Snjór á snjó ofan.

Ég hef ekki farið út fyrir hússins dyr í dag, vegna veðurs.  Börnin voru send heim úr skólanum á hádegi vegna ofankomu leiðindaveðurs og fannkomu.

Þau bökuðu svo pizzur fyrir okkur öll, rosagóðar.  Og allt í gúddí.

Ég sat hér við tölvuna með kertaljós, ef rafmagnið skyldi fara af, sem oft gerist í svona veðrum, þegar síminn hringdi.

Það var lögreglan, þeir tilkynntu mér að verið væri að rýma iðnaðarsvæði fyrir innan mig, vildu bara að ég vissi af því þökk sé þeim.  Reyndar er engin starfssemi það lengur, því KNH er farið á hausinn.

Horfði svo á fréttirnar og aftur hringdu þeir, sögðu mér að það yrði fundur núna kl. hálf níu um hvort ætti að rýma húsið mitt og næsta fyrir innan.

Ég hef lúmskan grun um að svo verði, því hver vill bera ábyrgð ef eitthvað gerist, ég skil það alveg, þó ekkert síðastliðin tæp 30 ár hafi sýn neina þörf á því.  En svona liggur þetta fyrir.  Ef vil vill þarf ég að sofa annars staðar í nótt. Fæ örugglega inni hjá systur minni í næsta húsi.  Svo er nú það.

Ég er samt rosalega feginn að ég fór í dag og gaf hænunum mat og vatn, svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim á morgun.

IMG_1818

Það hefur nefnilega snjóað ótrúlega mikið bara síðan í hádeginu, en langt frá því sem mest var.   Árið 1985 minnir mig.

IMG_1819

Þessar tvær myndir tók ég út um dyrnar mínar núna fyrir mínútu síðan.

001-001

Svona leit þetta út 1995.

002

Og svona eftir að við höfðum grafið okkur út úr kúlunni.

En ég get sagt ykkur að ef ég fæ símtal á eftir um að rýma, þá verð ég auðvitað að hlýta því, en... ég treysti mér ekki til að fara niður á götu í þessum snjó. Ef heimtað verður (kurteislega það veit ég) að ég rými húsið mitt, verða þessar elskur að aðstoða mig við að komast niður á götu og koma mér til systur minnar. Ég veit að það verður ekki vandamál.

En hér erum við að upplifa árangurinn af því sem gerðist í Súðavík og Flateyri, því miður. Þá erum við réttlaus vegna þess að enginn vill raunverulega taka minnstu ábyrgð á því ef eitthvað gerist. Þó svo að líkurnar séu svo sem engar.

Ég vil svo enda þessar hugleiðingar mínar með að votta öllum aðstandendum togarans frá Siglufirði mínar innilegustu samúðarkveðjur.  Það er sárt að missa en ekki er öll von úti enn, kraftaverkinn gerast og ekki verður ófeigum í hel komið né ófeigum forðað.  Allir góðir vættir styrki ykkur og styðji. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já eins og ég bjóst við var lögreglan að hringja og tilkynna mér að ég þyrfti að fara úr húsinu mínu.  Ég sagði þeim að þeir yrðu að koma og koma mér niður á götu og fara með mig til systur minnar.  Ekkert mál sögðu þeir. Ég skil svo vel að fólk vildi ekki taka á sig þessa ábyrgð. En það er málið, ég er tilbúin til að rýma húsið mitt ef þannig aðstæður skapast, en ég er ekki tilbúin til að reka mig út úr húsinu alveg og þar á ofan að rústa öllu sem ég hef byggt upp síðastliðinn ár frá 1986.  Í fyrsta skipti hefur mér verið gert að fara ég hlýti því.  En þetta er í raun og veru ofverndun.   Sem ég skil mæta vel, ég myndi ekki vilja sæta því að gefa einhverjum sjens og þurfa að standa gegn því ef eitthvað gerðist, þó líkurnar séu afar litlar.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 21:38

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Elsku kellingin mín. Þú ferð nú ef þú verður beðin um það. Ég gæti ekki sofið róleg annars.

....og ekki viltu að verði andvaka - þá verð ég svo ljót á morgun :)

Hrönn Sigurðardóttir, 25.1.2012 kl. 21:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Hrönn mín ég vil ekki að þú verðir andvaka, nú kemur björgunarsveitin eftir hálftíma að koma kerlu niður á götu og heim til litlu sys svo það verður allt í lagi með mig, verður reyndar allt í lagi með húsið mitt og kettlingana fiskana og hænurnar.  Þetta er bara svona rútína þegar menn eru látnir axla ábyrgð á samferðamönnum sínum, stjórnvöld mættu taka þetta til sín .... eða þannig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 21:52

4 identicon

Elsku Íja mín, ég skil alveg að þér sé erfitt að fara, en ekki vill maður heldur bera ábyrgðina ef eitthvað gerðist og það er auðvitað sjónarmið þeirra sem fara fram á rýmingu.

En ég var að hugsa fyrr í kvöld, ef þeir ætla að kaupa upp húsið ykkar því of hættulegt er að búa þar þó fólk sé fúst að rýma, hvað þá með Áhaldahús bæjarins? Verða þeir ekki að byggja nýtt á öðrum stað, ekki geta þeir látið starfsmenn vera í hættu, því EF flóð tæki ykkar hús er líklegt að Áhaldahúsið færi næst og það er verr undibúið undir bæði höggbylgju og flóð vegna forms hússins.

En ég vona að ykkur líði vel í nótt hjá Ingu Báru, er það annars ekki rétt til getið hjá mér að hún sé í Vinaminni? Knús

Dísa (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 21:55

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Neí Dísa mín, áhaldahúsið og orkubúið fyrir neðan mig eru græn svæði Snjóflóðið sem á að taka húsið mitt á að stoppa á Seljalandsveginum.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 21:59

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En nú þarf ég víst að taka til sængina mína, tannburstan og það sem til þarf, krakkarnir eru miður ánægðir en við erum að taka til það sem með þarf.  Þetta er alveg nýtt fyrir mér svo sannarlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 22:00

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Bara að þið séuð örugg Ásthildur mín... það er númer eitt-tvö og þrjú... !

Knús í snjóinn... :-)

Jónína Dúadóttir, 25.1.2012 kl. 22:39

8 Smámynd: Kidda

ég er búin að vera með hugann fyrir vestan í dag og kíkti seinast hérna um 8. Vona að þið hafið það gott hjá litlu systur þinni og að þið komist heim strax á morgunn.

Allar góðar vættir passa kúluna í nótt og ykkur öll.

Knús hvar sem þið eruð

Kidda, 25.1.2012 kl. 22:49

9 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Gangi þér vel...þú kemst fljótt í Kúluhúsið aftur og verður í því næstu 40árin...

Vilhjálmur Stefánsson, 25.1.2012 kl. 22:51

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar já ég er heima hjá litlu sys og vitið hvað ég sef í gamla herberginu mínu frá því að ég var 13 ára.  Málið er að þetta herbergi er algjörlega spes, það tekur ekki hverjum sem er, það tók mig mörg á að fá það til að samþykkja mig.  Og nú reynir á hvort ég verð trufluð enn á ný.  Afi minn sem var mjög skyggn gat aldrei verið þarna inni, það er eitthvað þar sem er magnað. En við skulum sjá til hvernig mitt gamla herbergi tekur mér á ný.  En strákarnir í björgunarsveitinn voru afskaplega hlýjir og yndislegir, þeir mokuðu leið alla leið upp að dyrum hjá mér og báru allt okkar hafurtask í bílinn og ókur okkur til systur minnar.  Yndislegir drengir.  Já veðrið er að skána og ég verð komin heim aftur á morgun. 

Ég er lögreglunni afskaplega þakklát fyrir að þurfa ekki að heyra það í fréttum að veri væri að rýma húsin fyrir innan mig, þeir hringdu og ég fékk að fylgjast með hvað væri á döfinni og hafi þeir mikla þökk fyrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 23:18

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sambandið hér er rosalega erfitt og stirt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 23:19

12 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Flott hjá þeim að fylgjast svona vel með snjóalögunum. Miklu skynsamlegra að fara í annað hús nokkra daga á vetrum, og halda áfram að búa í húsinu góða. Kannski fæ ég að heimsækja í sumar, svona smá kaffi?

Ólafur Þórðarson, 26.1.2012 kl. 03:07

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hafðu það gott í útilegunni ljúfust mín, þið öll þarna fyrir vestan eruð í mínum bænum.

Kærleikskveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.1.2012 kl. 09:33

14 identicon

Sæl mín kæra,ég skil þig þetta minnit mig á gamla daga

en þessir dagar líða eins og aðrir!

Hugurinn er fyrir vestan.

Kveðja Erla

Erla Svanbergsd (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 10:02

15 identicon

Sé þig fyrir mér í gamla herberginu þínu

Dísa (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 11:20

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk öll.  Já hættu er aflétt og ég er komin heim.  Veffari vertu velkomin í kaffi. 

Elsku Erla mín ég hugsa oft til ykkar systkinanna.

Takk Milla mín

Dísa ég svaf einmitt í gamla herberginu mín, það var skrýtin tilfinning og meira að segja var rúmið á sama stað og þá.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband