Að skammast sín.

Margrét ég get vel skilið að þú skammist þín fyrir að vinna í þessu trúðaleikhúsi.   Og víst hafið þið þrjú í Hreyfingunni reynt að siðvæða starfsvettvanginn.  En nú er lag,  það er gerjun í gangi og þú að því mér sýnist ert hluti af henni.   Því þætti mér miður ef þú ætlar að framlengja sirkusinn með því að verja þessa ríkisstjórn vantrausti.  Það hefur nefnilega aldrei verið jafnslæmt þarna eins og núna, þegar vanhæf ósamlynd ríkisstjórn reynir að lafa á hverju sem gengur.

Ég segi fyrir mína parta ég mun fylgjast mjög vel með hvað þið gerið í þeim málum.  Ég vil nefnilega burt með þessa ríkisstjórn og fá inn meira af grasrótarfólki og minni áhrif fjórflokksins.  Ég er viss um að slíkt væri möguleiki núna og aldrei meiri ein einmitt núna þegar fjórflokkurinn er með allt niður um sig gagnvart fólkinu í landinu.

Ef þú meinar eitthvað með þessari skömm, þá geturðu sýnt það svart á hvítu þegar kemur að vantrauststillögu á ríkisstjórnina.   Ef þú aftur á móti verð stjórnina, þá myndi ég í þínum sporum hætta að skammast mín, því þá ertu bara ein af þeim sem þú segist skammast þín fyrir.

Ég ætla að fylgjast vel með.


mbl.is Skammast sín fyrir að vera þingmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Áshildur mín. Um leið og fólk verður tvísaga án réttlætanlegra raka, þá er það búið að svíkja. Þannig skil ég staðreyndir lífsins.

M.b.k.v 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.1.2012 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband