24.1.2012 | 16:28
Jæja loksins loksins eitthvað að gerast í þjóðarsálinni okkar.
Loksins smá skíma hjá landanum. Það þurfti mikið til. En þetta er í fyrsta skipti sem svo afgerandi margir ætla að veita nýjum framboðum atkvæði sitt. Það er afar ánægjulegt og vonandi gefur það boð um nýja tíma og hið langþráða Nýja Ísland.
Vel tekið í ný framboð
Ríflega helmingur þeirra sem tóku þátt í nýrri könnun MMR segja að til greina komi að kjósa ný framboð ef þau byðu fram til alþingiskosninga.
Um 60% Samfylkingarfólks og 50% Framsóknarfólks telja ný-framboð koma til greina.
Framboðin sem spurt var um voru eftirfarandi:
a: Björt framtíð (undir forystu Guðmundar Steingrímssonar og Besta flokksins)
b: Nýtt framboð undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar
c: Nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur og
d: Hægri-grænir (undir forystu Guðmundar Franklín Jónssonar)
Lítill munur reyndist á fjölda þeirra sem sagði það koma til greina að kjósa einstök framboð (að Hægri-grænum undanskyldum).
Um og yfir 23% þeirra sem tóku afstöðu sögðu það koma til greina að kjósa Bjarta framtíð (undir forystu Guðmundar Steingrímssonar og Besta flokksins), nýtt framboð undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar eða nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur. Öllu færri, eða 5,6% þeirra sem tóku afstöðu, sögðu það koma til greina að kjósa Hægri-græna (undir forystu Guðmundar Franklín Jónssonar).
Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is
Þarna vantar inn í nokkra flokka til viðbótar eins og samstarf Frjálslyndaflokksins, Hreyfingar og Borgarahreyfingar ásamt fleiri grasrótarsamtökum, en það er skiljanlegt því það er ekki alveg komið á koppinn ennþá þó unnið sé að því framboði af fullum krafti.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022151
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hvaða skíman skín björtust að þínu mati ?
Leyf mér að giska...Hugsanlegt framboð fyrrverandi klappstýru útrásarinnar og núverandi klappstýru sjálfs síns ?
hilmar jónsson, 24.1.2012 kl. 16:57
Nei Hilmar ég bind mínar vonir við Frjálslyndaflokkinn og þau samtök sem munu fara með honum í framboð. Ég þekki vel til þess flokks og þá góðu kosti sem það fólk er búið, og treysti þeim afar vel til að vinna af heiðarleika og einbeitni í að rífa landið upp úr þessum doða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2012 kl. 17:13
Ásthildur..Ég held að ég verði að biðja Guð að hjálpa þér..
Vilhjálmur Stefánsson, 24.1.2012 kl. 20:04
Vilhjálmur Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir ekki satt?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2012 kl. 20:15
Finnst ykkur reynslan af Besta flokknum í Reykjavík bjóða upp á fleiri tilraunir. Haldið að Guðmundur Franklín og hægri grænir eigi eftir að lyfta lífeyrissjóðunum á hærra plan spurjum austfirðinga um það
sæmundur (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 21:58
Ég verð að viðurkenna að ég varð MJÖG svekktur þegar ég frétti af fyrirhuguðu "samkrulli" Frjálslynda flokksins, Hreyfingarinnar og Borgarahreyfingarinnar. Get ekki með nokkru móti séð hvað þessi öfl eiga sameiginlegt?????
Jóhann Elíasson, 25.1.2012 kl. 05:35
Ásthildur, við vorum aðeins að bera saman hagfræðinga og veðurfræðinga í gær. Hugsaðu þér að laun veðurfræðinganna væru á einhvern hátt tengd því hverju þeir myndu spá? Veðurfræðingurinn gæti t.d. átt hlut í steypufyrirtæki sem gæti selt heldur meiri steypu ef "valin" væri sú spáin sem gerði ráð fyrir minsta frostinu! Absúrt ekki satt. Þetta hefði svo í för með sér að traust almennings á þeim hyrfi og venjulegt fólk yrði að notast við sínar einfeldningslegu aðferðir við að meta veðrið. En hálærður veðurfræðingurinn sæti gagnslaus hjá.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 09:27
Blessuð Ásthildur.
Vonin um eitthvað Nýtt, eitthvað sem við öll eigum eftir að finna hljómgrunn með, er vonin sem mun marka endalok auðræðis í íslensku samfélagi.
Og þú tjáir þessa von vel í þínum aðfarorðum.
"boð um nýja tíma og hið langþráða Nýja Ísland. " .
Og hafir þú ekki vitað þá veistu í dag. Verkfæri auðræningja myndu ekki birtast hér á síðu nema vegna þess að þú ógnar húsbændum þeirra.
Því það eina sem ógnar auðræðinu er skynsamt fólk sem kallar á nýja tíma.
Og þegar það kall kemur, þá er þeim ógnað, og senda Rakka sína á vettvang.
Ógnin felst í heiðarleika og sanngirni, eitthvað sem VG þolir verst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.1.2012 kl. 10:33
Sæmundur týndu til allt það versta sem hugsanlega gæti gerst. Það kom greinilega fram í þessari könnun að flokkur Guðmunar Franlíns nýtur ekki mikils stuðnings meðal fólks, af hverju sem það er. Gæti verið saga hans líka hér fyrir vestan. Menn verða að vera flekklausir til að fólk treysti þeim. Þess vegna var ég hissa á að fólk skyldi velja þennan mann til forystu.
Jóhann ég þekki eins og ég sagði afar vel til Frjálslynda flokksins og innviði það, Þekki Birgittu ágætlega en þekkti mömmu hennar ennþá betur, ég þekki síðan fólk sem hefur verið að berjast í grastótinni bæði í Hreyfingunni og Borgarahreyfingunni, meira þó Borgarahreyfignni, og veit hvað það fólk stendur fyrir sem þar vinnur mest. Bendi þér til dæmis á Rakel Sigurgeirsdóttur, Ástu Hafberg sem reyndar er varaform. F, eins Helgu Þórðar og Gunnar Skúla. Þetta fólk hefur unnið nú um nokkurra mánaða skeið með grasrótarmiðstöðinni ásamt fleiri félögum, þau hafa örugglega rætt málin í þaula og séð grundvöll til að vinna saman. Það sem ég set út á þetta samkrull eins og þú kallar það í dag eru vonbrigði mín með Birgittu og hennar fólk hvernig þau hafa brugðist við í máli Ástu Ragnheiðar og lýðræðisins, og svo að ég vil fá skýr svör um að Evrópusambandið verði ekki á dagskrá hjá þeim. Ef það atriði er ekki í lagi sný ég mér umsvifalaust annað.
Bjarni þetta er svo alltaf möguleiki, málið er að við erum orðin svo tortrygginn vegna sífelldra svika stjórnarmanna, hverju nafni sem þeir nefnast, að við sjáum skrattan í hverju horni. Svo má segja geturðu ímyndað þér aðstöðuna sem veðurfræðingurinn lenti í ef hann spáir sér í hag og svo eyðileggst öll steypan. ´Sá veðurfræðingur ætti ekki lengi steypustöð. Það er nefnilega málið, þar myndi markaðurinn grípa inn í og ekki versla meira við slíkt fyrirtæki, meðan hagfræðin er svo óljós að það er endalaust hægt að hagræða tölum og fela vitleysurnar bak við einhverjar formúlur. Þar liggur mismunurinn.
Já ég þekki það allt Ómar, ég veit hvernig fjórflokkurinn lét Frjálsyndaflokkinn á sínum tíma og meðan við fengum hvergi inni í fjölmiðlum, gátu þau Geir, Ingibjörg, Steingrímur og fleiri rakkað hann niður. Sumir á þeirra vegum skrifað óþverra fréttir af meintum rasisma og sundurlyndi, eins og Illugi Jökulsson, Þórhallur Baldursson og Kolbrún Bergþórsdóttir meira að segja guðfræðingurinn Davíð Jónsson. Þar var hvorki skeytt um heiður né æru í að eyðileggja flokkinn, sem vildi bara koma á réttlæti, og ég get líka fullyrt að ríkisstjórnirnar sem rökkuðu flokkinn niður tileinkuðu sér svo tillögur hans, þó efndirnar hafi látið á sér standa. Þetta er geymt en ekki gleymt, og þetta fólk sem þarna um ræðir eru illvirkjar að mínu mati og ekki fólk sannleikans né lýðræðisins. Þetta eru minkar í hænsnabúi sem vilja réttlæti bara á sínum forsendum. Að vísu verður að viðurkennast að við vorum óheppinn að fá inn til okkar fólk sem vildi bara breyta flokknum innanfrá með sínar áherslur sem varð til þess að stríðið tapaðist í bili, en það fólk er nú allt flúið burt, þegar því tókst ekki að breyta þeim áherslum sem mitt fólk vann að. Síðan mun leiðin bara liggja upp á við, því engum flokk er betur treystandi til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu til réttlátara kerfis op enginn flokkur hefur betur ígrundaðar og vel útfærðar ætlanir í því sambandi, enda hefur verið unnið vel í þeim og mörgum fleiri málum á landsfundum. Enda höfum við á að skipa bæði skipstórum, sjómönnum og líffræðingum sem gjörþekkta fiskimiðini, höfum verið með bændur í að útlista hvað betur megi fara í landbúnaði og eldri borgara að fjalla um þeirra máleflni. Erlent fólk sem þekkir vel til þess sem betur má fara í þeirra málefnum og svo framvegis.
Þess vegna veit ég allt um það fólk sem reynir að eyðileggja aðra flokka til að hygla sínu veldi, og ekkert sparað til að notfæra sér miðlana óspart og eiga ótrúlegan aðgang þar að. Sem betur fer eru breyttir tímar og bloggið hefur orðið meira áberandi og almenningur getur betur komið sjónarmiðum sínum á framfæri, og til jafns við þetta andstyggilega fólk sem ég nefni hér, og þeir eru miklu fleiri. En þetta fólk er mér hugstæðast fyrir óhreinlyndi sitt og óþverrakap.
Já Ómar minn, við skulum bara leyfa okkur að vera bjartýn það kemur að því að réttlætið sigri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 14:00
Já, Ásthildur, réttlætið sigrar þegar mæður og ömmur þessa lands taka sig til og hlusta á hvora aðra, þú týnir til gott fólk fyrir utan fjórflokkinn, og innan hans er ekki síðra mannaval.
Raunverulega snýst þetta um þann sem telur, að hann sjái og aðrir hlusti.
"You ain´t see nothing yet" sagði ágætur maður en þegar upp er staðið þá man ég eftir orðum hans góðu konu, sem sagði, "til hvers að bera út fólk þegar nóg er til að húsnæði á Íslandi".
Það er svona viska sem skýn alltaf í gegn um allt blaður blaðrarana sem þú vitnar í. Orðhagur maður án innihalds er enginn maður. Kona, ekki vel talandi á íslensku, er mikill maður því hún sér kjarnann, það er gott fólk sem byggir þetta land, við megum aldrei nota fjármálahamfarir sem afsökun til að gleyma þeirri staðreynd.
Gott fólk ber ekki út annað fólk á neyðartímum, þó það hafi verið gert í Rómarveldi í gamla daga, eða á tímum höfðingjanna sem áttu allt en alþýðan ekkert.
Þetta skilja konur en það er óskiljanlegt að þær skuli ekki ná saman.
Saman um að vernda líf og tryggja því framtíð.
Segir margt að hér tjáðu sig bara kallar þó konur séu mjögn stór hópur lesenda þinna.
Þeirra orð þarf að heyrast, hjá þeim býr viskan sem fær alla auðræningja sigrað.
Aðeins sjúkt þjóðfélag ber út mæður og börn.
Það er ekki félagshyggja, það er ekki vinstrimennska, það er ekki íhaldsmennska, það er ómennska.
Ómennska sem til dæmis ESB andstæðingar láta líðast innan sinna raða. Margir vilja í ESB vegna þess að þeir halda að það sé gjaldið til að stoppa útburð.
Eitthvað sem þið ESB andstæðingar þurfið að spá í.
Það eru skýringar á öllu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.1.2012 kl. 15:10
Já Ómar það er sorgleg staðreynd að konur allflestar þó þar séu undantekningar tjá sig ekki um stjórnmál, þær telja sig ekki hafa vit á umræðunni. En þegar þú setur þetta í svona samhengi eins og það að gott og heiðarlegt fólk ber ekki út fólk (mæður og börn) á neyðartímum. Ráðamenn þessarar þjóðar loka bara augaunum og eyrunum og fá sér steik með rauðvíni meðan fólk er borið út. Eða eins og í Róm spilar á fiðlu.
Hvað þarf til að keikja í almenningi þessa lands, við vitum að við getum stoppað þetta af ef við viljum. Hræðsla við Sjálfstæðisflokkinn er EKKI afsökun fyrir að láta þetta fólk eyðileggja Ísland. Því þegar við göngum að kjörkassanum þá ráðum við sjálf hvað við kjósum, og við getum alveg látið það eiga sig að setja kross við fjórflokkinn. Vilji er allt sem þarf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 15:21
Ég veit ekki svarið, ég veit ekki svarið.
En ég veit að það er þarna.
Og ég hef mjög lengi fylgst með þér á netinu, bæði persónuleg skrif sem og þau sem snúa að landsmálum.
Því ítreka ég það sem ég veit, þegar mæður og ömmur þessa lands ná saman um hið sjálfssagða, þá veit ég að þessi orð munu rætast.
".... um nýja tíma og hið langþráða Nýja Ísland. "
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.1.2012 kl. 18:06
Takk fyrir góð orð í minn garð Ómar, og ég reyni svo sannarlega að hola þennan stein með því sem ég hef í mínum reynslubrunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 18:17
Verður þetta ekki bara tóm kattarsmölun? Svona svipað ástand og er í Kópavogi núna, vonlaust að nokkur geti unnið saman.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 20:34
Ég vona ekki Kristján. Ef við finnum rétta fólkið, ekki drottningarnar og kóngana sem alltaf sækjast í ný framboð til að koma sjálfum sér á framfæri, en nenna ekki að standa fyrir þeim sjálfir, heldur reyna í krafti þess að þeir eru þekktir í samfélaginu að koma sér á topp 10, þá getum við farið að hreinsa til. Eða eins og Ómar bendir á, mæður og ömmur þessa lands ef þær næðu að tala sig saman og koma á fót flokki, og þá er ég að segja eins og hann, flokki hinnar hagsýnu húsmóður, þá væri það eitthvað það besta sem fyrir þetta land gæti komið. Segi og skrifa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 20:42
Áshildur og aðrir hér. Takk fyrir málefnanlega umræðu.
Hvernig er hægt að tryggja að bankaræningja-stofnanirnar kaupi og gleypi ekki öll ný framboð sem birtast? Hvernig er hægt að koma almenningi í skilning um að auðvelda banka-kúgunarleiðin er ekki fær til frambúðar?
Ómar er með góða skýrirngu á því hvers vegna fólk velur ESB. Það er komið að því að fólk átti sig á að Ísland í núverandi mynd er ekkert að breytast. Hér lifum við í mesta mafíuríki sem fyrirfinnst í Norður-Evrópu, og stjórn landsins siglir fölskum flöggum, bæði innanlands og utan.
Engum þykir þörf á að segja af sér "feitum virðingarembættum" vegna staðreyndra stórfelldra banka-rána og innherjasvika!!! Stjórnleysið og siðblindan er algjör!
Frjálslyndi flokkurinn er án efa sá flokkur sem harðast hefur barist gegn óréttlætinu og fiskiföntunum, en almenningur valdi að styðja þá ekki? Hvers vegna?
Íslendingar eiga ekki skilið að hafa kosningarétt, miðað við hvernig þeir misnota hann. Kjósendur bera ábyrgð á að láta ræningja blekkja þjóðina endalaust!!!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.1.2012 kl. 22:03
Anna Sigríður ég er að mörgu leyti sammála þér í þessu svari þínu. Og mér er lífsins óskiljanlegt af hverju fólk tók ekki betur á móti Frjálslyndaflokknum sem tækifæri á að breyta um. En ég held að miðað við allt núna þá sé loksins að sjá til sólar í því, nóta bene ég er sennilega allof bjartsýn á alla hluti, en það hefur samt fleytt mér ansi langt í öllu mínu tilfinningastríði. Við verðum að vona það besta og búast við því versta. Ég finn að ég er að verða stálbeitt í að beita mér fyrir réttlætinu eftir því sem ég get, kann og trúi á.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2012 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.