11.2.2012 | 14:30
Orðum fylgir ábyrgð.
Er maðurinn að sækjast eftir samúð? Hann ætti að vita að orðum fylgir ábyrgð, sérstaklega innan um unglinga og börn.
Óttast uppsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki að ég sé að verja málstað Snorra, fjarri því. En hvað með gjörðir, fylgja þeim ekki nein ábyrgð. Hér er ég að vitna til yfirmanna lífeyrissjóðanna sem gömbluðu með sparifé almennings. Tek þetta bara svona sem eitt dæmi af fjölmörgum. Því miður ná lögin einungis yfir suma í þessu þjóðfélagi, aðrir ganga um ósnertanlegir og geta gert það sem þeim sýnist, jafnvel sagt ýmislegt líka.
Þórður (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 14:50
Þórður: Vel gert! Af því einhverjir glæpamenn komast upp með að vera fífl þá á bara ekki að tala umhina!
Hallur (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 15:00
Já það er einhvernveginn erfitt að láta réttlætið ná fram að ganga. Því sumir virðast vera heilagri en aðrir. En manngreyið hefði átt að gera sér grein fyrir því að svona skrif yrðu ekki liðinn af kennara. Eins og ég bendi á þá fylgja orðum ábyrgð. Þó einhverjir segi að hann tali ekki svona í kennslustofunni, þá er bara þetta viðhorf afar slæmt. Og hvað ef sem mjög sennilega er að einhverjir samkynhneigðir séu í kennslu hjá honum. Hvernig líður þeim, vitandi um þessa afstöðu ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 16:20
Áshildur. Þegar rökræðu-orð eru kæfð í fæðingu, þá blómstra óréttlætanleg og órökrædd stjórnsýslu-slysin, með fordómana í fyrsta farrými.
Það þarf ó-eigingjarnan kjark og óbilandi trú á réttlætið, til að ná að yfirstíga yfirborgaða og falska boðbera, á fyrsta farrými á svikastýrðri þjóðarskútunni.
Svona talsmáta skilja raunveruleika-hetjur hafsins kannski betur en ó-réttlætis-sjóaðir ó-raunveruleika-hásetar alþingis?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.2.2012 kl. 16:30
Hverjar svo sem persónulegar skoðanir Snorra eru þá finnst mér aðal málið vera hvort hann sé góður kennari og haldi sig við námsefnið innan veggja skólans. Ef við viljum ekki að kennarar geti tjáð óþægilegar og umdeildar persónulegar skoðanir á sínum persónulegu miðlum - þá erum við komin út á hála braut...!
Haraldur Rafn Ingvason, 11.2.2012 kl. 16:51
Við sem höfum starfað sem kennarar verðum líka að passa okkur hvað við segjum utan vinnu. Sérstaklega ef um er að ræða svona viðkvæm efni. Þessi aðili hefur hingað til ekki legið á skoðunum sínum um samkynhneigð. Er hann ekki ennþá prestur hjá Betel.
Kidda, 11.2.2012 kl. 17:42
Satt mælir þú Anna Sigríður.
Haraldur það eru miklir möguleikar á því að samkynhneigðir nemendur sitji í þeim bekkjum sem þessi maður kennir. Hvernig heldurðu að slíkum unglingum líði, þegar það er ekki nóg að þurfa að díla við nánasta umhverfi sitt og fjordóma, heldur vita að kennarinn þeirra kennir lífsstefnu þeirra við dauðasök?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 17:45
Einmitt Kidda nákvæmlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 17:46
Var að viðra mina skoðun á málinu mín megin. Fólk má ekki rugla saman málfrelsi og því að sýna tillitssemi og háttvísi í skrifum sínum.
Ragnheiður , 11.2.2012 kl. 18:48
Einmitt Ragnheiður það er sitthvað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 19:24
(Barna)kennari á að gæta þess í hvívetna að nemendum líði sem allra best (í og utan veggja skólans). Ábyrgð hans er mikil. Hann, orð hans og gjörðir vega þungt í uppeldi barna og vellíðan þeirra (í skólastofunni, í skólanum og utan skólatíma). Ungur nemur, gamall temur.
Systurbörn mín eru nemendur Snorra. Hann er vel liðinn af þeim og öðrum nemendum hans. Er vinsæll kennari.
Snorri er það vel gefinn náungi að hann hefði mátt sjá fyrir að opinber ummæli hans um að samkynhneigð sé synd og syndin leiði til dauða falli undir hatursskrif og hatursfulla fordóma í garð minnihlutahóps sem á undir högg að sækja. Það má ætla að einhverjir nemenda hans séu samkynhneigðir; eða einhverjir í vinahóp þeirra eða ættingjar.
Snorri sá ekki fyrir að bloggskrif hans væru lesin af öðrum en fullorðnum og myndu ekki ná til nemenda hans. Né það fjaðrafok sem skrif hans hafa valdið. Eftir því er ég best veit hefur hann ekki viðrað þessi viðhorf sín við nemendur skólans. Hann hefur þó sagt að ef sú staða kæmi upp að nemandi hans leiti til hans sem samkynhneigður þá muni hann ræða við viðkomandi út frá þessum viðhorfum sem hann hefur opinberað.
Hitt er annað mál að Snorri hefur ekki gert annað en vísa í orð og boðskap sem haldið er fram í ríkistrúarriti ríkiskirkjunnar, árþúsundagamlar þjóðsögur frá Arabíu. Þar er að finna margt annað sem er ekkert síður ógeðfellt. Til að mynda að við heiðingjar (ásatrúarfólk) séum réttdræpir. Höfuð okkar skuli moluð. Líka höfuð barna sem rífa kjaft við foreldra sína. Þrælar eigi að vera trúir húsbónda sínum. Og svo framvegis. Listinn er langur.
Jens Guð, 11.2.2012 kl. 23:40
Já enn og aftur segir ég orð bera ábyrgð, og manni sem er leiðbeinandi barna á ekki og má ekki dreyfa svona hatursfullum áróðri á netið ef hann vill halda stöðu sinni. Það er mín meining. Og er ég þó að mínu mati umburðarlynd manneskja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2012 kl. 00:55
það er alveg ljóst í mínum huga að ef fram færi kennsla í trúarbragðafræðum þá ættu skoðanir eins og þær sem Snorri viðrar ekki að koma neinum á óvart. Þetta stendur jú allt í stóru leiðbeiningabókinni - ekki satt? Það er hins vegar farið í krignum þetta eins og heitan graut - sennilega til að reyna að styggja engan.
Þegar málið er skoðað liggur það einfaldlega þannig að Snorri er bókstafstrúarmaður og heldur því fram ýtrustu túlkun þess sem hann telur rétt. Nútímasamfélög eiga hins vegar í miklum vandræðum með bókstafstrú (kristna, gyðinga og múslíma) vegna þess að þær reglur og siðfræði sem þeir fara eftir eru að stórum hluta 2-3000 ára gamlar og þess vegna úreltar.
Eina leiðin til að fást við þetta er umræða og fræðsla. Þess vegna er alveg út úr kú að ætla sér að fara að múlbinda menn og hóta atvinnumissi fyrir það að halda fram sinni sannfæringu (þó vitlaus sé) í sínum frítíma. Ég trúi ekki fyrr en ég tek á að fólk vilji bannfæra menn fyrir það.
Haraldur Rafn Ingvason, 12.2.2012 kl. 02:20
Já Haraldur þú talar um trúarbragðafræði í skólum, er hún á dagskrá í skólum? ég veit ekki, þegar ég var í skóla var eitthvað sem var kallar kristinfræði og kennarinn var prestur. Auðvitað ætti að kenna trúarbragðafræði og þá taka á öllum trúarbrögðum eins og þú minnist á Kristna, gyðinga og múslima en líka votta jehóva og buddatrú, einnig ásatrú og allar þær hliðargötur sem trúarbrögðin stranda í. Þannig að börnin gætu virkilega verið meðvituð um hvað þetta allt saman táknar. Það væri hið eina rétta. þá er ég viss um að svona bókstafstrú hverju nafni sem hún nefnist ætti ekki upp á pallborð hjá mörgum unglingnum í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2012 kl. 02:26
kennsla í trúarbragðafræðum er öll í skötulíki og mýflugumynd - einmitt vegna þess hve þjóðkirkjan hefur verið ráðandi. Hugsaðu þér að í nýlegum lögum um grunnskóla er þessi klausa; "Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi." http://www.althingi.is/lagas/140a/2008091.html
Svona uppákomur eru leiðinlegar en þær geta líka verið gagnlegar hafi menn hugrekki til að taka umræðuna. Ég er líka sannfærður um að ef almennileg fræðsla um trúarbrögð væri í boði þá mundi vesenið vegna þeirra snarminnka.
Haraldur Rafn Ingvason, 12.2.2012 kl. 02:43
Já ég er alfarið á móti því að kristnin eigi einkarétt á kærleikanum og umburðarlyndinu. Það er bara í hjarta hverrar manneskju að finna það hvort sem hún trúiri á krist biblíuna eða stokka og steina. Þeir trúendur hafa yfirtekið allar heiðnar trúarathafnir og gert að sínum, þeir hafa ekki haft neitt nýtt fram að færa, en tileinkað sér það sem heiðnir menn hafa haft til sinna iðkana gegnum tíðina, stolið því sem þeim var helgast. Sýnir í reynt hverslags kærleikur og umburðarlyndi er þar á bænum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2012 kl. 03:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.