7.1.2012 | 16:50
Það er talað fallega um mannréttindi og réttindi einstaklingsins, en hvar er hann þegar út í raunveruleikann er komið?
Mér er eiginlega þungt um hjartað þessa dagana. Ég var nefnilega komin á svo gott ról andlega og farin að líta björtum augum fram á veginn, þegar mér var bent á frétt í BB um eitthvað sem heitir Landmótun neðan Gleiðarhjalla - tillaga að mótvægisaðgerðum.
Síðasta áfallið var þegar ég las það í Bæjarins Besta sem virðist vera okkar milligönguaðili mín og bæjarstjórnarinnar, að það ætti að kaupa upp húsið mitt, fréttinni fylgdi flenni mynd af húsinu. Ég fékk taugaáfall og þurftfi læknisaðstoð og vanlíðán í fleiri mánuði.
Síðan hitti ég bæjarstjórann svona af tilviljun og hann tjáði mér að þetta væri allt bara í farvatninu og ekkert ákveðið, en ef þeir keyptu húsið myndi ekki þurfa þennan "vegg" fyrir ofan.
Jæja samkvæmt þessari tillögu, sem nótabene er gerð af HEIMAMANNESKJU sem greinilega hefur ekki haft tíma til að skoða aðstæður, kemur svo í ljós að það á ekki bara að kaupa upp húsið mitt, gegn mínum vilja, heldur líka að taka sneið af Garðplöntustöðinni og eyðileggja tæpra þrátíu ára ræktunarstarf þar fyrir ofan, sem við hjónin höfum haft mikla ánægju af gegnum tíðina.
Þetta segi ég, bara eins og það kemur fram, því ekki hefur verið haft samband við mig út af þessu, ég les bara ákvarðanir í BB og svara á blogginu. Er það ekki þannig sem stjórnsýslan á að virka?
Segi bara svona. En við þetta þá fékk ég annað taugaáfall og er ennþá að berjast í því, ég hef legið í rúminu og eina ástæðan til að fara fram úr er að ég á tvo unglinga sem þarf að hugsa um og gefa að borða. Ég fékk tíma hjá lækni og fékk aftur þessi geðlyf sem ég hafði svo giftursamlega hætt með áður.
Það er verið að rústa lífi mínu og ég get ekkert gert í því. Vegna þess að þetta er jú til að vernda okkur frá snjóflóðum, sem að vísu hafa ekki fallið hér svo lengi sem menn muna. En aðalmálið tel ég er að út úr þessu fást peningar til framkvæmda í bæjarfélaginu. Svo hvaða máli skiptir þá sálarlíf einnar kerlingar.
Ég segi nú samt bara, væri ekki viturlegra að nota þessa peninga ofanflóðasjóðs í eitthvað þarfara eins og til dæmis að borga jarðgöng og laga vegi um landið. Því ég held að þegar málin eru skoðuð þá farist fleiri á vegum úti sérstaklega fjallvegum, en þeir sem farast í snjóflóðum. Enda er tildæmis hér afskaplega vel skipulögð snjóflóðaeftirlitsnefnd.
Þeir hafa til og með látið meta upp húsið mitt, en ég hef ekki heyrt neitt um það heldur, ég hugsa að ég lesi það í Bæjarins besta, þegar þeir eru tilbúinir að gera það opinbert.
Svo er sagt að það takið þrjú ár að rústa lífi mínu og ævistarfi, byrjar næstkomandi ágúst. Huggulegt, ég verð sennilega annað hvort á geðlyfjum allann þann tíma eða komin á geðdeild. Nema mér takist það grettistak að lyfta mér upp og sigra sjálfa mig.
Nú veit ég ekkert hvar ég stend, ég get fengið húsið sem sumarbústað, en hvar á ég þá að vera á veturna? Ég er með tvo unglinga á heimilinu sem eru í skóla, svo ekki gengur að setjast upp hjá börnunum í útlöndum yfir vetraratímann.
Það eru allskonar fallegir fyrirvarar í stjórnarskrá Íslands. En þegar allt kemur til alls, þá er hægt að klæða græðinga í þannig búning að enginn leið er til að berjast á móti henni. Ég skal möluð niður í grjótið klöppuð í stein og gert harla lítið gert.
Eigið góðan dag elskurnar. Nú reynir á hjá mér.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Íja, ég vona að þú fáir styrk til að berjast gegn þunglyndinu og ekki síður vona ég að ekkert verði af framkvæmdum. Aldrei í manna minnum hafa komið snjóflóð á þessu svæði, skriður að vísu, bæði aur og grjót en það réttlætir varla að eyða stórfé í að breyta allri hlíðinni. Þó finnst mér verst af öllu að láta sem ykkur komi þetta ekki við og tala ekki einu sinni við ykkur, ef menn hefðu sannfæringu um að vera að gera rétt væri það eðlilegt fyrsta skref að reyna að semja. Sendi þér allt það ljós og orku sem ég get elsku besta vinkona mín .
Dísa (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 21:07
Takk elsku vinkona mín. Þetta er bara erfitt, ekki síður fyrirlitningin sem okkur er sýnd með því að þurfa að lesa þetta allt fjölmiðlum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2012 kl. 21:16
Baráttukvðjur!
Sigurður Þorsteinsson, 7.1.2012 kl. 21:43
Já baráttukveðjur elsku Ásthildur, þetta er óþolandi og ætti hvergi að líðast.
Bergljót Gunnarsdóttir, 7.1.2012 kl. 21:52
Takk mín kæru
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2012 kl. 21:56
Sæl og blessuð kæra Ásthildur.
Það er að ykkur sótt, kæru hjón.
Mér blöskrar hvernig komið er fram við ykkur.
Að fá fréttir af áformum yfirvalda um húsið sitt og lóð í gegnum bæjarblaðið er bara alltof langt gegnið í tillitsleysi og yfirgangi.
Vertu sterk og reyndu að láta þetta ekki brjóta þig niður, flotta kona !
Það fékkst leyfi fyrir byggingu þessa húss á sínum tíma og það hlýtur að telja !
Bærinn hlýtur að hafa skyldum að gegna gagnvart ykkur.
Gangi þér vel og megi farsæld ríkja á nýja árinu!
Góð kveðja
Auður Matth
Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 22:02
Takk fyrir þessi orð þín Auður mín. Já ég mun reyna að skoða alla möguleika í þessu. Og satt er það, það er ömurlegt að þurfa að sækja alla sína vitneskju í bæjarblöðin.
Takk sömuleiðis með nýja árið megi það vera þér og þínum gleðilegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 00:08
Eiga þeir ekki von á Snjóflóði niður á Norðureyri??þetta eru nú meiri skepnurnar,þafa þeir ekkert annað að gera en að Rústa Lífi fólks??Kveða úr Eyjum og þú verður að fá frið fyrir þessum Ovitum!!þeir fóru að Byggja Snjóvarnargarða í Bolungavík þar sem aldrei hefur skriðið snjór fram í hvaða tilgangi veit enginn.
Vilhjálmur Stefánsson, 8.1.2012 kl. 00:27
Þetta er spurning um fjármagn inn í samfélagið, í stutta stund þ.e. að fá verktakavinnu við þennan hrylling, vona að bæjarbúar mótmæli þessu kröftuglega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 00:33
Heil og sæl Ásthildur Cesil æfinlega; og aðrir góðir gestir, þínir !
Ásthildur mín !
Þið Elías; hafið samband við mig (Gsm: 618 - 5748), taki þessi Bæjarstjóra nefna upp á einhverjum óknyttum, gagnvart ykkur, öllu frekar.
Ég er Vestfirðingur; í móður- föðurættir, ekki svo langt aftur, og er reiðubúinn að þenja mig, gagnvart Ísfirzka Smákónginum, þurfi þess við.
Þessar Helvítis fígúrur; á landsvísu - vel að merkja, sem skreyta sig með ''fínum'' titlum, Bæjar- og Sveitarstjóra; oftlega með 7 stafa tölur, að Mánaðarlaunum, eru ekki stærri í sniðum, en gömlu Hreppsstjórarnir, sem flestir létu sér duga, innan við 1/4 þeirra launa, sem þessi flón hafa, í okkar samtíma.
Þess utan; sýnist mér nú Vestfirðingum ÖLLUM vænlegast, að standa saman, eftir áratuga ágegni Reykjavíkur brodda - þar; sem víðar, um landsbyggð alla, sem dæmin sanna.
Stend þétt; að baki ykkar Heiðurshjóna, fornvinkona góð !
Með baráttukveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 00:39
Leitt er að heyra.
"Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji; þarf til þess lagafyrirmæli, og komi fullt verð fyrir" Segir í 67. gr. stjórnarskrár.
Stundum fynnst manni þetta hljóma eins og "öll dýr eru jöfn" og svo viðaukinn "en sum dýr eru jafnari en önnur".
Ég veit svosem ekkert um þitt mál en einhvernveginn hélt ég að stjórnarskráin væri m.a. til að tryggja rétt einstaklingsins gagnvart kerfinu.
Haltu fram þínum rétti, látu þá sýna fram á að almannaþörfin sé það rík að hún réttlæti eignarnám, láttu þá sýna fram á hvaða lagafyrirmælum þeir fara eftir. ------ Eða ekki, það er erfitt að berjast fyrir sínum rétti þegar sjúkdómar herja og maður þarf í þokkabót að greiða málskostnað beggja aðila. Mundu bara að ef þú gerir það sem þú getur, hvort sem það er mikið eða lítið þá ræðst eftirleikurinn eingöngu af atriðum sem þú hefur engin áhrif á, en getur haft val um hvaða áhrif þú lætur þau hafa á þig.
Briddu réttu lyfin, berstu ef getur,glottu við kalt og mundu að lífið getur eiginlega verið alveg frábært hvað sem líður misvitrum stjórnmálamönnum,snjóflóðavörnum eða forgengilegum húsum. Einkum hjá ömmum sem eiga frábær barnabörn!
Afsakaðu svo ráðleggingarnar!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 01:23
Ásthildur mín,ég geymdi þig !!!! Þú veist, skoða fallegar myndir,en það er þá öðru nær. Verð í liði mð þér.
Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2012 kl. 01:29
Áshildur mín. Ég bið alla góða vætti að gefa þér þann styrk sem þú þarft, til að verja þig og þína fyrir valdníðslunni, sem þú lýsir hér.
Stjórnarskráin bannar svona óhæfuverk.
Bendi á að stjórnarskrár-greinin sem Bjarni Gunnlaugur bendir á er hárrétt að öllu leyti, fyrir utan að hún er númer 72, en númerið á greininni er aukaatriði, og innihald greinarinnar er aðalatriðið.
Stjórnarskráin er það plagg sem lýðræðiskjörnir stjórnmálamenn eru skilyrðislaust skyldugir til að fara eftir. Þeir sem fara ekki eftir stjórnarskránni eru að brjóta lög.
Er Ísland land án lagalegs réttarfars og réttlátra dómstóla?
Er það þannig Ísland sem íslenskir stjórnmálamenn vilja kynna fyrir öðrum þjóðum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.1.2012 kl. 02:37
Það er alveg með ólíkindum hvernig þessir embættismenn í skjóli kerfisins geta hagað sér. Það er nefnilega svo merkilegt að þegar kemur að einstaklingum þá vinnur "kerfið" undartekningarlaust gegn þeim. Ætti að vera öfugt, en svo er það bara ekki. Stjórnarskrár bundin eignarréttur er bara til umræðu þegar verið er að ræða laun og eftirlaun þessa hyskis sem situr í öllum þessum valdastólum hjá okkar þjóð. Gangi þér vel og ekki gefast upp. Það eru ábyggilega miklu fleiri sem styðja þig heldur en bæjarstjórnina.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 09:03
Kæru vinir, ég á engin orð til að lýsa þessari ósvífni og vona að þeir verði að gefa sig í þessum yfirgangi sínum.
Sendi þér og þínum kærleik og orku, þú hefur ætíð verið sterkust haltu því áfram elsku vinkona.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2012 kl. 09:21
Við stöndum öll með þér og þínum
Það er alveg rétt að það er hægt að koma með peninga í byggðarlagið og gera við vegina frekar en að fara í svona óþarfa framkvæmd. Og til hvers, einhverjir fái vinnu í smá tima og framtíð ykkar lögð í rúst í staðinn.
Elsku besta, fáðu alla þá hjálp sem þú þarfnast. Vildi svo óska að ég gæti tekið vanlíðanina í burtu frá þér mín kæra vinkona.
Risaknús og kærleikur í kúluna
Kidda, 8.1.2012 kl. 12:10
Ljótt er að heyra, vont að geta ekkert gert fyrir þig elsku Ía mín, ég hugsa til þín ALLTAF.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.1.2012 kl. 12:26
Innilega takk öll, Bjarni ég ætla að skoða þetta sem þú og Anna Sigríður bendið á. Ég ætla mér að reyna allt sem ég get.
Takk fyrir hlý orð og hughreystingar það er gott að fá þær á svona tímum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 13:22
Baráttukveðjur í slaginn gegn kerfinu.
Theódór Norðkvist, 8.1.2012 kl. 15:12
Takk Theódór minn þú ættir að kannast við fjallið okkar og hversu hættulegt það er.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 17:06
Ekki vissi ég að þú værir kölluð Ía ljúfust
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2012 kl. 17:26
Það er gamal og einungis fjölskyldan og nánir vinir kalla mig Íju, það er saga á bak við það. En þegar ég var lítil kallaði ég mig allaf Íju í staðin fyrir Ég, og það festist við mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 19:53
elskuleg, mikið vildi ég að lífið þitt væri auðveldara..Sonur minn má þá lánsamur teljast að ekki festist við hann uppáhaldsorð bernskunnar hans en það var ; Íka...og þá meinti hann að hann vildi líka það sem aðrir fengu. Hann var auðvitað yngstur og þurfti að hafa fyrir sínu taldi hann
Ragnheiður , 8.1.2012 kl. 21:43
Já svona gæluorð eru að mörgu leyti góð. Íja hefur til dæmis sennilega forðað mér frá því að vera kölluð Ásta eða Heiða, bara Íja eða Ásthildur. Mér þykir vænt um þetta nafn, og ég veit þegar ég heyri það að þar er á ferð einhver sem þekkir mig frá fornu fari.
Takk elskuleg fyrir hlýju orðin þín. Ég held svei mér þá að maður sé alltaf að læra eitthvað og þurfi að takast á við allskonar hluti til að þroskast. Ég ætla mér að vinna að þessu máli eftir bestu getu og því sem ég á til. Svo er bara spurning um hvernig mér tekst upp, en það er allt önnur saga. En ég hef lært í gegnum tíðina að taka aldrei neinu sem gefnu hvorki því sem manni hugnast eða ekki. Það þarf að skoða málin ofan í kjölinn áður er maður gefst upp. Það er reyndar ekki á listanum hjá mér að gefast upp.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 22:23
Vil bæta því við að kúluhúsið setur mjög skemmtilegan svip á bæinn, það vita allir sem hafa komið til Ísafjarðar. Það væri leitt ef það yrði rifið eða myndi drabbast niður strax af þeim sökum, fyrir utan þann missi sem það er fyrir hvern sem er að sjá á eftir áratuga heimili og striti.
Þrátt fyrir mikinn bratta safnast minni snjór í fjallið en búast mætti við, held það hafi eitthvað með vindáttir að gera.
Theódór Norðkvist, 9.1.2012 kl. 00:35
Á bíltúr um Arnarnesið ætlaði ég að sýna dótturinni kúluhúsið þar til gamans, en þá var búið að rífa það. Er kannski bannað að vera öðruvísi?
Ólafur Þórðarson, 9.1.2012 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.