10.1.2012 | 14:32
Í vetrarveðri.
Í dag er veðrið brjálað, ég braust út í morgun til að kaupa með kaffinu handa gömlu vinnufélögum mínum, þeir hjálpuðu mér út úr skaflinum við bílastæðið mitt í gærdag. Ísafjarðarbær er örugglega einn best mokaði bær landsins alla vegna og það er borin á sandur þó það þurfi ef til vill að sópa honum upp á vorin, annars er það frekar lítið mál, ég hef ekki orðið vör við að hann sitji mikið eftir á götunum því bæði hefur hann rignt burt eða fokið með veðri og vindum.
Svo fór ég bara heim og er dauðfegin að þurfa ekki að fara út fyrir hússins dyr í dag meira. Fór að athuga með hænurnar í gær og allt í gúddí hjá þeim.
Það á víst að vera fundur í dag hjá bæjaryfirvöldum um stórslysið hér fyrir ofan okkur, veit samt ekki hvort þeir halda hann í svona veðri, það kemur bara í ljós.
Það er gott að kúra.
Á nokkuð að henda manni í ruslið?
Þennan litla saklausa ræfil fann ég í þvottahúsinu, dáinn. Hann var á stærð við eldspýtustokk.
Hvað ætli þetta sé nú??
Jú annar kettlingur, hann heitir Blesi og ég er með hann í fóstri, þau eru frábær saman og nú er Lotta ekki upp um allt alltaðar klifrandi upp á hnén á manni og svoleiðis.
Nú kúra þau upp á eldhúsborði, stelast þangað þegar ég er farin að sofa
Ekkert smá áhugasamur með leikjatölvu.
Eins og sjá má þá er ég ekki upp á marga fiska þessa dagana (fyrri myndin) og hér pöntuðum við pizzu saman, Ólöf með vinkonu sinni, mamma hennar og við hin. Kettlingarnir voru hreynsaðir af eyrnamaur og svo bara huggulegheit.
En svona er veðrið í dag, og notalegt að kúra sig inni hlusta á veðrið fyrir utan, og þurfa ekki að fara út fyrir hússins dyr. Nema ef þessi fja.... fundur verður.
Lognið okkar eitthvað mikið að flýta sér núna. Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að þessu... eigðu líka góðan dag elskuleg :-)
Jónína Dúadóttir, 10.1.2012 kl. 15:31
Já, það er vetur á Íslandi þessa dagana. Mér fannst samt mikill lúxus þegar ég labbaði smáspotta í gær að hafa þunnt snjólag ofaná klakanum sem víðast er hér í kringum mig 10-15 cm þykkur og margbrotið fólk eins og ég hugsar sig um áður en lagt er af stað. En í dag hef ég ekki þurft að fara neitt, ætlaði reyndar á fund með góðum konum, í 5-6 km fjarlægð, en hætti við því ég var ekki viss nema það endaði eins og milli hátíðanna þegar ég keyrði út í búð, en gat hvergi lagt bílnum og fór með hann heim og við systur löbbuðum til baka í búðina og svo bar hún heim fyrir mig því hún er skárri til burðar en ég sem er handónýt til slíks. Mikið er gaman að sjá hvað kisurnar skemmta sér saman
Dísa (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 15:33
Takk Jónína mín
Hehe Dísa mín eins gott að það er ekki langt í búðina þína, og Steinunn er flott kona. Það er nefnilega þetta með að leggja bílnum sem getur verið vandamál. Meira að segja þegar ég ætlaði að leggja bílnum á heppilegum stað og með mömmu í honum, og gleymdi svo hvar ég hafði lagt honum, og leitaði góða stund.... fann hann svo loks eftir svona hálftíma leit Og mamma sagði bara þetta tók nú tímann sinn, svo ég varð að segja henni að ég hefði gleymt hvar ég lagði honum. Nokkrum dögum síðar kom hún um morguninn til að fara í vinnuna, hún var að vinna með mér í garðyrkjunni, og ég leit út um gluggan og sagði, Vá einhver hefur stolið bílnum mínum. Þá sagði mamma rólega, Íja mín hefurðu ekki bara gleymt honum einhversstaðar En viti menn þá hafði einhver fáráðlingurinn stolið honum, en ekki komist lengra en inn að Grænagarði þá vað skepnan benzínlaus og neitaði að fara lengra frá mömmu sinni. Og þar var hann uns löggan fann hann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.1.2012 kl. 16:45
Á svona óveðursdögum er best að halda sig inni svo framarlega sem maður þarf ekki að fara í vinnu, skóla eða eitthvað.
Vona að fundurinn frestist eitthvað ef þú ert ekki tilbúin að berjast á móti ef ekki þá leyfurðu okkur að fylgjast með. Einhvern veginn hefði ég haldið að húsið ykkar myndi einmitt standast flóð ef svo ólíklega vildi til af því að það er kúla.
GAngi þér rosalega vel á fundinum í dag ef honum verður ekki frestað.
Knús í kúlu
Kidda, 10.1.2012 kl. 16:55
Takk Kidda mín ég ákvað að fara ekki, ætla að senda inn mótmæli fyrir 14 febrúar, reyndi að hafa samband við lögfræðinginn minn í dag, en náði ekki. Reyni aftur á morgun. Já ég leyfi ykkur að fylgjast með .
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.1.2012 kl. 18:05
Haha, Góður þessi. Mér hefur aldrei tekist að týna bílnum með einhverjum í, en einu sinni fyrir nærri 40 árum skrappég í bæinn og lagði bílnum á Vitatorgi. Ég þurfti svo að labba niður allan Laugaveginn og niður á Lækjartorg til að ljúka mínum erindum. Þegar því var lokið kom akkúrat strætóinn minn og ég hoppaði uppí og fór heim. Jói sá mig útum gluggann og spurði hvort bíllinn hefði bilað, bíllinn, var ég á honum? Ég þurfti að taka strætó til baka til að sækja hann. Á þessum tíma var ég ekki vön að vera á bíl dagsdaglega. En okkur hefur ekkert farið aftur.
Dísa (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 19:54
Ásthildur, það er rok og hríð hér í Eyjum ég fór í átt að Stórhöfða og leit út á Sjó og hann var úfin..Æðarfuglinn kúrði sig niður í Öldurnar spakar og ég fékk vatn í munninn við að sjá þetta lostæti vera þarna á Hffletinum.....
Vilhjálmur Stefánsson, 10.1.2012 kl. 20:07
Oh Vilhjálmur kemur veiðimaðurinn upp í þér.
Dísa mín nei okkur fer sko fram ef eitthvað er. Bara að við förum ekki fram úr okkur sjálfum, við værum alveg vísar til þess
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.1.2012 kl. 22:53
Kveðja! (-:
Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2012 kl. 23:20
Knús Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2012 kl. 00:14
Yndislegar myndir, er þetta músarræfill þarna - steindauður ? Kisustrákarnir mínir hafa aldeilis fækkað músum um allt nágrennið. Það er ágætt hjá þeim.
Ragnheiður , 12.1.2012 kl. 07:25
Sætar krúttumyndir :) Vona að veðrið sé skaplegra hjá ykkur núna. Knús í hús :)
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.1.2012 kl. 12:50
Já Ragnheiður mín þetta er músarræfill á stærð við eldspýtustokk, og steindauður litli ræfillinn.
Já það er komið ágætis veður, en frekar sleipt Sigrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2012 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.