Svona bara eitthvað svoleiðis.

Já eins og mínir lesendur vita þá þurfti ég að yfirgefa heimili mitt í fyrrakvöld vegna hugsanlegs snjóflóðs, og allt í lagi með það.  En málið er að einmitt vegna þess sit ég nú með risaglóðarauga alveg bara svoleiðis af mínum eigin aulahætti. Og ekki bara það  heldur líka á lærum, það er svo hátt inn í björgunarbílinn. Blush

IMG_1861-001

Ég nefnilega skellti mér "léttilega" upp í björgunarsveitarbílinn heheh og rakst á dyrakarminn með þessum skemmtilegu afleiðingum.

Svo þurfti ég að komast í bæinn í dag, kaupa inn og svona, og þurfti að moka bílinn út úr bílastæðinu, og fara í bæinn. Ég hafði raunar dálitið gaman af að fara í búðina, því fólk reyndi að láta sem ekkert væri, þóttist ekki taka eftir þessu, eða reyndi að gera sér í hugarlund hvað hefði gerst með kerlinguna.

Stundum er bara betra að spyrja hreint út, hvað gerðist Ásthildur mín, gekkstu á hurð? ... eða hvað?

Af því að þetta átti sér auðskiljanlegar ástæður þá hafði ég lúmskt gaman af þessu.   Ergó Elli barði mig ekki, enda út í Noregi. Smile

Það verður stelpupartý hér í kvöld, þetta skiptist svona á.  Af því að strákarnir voru hér síðustu helgi, þá gat ég náttúrulega ekkert annað en sagt já við stelpupartý í kvöld, en ég veit að það verður allt öðru vísi, stelpur eru einfaldlega bara allt öðruvísi en strákar, það er svo sem ekkert betra né verra bara öðru vísi.  Þessir krakkar eru frábærir og gott að fá þau í heimsókn.

Svo verð ég að segja að í hvert sinn sem síminn hringir, á ég von á að það sé lögreglan að láta mig vita að ég verði að fara út.....  Enda spurðu foreldrar stelpnanna; verður allt í lagi að gista hér?

Já sagði ég, ef hættuástand skapast förum við öll annað.

Ég veit að við erum örugg hér, en ég skil líka afstöðu þeirra sem eiga að gæta okkar, að þeir vilji vera 112 % Öruggir.  Enda er ég að spá í að bjóða þeim að flytja mig bara niður í áhaldahúsið hér beint fyrir neðan mig, sem er víst á grænu svæði ég get örugglega fengið að gista það í kaffistofunniDevil Nei Ásthildur mín þú mátt ekki vera svona kaldhæðinn.... Menn eru að gera sitt besta og hlífa þér sem mest þeir mega. 

Vonandi fáum við bara að vera hér í friði og ró, ég og krakkarnir. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ fyrirgefðu Ásthildur. Ég á ekki að hlægja að óförum annarra. En frásögni hvernig þú ætlaðir með glæsimennsku að sveifla þér í sætið, er bara svo skemmtileg. Líka þegar hægt er að sjá afleiðingarnar.

En góða gistu ekki í húsi sem snjóflóð geta komið.

Ég kom þarna sumarið eftir hörmungarna sem urðu um Páskanna, man ekki árið við gistum á tjaldstæðinu og komumst ekki hjá að taka eftir afleiðingunum á hús og tré. Sár mannfólksins voru ekki eins sýnileg. frænka mín var og er búsett þarna. og svo heimsótti ég líka Jón Pál og Huldu. Jón Páll var vinur foreldra minna og okkar krakkanna líka.

Kveðjur í þinn fagra en þröngva fjörð.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 22:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín, nei ég vil lifa áfram, en ég veit að hér er engin hætta, en skil vel áhyggjur þeirra sem hefur verið þröngvað til að taka á sig ábyrgðina á lífi og limum okkar.  Þess vegna fór ég bara glöð og ánægð til systur minnar yfir nótt.  En ég veit að hér er engin hætta, og þó hér kæmi snjóflóð færi það að öllum líkindum bara yfir húsið mitt hér er enginn fyrirstaða eins og í venjulegum húsum, þar sem hljóð eða höggbylgja lyfta þakinu og eyðileggja húsin, hér er engin slík fyrirstaða af því að kúlan er þannig að hún gerir eins og flugvélavængur, hleypir öllu framhjá sér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2012 kl. 22:28

3 identicon

Flottur kíkir. Ég fékk einn í febrúar í fyrra þegar ég bókstaflega rakst á gangstétt, steyptist á andlitið og braut gleraugun mín sem hefndu sín á mér. Svo ég þekki þetta af reynslu þegar fólk reynir augsýnilega að "horfa ekki" á andlitið á manni en maður sér að verið er að hugsa hvað hafi komið fyrir. Mér var líka skemmt. Og þeir sem þekktu nógu vel til að spyrja fengu það svar að ég hefði kysst gangstétt.

En ég vona að þú fáir að vera í friði heima og að partíið gangi vel

Dísa (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 22:48

4 Smámynd: Jens Guð

  Það er alltaf hressandi að fá nett glóðarauga.  Það minnir mann á hvað er gott að vera ekki með glóðarauga allan hinn tímann.

Jens Guð, 28.1.2012 kl. 00:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha Jens já einmitt.

Dísa mín já partýið gengur vel, þær eru búnar að reka strákinn fyrst út og svo inn í sitt herbergi heheheh, nú sitja þær inni á klói og mála sig og greiða og eru í feikna stuði allar fjórar.  Þetta er bara yndislegt.   Og ég var ekki rekin út núna, ekki í þetta sinn, bjóst svona hálfvegis við því, en.... ég er hér enn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 00:31

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl, þú lítur bara vel út með eitt glóðarauga. Hafðu það gott.

Sigurður Þorsteinsson, 28.1.2012 kl. 08:18

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigurður

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 12:21

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Minnug snjóflóaðana á Flateyri og Súðavík, er ég búin að vera með hugann fyrir vestan undanfarna daga. Við höfum öll rosalegar áhyggjur af ykkur vestfirðingum í svona snjóþyngslum.

glóðarauga hmm. ég bókstaflega gekk á hurð hérna fyrir mörgum árum og uppskar glóðarauga, það var mikil samúð sem mætti manni í búðum og svoleiðis, lá bara við að fólk gæfi manni símanúmerið hjá kvennaathvarfinu. Gott að fólki er ekki sama um konur sem skarta glóðaraugum :)

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.1.2012 kl. 14:38

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha já einmitt það er gott að vita.  Í sambandi við snjóflóðin þá erum við Vestfirðingar sennilega hvað rólegastir í tíðinni.  Við þekkjum aðstæður betur og vitum líka að vel er hugsað um okkur, og jafnvel of vernduð stundum.  En það er gott að geta treyst einhverjum í þessu samfélagi tortryggninnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 15:11

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta verður nú að heita eitthvað fyrst ég dró að líta inn.Það er þá helst að staldra við glóðarauga,virkilega vel til fundið,hjá landanum,þetta er eins og glóð í augum. Þótt þú merjir þig á lærunum verður það aldrei kallað glóðarlæri,sei,sei nei.

Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2012 kl. 17:24

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha nei sennilega ekki, það hefur allt aðra merkingu í mínum eyrum allavega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 18:17

12 Smámynd: Kidda

Glæsilegt glóðarauga sem þú hefur, stundum er betra að fara rólega

Unglingarnir þínir eru heppnir að eiga frábæra ömmu, ekki allir sem eiga foreldra eða ömmu sem myndi leyfa svona partý hjðá ungdómnum. 

Við krossum fingur um að það muni ekki koma til aftur að þið þurfið að fara annað vegna hættu á snjóflóði. Sjálfsagt er betra að gera meira úr hættunni en minna en það verða samt að vera einhver tilefni til þess.

Knús í snjókúluna

Kidda, 29.1.2012 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband