Nýársdagur með meiru.

Nýja árið gekk í garð í góðu veðri.  Vonandi lofar það góðu.  Ég fer allavega inn í það með bjartsýni að leiðarljósi.  Og ætla mér að takast á við það sem að höndum kemur.  Ég hef aldrei að mig minnir strengt áramótaheit, en ég ætla mér að standa í lappirnar og taka því sem kemur til mín með jákvæðni.  Ég hef veitt góðum vættum leyfi til að taka á árarnar með mér, og er tilbúin.

Annars átti ég yndislegt gamlárskvöld í faðmi fjölskyldu minnar bæði barnabarnanna og systkina.

IMG_1600

Það er hlutverk prinsins að blanda jóladrykkinn.

IMG_1601

Jólasúpan sem alltaf slær í gegn.

IMG_1602

Hafði svo purusteik.

IMG_1603

Svo var horft á skaupið og farið á brennu.  Mér fannst skaupið gott og hló mikið.

 hér er verið að gera sig klára til að fara yfir til systur minnar að skjóta upp flugeldum.

IMG_1605

Ein af fallegu barnabörnunum mínum Júlíana Lind.

IMG_1606

Hér er önnur falleg skotta og lítil kisa.

IMG_1609

Geimskip eða eitthvað dularfullt ... já

IMG_1613

Mágar á góðri stund.

IMG_1615

Og nú á að kveikja í...

IMG_1619

Íhahaaa!

IMG_1626

Nýtt ár í farvatninu.

IMG_1628

Jú Hú!!!

IMG_1633

 

En að kveðja gamla árið er með smá eftirsjá....

IMG_1637

Þó er nokkuð ljóst að það nýja verður betra....

IMG_1638

Skot skot skot...

IMG_1639

Og meira skot skot skot allt í gleði.

IMG_1663

Allt í boði björgunarsveita landsins....

IMG_1665

Og svo kampavín í boð litlu systur sem tók yfir ritualinn frá foreldrum okkar.

IMG_1667

Gamlir samstarfsmenn og reyndar skólabróðir minn Nonni Láka.

IMG_1669

Og nýja dóttirin okkar Ella míns.

IMG_1713

Og enn og aftur fallega barnabarnið mitt, ein af 21 því þau eru öll jafn yndæl. Heart

Svona er lífið, ég hugsa mikið um hvernig mitt líf hefur þróast.  Þegar ég var ung farnnst mér lífið hlyti að vera búið um tvítugt það voru bara einverjir eldgamlir sem náðu því. Og þá átti maður að vera giftur og hafa eignast börn og semsagt maður var bara sveskja eða rúsína sem átti hvorki framtíð né fortíð.

Sem betur fer hafði ég algjörlega rangt fyrir mér, því lífið heldur svo sannarlega áfram og maður er svo sannarlega til og ennþá í fullu fjöri og hef alveg heilmikið til að gefa ennþá.  Samt sé ég framtíðina í þessum barnabörnum mínum.  Og svo sannarlega geri ég allt til að gefa þeim eitthvað veganesti inn í framtíðina.  Þess vegna til og með hef ég skrifað sögurnar mínar.  Því ég veit að þau munu upplifa miklu meiri spennu og tækifæri vegna þess sem ég hef gefið þeim.  Það vona ég allavega og er einhvern veginn alveg viss um að ég hef rétt fyrir mér með það.  Og ef ykkur langar til að lesa þessi ævintýri mín þá getið þið annað hvort haft samband við mig eða Vestfirsku verslunina ég lofa að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. 

Málið er að börnin okkar eru framtíðin og við ættum að hlusta betur á hvað þau hafa fram að færa.

Eigið gott kvöld og sofið rótt elskuleg mín. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þar hittirðu naglann á höfuðið,mín kæra,þarf svefn.

Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2012 kl. 02:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sofðu vært ljúfan mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2012 kl. 02:53

3 identicon

Gleðilegt nýtt ár elsku frænka koss og knús á ykkur öll fyrir vestan

Hulda Klara frænka í Noregi (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 09:11

4 identicon

Gleðilegt ár elsku Íja mín. Nú gefst okkur smátími til hvíldar og að safna orku til næstu verkefna, og eins og hjá þér vera til staðar ef stóru börnin þurfa á ömmu að halda. En sveskjurnar og rúsínurnar hafa alltaf gefið líka, gott bragð í munninn og orku, þó við höfum alltaf talað um þær eins og aukaatriði eru þæa það ekki. Til dæmis í okkar sambandi voru þær tenging þegar ég borðaði alltaf rúsínurnar úr kökunum fyrir þig svo þú þyrftir ekki að skilja þær eftir. Og þú borðaðir eplakjarnana mína ef engin ruslafata var nærri.

Dísa (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 10:10

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtileg færsla, man þegar við sungum 2012 í denn, hélt ég yrði jafnvel dauð þegar það ár kæmi :):) flottar myndirnar þínar, nýja vélin er algjörlega að sýna sig :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2012 kl. 11:58

6 Smámynd: Laufey B Waage

Gleðilegt nýtt ár elsku Ía mín og takk fyrir gamla. Ég segi eins og þú, ég finn það einhvern vegin á mér að nýja árið verður betra en það gamla. Það leggst vel í mig.

Skemmtilegar myndir, ekki síst þessi af "geimskipinu".

Laufey B Waage, 2.1.2012 kl. 14:45

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll elskuleg.  Ég er eiginlega í hálfgerðu sjokki því ég las í BB að það var verið að auglýsa undirbúning að risavegg hér fyrir ofan mig, sem eyðileggur tæplega þrjátíu ára starf okkar Ella í gróðursetningu.  Og svo að kaupa upp húsið mitt, þeim nægir ekki að eyðileggja allt mitt starf heldur á líka að bola mér út.  Þetta er eiginlega meira en hægt er að sætta sig við.  Ég er að reyna að ná tökum á sálartetrinu mínu og vinna í að láta þetta ekki eyðileggja heilsuna.  Því fyrst og fremst er hún það dýrmætasta sem hver maður á.  En gamla sálarástandi lét á sér kræla í dag, mig langaði mest til að leggjast upp í rúm og breiða yfir haus og vakna ekkert aftur. 

Hér er um ofurefli að tefla.  Ég mun örugglega skrifa meira um þetta seinna en nú hef ég ekki orku til þess.  Þarf að skríða út í horn og sleikja sárin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2012 kl. 17:16

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er fullkomlega eðlilegt að langa stöku sinnum að breiða upp fyrir haus.

Ég hef trú á því að þú safnir þér saman mín kæra og hefjir baráttuna af fullum krafti.

Þúsund kossar af færibandinu ♥

Hrönn Sigurðardóttir, 2.1.2012 kl. 18:26

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hrönn mín jamm ætlí ég gerið það ekki bara

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2012 kl. 18:29

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skelfilegt að heyra þetta, vona svo sannarlega að þetta verði ekki framkvæmt og að menn sjái að sér. Þú leyfir okkur að fylgjast vel með.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2012 kl. 19:09

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já geri það Ásdís mín, en það er víst borin von að hætt verði við þetta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2012 kl. 19:28

12 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Gleðilegt ÁR.. Eru þeir Ættaðir að Sunnan þessir Andskotar sem vilja eiðileggja tilveru þína og Bónda þíns??

Vilhjálmur Stefánsson, 3.1.2012 kl. 08:49

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég vona að þú og fjölskyldan þín eigið gott og gleðilegt ár... miklu betra en á horfist... Og eitt er öruggt... góðum vættum þykir vænt um fólk eins og þig og vaka yfir þér og þínum

Jónína Dúadóttir, 3.1.2012 kl. 10:59

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vilhjálmur græðgin ræður för held ég, þeir fá pening frá ofanflóðasjóði til að eyðileggja tilveru mína, og vilja meina að það sé öllum fyrir bestu, þeir sem teikna eru SAS menn, sérfræðingar að sunnann og á þeirra borði eru enginn tré eða tæplega 30 ára vinna við gróðursetningu

Takk elsku Jónína mín ég þarf einmitt á svona að halda.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2012 kl. 11:59

15 Smámynd: Kidda

Er þessi vitleysa að koma upp aftur láttu bara vita þegar það á að byrja og við komum og leggjumst fyrir vinnuvélarnar. Það má bara ekki ske að þetta verði að veruleika, þessi endemis vitleysa.

Risaknús í geimskipskúluna

Kidda, 3.1.2012 kl. 12:00

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2012 kl. 14:04

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleðilegt ár elskurnar mínar í Kúlu, takk hjartanlega fyrir öll góð kynni á liðnum árum.

Ljós og gleði inn í nýja árið ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2012 kl. 10:43

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2012 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2021767

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband