29.1.2012 | 17:36
Strákar og stelpur. Við erum ólík en öll jafn þýðingarmikil í lífinu.
Seinustu helgi var stráka partý, þeir eru skemmtilegir og yndælir, voru í tölvuleik mestan partinn af tímanum. Nú eru þessir strákar afar flottir og töffarar sem heilla stelpur, svo það er ekki bara einhver nördaleikur hjá þeim að koma og vera saman eina helgi og spila saman. Og ég er ánægð með að hafa þá hér heima, frekar en einhversstaðar út í bæ. Þetta er sama hugsun og ég var með þegar mín börn voru á þessum aldri. Enda hafa vinir þeirra sagt mér að Seljalandsvegur 77 hafai verið fyrsta félagsmiðstöðin í bænum
Þessa helgi var það svo stelpuhelgi. Stelpur eru hvað sem hver segir með önnur áhugamál, þó eru þær alveg jafn klárar og drengirnir, flottar stelpur og eiga örugglega eftir að ná langt þegar þær þroskast og velja sér ævistarf.
En þeirra skemmtun er ekki í tölvuleikjum.
Heldur meira svona að punta sig og leika sér með förðun og hárgreiðslu.
Allt eru þetta heilbrigðir og flottir unglingar bæði strákar og stelpur. Þau leggja einfaldlega annan skilning í skemmtun. Flest eru þau í tónlistarnámi meðfram skólanum. En málið er að hvað sem hver segir, þá er munur á kynjunum, það hefur ekkert með að gera að annað kynið sé betra en hitt alls ekki, heldur beinist áhugi þeirra á mismunandi vegu meðan þau eru ung og áhyggjulaus eins og unglingar eiga að vera. Síðan barnabörnin fóru að koma sjaldnar koma fleiri vinir unglinganna minna og það er bara besta mál. Mér þykir vænt um þessa krakka og sum þeirra orðin hálfgerðir heimalningar í kúlunni.
Þetta er framtíðin okkar, og því lengur sem þau fá að vera áhyggjulaus börn og laus við allt sem heitir spilling og útstáelsi því betur mun þeim takast að hafa stjórn á sínu lífi.
Vildi að sem flest þeirra fengju að fullorðnast í friði og öryggi og án þrýstings frá umhverfinu um útlit og töffaraskap eins og að reykja og drekka. Ekkert þessara barna gerir neitt slíkt og það er algjörlega frábært.
Sem sagt heilbrigð, falleg og hlý börn sem eru á hraðferð inn í lífið.
Alejandra að undirbúa partýið
Veðrið í dag var fallegt og þó það sjáist ef til vill ekki nóg hér, þá var smásólarglæta, sem þó náði ekki niður í byggð. En um leið og hún skín á húsið mitt verða bakaðar pönnsur með rjóma. En ég var lengi að troða mér upp í hænsnakofa í dag, þær voru orðnar matarlausar þessar elskur og voru fegnar að fá bæði mat og vatn.
Eigið góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það er alltaf einhver munur og svo er líka oft töluverður munur á áhugamálum innan sama kyns. Það er alltaf frábært þegar krakkar með lík áhugamál ná saman og stuðningur að vera fleiri. Þessi munur helst líka, því sumu langar okkur frekar að deila með öðru kyninu en hinu og gott að hafa félaga sem maður nær til.
Það er meiriháttar að sjá unglingana þína koma saman og vera á öruggum stað saman
Dísa (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 17:52
Þú ert nú þeirra fyrirmynd. Kannast við þetta,því ekki vildi maður að þau hengju einhversstaðar.
Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2012 kl. 18:25
Já mikið rétt Dísa mín, auðvitað hafa krakkar ólík áhugamál. Stelpan mín var líka svona stelpustrákur, það var ég líka reyndar. En svona á heildina litið.... þá erum við ólík sem betur fer, því saman bötum hvort annað upp. Það sem vantar upp á hjá körlum, bætum við upp sem konur og svo á hinn veginn. Þess vegna er mikilvægt að við viðurkennum að í eðli okkar erum við öðruvísi.
Það sorglega við þetta allt er að það er alltaf verið að máta okkur í hlutverkinn og skerpa á því sem er ólíkt. Strákar fá að heyra það ef þeir gráta; strákar gráta ekki, þeir eru sagðir veiklyndir ef þeir vilja tjá sig um það sem miður fer hjá þeim, sem er talið eðlileg tjáskipti meðal stúlkna.
Fann þetta svo vel í Danmörku þar sem ég vann í nokkra mánuði í garðyrkjudeild Hróarskeldu, einn vinnufélaginn var að missa kærustuna og grét í hverjum kaffitíma, það þótti eðlilegt þarna meðal vinnufélagana. Geturðu ímyndað þér hvað vinnufélagar hér hefðu hugsað ef slíkt hefði gerst hér?
Það hvílir líka á strákum að þegar þeir stofna til fjölskyldusambanda, þá er það ansi mikið á þeirra herðum að láta allt ganga upp fjárhagslega, það er "ætlast til þess" rétt eins og að ég held að það tískist ennþá að fjölskylda brúðarinnar sjái um giftinguna ef það er ekki lengur þá er það ekki langt síðan.
Meira að segja eru rennilásar og tölur á fötum ekki sama hjá konum og körlum. Ég er til dæmis í gallabuxum sem ég þarf að renna upp með vinstri hendinni.
Ég veit ekki hvort kom undan hænan eða eggið. En ég veit að þetta sama er í náttúrunni. Til dæmis bara með þessa tvo kettlinga sem ég er með, Lotta er fíngerð og kemur sér áfram með því að vera mjúk og hlý, Blesi krefur mann, heimtar að fá klapp meðan hún biður um það.
Við höfum ólík verkefni, konan sér um meðgöngu og fæðir börnin, einhver sagði að ef karlar ættu að fara á túr í hverjum mánuði, og ganga með börn yrði ekki nema í mesta lagi eitt barn í hverri fjölskyldu
Ég finn líka vel fyrir því að Elli minn er ekki heima. Mér finnst gott að fá hann til að gera hluti sem þarf krafta vil. 'Eg get svo sem gert allt sem ég vil, en það kostar mig meira átak en hann, því hann hefur meiri vöðvamassa en ég.
Já við verðum bara að viðurkenna að við erum best í samvinnu karlar og konur, bætum hvort annað upp og saman erum við betri manneskjur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2012 kl. 18:29
Einmitt Helga mín. Ég vil hafa þau í augsýn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2012 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.