Eftir höfðinu dansa limirnir.

Landlægt óhreinlyndi stjórnmálamanna er orðin slík að fólk er farið að trúa hverju sem er upp á hvern sem er.  Leðjuslagurinn er þegar byrjaður og bendir ótvírætt til þess að pólitíksar eru farnir að veðja á aflausn ríkisstjórnarinnar og kosningar. 

Það er eitt sem ég skil ekki ef þetta er rétt, hvers vegna er Hreyfingin þá í samkrulli við Frjálslynda flokkinn og Borgarahreyfinguna og grasrótarsamtök um kosningabandalag fyrir næstu kosningar ef þau eru svo í einhverskonar krókbragði við ríkisstjórnina. 

Þar að auki hefur Þór Saari gefið út yfirlýsingu um að þetta sé alls ekki rétt: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/08/hugarburdur_og_dylgjur/

Þó ég viti svo sannarlega ekki hverju ég á að trúa, þá gengur þetta tvennt ekki alveg upp í plottinu hjá Bjarna.  Ég ætla því að fylgjast með og sjá hvað þau gera í þessu máli, þegar staðan kemur upp.  Það verður örugglega fylgst vandlega með hverjir muni verja þessa ömurlegustu ríkisstjórn allar tíma falli. 

Það fyrsta sem þarf að endurreisa hér á okkar litla landi er trúin á stjórnmálamenn, sem eru komnir svo langt niður í trausti fólks að flestir taka allt sem þau segja sem lygi hver sem í hlut á.

Síðan þarf að fara gegnum allar embættisfærslur ráðamanna undanfarin áratug eða meira og upplýsa almenning um hvernig þetta fólk hefur staðið að málum.  Alla lygina, óheiðarleikan nú og heiðarleikann upp á yfirborðið svo við sjáum svart á hvítu hverjir eru trausts verðir og hverjir ekki.  Fyrr en það hefur verið gert er ekki hægt að styðja neinn af núverandi stjórnmálamönnum með einhverju öryggi. 

Það hefur marg oft komið upp m.a. á Landsþinginu fræga að heiðarleiki og opin stjórnsýsla eru efst á lista fólksins í landinu.  Það er svo langt í frá að kjörnir fulltrúar okkar, sem eru í vinnu hjá okkur hafi lagt sig niður við þær lágmarkskröfur.  Þetta fólk lætur eins og það geti hagað sér eins og það vill, deilt og drottnað með almannafé, og kann ekki einu sinni að skammast sín þegar upplýst er um óheilindi þeirra.  Með þessu hafa þau eyðilagt orðspor sitt og annara. 

Þau ættu að hafa í huga að þau eru þjónar okkar, í vinnu hjá okkur, fá launin sín frá okkur, og þar af leiðandi eigum við að vera í fullum rétti að sparka svikurunum burt, ekki bara á fjögurra ára fresti heldur um leið og óheilindin koma í ljós. 

Á þessu þarf að taka af festu og hörku af okkur fólkinu í landinu, og það sem allra fyrst.


mbl.is Samkomulag um stuðning?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þú veist það vel Ásthildur að þei fá borgað fyrir að ljúga og standa ekki við neitt sem þeir leggja upp með eftir hverjar kosningar..það vantar ekki fagurgalann hjá þeim fyrir hverjar Kosningar,Svo hlæja þeir að okkur,því þeir fá fín laun sakir heimsku okkar að koma þeim á þing..

Vilhjálmur Stefánsson, 8.1.2012 kl. 16:16

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fengu vona ég í þátíð.  Fólki er að átta sig og margir búnir að fá algjörlega nóg.    Tók reyndar eftir af því að ég er að hlusta á SIlfrið að Egill passar sig vel á að nefna ekki Frjálslynda, Hreyfinguna og Borgarahreyfinguna í viðtali við Jón Hafstein segir sína sögu, því hann talaði um Lilju og Bjarta framtíð.  Ætli honum standi ekki ógn af hinu framboðinu.  Kæmi það ekkert á óvart það er gömul saga og ný.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 16:56

3 identicon

Sammála þér og raunar Stefáni Jóni í dag að það hefur orðið mikið verðfall á trausti í samfélaginu a.m.k. til opinberra aðilla og ýmissa stofnanna;  stjórnmálamanna, háskólamanna (a.m.k. í fjármála og lagageiranum) tryggingafélaga,lífeyrissjóða,stéttarfélagaforkólfa og síðast en trúlega sístra,bankanna.

Það liggja þó enn mikil verðmæti í trausti milli manna. Það er enn hægt að umgangast venjulegt fólk og eiga viðskifti við það án þess að telja sig vera í stórhættu, þetta er nú þó kanski að breytast með opnari landamærum og innflutningi glæpahópa ;-)

Þetta mál með Bjarna Harðar og Þór Saari er sérkennilegt, einhver segir ekki satt. Ekki hef ég trú á því að Þór sé að ljúga, hann leggur sig þá allan að veði í þeirri lýgi og Sunnlendinginn Bjarna Harðar þekki ég lítillega og að góðu einu. Hugsanlega þarf nafni minn að gæta betur að heimildum sínum. 

 En einhversstaðar liggur sannleikurinn í málinu.  Er mögulegt að Samfylkingin sé svo útsmogin í áróðursbrellunum að hún hafi talið nægja að boða Hreyfinguna á fund til þess eins að geta síðan dreift sögusögnum um stuðning hennar gegn vantrausti?   Svona til að hræða hugsanlega liðhlaupa? Hræða Jón Bjarna? Eða er þetta áróðursbragð af hálfu Jóns og hann þar með að ljúga að Bjarna Harðar? Eða er þessi draugangur sprottin upp í heilabúi Bjarna sjálfs?

Þetta er kanski bara lítið og ómerkilegt dæmi, en þegar öll pólitíkin fer að virðast samansafn af aragrúa svona lítilla og ómerkilegra dæma, ja þá er traustið farið!

Semsagt, sammála pistil!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 01:37

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Ég trú Þór Saari. Ég trúi líka Bjarna Harðarsyni. Það er einhver hrærigrautur í frásagnargleðinni hjá einhverjum, sem ekki vill láta hafa eftir sér Gróusögurnar sundrandi. Ætli frásagnar-vofan sannarlega lygna sé Gróa í RÚV-höfuðstöðvunum í Efstaleiti (Gróa á Leiti)?  

En svona án alls gríns, þá er heiðarleikinn mest virði. Og að hafa fyrir reglu að viðurkenna mistök (allir gera mistök), og sýna almenningi/náunganum þá lámarksvirðingu að biðjast afsökunar á mistökum, væri til mikilla bóta fyrir alla.

En það er erfitt að viðurkenna mistök, sérstaklega á Íslandi, því dómharkan hjá dómsstóli götunnar er svo hörð, að fólk forðast það. Alvöru dómstólarnir á Íslandi eru svo gjörspilltir, og það gefur dómstól götunnar byr undir báða vængi. Svona finnst mér þetta vera, en veit svo sem ekki hvort þetta er rétt hjá mér .

Almennt er hægt að treysta fólki á Íslandi, en um leið og eitthvað er orðið opinbera-kerfis-tengt eða pólitískt, þá virðist það vera ófrávíkjanleg regla að svíkja, ljúga, ræna og blekkja, án þess að sjá neitt rangt við það.

Siðlaus framkoma opinbera kerfisins fer illa með almenning.

Það er stórmerkilegt og undarlegt að fólki skuli ekki vera boðin áfallahjálp vegna valdníðslu hins opinbera, í þessu landi sem telur sig vera meðal siðmenntaðra þjóða. Hér skulu víst allir sitja og standa eins og svikult ræningja-blekkinga-kerfið fyrirskipar, annars á fólk von á að vera rænt sínum mannréttindum og tilverurétti.

Þetta er andlegt ofbeldi, og er brot á stjórnarkránni:

68. gr. Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.

Það er nauðungavinna að vinna fyrir svo lágum launum að þau duga ekki fyrir lágmarks-framfærslu. Þeim fjölgar á Íslandi sem hafa kaupmátt launa sinna undir neysluviðmiðum.

Hreyfingin hefur hingað til gagnrýnt harðlega mannréttinda og stjórnarskrárbrotin, sem þessi ríkisstjórn stundar, ekkert síður en allar gömlu ríkisstjórnirnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.1.2012 kl. 09:36

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka ykkur báðum.

Bjarni þessi hugmynd þín með að Samfylkingin sé að losa sig við óþægilega keppinauta er athygliverð.  Ég held að ég geti trúað næstum því hverju sem er upp á sumt fólk þarna inni.  En um leið og það gerist þá er borin von að Hreyfingin styðji  þau og verji.  Ef svo er er ljóst að styttra er kosningar en við gerum okkur grein fyrir.

Anna Sigríður já ég hef ekki lesið þessa grein nr. 68.  Þar kemur inn á merkilegan hlut, því hversu marga hefur bæði ríkisstjórn og bankar fyrir utan fjármögnunarfyrirtæki misbrotið þessa grein, það væri gott ef einhver myndi fara í prófmál og láta reyna á hana.   Því henni hefur verið misbeitt oft núna undanfarið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2012 kl. 11:39

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hjartanlega sammála þér, get ekki áttað mig á hvor lýgur, en skil ekki lengur þetta bull allt saman.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2012 kl. 11:39

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Ásdís mín þetta meikar engan sens.  Finnst líka skrýtið ef Þór Saari harðneitar þessu ef þau hafa lofað þessu.  Því það mun reyna á þetta á næstunni og ef þau styðja ríkisstjornina eða verja hana falli á annan hátt, eru þau búin að vera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2012 kl. 11:47

8 Smámynd: Kidda

Ég á mjög bágt með að trúa því að Birgitta, Margrét og Þór hafi selt sálu sína. Ef svo er  þá hafa þau tapað trausti ansi margra sem jafnvel kusu þau ekki,

Kidda, 9.1.2012 kl. 13:36

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér fannst nú undirlyggjandi í "Kryddsíldinni" á stöð2, af framgöngu Margrétar, Gunnarsstaða Móra og Heilagrar Jóhönnu, að það væri samkomulag í gangi.  Þau voru undarlega sammála í flestu og í öðru var ekkert gefið upp........

Jóhann Elíasson, 9.1.2012 kl. 15:28

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jóhann það leit allavega þannig út, en svo er að sjá hvort þetta er rétt eða ekki.  Það kemur í ljós.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2012 kl. 17:47

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona svo sannarlega Kidda mín að þú hafir rétt fyrir þér. Ég vil fá skorinorða tilkynningu frá þeim um hvort þetta sé rétt eða ekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2012 kl. 17:48

12 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Spilling í stjórnarfari her mun nú vera sú mesta í Evropu og þótt víðar væri leitað !

 Stjórnmálamenn leika lausum hala og stjórnarandstaðan er ekki að huga að skaðvaldinum- heldur hvenær þeir komast að ? 

 Kv. Erla

Erla Magna Alexandersdóttir, 9.1.2012 kl. 19:35

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sorgleg staða Erla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2012 kl. 21:32

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hjó eftir í bloggi Einars B Björss.og staldraði við þessa setningu,eftir að hafa lesið um pörin Merkozy; "Svo eru menn að tala um pólitíkusa á Íslandi". Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2012 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2021764

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband