Sól, vor og vetur allt á sama stað.

Enn einn góður dagur hér á Ísafirði. 

IMG_2039

Kúlan skartar sínu fegursta.

IMG_2040

Gróðrinum líður vel með þessa hvítu sæng yfir sér.

IMG_2041

Og alltaf klifrar sólin hærra og hærra.

IMG_2042

Alltaf er líka vel mokað hér hjá okkur enda snillingar þar á ferð.

IMG_2043

Og allar götur færar.

IMG_2044

Cool

IMG_2045

Loðfílsunginn LoL

IMG_2046

Eins og sést hér er sjaldan mikill snjór í hlíðinni fyrir ofan mig.

IMG_2047

Og landið skógi vaxið sem við Elli minn höfum gróðursett síðastliðin 30 ár.

IMG_2048

En inn í garðskála eru plönturnar sumar hverjar farnar að bruma.

IMG_2049

Fiskarnir fara að vilja fá að borða bráðum, en þeir nærast ekki yfir vetrartímann.

IMG_2050

Páskarósin mín í fullum blóma inni, en út í garði á hún til að blómstra upp úr snjónum.

IMG_2053

Jólarósin brosir fallega til mín.

IMG_2051

Fúksían að því komin að blómstra.

IMG_2052

Og grænkálið frá því í haust og rósakálið er ennþá á góðu róli.

Sem sagt vor og vetur bara sitt hvoru meginn við dyrnar. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svalt, bjart og fallegt hjá þér úti og hlýlegt og notalegt inni . Var að koma af tónleikum hjá vini okkar Rúnari Þór í Salnum. Fullt af ísfirðingum og hann flottur að vanda.

Dísa (IP-tala skráð) 3.2.2012 kl. 23:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá en gaman, ég vildi að ég hefði verið þar líka.  Já hann er sko flottur þessi elska.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2012 kl. 01:25

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábærar myndir...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.2.2012 kl. 02:02

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hefði farið,en var að passa,ekkert er eins bætandi og hljómlist. Salurinn í göngufæri en veturinn eins og hefnigjarn pólit,,,,,, nei,nei það er ágætt að vera í stofu fangelsi smátíma. Mér finnst að þú gætir sent mynd í myndasamkeppni,annars er ég alltaf búin að dæma bestu mynd í þannig, keppni en snillingarnir ekki sammála mér.

Helga Kristjánsdóttir, 4.2.2012 kl. 04:40

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóna Kolbrún.

Takk Helga mín, ég er bara að taka þessar myndir mér til skemmtunnar og vonandi ykkur til gleði.  Ég hitti miðaldra skipstjóra um daginn á götu og hann heilsaði mér svo hlýlega, er að vinna einhversstaðar í Afríku og sagði mér að honum þætti svo notalegt að skoða myndir að heiman þarna hinu meginn á hnettinum.  Fyrir utan marga aðra, það eru mín verðlaun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2012 kl. 11:22

6 Smámynd: Kidda

Já, myndirnar þínar ylja mörgum og eru bara ómissandi. Núna fer í hönd spennutímabilið með skálalífið og sjá hvað lifnar þar við. Alltaf jafn gaman á vorin þegar það fer allt að lifna við þar.

Knús í gróðurkúluna

Kidda, 4.2.2012 kl. 11:44

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Kidda mín það er spennandi að sjá hvernig plönturnar hafa plumað sig yfir veturinn.  Takk fyrir mig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2012 kl. 12:03

8 identicon

  Blessuð sólinelskar allt!Ég bið að heilsa Dísu!

       Kvaðja frá Erlu

Erla Svanbergsd (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 21:49

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skila því Erla mín, hún er svo í sambandi við hinar stelpurnar Nönnu, Önnu, Þyrí, Auði og fleiri og fleiri.  Sakna þess að hitta þig ekki og svo langar mig líka að hitta Iðunni Haralds. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2012 kl. 22:23

10 identicon

Halló hvernig væri það ,ég heyri frá henni um jól.

Er annað slagið fyrir sunnan t.d.núna í fer.kringum 2o.feb

annars er það bara Siglufjörður og Sviþjóð

Knús Erla

Erla Svanbergsd (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 18:25

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það væri gaman Erla mín, það er bara að finna góðan tíma fyrir okkur allar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2012 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband