13.2.2012 | 21:06
Af hverju drullastu ekki til að segja "landráð"
Þessar tvær uppákomur á alþingi núna sýna að ríkisstjórnin er að missa tökin á sjálfum sér. Ástandið er orðið það svakalegt að þeir eru að gefast upp. Enda er þessi ríkisstjórn tæknilega fallinn, það á bara eftir að gefa út dánarvottorðið.
Þeir skilja þetta Össur og Steingrímur, þó Jóhanna sjái það ekki. Hún hefur víst ekki mikið pólitískt nef, aðallega ráðasemi, og ætlar að verða þarna til 100 ára aldurs. Þegar Össur hefur sagt það hreint út að það þurfi að skipta um yfirstjórn flokksins þá segir það sína sögu. Þegar Árni Páll og Sighvatur Björgvinsson eru spurði hvort skipta þurfi um formann og þeir vilja ekki svara, þá má segja að þögn sé sama og samþykki. Hver einast einstaklingur sem fengi slík viðbrögð frá sínum nánustu samstarfsmönnum myndi sjá að tíminn væri komin til að hverfa af vettvangi með reisn. En ekki okkar manneskja. Hún ætlar að vera áfram fram til 100 ára. sem sagt 30 ár í viðbót.
Samfylkingarfólki finnst það fyndið að Steingrímur skyldi missa algjörlega stjórn á skapi sínu við saklausri fyrirspurn frá Sigmundi Davíð, já það er af því Sigmundur er svona og svona....
Þá er semsagt allt í lagi að ráðherra sem gegnir þremur ráðherraembættum skeyti þannig skapi sínu á alþingismanni. Þetta eru nú aldeilis flottar fyrirmyndir.
Þegar Steingrímur fór úr pontu kallaði Sigmundur Davíð úr þingsal. Ekki heyrðist greinilega í vefútsendingu Alþingis hvað Sigmundur kallaði. Hins vegar er ljóst að Steingrímur brást illa við: Æ, þegiðu" var svarið og bað Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, þingmenn um að gæta orða sinna.
Af hverju drullast þú ekki til að segja landráð," sagði Steingrímur svo eftir að hann var sestur aftur í sætið sitt.
http://visir.is/steingrimur-vid-sigmund-david--ae,-thegidu/article/2012120219636
Eða Össur í sínu svari til Vigdísar Hauksdóttur sem er jafnvel ennþá merkilegra.
"Vigdís spurði meðal annars út í það hvernig stæði á því að utanríkisráðuneytið hafi samið við stækkunardeild ESB um að opna hér Evrópustofu.
Í svari Össurar segir að fyrirspurnin sé á misskilningi byggð og hana hefði mátt uppræta með því að leita til Evrópustofu. Rangt sé að ráðuneytið hafi samið við einn eða neinn um Evrópustofu og slíkri ósk var aldrei komið á framfæri við ESB, hvorki formlega né óformlega og er svo vísað í ofangreinda tilvitnun í Íslandsklukkuna. Allt frumkvæði hafi komið frá Brussel eins og ýmislegt gott sem eflt hefur hag Íslands.
Hér annað hvort lýgur Össur eða Björn Bjarnason, því hann segir í pistli sem hann ritaði þegar hann fór sérstaka ferð til Brussel og Berlín til að ræða við ráðamenn ESB um ferlið.
Svona er hans útfærsla á þessu:
"Ríkisstjórn Íslands taldi nauðsynlegt að auka þekkingu Íslendinga á Evrópusambandinu. Hún sneri sér til stækkunardeildar Evrópusambandsins með tilmæli um að þetta yrði gert. Stækkunardeildin samþykkti að verða við tilmælunum og ákvað að verja 1,4 milljónum evra (nú um 220 m. ISK) á tveimur árum til þessa verkefnis. Var kynningarstarfið sett í útboð. Í ágúst 2011 var kynnt að tilboði Media Consulta í Berlín hefði verið tekið og á Íslandi yrði Athygli almannatengsl framkvæmdaraðili. Innan tíðar verður kynningarskrifstofa ESB opnuð í hjarta Reykjavíkur undir þessum formerkjum.
Þegar ég hafði á orði í Berlín að einhverjir á Íslandi teldu að með því að stofna til kynningarstarfs af þessu tagi bryti Evrópusambandið gegn íslenskum lögum var mér snarlega bent á að þetta væri gert að tilmælum ríkisstjórnar Íslands. Hún hefði snúið sér til ESB og farið þess á leit við framkvæmdastjórnina að hún tæki að sér að fræða Íslendinga um ESB. Vissu íslensk stjórnvöld ekki hvað væri heimilt eða óheimilt í þessu tilliti væri það vandamál annarra en þeirra sem hefðu tekið að sér að framkvæma verkefnið á grundvelli útboðs í krafti samnings milli ríkisstjórnarinnar og ESB."
Ég fyrir mitt leyti trúi frekar Birni Bjarnasyni, því það vill svo til að Össur hefur ekki sagt allan sannleikann um ESB umsóknina hingað, til réttara sagt aðlögunarferlið og er sífellt að fara undan í flæmingi. En dæmi hver fyrir sig.
Það er líka ljóst eftir skoðanakannanir í Fréttablaðinu að meirihluti íslendinga vill kosningar í vor. Það er erfitt veit ég fyrir ríkisstjórnarflokka sem eru með allt niður um sig, og hafa ekki komin neinu í verk til að bjarga heimilum landsins.
En fólkið í landinu svona fyrir utan hörðustu stuðningsmenn stjórarinnar vilja kosningar. Nú hafa komið fram nokkur ný framboð og sum þeirra lofa góðu eins og Samstaða og Breiðfylkingin. Nú þarf þjóðin að vanda sig til verks, lesa sér til um hvað er í boði. Og bera saman orð og efndir stjórnmálamanna hingað til. Hverjir hafa svikið öll sín sjónarmið, hverjir hafa sagt sig frá titlum og togum vegna þess að þeim líkar ekki hve frjálslega er farið með það sem fólki var lofað. Alla vega einn þingmaður hefur beðið kjósendur sína afsökunar á því að hafa ginnt þá til að kjósa flokkinn sem hann fór fyrir.
Atkvæði er hverjum manni heilagur réttur, en um leið hvílir sú skylda á greiðandanum að hann standi undir ábyrgð og láti ekki loforð um gull og græna skóga plata sig til að gefa atkvæði sitt, heldur virkilega reyna að setja sig inn í hvað er best fyrir þessa þjóð. Og þá er ég ekki í nokkrum vafa um að við munum fá að sjá breytingar og Nýtt Ísland rísa.
ÁFRAM NÝTT ÍSLAND.
Áfram Nýtt Ísland, við ýtum úr vör,
á úfinn og kólgandi marinn.
Með hugsjónir góðar, er hafin sú för
og heilagur rétturinn varinn.
Þegnarnir uppskera eins og þeir sá.
Þetta er alla að kyrkja.
Nú þurfum við atkvæð´ og þau ekki fá
því við viljum mannauðin virkja.
Því réttum við fram okkar hjálpandi hönd,
heitstrengjum - ykkar er valið.
Og biðjum að fljótlega bresti þau bönd
Sem brýnt hafa okkur og kvalið.
Áfram Nýtt Ísland, við siglum þann sjó
Sem samhugur einn getur bundið.
Og finnum þá gleði í hjarta- og fró,
Sem friðþæging ein getur fundið.
Æ, þegiðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl Ásthildur Cesil; æfinlega !
Vita skaltu; að þeir Björn og Össur eru jafn lýgnir - og hvorugum skaltu trúa, Helvízkum, fornvinkona góð.
Jóhanna - Steingrímur - Bjarni og Sigmundur Davíð; ÖLL sama óþverra hyskið, sem og fylgjendur þeirra !!!
Með beztu kveðjum; sem jafnan, vestur í fjörðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 21:55
Hvar er þá sannleikurinn Óskar minn, ef þeir tala sitt hvorn hlutinn? Sömuleiðis góðar kveðjur til þín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2012 kl. 21:57
Heil á ný; Ásthildur Cesil !
Sannleikurinn; gæti verið - fyrir austan Sól / og sunnan við Mána.
Hann er ekki að finna; af klofnum viðurstyggðar tungum, íslenzku stjórnmála óhræsanna, Ásthildur mín.
Svo mikið; er þó víst.
Með; ekki síðri kveðjum - hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 22:00
Óskar Helgi nágranni minn hinumeginn við Sundið,hefur rétt að mæla það er ekki hægt að treista þessu hiski sem situr á Alþingi í dag sama hvaða flokki þeir tilheira.þeir gera sér ekki í huglund þeir sem vilja ganga í ESB þá má ég ekki Reykja kjötið sjálfur og það verður bannað salta kjöt og ég má ekki eiga fáeinar rollur mér til ánægju.Fari Jóhanna og hennar hiski norður og niður. En ég ætla að ná mér í Æðrfugl áfram,það verður enginn Vafningur úr því.Já vel á minst ætli Sjálstæðiflokkurinn bjóði nokkuð fram oftar í Alþingiskosningum??En hafið það hugfast að Steingrímur J er svefnvana!!!!
Vilhjálmur Stefánsson, 13.2.2012 kl. 22:27
Komið þið sæl; sem fyrr !
Vilhjálmur !
Nákvæmlega; og hefi ég öngvu, við þínar skynsamlegu ályktanir, að bæta.
Gerum ráð fyrir; að okkar kæra Ásthildur Cesil - þó hrekklaus sé, og ætið vel meinandi, átti sig á hvers lags horngrýtis hyski, þarna er á ferð.
Með; ekki síðri kveðjum - en áður / og fyrri
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 22:32
það óhætt að segja með góðri samvisku að þeir sem vilja Land vort í arma þjóðverja og ganga í ESB eru Landráðamenn.Hitlers hugsjónin er ekki horfin úr hausnum á þóðverjum..þeir stefna ljóst og leynt að ná yfirráðum yfir Evropu og nota Frakka óspart til þess.Öðrum þjóðum lána þeir þeim Peninga svo þeir þeigi meðan þeir eru að athafna sig..
Vilhjálmur Stefánsson, 13.2.2012 kl. 23:05
Sæl; enn !
Vilhjálmur !
Mikið rétt; og munum Fyrsta ríki Ottós I. Þýzkalandskeisara , á 10. öld, fornvinur góður.
Það hefir stórskaðað; hina kyrrlátu Austurríkismenn, lunga 20. aldar - og inn á hina nýbyrjuðu 21., að drullusokkurinn Adólf Hitler, var einmitt, af þeirra þjóðerni.
Ég nefndi; á minni síðu á dögunum, að Þjóðverjum þyrfti að tvístra, um allar koppa grundir, til þess að fyrirbyggja ENDANLEGA; að þeir kæmust á legg á ný, í nágranna álfu okkar í austri, Vilhjálmur.
Með; sízt lakari kveðjum - en seinustu / og áður
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 23:14
Já við erum víst öll sammála um það að vilja ekki inn í ESB. En ég var að benda á að annað hvort lýgur utanríkisráðherra landsins eða fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í hverju réttarríki myndi þetta mál vera skoðað af þar til bærum yfirvöldum. Það gengur ekki að ráðherra ljúgi í ræðustóli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2012 kl. 23:16
Óskar Helgi.
Raunar sammála flestu sem þú fleygir fram, en vil hinsvegar fá svör við því af hverju þú ófrægir Sigmund Davíð líkt og hina. Varla eiga menn að gjalda fyrir syndir feðranna.
Dagga (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 23:17
Sæl; aftur, gott fólk !
Ásthildur Cesil !
Þeir ljúga BÁÐIR; Andskotans drulluháleistarnir - og ættu skilið; margfaldlega, að vera hýddir og markaðir (brennimerktir), að hætti 17. aldar, frænda míns, hins mjög umdeilda; Þorleifs Kortssonar (1615 - 1698) Lögmanns í Bæ, í Hrútafirði, fornvinkona góð.
Strandamenn núlifandi; taka yfirleitt vel, afsökunarbeiðni minni, til handa Þorleifi, fyrir Galdrabrennur síns tíma - en munum; að Lútherska kirkjan, var þar frumkvöðullinn, eins og í ýmsum öðrum óþverra - allt; til þessa dags, eins og þú veist, gjörla.
Með; sömu kveðjum - sem síðustu, vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 23:26
Var að lesa þetta á blogginu hans Björns:
Mánudagur 13. 02. 12
"Össur Skarphéðinsson sýnir Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, dónaskap í svari til hennar vegna fyrirspurnar um hvernig var staðið að því að koma á fót Evrópustofu hér á landi fyrir fé frá stækkunardeild Evrópusambandsins.
Svar Össurar um að hann og ráðuneyti hans hafi ekki komið að málinu gengur þvert á það sem mér var sagt þegar ég heimsótti Media Consulta í Berlín undir lok október 2011. Fyrirtækið samdi við stækkunardeildina að loknu útboði. Ég hef skrifað forstöðukonu Evrópustofu og óskað svara við spurningum varðandi málið en Össur segir meðal annars í yfirlætisfullu svari sínu að Vigdís ætti ekki að spyrja sig heldur Evrópustofu. Nú reynir á sannleiksást þeirra sem þar starfa þegar þeir standa frammi fyrir svari Össurar. Verður fróðlegt að sjá hvort Evrópustofa stenst trúverðugleikaprófið."
Nú er að sjá hvort forstöðukonan staðfestir orð Björns, ef hún gerir það er Össur orðin uppvís að lygum í ræðustól Alþingis og hlýtur að fá að finna til þess.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2012 kl. 23:28
Sæl; á ný !
Dagga !
Jú; þessi slepju skratti, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, siglir undir öllum þeim fölsku flöggum, sem finnast kunna, á jarðríki.
Hefði hann; einhvern snefil myndugleika til að bera, væri hann; fyrir löngu, búinn að vísa úrhrökunum : Halldóri / Valgerði og Finni, úr þessum hland forar flokki, þeirra, Dagga mín, OPINBERLEGA.
Þar ég nokkuð; að nefna fleirra - málafylgju minni, til forsorgunar ?
Sömu kveðjur - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 23:31
þarf; átti að standa þar. Afsakið; fljótfærni, nokkra.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 23:32
Ásthildur..það vill svo ílla til að hvorugur kann að segja satt,það er barns vani hjá þeim báðum.Annar datt ofan af borði á barns aldri og og sá eldri varð fyrir því óláni að hrapa niður tröppur og hvorugur hefur náð jafnvægi á að vita hvað erað segja satt,og það sem verra er að það fæst engin Lækning við þessu.Svo verður þú að athuga það að Utaríkisráðherra er með mikinn kvíða og svefnleisi því Jóhanna húsmóðir hans segist ætla að verða 100ára og ef ekki eldri.
Vilhjálmur Stefánsson, 13.2.2012 kl. 23:36
Hahaha já einmitt, hún ætlar allavega að stjórna þar til hún verður 100 ára.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2012 kl. 23:45
Er hægt að vísa mönnum úr flokknum? Nú spyr sá sem ekki veit. Ef það er minnsti lúsarmöguleiki þá skora ég á Sigmund að skjóta rakettu í rassinn á Siv sem allra fyrst.
Hin voru 'history' eins og það kallast þegar Sigmundur tók við sem formaður. Tveir þeirra að sleikja lífið úr sólinni, og sú miðnefnda að leika einhverja verðlaunakú í sveitinni. Greyið sveitin! Ég hef trú á Sigmundi þó hann líti alltaf út eins og köttur að sleikja rjómaskál.
Dagga (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 23:46
Sæl; enn !
Dagga !
Jú; jú, STASI væddri (forræðis- og eftirlits hyggju) Siv, mætti bæta á listann, svo sem - auk fjölda annarra.
En; gleymdu öllu tiltrúarhjali, Sigmundi Davíð til handa, Dagga mín !
Hinar sömu kveðjur - sem allar áður, að sjálfsögðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 23:53
Það má aldrei vanmeta trú Óskar Helgi. Hún kemur frá iðrum manna og á ekkert skylt við tiltrú, þó svo hún geti leitt til til hennar.
Ég hef trú/tiltrú, á bæði þér og Sigmundi þó hvorugan þekki. En ég hef ekki haldið fram að innsæi mitt væri óskorað (af mér sjálfri). Með bestu kveðjum úr Reykjavíkinni.
Dagga (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 00:10
Ég ætlaði að þakka fyrir kvæðið.Ástildur mín. Sigmundur er frábær,hann og þeir
Helga Kristjánsdóttir, 14.2.2012 kl. 00:24
Hva!! Ritskoðun,var búin að skrifa margt,en er orðin þreytt.Þakkaði þér í kommenrinu sem datt út fyrir kvæðið góða.Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 14.2.2012 kl. 00:27
"..Jóhanna.... ætlar að verða þarna til 100 ára aldurs...."
Lengur, lengur, það verður örugglega ráðinn miðill, og síðan mun miðillinn gefa það út af og til, að hún Jóhanna sé önnum kafin í öðrum störfum þarna niðri í kjallaranum
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 01:27
Ég þakka ágæta færslu Ásthildur,en þau viðbótar skrif sem koma á eftir eitthvað skýt kast út í loftið gef ég nú lítið fyrir. Sigmundur Davíð finnst mér alltaf málefnalegur þó hef ég aldrei framsóknarmaður verið, mér finnst nefnilega ekki skipta máli hvaðan gott kemur. Ég held að besta sem Steingrímur J. gerði væri að fara til Jóhannesar bróður síns norður að Gunnarstöðum og kafa þar ofan í hvernig hann rekur sitt ágæta sauðfjárbú á því gæti Steingrímur margt lært hvernig á að reka þjóðfélag,ég geri t.d. ekki ráð fyrir að Jóhannes sé tilbúinn að selja vandalausum jörðina og gerast leiguliði,s.b. ESB áráttu Steingríms. Átti mjög skemmtilegt spjall við Jóhannes Sigfússon fyrir nokkrum árum.
Ragnar Gunnlaugsson, 14.2.2012 kl. 09:12
Sæl Áshildur mín og takk fyrir góðan pistil. Ég held ég fari nú að heimsækja þessa frægu stáss-stofu ESB í höfuðborginni. Það er kominn nokkuð langur spurningarlisti í mínu höfði, og best að rýma til fyrir nýjum.
Sannleikann skulum við alla vega finna Áshildur mín, hvernig sem okkur er ætlað að fara að því
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.2.2012 kl. 09:55
Anna Sigríður,,,þú finnur ekki sannleikann í Stáss-stofu ESB í henni Reykjavík.
Vilhjálmur Stefánsson, 14.2.2012 kl. 10:29
Komið þið sæl; sem fyrr !
Ragnar Gunnlaugsson !
Fróðlegt væri að vita; í hvaða rolu veröld þú hefir dvalið. Sjáir þú; öngva hnökra á framkomu Sigmundar Davíðs / Steingríms J. Sigfússonar - né annarra stjórnmála skrifla, vinsamlegast; haltu þig til hlés, eða farðu til annarrs Sólkerfis, viljir þú komast hjá óþægilegri umræðu, um þessa ''vini'' þína í stjórnmálunum íslenzku, jafn ógeðfelldir, og þeir hafa reynst samlöndum sínum, flestir.
Það eru svona pjakkar; eins og þú og aðrir áþekkir, sem fyrirbyggja algjörlega, mögulega endurreisn hérlendis, Ragnar minn.
Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri, öngvu að síður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 10:48
Takk fyrir innlitið öll. Það væri gaman að fá í hendur þessar 90.000 bls ætli það sé búið að þýða þær yfir á íslensku? Mér finnst bara að þetta plagg ætti að berast í öll hús á Íslandi og málið dautt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2012 kl. 12:48
Óskar Helgi. Ef það er það sem koma skal að henda skýt í allt og alla þá munt þú pluma þig vel þar,en tilganginn sé ég ekki, enn þú mátt gera það mín vegna ef þú hefur gaman að því. En síst mundi ég velja þig til að bæta þjóðfélagið værir þú þar í hópi með Samfylkingarliðinu og Steingrími J.o.f.l.
Ragnar Gunnlaugsson, 14.2.2012 kl. 13:03
Ásthildu,,Ég vona að sé ekki búið að þýða þessar andskotans blaðsíður,því þeir sem það gerðu fyrir Ríkistjórnina mundu þýða þær í eithver skonar Fagurfræði og lyga þvætting til villa um fyrir okkur og láta það djöfulega ekki koma fram sem gæti svert ESB samkunduna...
Vilhjálmur Stefánsson, 14.2.2012 kl. 13:12
Komið þið sæl; aftur !
Ragnar Gunnlaugsson !
Enn; liggur þú, á því lúa lagi, að viðhafa orðhengilshátt - sem innihaldslaust raup, ágæti drengur.
Hvar; hefir þú alið manninn / árin 1991 - 2012, og komist hjá því, að sjá hryðjuverk : Davíðs Oddssonar - Jóns Baldvins Hannibalssonar - Halldórs Ásgrímssonar, og Steingríms J. Sigfússonar, á höndur samlöndum þínum ?
''Samfylkingarliðinu og Steingrími J. ofl.'' ; á ég vitaskuld öngva samleið með - og ljóst má vera, á ömurlegu stagli þínu, að þú hefir ekki lesið stafkrók, á minni síðu, hér; á Mbl. vefnum, sem þó hefir verið opin, síðan í Apríl lok 2007.
Að: ''henda skít í allt og alla'' hefir einmitt, verið meginmarkmið þessa liðs, sem þú elur önn fyrir, dreng tetur.
Ertu yfirleitt; í lagi, Ragnar minn ?
Með; nákvæmlega sömu kveðjum - sem síðustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 13:24
Vilhjálmur ég meina auðvitað beina þýðingu frá orði til orðs. Ég held að þarna inni sé nefnilega ýmislegt sem ríkisstjórninni er ekkert voðalega umhugað um að við lesum okkur til.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2012 kl. 13:49
Óskar. Samkvæmt mínum útreikningum ætti ekki að vera nein kynningarstofa ESB hér á landi, ef báðir ljúga, svo að annar hvor hlítur að segja satt!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 14.2.2012 kl. 13:58
'Oskar mér leiðist að á eftir ágætri bloggfærslu Ásthildar koma skýtaklessurnar út um allt eftir þig.
Ragnar Gunnlaugsson, 14.2.2012 kl. 14:11
Sæl; enn sem fyrr !
Eyjólfur G !
Eins; og við vitum báðir, ágæti drengur, er ekki við neitt MENNSKT að eiga, þar sem ESB óværan er annarrs vegar, þannig að þú skalt ekki láta þér koma á óvart, þó svo báðir ljúgi, Helvízkir, Eyjólfur minn.
Sjáum; raunir bræðra minna Grikkja - þessa daga og misseri, frammi fyrir Evrópusambands skrímslunum, Eyjólfur minn - hefðu betur, verið með jarðbundna Herstjórn, fremur en hvítflibba- og blúndukerlinga gerið, eins og Íslendingar hafa setið uppi með, allt of lengi, ágæti drengur.
Hinar sömu kveðjur; sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 14:12
Sæl; enn !
Ragnar Gunnlaugsson !
Haltu þig bara á mottunni; treysti þú þér ekki, til almennilegrar umræðu, hér; á vef Ísfirzku Valkyrjunnar.
Þú segist vera; fyrrverandi bóndi, á síðu þinni.
Þess sér ekki staðar; sé mið tekið af yfirklóri þínu, til varnar íslenzku glæpa hyski stjórnmálanna, Ragnar minn.
Þeir bændur; sem ég hefi kynnst til þessa, hafa ekki reynst neinar Mél- Ráfur vera, sem þú vilt kynna þig, ágæti drengur.
Svo mikið; er þó víst !
Sömu kveðjur - sem síðustu; vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 14:18
Minn kæri Óskar við skulum aðeins róa okkur. Þessi verstfyrska norn er fær í flestan sjó
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2012 kl. 15:03
Sæl; enn - og aftur, gott fólk !
Ásthildur Cesil !
Þakka þér fyrir; ábendingar vísar, en geti Ragnar ekki staðið, fyrir sinn Skjöld, ætti hann að halda sig til hlés, héðan af.
Það; sem er að fara með íslenzkt samfélag, er þessi Andskotans trúar safnaða uppbygging, sem átt hefir sér stað, í kringum flokka ræksnin, í svo ríkum mæli, Ásthildur mín.
Hins vegar; efast ég ekkert um, að vinir mínir; Gyðingarnir í Shas flokknum, suður í Ísrael, kynnu að bjóða Ragnar Gunnlaugsson velkominn, í Grátmúrs menninguna, í Jerúsalem, fornvinkona góð.
Ekki; myndi væsa um pilt, í þeirra röðum, svo sem.
Beztu kveðjur - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 15:11
Óskar Helgi og Ásthildur....Mér heirist á þessari samkundu niður á Alþingi sé rifist í dag um að ESB klíkan sé farinn að skyfta sér nú þegar af innríkismálum og þeir þingmenn sem sáu sér fært að mæta þar í dag veina hver upp í annan vegna afskyftasemi ESB,hver djöfulinn er í gangi?Er búið að semja um meir en þjóðin veit??Við hér í Eyjum hefðum átt að setja helvítið hann Steingrím J í Fristiklefa þegar hann var hér á dögonum og hundinn hans líka Björn Val og geima hann smá tíma til að fá heilabúið í þeim til að virka.þeir segja að það sé hægt að laga heila í fólki sem er bara með heilann örumeginn eins og þeir..
Vilhjálmur Stefánsson, 14.2.2012 kl. 15:40
Komið þið sæl; á ný !
Vilhjálmur !
Betur hefði verið; hefðuð þið Eyverjar handsamað þessa Djöfuls kompána - og hýtt og markað (brennimerkt), að hætti 17. aldarinnar, fornvinur góður.
Síðan; hefði mátt striga sekkja þá - og setja í þurra geymzlu, unz; annað hefði ákveðið verið, ágæti drengur.
Löngu orðið tímabært; að lúskra á stjórnmála illfyglum, ALLRA flokka, Vilhjálmur minn.
Með Miðalda- sem og seinni tíma aðferðum.
Þetta lið; hefir svo sannarlega unnið til þess, flest þeirra !!!
Sömu kveðjur - enn; sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 15:47
Loksins er umræðan að komast á vitrænt stig. Andstaðan að vakna upp við vondan draum. Það er örugglega búið að gefa eitthvað eftir sem aldrei hefði átt að vera. Vona bara að við getum stungið klónum niður og kraflað okkur upp aftur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2012 kl. 15:56
Það held ég að hljóti að vera tilfellið, Ásthildur. Þ.e. að eitthvað hafi verið gefið eftir, lofað eða selt, sem við vitum ekki um.
A.m.k. er eftirtektarvert að framlína nýju framboðanna, allra, veigrar sér við að taka afgerandi afstöðu gegn ESB aðild. Allir þeir eru starfandi þingmenn.
Kolbrún Hilmars, 14.2.2012 kl. 16:33
það er satt Ásthildu,það er búið að gefa eithvað eftir þó svo við vitum vart af því ..Mér sjáfum er farið að förlast ég hélt lengi vel að það væri til Stjórnar-andstaða sem væri virk á Alþingi en hún fyrir finst ekki.Ég er farinn að eldast..Óskar Helgi meindýra eiðirinn var í fríi þega þessar rottur byrtust hér á dögonum.
Vilhjálmur Stefánsson, 14.2.2012 kl. 16:37
Komið þið sæl; sem fyrr !
Ásthildur og Kolbrún !
Grunsemdum ykkar; deili ég fyllilega. Þessi nýju framboð; hingað til, eru jafn tortryggjandi, til þessa - og gömlu flokka ræksnin.
Enginn; hefir komið fram enn, með AFDRÁTTARLAUSA andstöðu við ESB óskapnaðinn, svo kveða megi að, fornvinkonur góðar.
Mestmegnis; ómerkilegt yfirborðs hjal - nema; hjá Samtökum lýðveldissinna og Kristilegu samtökunum, hans Jóns Vals og félaga hans, svo fram komi.
Með sömu kveðjum - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 16:44
Sæl; aftur !
Vilhjálmur !
Þakka þér fyrir; útskýringu þína, fornvinur góður.
Sömu kveðjur - enn, á ný /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 16:46
Samtökum fullveldissinna; átti að standa þar (nr. 42).
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 16:50
Vilhjálmur þessi stjórnarandstaða hefur verið öll í skötulíki. gömlu flokkarnir eru lamaðir af samviskubiti og hræðslu við að sannleikurinn komi upp á yfirborðið.
Og já eitthvað er hér Kolbrún og Óskar sem ekki hefur komið fram í dagsljósið. En við getum í raun og veru ekkert annað en lagt okkar atkvæði í hendur nýrra framboða eins og Breiðfylkingarinnar og Samstöðu. En höldum vöku okkar og gætum að því sem á huldu er. Eins og sá góði maður sagði eitt sinn Jón Sigurðsson; Vér mótmælum allir!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2012 kl. 18:50
Komið þið sæl; enn !
Ásthildur Cesil !
Alröng; sem kolröng nálgun hjá þér, á stöðu mála. Það kemur EKKI til greina, af minni hálfu, að taka framar þátt, í kosningum til Alþingis - viðbjóðslegustu niðurrifsstofnunar, sem illu heilli var hér endurreist, árið 1845.
Ekkert Helvítis mótmæla hjal; í anda Jóns frá Eyri Sigurðssonar, framar !
Heldur; og mun fremur, SPRENGING kumbaldans, við Austurvöll í Reykjavík, og endanlegt frí, hvítflibba- og blúndukerliga stjórnarfarsins, fornvinkona góð.
Þetta Andskotans apparat (Alþingi); er búið að fá 166 ára tækifæri, til þess að sanna sig - en hefir brugðist; gjörsamlega.
Breiðfylking og Samstaða ...... HUH, Ásthildur mín !
Næsta skref; er fámennisstjórn okkar bezta fólks, úr Sjómennsku - Landbúnaði - Verkafólks, og Iðnaðar. Ef ekki; geta Kanadamenn og Rússar skipt landinu bróðurlega á milli sín, og Íslendingar hverfi í þjóðahöf, beggja.
Með; hinum sömu kveðjum - samt, sem áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 20:19
Hvaða flokkur er það Óskar minn?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2012 kl. 20:38
Sæl; á ný !
Ásthildur Cesil !
Ég reikna ekki með; að þú sért að hártoga mína framsetningu, viljandi.
ÞAÐ ER; ENGINN FLOKKUR, SEM ÞAR UM RÆÐIR, AF MINNI HENDI !
Ég á við; endalok, hefðbundins flokka kerfis, í landinu, Ásthildur Cesil, svo ekkert fari á milli mála !
Sömu kveðjur - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 21:18
Óskar minn ég var ekki að hártoga þínar skoðanir heldur spurði bara si sona hvað þú værir að hugsa í framhaldinu. Sammála þér að mörguleyti með að best væri að vera ekki með flokkadrætti, en þá kemur spurningin hvernig getum við gert það án þess að skapa öngþveiti?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2012 kl. 22:45
Komið þið sæl; á ný !
Ásthildur Cesil !
Öngþveiti; tímabundið, er óhjákvæmilegt. Við munum bæði; Bastillubyltingu Frakka, 14. Júlí 1789, fornvinkona góð.
Smám saman; rofaði til, í púður reykjarsvælunni, þar syðra. En; margt Bour bon ættmenna, lá í valnum, vitaskuld, sem þeirra fylgjara.
Sömu kveðjur - sem síðast /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 23:02
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2012 kl. 23:12
Góður pistill hjá þér Ásthildur,
Guðrún Sæmundsdóttir, 16.2.2012 kl. 10:59
Áshildur. Nú er ég búin að heimsækja stáss-stofuna, og fór þangað með jákvæðu hugarfari.
Því miður er hún bara stáss. Mig grunaði ekki hversu nærri sannleikanum nafngiftin á stáss-stofunni var, sem var meir í gríni sagt hjá mér, heldur en að ég tryði því að óreyndu að hún væri sönn.
Allir ættu að kynna sér raunveruleikann sjálfir, og meta síðan hver fyrir sig, út frá innsæinu, eigin réttlætiskennd og hyggju/brjóstviti. Hlutirnir eru sjaldnast eins og þeir eru látnir sýnast.
Það var þarna ungur viðkunnanlegur og kurteis drengur til að svara mér. Svo var slatti af bæklingum á ensku, og einungis 6 þunnir bæklingar á íslensku. Svo gat hann tekið við spurningum og fundið svörin á ensku. Það lá ekki beint við að þær upplýsingar yrðu endilega íslenskaðar. Svo var hægt að benda manni á slóð þar sem sum svör væri að finna á netinu. Það voru þarna miðar sem hægt er að fylla út með spurningu, og skilja eftir hjá þeim. Síðan er evropustofa.is og hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið: evropustofa@evropustofa.is
Þetta með íslenskuleysið fannst mér stór galli og sagði honum mína skoðun á jafn kurteisan máta og hann talaði við mig. Svo samskipti okkar gengu vel, en langsótt sýndust mér í fljótu bragði svörin vera.
Í einum af þessum þunnu bæklingum á íslensku, stendur að ESB leggi mikla áherslu á mikilvægi tungumála aðildarríkjanna. En það er víst bara fyrir þá fáu sem eru topparnir í Brussel, og meðlimir í þessu batteríi. Það gagnast ekki almenningi á Íslandi.
Íslensk stjórnvöld óskuðu eftir raunverulegri upplýsingastofu, (skyldi maður ætla), vegna þess að það stóð víst til boða.
Athygli ehf. og þýska fyrirtækið Media Consulta í Berlín reka Evrópustofu. Evrópusambandið fjármagnar starfsemi Evrópustofu.
En ekki veit ég hvort það var Björn Bjarnason og hans liðsmenn, sem voru með þrýsting á stjórnvöld um þessa stofu, eða hvort Össur Skarphéðinsson og hans liðsmenn tóku þetta upp hjá sjálfum sér.
Svo er ESB-stáss-stofan ("upplýsingastofan") ekki lýðræðisleg og jafnréttisleg, meir en þetta, eftir allt saman.
Þegar ég var komin út úr þessari stofu, þá fannst mér ég vera eins og óvelkominn útlendingur, og það er svo sannarlega ekki í fyrsta skiptið sem mér finnst það, hér á Íslandi. Hér á landi viðgengst, og hefur gert lengi, slíkt ólíðandi ójafnrétti og stéttarskipting milli menntaðra og ómenntaðra, innlendra og útlendra borgara.
Ég hugsaði hlýlega til Noregs eftir þessa reynslu af "óháðu lýðræðislegu"Evrópustofunni.
En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, og ég uppgötvaði þennan sannleika, með þessari könnunar-ferð, sem er þónokkur, og segir meir en flestir bæklingar og netsíður, um ESB-"jafnréttið" og "lýðræðið".
Blekkingar-leikurinn á greinilega að halda áfram, í boði spilltrar stjórnsýslu, sem er bæði gamalt og nýtt vandamál á Íslandi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.2.2012 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.