbi hennar og mamma voru ástfangin svo það var allt fullt af ást þegar þessi litla prinsessa fæddist.
Og hún er hverrar sekúndu virði af þessum biðtíma, því hún er yndisleg.
Og ég er viss um að þetta varð til þess að nýja lyftan komst í gagnið.
Ég tók þessa mynd þegar sjúkraliðarnir báru hana aftur upp á sjúkrastofuna. Það var mikill léttir.
Hér er hún svo þessi fallega hnáta hennar ömmu sín
Innilega til hamingju með afmælið elsku Evíta Cesil mín.
Þið eruð eiginlega alltof langt í burtu frá mér. Risaknús til ykkar allra.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022165
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásthildur þú hefur einstakt lag á að heilla mann upp úr skónum, með frásagnargáfu þinni. Maður fagnar með þér... og ykkur.
Sigurður Þorsteinsson, 14.2.2012 kl. 16:49
Til hamingju með ömmudúlluna þína. Það hefur verið umstang við að koma henni í heiminn en gott þó ef að komu lyftunnar hafi verið flýtt. Öfunda Matthildi ekki á að hafa þurft að labba á milli hæða, það hefur ekki verið þægileg ganga. Verst hve ömmudúllan er langt frá ömmu sinni núna.
Knús í ömmukúlu
Kidda, 14.2.2012 kl. 17:29
Takk fyrir þetta Sigurður minn.
Kidda mín svo sannarlega var þetta erfitt fyrir hana og reyndar líka son minn og mig, og ekki síður ljósmóðurinnar sem hafði ekki allt of mikla reynslu. Hún var alveg miður sín þegar útvíkkun var ekki orðin meiri eftir fleiri klukkutíma. Hún sagði mér eftir á þessi elska að það hefði verið svo gott að hafa þessa gömlu viðstadda með alla sína reynslu og mörg ár og rólegheit. Stundum er gott að geta haft stuðning af reynslubolta, þó þekkingin lærðlega séð sé ekki fyrir hendi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2012 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.