26.1.2012 | 12:59
Komin aftur heim í kúlu.
Það er gott að vera komin heim, þó væsti ekki um mig, því ég fór heim til systur minnar sem býr í okkar gamla heimili þar sem ég ólst upp. Þar fékk ég að sofa í gamla herberginu mínu, sem var skrýtin tilfinning.
Tilbúinn í slaginn. Við tókum bara það nauðsynlegasta með.
Eins gott að búa sig vel.
Hryðjuverkamaður? Nei björgunarsveitarmaður.
Þessar elskur grófu götu svo ég kæmist niður á götu.
Svo báru þeir okkar farangur niður í bílinn.
Það er ekki lítið haft fyrir manni sko!
Þetta eru enginn smásnjókorn.
Já enginn smá snjór, en ég hef séð það svartara.
Já björgunarbíll og alles.
Og svo að komast af stað.
Og þá var að koma sér upp í gamla heimilið mitt.
Svona var veðrið í morgun, miklu betra þið sjáið að það er ekki mikill snjór í hlíðinni fyrir ofan mig.
Kúlan í felum. Ég skil vel að þeir sem bera ábyrgð á borgurunum vilji vera alveg vissir.
Þá var eftir að hnoðast heim aftur, það var ekki beint auðvelt, því snjóað hafði í rásina sem drengirnir höfðu gert kvöldið áður.
ALejandra blessunin loksins komin næstum alla leið. Þetta var erfitt.
Eitt er víst að ég kemst ekki í bæinn í dag.
En þá er bara að hafa það notalegt heima hjá sér. Það var enginn skóli í dag. Og sennilega ekki opið á mörgum stöðum.
Já komin inn.
Svolítið öðruvísi núna en yfir sumartímann.
En snjórinn einangrar vel og hlífir plöntunum.
Það er samt ekki langt þangað til að hér fer að vora inn í garðskálanum.
Hér sést að vel hefur bætt í snjóinn.
En nú er bara að hygge sig og láta sér líða vel. Eigið góðan dag elskurnar. Og takk fyrir hlýjar hugsanir og áhyggjur af mér. Þær bera vott um kærleika.
Vil líka þakka björgunarsveitarmönnunum fyrir aðstoðina og lögreglunni fyrir góð samskipti og hlýju.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er gott að þið eruð komin heim í kúlu. Það hefur ekkert smá snjóað hjá ykkur eins og hérna en það er miklu meira hjá ykkur. Gott að vita að það er ekki mikill snjór í hlíðinni fyrir ofan ykkur.
Þið eruð í snjúkúlu núna og hafi það gott
Knús í snjókúluna
Kidda, 26.1.2012 kl. 13:14
Mæli með gítar og góðum bókum í dag.
Laufey B Waage, 26.1.2012 kl. 13:37
Já Kidda mín þetta er svona iglú
Já Laufey það er örugglega afar gott ráð. Reyndar búin að ráða nokkrar krossgátur, það er rosalega skemmtilegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 14:09
Þegar ég heyri í fréttunum að rýma þurfi íbúðahús á Ísafirði,verður mér hugsað til þín. Ég er líka ,,húkt,, á krossgátum. Stranda stundum í góðan tíma á ehv.tveim.
Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2012 kl. 18:04
Já Helga mín, svona er þetta nú bara. Já sammála krossgátur eru góðar fyrir heilabúið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 18:13
Gott að þið eruð komin "heim" aftur , og líka gott að eiga hauka í hinum ýmsu hornum ef eitthvað er að. En er þetta ekki í fyrsta sinn sem þið þurfið að yfirgefa kúluna í snjókomu ?
Hérna í minneapolis hefur ekki verið minni snjó í áraraðir, og hitastigið bara svipaað og á góðum vetri heima. Venjulega er sko MIKLU KALDARA hér. einusinni núna í janúar fór hitinn (ja eða kuldinn) niður í - 9 gráður á Farenh. sem er sko KALT.
En bestu kveðjur í kúluna og alla hina á Ísó !!
Þórunn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 19:55
Eg hef upplifað svona vetur- moka sig inn- og moka sig út !
Eg held að það se það erfiðasta sem eg hef upplifað !
Þú ert fanta hress og dugleg ! Svo kemur vorið !!
Bestu óskir til þín og þinna !
Erla Magna Alexandersdóttir, 26.1.2012 kl. 20:11
Sömuleiðis Tóta mín, mikið rétt það hefur aldrei verið ástæða til að rýma kúluna fyrr en núna. Veit ekki af hverju var gripið til þess núna, hefur ef til vill eitthvað með þennan fyrirhugaða garð að gera, eins konar afsökun fyrir því að byggja hann.
Takk Erla mín, já svo kemur vorið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 20:40
Það er virkilega "kósý" að þurfa að moka sig, ekki bara inn, heldur beinlínis niður á húsið sitt að kveldi og aftur upp sömu leið að morgni. Nokkuð sem norðlendingar og vestfirðingar þekkja en flestir aðrir landsmenn telja lygasögur. Ég fylltist heimþrá þegar ég sá þessar yndislegu og hlýlegu myndir Ásthildur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.1.2012 kl. 20:52
Takk fyrir það Axel. Já ég þarf ekki að fara í líkamsræktarstöð í þessu árferði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 21:34
Gott að vita ykkur komin heim aftur . Litla daman mín spurði skelfingu lostin þegar ég sagði henni í dag af "ævintýrum" þínum í gærkvöldi, "er ekki allt í lagi með hana?" Jújú sagði ég. "Ohh hvað það er gott, þá getur hún búið til fleiri bækur. " Sjálfhverfa, en samt, henni var alls ekki sama um ævintýravinkonu ömmu sem er svo gaman að heimsækja.
Dísa (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 22:06
Heima er best
Jóhanna Magnúsdóttir, 26.1.2012 kl. 22:53
Hahaha knúsaðu hana frá mér Dísa mín.
Já svo sannarlega Jóhanna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 22:58
Sagði ég ekki ? Nú gerir þú góða kjötsúpu handa þínu fólki,en ekki ofdekra það..
Vilhjálmur Stefánsson, 26.1.2012 kl. 23:29
Var með kjötsúpu í fyrradag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 23:57
Æ, einhvern veginn finnst mér nú betra að láta fólk rýma of oft en of sjaldan.
En, auðvelt fyrir mig að segja svoleiðis úr fjarska og þurfa ekki sjálf að yfirgefa heimilið.
Gott að þið eruð komin heim í Snjókúlu, og kjötsúpan er náttúrlega bara betri með hverjum deginum :D
Edda Sigurdís Oddsdóttir, 27.1.2012 kl. 10:55
Já alveg rétt Edda bæði með kjötsúpuna og rýminguna. Rýmingin í þessu tilfelli, sú fyrsta hjá mér, var ekki svo slæm því ég fór í næsta hús til systur minnar og svaf í gamla herberginu mínu frá unglingsárunum. Hálfgerð nostalgíuferð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2012 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.