Nafnið mitt.

Nafnið mitt er Ásthildur Cesil Þórðardóttir.  Samkvæmt því sem ég var skýrð, heiti eftir ömmu minni Ásthildi Magnúsdóttur og afa mínum Hjalta Cesilíusi Jónssyni.  En einhvernveginn þá klúðraðist nafnið mitt í kirkjubókinni og ég get ekki með nokkru móti fengið það stafsett rétt.  Hef skrifað nokkrum sinnum til Hagstofunnar, hafði meira að segja fyrir því að fá pabba og mömmu til að skrifa upp á að nafnið ætti að vera Cesil en ekki orðskrýpið Secil.  Hefur einhver heyrt nafnið Secil, það er í mínum augun eins og hvert annað orð Stensil til dæmis.

Ég á bara eftir að fara að gröfinni hans afa og taka mynd af leiðinu og senda þeim þarna á hagstofunni til að sýna fram á að presturinn hlýtur að hafa farið stafavillt þarna í den.  Þegar ég sá nafnið mitt stafsett á þennan hörmulega hátt í blogginu mínu fékk ég næstum flog.  Gat sem betur fer leiðrétt ósköpin. 

Hversvegna í ósköpunum ætli það sé svona mikið mál að breyta þessu hjá þeim þarna á Hagstofunni, eða finnst þeim bara allt í lagi að ég beri eitthvert orðskrýpi sem ég þekki ekki og vil ekki hafa ?  Nú ætla ég að heita því að skrifa þeim einu sinni enn og vita hvort það er ekki hægt með einfaldri leiðréttingu að laga þetta.  Þeir bjóða jú upp á það allavega í stöðluðu bréfsformi. 

Sem sagt Cesil skal það vera og ekkert annað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ætli ég prófi ekki næst þetta með mynd af legsteininum hans afa míns.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2007 kl. 19:39

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Kannski er Secil kvk. af Cesil. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 12.2.2007 kl. 20:09

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sæl Ásthildur mín og velkomin í bloggtjörnina. Ekki hafði ég hugmynd um þetta millinafn þitt. Ég er sammála að þú að rétt eigi að vera rétt. Hin afbökunin minnir á eitthvað kítti fyrir sturtubotna. 'Eg ætla að gera þig að bloggvini í einum logandi hvelli.  Það skortir upp á blogg með kjarngóðu máli hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.2.2007 kl. 23:06

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk minn kæri.  Það er gott að sjá þig hér long time no see. 

Jamm kítti fyrir sturtubotna lýsir þessu ágætlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2007 kl. 08:24

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Komst að því í gær að ég þarf líklega að skrifa mannanafnanefnd og fá undanþágu fyrir Céið mitt.  Þar sem það virðist vera bannað í nafni.  Þvílíkt rugl.  Heitir ekki einhver Cecil Haraldsson ?

En ég ætla að skrifa þeim og sjá til hvað kemur út úr því.  Ég leyfi ykkur að fylgjast með sem viljið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2007 kl. 18:24

6 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Sæl Ásthildur frænka mín!  Af því að ættfræði og allt henni tengt eru nú mínar ær og kýr, þá fletti ég þessu upp að gamni mínu.  Það er enginn skráður hjá Hagstofunni með nafnið "Cesil", hvorki sem fyrsta né annað nafn.  Sr. Cecil skrifar sitt með c-i á báðum stöðum, það eru sex einstaklingar skráðir svo í þjóðskrá, 2 sem fyrra nafn, og 4 sem seinna nafn.  Í Íslendingabók eru tveir skráðir með "Cesil" sem millinafn, annar þeirra er reyndar á lífi, spurning hvaðan það kemur.  Hvað "Cecil" varðar eru 10 skráðir í Íslendingabók, 6 sem millinafn, og 4 sem fyrra nafn.  Af þeim eru sjö á lífi.  Hagstofan er mjög forneskjulegt bákn, ég reyndi það á eigin skinni fyrir 10 - 15 árum síðan, bróðir minn hafði ranglega verið skráður Jósepsson frá fæðingu í þjóðskrána, og vildi geta lagfært það til samræmis við okkur systur sínar.  Hann hélt nú að eitt símtal dygði, svona bara benda á að faðir hans héti nú Jósef í skránni hjá þeim, en viti menn, svörin sem hann fékk voru þau, að hann gæti sótt skriflega um nafnabreytingu.  Svona er nú báknið.  Gangi þér vel í baráttunni, kveðjur, Sigríður Jósefsdóttir.

Sigríður Jósefsdóttir, 19.2.2007 kl. 12:33

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta.  Ég ætla að skrifa mannanafnanefnd, mér er sagt að það sé leiðin.  Vonandi fær ég þetta leiðrétt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband