18.1.2012 | 00:31
Hugleiðing um líf og heilsu.
Það hefur verið þungt í mér undanfarið. Það er ekki auðvelt að sitja undir því að eftir tæp 30 ár komist yfirvöld að því að það eigi að kaupa af mér heimilið mitt og allt um kring sem ég hef verið að búa mig undir frá árinu 1986, eða fyrr. Rústa því algjörlega, henda mér út úr húsinu, eyðileggja 30 ára skógræktun og skera niður garðplöntustöð sem ég hef rekið þarna á milli með greinilegri ánægju bæjarbúa, flestra. Ég hef einnig þurft að sæta því að yfirvöld bæjarins hafa haft samband við mig mestmegnis gegnum það ágæta blað Bæjarins Besta, þó það sé flott og gott blað, þá á maður einhvernveginn meira von á svona persónulegri samskiptum um jafn mikilvæg málefni.
Ég hef þess vegna legið undir feldi eins og ljósvetningagoðinn um árið. Mér hefur liðið illa, og ég skil ekki þörfina á þessari rústabjörgun, því það er langt seilst til að telja þetta eignarnám á lífi mínu almannahagsmuni, þar sem ég bý á jaðrinum og eini almannahagsmunaaðilinn er ég og mín fjölskylda sem bara viljum fá að vera í friði.
En undir feldinum, þ.e. undir sænginni minni í andvökunóttum þrátt fyrir róandi lyf og jafnvel svefnlyf, þá hef ég haft tíma til að skoða líf mitt gegnumheilt. Og ég hef komist að niðurstöðu.
Ég ætla ekki að eyðileggja líf mitt og heilsu með að láta þetta draga mig niður andlega. Ég tók ákvörðun um að láta bara hvern dag hafa sinn tíma, og hætta að velta mér upp úr þessu máli. En ég mun ekki gefast upp. Ég ætla mér að reyna allt til að fá að halda áfram með lif mitt á þessum stað. Og berjast fyrir því sem ég hef byggt upp. Núna þegar ég er orðin ellilífeyrisþegi og hætt að vinna fyrir þetta sama bæjarfélag, sem mér þykir reyndar óskaplega vænt um og vill hvergi annarsstaðar vera, þá finnst mér bæði hart og óréttlátt að þurfa að lúta því að eitthvað fólk geti bara skikkað mig til að gefa allt upp á bátinn sem ég hef unnið að frá því að ég var full af orku og trú á framtíðina.
Láta einhverja teikniglaða arkitekta strika út allt mitt líf, án þess einu sinni að koma á staðinn og kynna sér málin. Ég og umhverfi mitt er allt í einu bara strik á blaði sem þeir leyfa sér að teikna út og suður, án þess að átta sig á því að þeir eru að þurrka út 30 ára lífsstarf.
En ég er komin að niðurstöðu. Ég ætla ekki að láta þetta eyðileggja heilsuna mína. Ég ætla sem sagt að lifa áfram hér ánægð og örugg, og gera það sem þarf til að vinna mitt mál. Ef það tekst ekki, þá verður bara að hafa það, ég get þá sagt að ég hafi gert allt mitt og tapað. En ef mér tekst á einhvern undarlegan hátt að fá leyfi til að vera bara hér áfram og vera til hér þar sem ég tilheyri, mun ég fagna. Ég er nefnilega ekki ein í þessari baráttu, ég hef kallað til vætti og náttúruna sjálfa, svo er bara að sjá hvort það gengur upp. En fyrst og fremst þarf ég að trúa á það góða í fólki, að það skynji að hættan er enginn, og allir vinna, ég að fá að vera hér áfram og þeir að þurfa ekki að eyða dýrmætum peningum í að rústa lífi mínu.
Mitt vandamál er sennilega að vera bundinn þessum bæ, ég hef reyndar unnið honum allt það besta sem ég hef átt, núna í fegrun síðan 1978, en alls með hléum frá árinu 1966.
Mér líður vel með þessa ákvörðun. Ég átti þess kost að verða reið og hatursfull og óska þessu fólki norður og niður. En það eina sem ég hefði haft upp úr því væri að skaða bæði sálina mína og líkamann. Og það vil ég alls ekki, eða að bara taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti og reyna að láta mér þykja vænt um þetta fólk, og hugsa sem svo að það viti ekki hvað það er að gera, en muni reyndar fá sín málagjöld óháð mér.
Þess vegna ætla ég að berjast með þeim vopnum sem ég hef, en jafnframt ekki fara út í sálfræðilega vegferð haturs og illvilja. Heldur þvert á móti treysta á að ég uppskeri eins og ég sái, góðvild, skilning og vilja til að sjá í gegnum fingur við mig með þetta óskamál mitt.
Eigið góða nótt elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fagna ákvörðun þinni, ég skil þig svo vel.. Hvernig dirfast þessir "pappakassar með prófgráðurnar" að koma svona fram við fólk? Það má ekki láta brjóta sig niður, af "yfirvaldinu" aldrei... Baráttukveðjur til þín..
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.1.2012 kl. 01:27
Þú fagnar þegar skapandi artitektúrinn gerjast af ástríðu í höfði verktaka. Það opnast fyrir þeim,að verk þín voru unnin af alúð og kærleika, og gætu svo vel passað inn í ætlaðar hugmyndir. Það mun svo bera hróður Ísafjarðarbæjar víða. Í Vestmannaeyjum er fallegur garður,gróðursettur í ,,heitu,, hrauninu. Þann garð vann kona svipuð þér,með grænar fingur.Seint mundi bæjarstjórnin hrófla við honum. Síðan leggja þeir til landið,þar sem mörg hús eru á kafi í ösku,grafa upp til hálfs. Það gengur undir nafninu Pompeij (er ekki viss með stafsetninguna) og er sýnd ferðamönnum. Þú gerir rétt og uppskerð vonandi það sem þú verðskuldar. Hafðu það afslappað,góða nótt Ásthildur,fjarskylda frænka.
Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2012 kl. 01:46
Elsku Íja, þú hefur tekið ákvörðun og það er rétt ákvörðun. Að ætla þér ekki að ala á hatri innra með þér, sem skemmir bara þig innan frá. Því þegar upp er staðið er fátt sem við getum stjórnað nema eigin gerðum og hugsunum. Og illar hugsanir skemma útfrá sér. Ég vona af öllu hjarta að þið fáið að vera kyrr á ykkar stað og að hætt verði við þessa vitleysu. Vonast til að finna þig og Kúluna á sama stað þegar ég kem næst, en þig finn ég örugglega. Gott að þér líður betur, það er alltaf erfitt að berjast, en veitir smáró að taka ákvörðun. Stórt knús til þín
Dísa (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 10:01
Ég óska þér alls hins besta í þessum erfiðleikum þínum. Ég þekki þetta af eigin raun. Húsið mitt hér í Barðavoginum var teiknað undir leið 3. Sundabraut og er ég búinn að búa við þá ógn í fleiri ár.
Alltaf á að fara að byrja framkvæmdir og velja leið, en aldrei endanlegt val. Eginn skilningur á því, að á meðan á þetta ástand varir eru hús og íbúðir hér í hluta Barðavogarinns ósöluhæf, og íbúar í fjötrum. Gangi þér vel . Kári.
K.H.S., 18.1.2012 kl. 10:09
Ásthildur, ekki óttast neitt,það má enginn láta óttan og hvíðan ná tökum á sér.þetta fer vel.Mundu að þið hjónin eruð Rík og það sem gerir ykkur Rík eru Börnin.Eitt er sem er staðreind Óttast maður eithvað kemur það yfir mann.Ég veit ekki hvort þú trúir eða ey,eða þér á móti skapi,þá munu við Hjónin biðja fyrir þér og þínum í Kirkjuni okkar sem heitir Betel og er Fíladelfíukirkja í kvöld.Trúinn hefur verið okkar styrkur..
Með kveðju úr Vestmanneyjum...
Vilhjálmur Stefánsson, 18.1.2012 kl. 10:53
Innilega takk öll sömul fyrir hlýjar og fallegar kveðjur. Ég virkilega met þær mikils.
Já Jóna Kolbrún mín, pappakassar er sennilega rétta nafnið á fólk sem hefur gleymst að setja hjartað í.
Takk Helga mín falleg saga sagan frá Vestmannaeyjum og uppörvandi.
Takk Dísa mín, já ég verð örugglega hér, eða þar og þú munt finna mig
Kæri Kári það er svo sannarlega erfitt að búa við svona kerfi sem malar allt undir sér eins og við séum maurar en ekki fólk með tilfinningarn. Takk fyrir mig.
Vilhjálmur ég trúi því að það sem maður óttast kalli maður yfir sig, þ.e. meðal annars ástæðan fyrir ákvörðun minni. Ég ætla að sjá fyrir mér að ég vinni þetta mál. Takk fyrir að biðja fyrir okkur, ég met það, þó ég sé ekki kristinn þá veit ég að bænir virka, var sjálf mörg ár í bænahring til að hjálpa sjúkum, og þar gerðist margt sem ekki verður útskýrt með rökum.
Mér líður allavega betur eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. Svo legg ég allt þetta bara í hendur almættinu landvættum og öðrum verum sem eru hér í kring um mig og eiga líka hagsmuna að gæta. Aftur fyrir mig og okkur öl
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 12:10
Asthildur.
Eg er ekki alveg að atta mig 'a hvað er að ske hja þer- en mer synist að bæjaryfirvöld eða Rikið vilji landið sem þu ert buin að rækta-semsagt garðinn þinn sem þu hefur lagt sal þina i og ætlað að una efri arunum við.
Það er eins og saga Sturlunga se að endurtaka sig- allir vilja eignast allt og taka það með valdi- ekki sverðum nuna- en lögum sem buin eri til eftir þörfum.
Eg held að það verði margir sem standa með þer- og fylgjast með þessu máli !
baráttukveðjur Erla
Erla Magna Alexandersdóttir, 18.1.2012 kl. 12:15
Takk Erla mín. Málið er að það þurfti að veita fjármagni inn í bæjarfélagið og ríkisstjórnin kom hingað vestur og ákvað að það væri sniðugt að veita fjármagni í snjóflóðavarnir í hlíðiinni ofan við húsið mitt. Að vísu segir að þar hafi aldrei fallið stór snjóflóð, þess vegna var bætt inní aurvörnum líka, því steinar falla jú úr bröttum hlíðum. Þetta átti að vísu að vera skammtímaverkefni. En það inniber í sér að nú skal kaupa upp húsið mitt, gera aurvarnargarð fyrir ofan mig og þar með er ég bara maur sem skiptir engu máli í þessu öllu saman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 12:24
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=172667 Hér er smá umfjöllun um þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 12:25
Óþolandi yfirgangur blýantsnagara í bæjarstjórn og til algjörar skammar að þú þurfir að lesa um þetta í bæjarblaðinu.
Gangi ykkur vel í baráttunni.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 18.1.2012 kl. 13:13
Baráttukveðjur í Kúluna
Brtynja Muggs (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 13:19
Takk Sigrún mín og Brynja
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 13:28
Mér finnst að þú og þín fjölskylda eigið að fá að vera þarna í friði Heimilið ykkar er ykkur hjartfólgið og þið eigið sjálf að fá að meta áhættuna á að búa þarna. Það eru örugglega mun hættulegri staðir til að búa á, eins og bara við fjölfarna umferðargötu. Það á að mótmæla svona vitleysu!
Vont samt að heyra hvað þetta hefur farið illa með þína göfugu sál, - en göfugar sálir eru líka oft auðsærðar, því það er grunnt í tilfinningarnar og næmnina.
Óska þér að allt gangi að sólu elsku Ásthildur, við verðum að leggjast á eitt að senda góða strauma í kúluna, og hún lengi lifi! ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 18.1.2012 kl. 13:34
Innilega takk elsku Jóhanna mín fyrir þessi fallegu hlýju orð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 13:42
Elskuleg, hræðilegt að lesa þetta. Kúlan er mögnuð og engu lík. Þar er gott að koma og gott að finna þig og þína. Baráttukveðjur.
Anna Benkovic Mikaelsdottir (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 15:48
Mér lýst vel á þessa ákvörðun þína. Þú velur m.a. leið fyrirgefningar sem er allt of misskilið fyrirbæri. Að fyrirgefa einhverjum er miklu meira atriði fyrir mann sjálfan en viðkomandi. Þú ætlar að fyrirgefa andstæðingum þínum en halda samt áfram að berjast við að koma vitinu fyrir þá. Það er flott!
Ég er ekki nógu vel inni í málunum til að taka afstöðu en eftir því sem þú lýsir málum, þá sýnist mér að eðlilegra væri að rækta skóg í hlíðinni en umturna öllu í snjóflóðavarnir. Væri það bara ekki besta lausnin að bæjarfélagið semdi við þig (eða einhvern annan) um skógrækt þarna fyrir ofan?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 15:55
Takk elsku Anna mín.
Takk fyrir innlitið og hlý orð Bjarni. Málið er einmitt að við höfum verið að rækta skóg fyrir ofan okkur núna í 30 ár, þar eru hæstu tré sennilega 5 - 6 metrar, greni, fura, birki, þinur og margar aðrar tegundir. Þess vegna er mér sárt um að umturna svæðinu fyrir ofan mig, en um leið á að ýta mér út. Að vísu hafa þeir lofað mér að ég megi kaupa húsið aftur og hafa sem sumarbústað. En það er bara ekki sami hlutur, hvar á ég þá að vera? Ég skil að þeir eru í vanda, og hálfpartinn vorkenni þeim að þurfa að gera þetta. En ég er ákveðin í að gera allt sem ég get til að komast hjá þessu rútti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 16:16
Við munum styðja við bakið á ykkur alla tíð. Gott að þú ert búin að taka ákvörðun og ég veit að allar góðar vættir munu standa með ykkur. Sammála Bjarna hérna fyrir ofan með trén, tré væru engin sjónmengun en steypuklumpur yrði það sem um munar.
Að það skuli vera hægt að taka fasteignir sem eru ekki einu sinni á hættusvæði eignarnámi á bara ekki að líðast ef eigendur eru mótfallnir því að flytja. Þið tilheyrið Kúlunni og Kúlan tilheyrir ykkur og því á ekki að breyta.
Tek undir með Jóhönnu og við verðum mörg sem sendum góða strauma í Kúluna.
Risaknús í Kúluna
Kidda, 18.1.2012 kl. 16:25
Sæl aftur Ásthildur mín! Þori varla að játa misskilning minn, fannst að kaupstaðurinn væri að fegra bæinn, breyta vegna fyrirhugaðrar byggðar í þessa átt. Það var umsögn um blíantsstrikin,sem rugluðu gamlan hausinn. Jæja hef ekki áhyggjur af þessu. Blessi þig allar góðar vættir.
Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2012 kl. 16:29
Þetta er hörmungarstaða. Mér dettur í hug hvort hægt sé að bjóða að ykkur gengum þá megi þessi uppkaup fara fram ? Æj ég veit ekki..ömurlegt alveg !
Ragnheiður , 18.1.2012 kl. 16:33
Takk Kidda mín
Von að þú héldir það Helga mín
Ragnheiður það hefur svo sem hvarflað að mér sú hugsun... en þá man ég eftir börnunum mínum og þeirra rétti til að fá að vera hér áfram. Ég vil vona það besta en er viðbúin því versta. Meira er víst ekki hægt að gera. En það er svo gott að finna þessa hlýju frá ykkur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 16:37
Sannarlega skynsöm ákvörðun þó hún hafi alveg örugglega ekki verið auðveld. Um að gera að láta ekki svona stjórnvaldsbatterí eyðileggja lífið fyrir þér! Það verður sjónarsviptir að fallega húsinu þínu og öllu því umhverfi- ef af þessu verður- og ég óska þér góðs gegnis í áframhaldandi baráttu fyrir þínum rétti!! Bestu kveðjur, María
María Úlfarsd. (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 17:22
Mér fannst soldið sorglegt á útvarpi sögu í dag, Mörður var þar og lýsti því yfir að ríkið væri að vinna með útrásarvitleysingum, að afskrifa af þeim milljarða.. til þess að almenningur missti ekki vinnuna.
Þarna var hann að lýsa því yfir að uppbygging gamla íslands væri í fullum gangi, í náinni samvinnu við menn sem rústuðu landinu okkar.
Til hamingju .. er þetta ekki frábært alveg ha; hvernig getum við klikkað nú þegar aumingarnig og glæpalýðurinn er faktískt undir verndarvæng ríkisstjórnarinnar.. ha
DoctorE (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 17:42
Takk María mín, að vísu var ákvörðunin ekki auðveld, en það var þungu fargi af mér létt þegar ég komst að þessari niðurstöðu. Það er alveg ótrúlegt hvað við getum sjálf ráðið hvernig okkur líður. Ég held satt að segja að ég hafi fengið hjálp við að hugsa svona. Takk fyrir mig
Já Doctor þeir eru sannarlega að afskrifa og skýringin heldur langsótt. Landið nánast að lamast vegna útflutnings á fólki. Og atvinnurekendur hér allavega verkefnalausir. Þá ráðast þessar elskur í snjóflóðavörn sem kemur að sára litlu leyti inn í bæjarfélagið. Og stærsta fyrirtækið sem gæti hugsanlega tekið þetta að sér hér í bæjarfélaginu komið á hausinn. Þannig að það gæti allt eins orðið fyrirtæki frá Portúgal sem tæki að sér að eyðileggja hlíðina hér fyrir ofan.
Forgangsröðun er eitthvað sem okkar ráðamenn hafa aldrei kunnað að tileinka sér. Þeir ættu ef til vill að fara með Þorgerði Katrínu í ENDURMENNTUN
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 17:56
Mundu bara eitt Ásthildur...!! Það eru fleiri sem standa með þér heldur en nokkrum tíman með bæjarstjórn. Fólk er svo löngu búið að fá nóg af því þegar flokkspólítískir hundar, ráðast á fólk í skjóli embættisins síns. Ég trúi því að bæjarbúar seú löngu búnir að fá upp í háls af svona framkomu. Hundar eru aflífaðir við það eitt að bíta í fólk. Svon mun fara fyrir þessum embættismönnum. Gangi þér ávallt vel og aldrei gefast upp.
Kveðja.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 19:52
Takk Sigurður. Nei ég mun ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Hér er samt sem áður mesta baráttan við Ofanflóðasjóð, því þeir munu á endanum ráða þessu. Fyrst þeir voru settir í gang með þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 20:13
Trén ættu að vera ágætis binding jarðvegarins fyrir aurskriður. maður bara veit ekkert hvernig þessar varnir eru hugsaðar en er ekki hægt að hafa þær fyrir ofan svæðið? Ef það á ekki að byggja varnir fyrir ofan húsið hjá þér þá ætti bara vera nóg að þú yfirgefir það þegar hættuástand skapast. það er varla meira en 2 til 3 dagar á ári?
Fjölnir (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 22:16
Nákvæmlega Fjölnir, það er það sem ég vil reyna að benda á. Ég er alveg tilbúin til að rýma húsið ef þannig aðstæður skapast, málið er reyndar að í þau 27 ár sem ég hef verið hér hefur aldrei þurft að rýma heimili mitt, og hafa þó komið ansi snjómiklir vetur eins og 1995 og fleiri ár.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 22:31
Blessuð Ásthildur.
Þetta er leitt að heyra, Kúlan þín er einhvernvegin hluti af Ísafirði og það er synd ef hún hverfur, og trén þín og vinnan þín, svei þeim. Skil vel að þér hafi ekki liðið vel og þú hafir hugsað þitt, sérstaklega þegar bæjaryfirvöld eru ekki meiri menn en þetta, lámark er að koma til þín áður en það er birt í blaðinu. Ég er nokkuð viss um að bæjarbúar eru ekki sammála þessari framkomu, þvílíkar þakkir fyrir þína óeigingjörnu vinnu fyrir bæinn.
Óska ykkur allt það besta í ykkar baráttu og heimili ykkar fái að standa í friði.
Kveðja frá Sandefjord.
Ransý.
Rannveig María (Ransý) (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 22:47
ja þetta er ótrúlegt Ásthildur... það þarf nottlega að tala við þetta fólk sem er í skipulaginu og finna út hvort sé hægt að sveigja þetta mannvirki til svo að þú sér inní myndinni... þeir eiga að sjá sóma sinn í að ræða við fólk um þetta og finna leið sem öllum hentar en ekki valta yfir bæjarbúa með þessum hætti.. það er samráð lifandi fólks... þitt heimili er listaverk og vin í eyðimörk. Gangi þér vel að vinna úr þessu. Blessuð.
Tryggvi Gunnar Hansen, 18.1.2012 kl. 22:48
Stend meðþér Ásthildur mín. Megi allir góðir vættir styrkja þið og sty'ja
Ólafía Herborg (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 23:02
Skrýtið fólk þarna vestur frá en skemmtilegt oftast. Það er þó einhver kengur í máli þar sem bæjaryfirvöld tala ekki fyrst við hlutaðeigendur. Ekki dytti mér í hug annað en að flytja burt frá svona stað ... ég myndi heimta helmingi hærri upphæð og koma mér burtu hið bráðasta....En ég er ekki þú og þú hefur þínar tilfinningar til þessa húss það er greinilegt... Hverjir kusu eiginlega þessa bæjarstjórn..og ríkisstjórn ? Er þetta verkefni ekki í höndum einkaaðila með ábyrgð ríkissjóðs eins og er í tísku núna,,, dulbúið atvinnuleysi og sýndar hagvöxtur og til að gera bara eitthvað... Já hoppi þeir bara ....os. frv... ég tek undir orð Erlu skáldkonu og miðils og ég mun eins og hún leggja þér til góða strauma í það sem þú ákveður . Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.1.2012 kl. 23:05
Takk Ransý sem betur fer mun hún sennilega ekki hverfa, því ég á kost á að kaupa hana sem sumarbústað. En hvar á ég að taka peninga til þess, því það sem mér er boðið nægir rétt fyrir blokkaríbúð. Það er bara ekki málið. Hérna vil ég vera og hér á ég heima. Ég veit að margir bæjarbúar standa með mér, og ég fær fullt af góðum óskum hlýjum orðum og knúsi hvar sem ég fer. Og það gerir mér gott. Það er ofboðslega erfitt að þurfa að lesa svona viðkvæm mál í heimablaðinu. Bæði með uppsöluna og vegginn. Sem betur fer er ég þannig gerð að ég styrkist við erfiðleika, og þó sjokkið hafi verið afskaplega erfitt, þá hef ég ákveðið að láta það ekki brjóta mig niður.
Takk Tryggvi, það þarf ekki einu sinni að sveigja neitt, bara stytta vegginn og láta mig fá að vera í friði með mitt, húsið, garðplöntustöðina og skóginn fyrir ofan. Stundum finnst mér við almenningur í landinu vera afgangsstærð, það er hægt að véla um líf okkar og ævistarf án þess að nokkur þörf eða hugsun sé þar að baki. Bara hugdettur og allt snýst þetta um peninga því miður.
Takk Ólafía mín innilega.
Kolbrún mín já ég veit, mín fötlun er að ég er rótföst hér og elska þennan stað og fólkið hér. En sér í lagi húsið mitt og umhverfið, aldrei hvarflaði að mér að ég ætti á hættu að missa þetta allt, fyrir einhvern snjófljóðavegg og aurskriðuskurð. Þetta er á ábyrgð ríkisstjornarinar eða eins og segir í frumskýrslu Ofanflóðasjóðs: bls. 20. 3.3.1. Áhrif á samfélagið
Ríkisstjórnin ákvað á þessu ári að til margþættra aðgerða á Vestfjörðum væri þörf og um einn þáttinn segir; I. "Aðgerðir vegna efnahagslegs samdráttar og efling innviða. Markmið aðgerðanna er að hafa jákvæð Skammtímaáhrif með tímabundinni fjölgun starfa auk áhrifa af umsvifum verktaka, en jafnframt jákvæð langtímaáhrif með bættum samkeppnisskilyrðum efnahagslífs og samfélaga á Vestfjörðum"(48) Gerð ofanflóðavarna undir GLeiðarhjalla mun skapa störf tímabundið og skapar öruggari skilyrði til búsetu á því svæði.
Á bls. 2 í samantekt og niðurstöður segir: Stór snjóflóð hafa aldrei fallið úr hlíðinni neðan Gleiðarhjallasvo vitað sé. Eftir að snjóathugunarmaður tók til starfa hafa fimm lítil flóð verið skráð á svæðinu og þrjú þeirra eru innan við framkvæmdasvæðið. Eitt snjóflóð féll eftir Stakkaneshrygg og stöðvaðist um 100 m. ofan við efstu hús en annað féll sunnan við Stakkaneshrygg og stöðvaðist í um 110 m. hæð yfir sjávarmáli. Einnig eru til óljósar heimildir um flóð sem féll kring um 1950 á svæði þar sem byggð stendur núna en var þá óbyggt.
Þarna sést svo ekki verður um villst að fyrst er ráðgert að koma þessu á koppinn til að gera eitthvað, og svo er það réttlætt eftirá með svona skýrslu. Og málið er eins og kemur fram að þetta er bara tímabundið og bundið við verktaka sem koma sennilega ekki héðan, því hér er flest verktakastarfssemi komin á hausinn, svo þess vegna gæti verið um að ræða erlenda verktaka þess vegna.
Hefði ekki verið nær að nota þessa milljarða í til dæmis Dýrafjarðargöng, eða sett þá í að undirstinga smáiðnað á svæðinu til að koma fólkinu í vinnu, og atvinnurekendum af stað svo atvinna skapaðist fyrir fólki hér, sem er að flýja umvörpum til Noregs vegna verkefnaskorts. En að hengja sig á stóra verktakastarfssemi sem jafnvel kemur einhversstaðar annarstaðar að?
Það er dálítið erfitt að samþykkja svona aðgerðir sem augljóslega leiða ekki til neins nema stundargróða inn í bæjarfélagið við að einhverjir verktakar koma hingað, kaupa sér mat og sofa einhversstaðar. Og með þessu eyðileggja svo margt. Þannig er það bara. Þetta er nefnilega bara eitthvað 2007 eitthvað ekki satt?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2012 kl. 00:08
Kæra Ásthildur mín Cecil
Þið hjónon hafið byggt upp yndislegt hús og heimili
ykkur sjálfum og Ísafjarðarbæ til sóma.
Þið hafið gefið bæjarfélaginu starfskraftana ykkar og ómetanlegan fjársjóð með hinum glæsilega og myndarlega afkomendahóp.
Mikið óskaplega megið þið vera stolt og glöð.
Nú skulið þið ekki hafa miklar áhyggju það verður allt vel launað og ekki síst umhyggja ykkar fyrir öllu lífi
dýrunum og gróðirum.
Þó svo að stjórnvöld skorti til þess vitsmun þá eru.
Sem betur fer til öfl sem eru þeim ofar.
Það sem mér finnst liggja í loftinu núna er að það verði hjá ykkur breyting sem muni með tímanum færa ykkur gæfu og allt gott.Eg held að þið munuð koma vel frá þessu og fá húsnæði sem er eitthvað minna og eiginlega hentugra á vissan hátt.
Og að þið munuð finna ykkur nýjan starfsvettvang sem mun veita ykkur mikla ánægu og aðrir fjölskyldumeðlimir njóta góðs af ekki síst yngri kynslóði.
Eg held að þetta muni tengjast einhvers konar ferða þjónustu sem verður ekki alveg hefðbundin og þar koma einnig til ferðalög sem þið munuð fara erlendis og kynnast skemmtilegu fólki í tengslum við þetta.
Þið verðið eins og fiskur í vatni :)
Mér sýnist á þessu brambolti með snjóflóða garðinn að þarna sé verið akammta völdum verktökum einn ganginn enn ú almanna sjóðum.Það verður fróðlegt að sjá hvað heimanenn fá stóran skerf af atvinnunni við þetta.
DOCCTOR hittir naglann á höfuðið eins og oft áður með það hvað er í gangi og allt komið á fullt aftur.
Hann hlýtur að vera heilaskurðlæknir.
Og kannski líka lýtalæknir svona meðfram.:)
Sólrún (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 01:22
Þetta er svakalegt dæmi og ótrúlegt. Manni er hreinlega brugðið við að lesa um þetta.
Jens Guð, 19.1.2012 kl. 01:40
Elskuleg mín veit að þetta er bæði sárt og erfitt, en ég vona að þessi vitgrönnu menn sunnan heiða fari að skilja málin eins og þau eru.
Ljós og kærleik í Kúluna sem er heimili ykkar ljúfust mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2012 kl. 08:15
statu bara fast a tinu og tu munt sigra tad er engin spurning
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 10:02
Þú hlýtur að hafa eitthvað um þetta mál að segja, við búum í samfélagi sem flest okkar vilja hafa vinsamlegt en ekki svo fjandsamlegt að það ógni heilsu og sálarró fólks.
Sendi þér kærleikskveðjur með von um að þetta mál fari á besta veg fyrir þig og þína fjölskyldu.
Maddý (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 11:03
Takk Sólrún mín, ég hef þetta í huga ef allt fer á versta veg ég sé auðvitað ekki aðra möguleika en þennan í augnablikinu, því ég er algjörlega bundinn af þessum stað og stund.
Takk Jens minn, já það fer margt öðruvísi en ætlað er.
Takk Milla mín
Ég reyni eins og ég get Helgi takk fyrir mig.
Maddý mín það kemur í ljós, ég mun allavega láta mitt álit í ljós áður en fresturinn rennur út. Takk elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2012 kl. 12:17
Eg vona að eg hafi ekki móðgað þig Ásthildur mín með því að vera að bulla þetta.Bið þig að afsaka ef svo er.
Eg skil þig vel og þetta var alls ekki meint sem neinskonar ráðlegging.
þið verðið í góðu lagi sama hvernig fer :)
Sólrún (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 13:05
Alls ekki Sólrún mín, ég met mikils það sem þú sagðir. Ég er sjálf alveg á þessari línu. Ég held bara í vonina um að fá að vera hér áfram. Þess vegna sagði ég að það væri gott að hafa þennan varasjóð til taks Því ég trúi því að þú hafir eitthvað fyrir þér í þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2012 kl. 13:14
Það er trú mín,vinkona, að við þér og þínu verði ekki hróflað á þessum stað. Vona bara að þú verðir sterk áfram sem þú hefur verið hingað til og látir ekki depurðina ná tökum á þér, það er einhvern veginn ekki þinn stíll<3 Sendi þér og þínu fólki bestu óskir á nýju ári.
Þoreteinn Árnason (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 13:25
Takk Steini minn sendi Dísu mínar bestu kveðjur. Nei ég drepst ekki fyrr en í fulla hnefana, er að úthugsa næstu skref.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2012 kl. 14:24
við skulum trúa því að allt fari á besta veg. trúin flytur fjöll.
Dagný, 19.1.2012 kl. 16:26
Takk Dagný mín, já ég hef trú á því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2012 kl. 17:08
Baráttukveðjur!
Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 01:27
Kæra Ásthildur, þetta eru erfið orð að lesa. Þið fjölskyldan eruð búin að skapa og rækta upp ykkar eigin yndisstað á liðnum áratugum, sem og á nú sýnist mér að hrekja ykkur frá af yfirvöldum. Ég sendi mínar baráttukveðjur ykkur til handa og að aðstæðurnar muni leysast á, sem farsælastan hátt ykkur í vil.
Er ekki hægt að leysa þessi mál með að gróðursetja stóran og breiðan trjávarnarvegg þarna fyrir ofan ykkur og kannski þá einhverja manngerða veggi á milli þeirra, sem trén munu þá hylja að mestu á komandi árum ?
josira, 20.1.2012 kl. 12:03
ath. á að vera ... og kannski reisa þá einhverja manngerða veggi á milli þeirra ...
Leiðilegt er einnig að lesa um, að samskipti ykkar við bæjaryfirvöldin skulu að mestu fara fram í gegnum bæjarblaðið ykkar. Manni finnst það nú hálf skammarlegt, að bæjaryfirvöld skuli ekki getað farið í gegnum þetta einstaka mál með samræðum á mannlegum nótum og hugsanlegar úrlausnir þess við ykkur sjálf !
En best af öllu finnst mér þó ákvörðun þín um að taka á málunum með kærleik í hjarta, en ekki með hatri og illindum. Ég hef trú á að það færi þig til betri heilsu og að málin leysist með sáttum.
josira, 20.1.2012 kl. 13:04
Takk Baldur.
Jósira mín þakka þér fyrir þetta innlegg. Það gæti alveg komið til athugunar. Mér líður svo miklu betur eftir að hafa tekið þessa ákvörðun, og hún kom bara allt í einu eins og inn í sálina mína, ég hef þá trú að almættið þetta alsherjar sem er yfir okkur öllum mönnum náttúru og dýrum hafi þarna aðeins drepið niður smá neista inn í hrjáða sál. Takk fyrir mig.,
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2012 kl. 13:50
Þetta eru Voðalegar Fregnir.. Jafnvel Þú, Ía, sem ert svo Sterk, bara nálægt því að bogna undan árás einhverskonar "Félagsmálastofnunar fyrir Verktaka" Það hlýtur að finnast önnur leið... Hér þarf sameiginlegt kröfuátak okkar allra... Heimamanna og Brottfluttra... Ef eitthvað er, þá þarf Ísafjörður Fleiri svona sérstök hús, og sérstaka Reiti.. Nóg er þarna heima af Sérstöku Fólki til að byggja þar í öðrum stíl en Kassa-Stíl... Það er búið að eyðileggja Nóg á Ísafirði.. Maður fyrirgaf á endanum með semingi niðurbrot Rækjuverksmiðjunnar, Víkings, Torfness, Slippsins og Kartöflugarðanna.. Að maður minnist ekki á Seljaland.... En Svonalagað Mun Ekki verða Fyrirgefið ... Og ekki aftur tekið.. Þetta Má Ekki Gerast.....Strunsum Vestur Til Varna á réttu Augnabliki... Rétta vopnið er auðvitað "Önnur Lausn"....
Best væri að biðja Miðhlíðarsteininn að hoppa sig með passlegum krafti niður á Ráðhús til að minna ábúendur þar, með ómannskæðum hætti, á Náttúruna svona Almennt... Og hoppa sig svo aftur upp í sitt forna stæði..
Segi og skrifa..
Innilegar Stuðningskveðjur
Óli í Hraunprýði
Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 16:00
Innilega takk fyrir þetta innlegg Ólafur minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2012 kl. 16:23
Ásthildur mín. Þú átt hér marga stuðningsmenn og vini. Ég tel mig til þeirra. Því segi ég við þig af hjartans sannfæringu þetta. Ekkert hús, málefni eða staður er þess virði að fórna heilsu sinni fyrir. Aðeins fyrir börnin sín fórnar maður svo miklu sem heilsu til líkama og sálar. Þessu er vert að velta fyrir sér í tíma því þannig fórn verður ekki bakfærð síðar. Ég óska þér friðar, farsældar og góðrar heilsu um ókomin ár. Kær kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 21.1.2012 kl. 20:05
Takk Kolbrún mín, reyndar rétt hjá þér, en ég verð samt að berjast fyrir þeirri tilveru sem ég hef skapað mér til enda. En ég hef tekið þá afstöðu að láta þetta ekki eyðileggja mig og mína heilsu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 22:16
Frábært þá erum við á sömu línu með þetta. Ég veit að þú ert baráttukona og ég vill ekki sjá þig brotna undan þessu. Styrkleikinn felst í því að bogna en brotna ekki. Gangi þér vel og ef ég get hjálpað þá geri ég það. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.1.2012 kl. 22:23
Takk mín kæra, ég ætla að muna það, þegar ég hugsa betur um þetta af skynsemi. Sendi þér ef til vill email um þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.