Gleðilegt ár kæru vinir.

Það líður að endalokum þessa árs 2011.  Það hefur að mörgu leyti verið mér gott ár persónulega, það var ljúft að hætta að vinna þó var svolítill söknuður að hætta eftir nær 3 áratugi, sakna gömu vinnufélaganna, en bæti úr því með að skreppa í kaffi.

Ég gat heimsótt börnin mín og barnabörnin í Noregi og Austurríki og hitti einnig systur mína í Kaupmannahöfn.  'Atti þess líka kost að fara nú í endaðan nóvember til að aðstoða dóttur mína Báru þegar lítill maður kom í heiminn hann er 21 barnabarnið. 

Svo ákvað ég að prenta bækurnar mínar allar fjórar sem ég hef skrifað fyrir börnin í kúlunni.  Það gerði ég vegna fjölda áskorana eins og sagt er.  En líka til að sjá hvernig fólk tæki þeim. 

Ég hef eignast marga góða og frábæra vini hér á blogginu sem ég er þakklát fyrir, og einnig fólk út í bæ sem þekkir mig gegnum þetta sama blogg. 

Ég veit að ég get verið hvöss, þegar réttlætiskennd minni er misboðið, og það hefur gerst æ oftar nú í seinni tíð, en það er þá fyrst og fremst stjórnsýslan og óheilindi stjórnmálanna sem mér ofbýður.  Ef til vill þarf ég að fara að endurskoða hug minn í því sambandi, því ekki vil ég láta ómerkilegt fólk eyðileggja heilsuna mína.  En um leið og ég er reið þessu fólki og þeim öllum sem komu landinu okkar í þessa aðstöðu, er ég þakklát því fólki sem hefur lagt liðsinni sitt til að berjast gegn þessu og vill betri tíð og hreinskiptari pólitík.

IMG_1580

Ég er einstaklega heppinn manneskja að eiga öll þessi yndislegu barnabörn að vinum.

IMG_1590

Börn eru frábærir einstaklingar heilsteypt og sönn.  Hér stöndum við í að gera pizzur, hver gerði sína pizzu að eigin vali.

IMG_1593

Það er gott að hafa tíma til að eyða með sínum nánustu, eiginlega alveg bráðnauðsynlegt.

IMG_1595

Og allt gengur miklu betur þegar allir vinna saman.

IMG_1596

Þá er að skreyta með álegginu.

IMG_1598

Afi gerði líka sína pizzu með hvítlauk, olífum og þurrkuðum tómötum.

IMG_1599

Og svo má bara liggja á meltunni.

IMG_1589

Ungur nemur hvað gamall temur.  Við skulum muna að allir geta hjálpast að, hér er Úlfurinn að kenna afa sínum að hlaða niður á mpr spilara sem ég gaf honum í jólagjöf, svo hann eigi auðveldara með að læra norsku.

IMG_1584

Veðrið er búið að vera gott, og verður vonandi áfram.

IMG_1585

Það verður allt svo hreint og tært þegar snjórinn sest yfir, og þá er bara að muna eftir smáfuglunum.  Þeir vakta þau hús sem þeir vita að þeir fá gefins mat.

IMG_1587

Í rauninni veit ég ekkert hvað bíður mín á nýju ári.  En eitt er víst að ég mun takast á við það sem koma skal. 

IMG_1586

Ég mun gera allt til að fá að búa hér áfram, þó yfirvöld vilji skáka mér út.  En þá er bara að sjá til hvernig allt veltur.

IMG_1577

Jólabörnin geta líka veitt gleði þó ferfætlingar séu.

Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og friðar, innilega takk fyrir öll innlitin, athugasemdirnar og samskiptin á árinu.  Það er mér mikils virði að vera í góðu sambandi við gott fólk.  Bæði á netinu og svo í raunheimum.  Megi ást og friður fylgja ykkur öllum. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk sömuleiðis Ásthildur mín.

Gleðilegt nýtt ár.

I.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 16:58

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef haft mikla gleði og ánægju af samskiptunum við þig og það að fara inn á síðuna þína hefur gefið mér mjög mikið og stundum hefur mér liðið eins og ég wsé einn af hlutinn af heildinni í kringum þig.  Ég óska þér og þínum árs og friðar og vonast til að samskipti okkar verði jafn góð á komandi ári.............

Jóhann Elíasson, 31.12.2011 kl. 17:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

BLessuð Ingibjörg mín

Þetta er fallega sagt Jóhann, og ég get fullvissað þig um að þú og þið öll eruð hluti af þessari heild.  Bæði af því að ég gef ykkur hlutdeild í henni og ekki bara ég heldur allir í kring um mig.  Þau taka þátt í þessu og gefa ykkur líka leyfi til að vera með.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2011 kl. 18:16

4 identicon

Gleðilegt nýtt ár kæra Ásthildur og fjölskylda. Takk fyrir allt sem liðið er. Megir þú eiga mörg yndisleg ár í kúlunni þinni umvafin ættingjum og vinum.

Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 18:32

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Takk fyrir mig í gegn um árið og árin og það að fá að þekkja til þín og þinna og fá fregnir frá þér í gegn um þitt fallega bloggerí.

Z.

Steingrímur Helgason, 31.12.2011 kl. 18:50

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín, knúsaðu karlinn frá mér.

Takk sömuleiðis Steingrímur minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2011 kl. 19:24

7 Smámynd: Ragnhild H. Jóhannesdóttir

Þakka þer frábært ár kæra Ásthildur ..þó eg hafi oft aðeins lesið bloggin þin þá hefur það oft gefið trú og von um betri tið !..þvi sannarlega er eg á sömu linu og þú hvað það snertir. Glaðst með þer og hryggst i frásögnum þinum yfir lifinu og tilverunni ,meira glaðst þó!  og á bara eina ósk þer og  þinum ásamt öðrum landsmönnum til handa um þessi áramot ...guð gefi okkur öllum gleðilegt ár og gæfu til að standa saman um gæfu okkar lands og þjóðar ....Og i öllum bænum haltu áfram að senda okkur hvatninguog styrk með fallegu bloggunum þinum !<3

Ragnhild H. Jóhannesdóttir, 31.12.2011 kl. 20:36

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk fyrir mig Ragnhild.  Það gleður mig að heyra svona hlý og falleg orð mér til handa og góðar óskir.  Já ég mun sannarlega halda áfram að vera sú sem ég er og láta í mér heyra.  Tek undir óskir þínar um gæfu og gleði handa öllum landsmönnum og þjóðinni og landinu okkar fagra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2011 kl. 20:46

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir mig á árinu og knúsaðu uppáhaldsbarnabarnið frá mér ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2011 kl. 21:55

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég skal gera það Hrönn mín. Hann mun líta við á morgun, þá skal ég knúsa hann frá þér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2011 kl. 22:06

11 identicon

Gleðilegt ár elsku Íja mín og takk fyrir allt á því liðna, og öll hin árin . Sjáumst á nýja árinu hressar og kátar, löggiltar . Knús og kveðja í Kúlu

Dísa (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 01:23

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já elsku Dísa mín besta vinkonanSjáumst á nýjur ári

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 02:15

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Gleðilegt ár Ásthildur mín og þakka þér fyrir ánægjuleg sanmskipti hér í bloggheimum.

Jón Ríkharðsson, 1.1.2012 kl. 04:10

14 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Blessuð og sæl Ásthildur mín.  Ég óska þér og þínum gleðilegs nýárs og þakka þér innilega öll hvatningar kommentin inná bloggið hjá mér

, s.l. ár,   og svo enn og aftur,  megi nýja árið færa þér Ásthildur mín og þinni fjölskyldu gæfu og gengis á þessu nýbyrjaða ári.  Kær kveðja  

Þorkell Sigurjónsson, 1.1.2012 kl. 09:58

15 Smámynd: K.H.S.

Gleðilegt nýtt ár. Takk fyrir mig. Blessun fylgi þér og þínum ávallt.

K.H.S., 1.1.2012 kl. 11:15

16 identicon

Gleðilegt nýtt ár Ásthildur mín til þín og fjölskyldunnar. Kærar þakkir fyrir öll bloggin þín. Við höfum aldrei sést en ef ég myndi hitta þig í Bónus kæmi ég sennilega og tæki utan þig og kyssti á kinn. Þú ert uppáhalds bloggarinn minn. Litla kisan er alveg yndisleg, svo falleg á litinn.

Bestu kveðjur vestur í kúlu.

ingibjorg kr. einarsdottir (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 11:49

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Jón minn.

Mín er ánægjan Þorkell minn.  Ég óska þér og þínum alls góðs.

Takk sömuleiðis Kári minn.

Þakka þér hlý orð mín kæra Ingibjörg.  Óska þér alls góðs á nýju ári, og hver veit hvort við hittumst í Bónus. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 12:30

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf jafn yndislegtad koma hérvid spádu í hvad unga fólkid ykkar er ríkt ad eiga ykkur alltaf ad.? Takk fyrir yndislefgt bloggár og hjartanskvedja

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2012 kl. 13:41

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gleðilegt ár, þakka yndisleg samskipti og frábærar frásagnir í máli og myndum!

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.1.2012 kl. 13:49

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka ykkur báðum Jóhanna og Ásdís.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 14:32

21 identicon

Gleðilegt ár frænka

Gréta (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 14:42

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis Gréta mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 14:47

23 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Gleðilegt ár 

Já það er  gaman að koma  hér

Og lesa og sjá þessar flottu myndir.

Valdís Skúladóttir, 1.1.2012 kl. 15:00

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Valdís sömuleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 15:35

25 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Gleðilegt ár kæra  Ásthildur

Ragna Birgisdóttir, 1.1.2012 kl. 20:29

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilegt ár sömuleiðis mín kæra Ragna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 21:11

27 Smámynd: Ragnheiður

Gleðilegt ár og hjartans þakkir fyrir notaleg skilaboð til mín þegar myrkrið hefur verið svartast hjá mér. Við reynum að herða upp hugann og ganga ögn brattari fram árið 2012.

Kærleikskveðja til þín og þinna

Ragnheiður , 1.1.2012 kl. 21:48

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elskuleg mín, þetta er alveg gangkvæmt þegar ég er ofan í kjallara þá leiðir þú mig upp.  Ef ég get gert það sama fyrir þig þá er ég bara glöð yfir því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 22:30

29 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eins og svo oft áður,rek ég lestina,geymi þig oft til að hafa tíma í myndaskoðun.Óska þér Ásthildur mín gleðilegs árs og sigurs.

Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2012 kl. 00:17

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk ljúfan mín Sömuleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2012 kl. 02:35

31 Smámynd: Laufey B Waage

21 barnabarn, - vá hvað þú ert rík.

Laufey B Waage, 2.1.2012 kl. 14:47

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega Laufey min, ég er rík kona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2012 kl. 17:09

33 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Betra seint en aldrei.

Ég er búin að liggja í flensu síðan á gamlársdag og hafði ekki rænu til eins né neins.

En mig langar að þakka þér innilega samfylgdina á liðnu ári, alltaf gaman að lesa pistlana þína og mér sýnist að oftast séum við sammála.

Þó seint sé óska ég þess að nýja árið beri þér og fjölskyldu þinni gæfu og góðri heilsu á komandi ári og ég hlakka til að fá að fylgjast með pistlunum þínum og öllum fallegu myndunum sem þú ert svo dugleg að setja hér inn á nýja árinu.

21 barnabarn - ja hérna, þú ert sannarlega rík :)

Kveðja.

SA

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 7.1.2012 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2021767

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband